Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1985 45 sjóðinn næstu árin og málinu haldið vakandi innan UMSB. En það var skilyrði fyrir styrkveit- ingu úr sjóðnum að skólinn yrði á heitum stað. Svo er það árið 1941, að Staf- holtstungnahreppur kaupir spildu úr Laugalandi ásamt hitaréttind- um fyrir skóla, kirkju og aðrar opinberar byggingar. Árið eftir gefur hreppurinn land og hita til stofnunar húsmæðraskóla en með þeim skilyrðum að barnaskóli fái samsvarandi réttindi, ef af stofn- un hans yrði. Húsmæðraskóli Borgfirðinga tekur síðan til starfa árið 1946 og er staðurinn þá skírð- ur Varmaland en fram að þeim tíma var yfirleitt talað um Veggjahver. Arið 1945 er haldinn fundur í Borgarnesi með skólanefndum, sýslunefndarmönnum, oddvitum og Bjarna M. Jónssyni, náms- stjóra. Þessi fundur benti á 3 lausnir í skólamálum hreppa í Mýrasýslu. Fyrsta tillagan gekk í þá átt að byggður yrði einn heima- vistarskóli fyrir alla hreppana á heitum stað. Málið var síðan kynnt í hrepp- unum og að lokum samþykktu all- ir hrepparnir að taka þátt í bygg- ingu heimavistarbarnaskóla að Varmalandi. Þá samþykkti sýslunefnd árið 1946 að styðja málið og lagði til nokkra fjárupphæð. Næstu árin er málið í höndum fræðsluráðs Mýrasýslu, sem sækir nokkrum sinnum um fjárfest- ingarleyfi fyrir byggingunni. Þessum umsóknum er ailtaf synj- að, síðast í maí 1951. En árið 1950 er kosið nýtt fræðsluráð, sem i eiga sæti: Anna Brynjólfsdóttir, sr. Bergur Björnsson, Daníel Kristjánsson, Leifur Finnbogason og sr. Leó Júlíusson. Það heldur sinn fyrsta fund í júní 1951 ásamt sýslu- manni, oddvitum, námsstjóra o.fl. Þar er ákveðið að hefjast handa við skólabygginguna og eftirtaldir menn kosnir í bygginganefnd: Sr. Bergur Björnsson, Jón Stein- grímsson, sýslumaður, og Andrés Eyjólfsson, alþingismaður í Síðu- múla. Fjárfestingarleyfi fékkst þá um sumarið og í ágúst er sam- þykkt að byggja skólann eftir teikningum Sigvalda Thordarson. Byggingameistari var ráðinn Kristján Björnsson í Steinum. Hafist var handa af fullum krafti vorið 1952 og var byggingin fok- held fyrrihluta vetrar 1952—’53. Síðan er unnið með litlum hléum allt þar til í apríl 1955 að henni telst að mestu lokið. Kostnaðar- áætlun var upp á 2 millj. króna. Hrepparnir gerðu með sér samning um byggingu og rekstur skólans sem enn gildir. Hvað stofnkostnað varðar greiða hrepp- ar eftir íbúafjðlda að einum fjórða, gjaldendafjölda að einum fjórða og tekju- og eignaskatti að hálfu. Rekstrarkostnaður er greiddur eftir barnafjölda að hálfu og tekju- og eignaskatti að hálfu. Haustið 1954 er svo ráðnir að skólanum þeir ólafur Ingvarsson sem skólastjóri og Bjarni Andrés- son sem kennari. Fyrsti kennslu- dagur var 6.des. en vegna fram- kvæmda gat kennsla ekki hafist fyrr. Þá var í skólanum heimavist- arrými fyrir 52 bðrn, 3 kennslu- stofur og tvær kennaraíbúðir og ein lítil íbúð fyrir matráðskonu. Miðað var við að 4 nemendaár- gangar sæktu skólann, 2 árgangar í senn og dvöldu nemendur 13 vik- ur í skólanum í einu. Vígsla skólans fór svo fram 21. maí 1955 og er þeirra tímamóta minnst nú. Var þetta mikil hátíð með kórsöng og ræðuhöldum, þar sem menntamálaráðherra, Bjarni Beqfdiktsson, talaði meðal ann- ars, en sr. Bergur Björnsson, prestur í Stafholti, vigði skólann. Þá flutti Halldór Helgason, skáld á Ásbjarnarstöðum skólanum kvæði. En þótt að þessum mikilvæga áfanga væri náð þurfti brátt að huga að frekari framkvæmdum. Gömul og ófullkomin sundlaug var við Veggjahver og var brátt hafist handa við byggingu nýrrar, sem vígð var árið 1959. Þá varð fljótlega ljóst að auka varð heima- vistarrými vegna fjölgunar bekkj- ardeilda. Árið 1964 var byrjað á nýrri heimavistarálmu og komst hún í gagnið veturinn 1966—’67. Voru þar herbergi fyrir 24 nem- endur og ennfremur skólastjóra- íbúð og setustofa. Þá voru og byggðir kennarabústaðir á árun- um 1974—’77. Árið 1972 var byrjað á byggingu íþróttahúss og félagsheimilis. Var fyrst hafist handa við byggingu baðklefa við sundlaugina en síðan við sjálft íþróttahúsið. Er þvi nú svo til lokið. Er þar um að ræða einhverja bestu aðstöðu til íþróttaiðkana i sveit á landinu. En auk þess að vera íþróttahús er það félagsheimili fyrir 4 hreppa og hefur hlotið nafnið Þinghamar. Þá standa nú yfir framkvæmdir við nýja mötuneytisbyggingu, sem vonandi tekst að ljúka á næsta ári auk þess sem í þeirri byggingu hafa verið teknar í notkun íbúðir fyrir kennara, húsvörð og ráðs- konu. Nú eru alls 9 fastráðnir kennar- ar við skólann og stundakennarar 8. Nemendur eru 139 á aidrinum 6—14 ára frá 80 heimilum. Vegna heimavistarfyrirkomulagsins er um nokkuð skerta skólasetu að ræða. Reynt er að draga úr áhrif- um hennar með heimanámsað- stoð. Fara kennarar þá milli heim- ila og aðstoða nemendur. Vart verður svo við þetta mál skilist, að ekki sé getið þáttar Daníels heitins Kristjánssonar, fyrrum skógarvarðar á Hreða- vatni. Hann sat í fyrstu skóla- nefndinni og varð síðan formaður hennar til 1978. Það er víst óhætt að segja, að hann hafi aldrei spar- að tíma eða fyrirhöfn þegar um málefni skólans var að ræða. Að öllum öðrum ólöstuðum var hann sá, sem mest mæddi á. Skólastjórar við skólann hafa aðeins verið 3 á þessu tímabili. Eins og áður sagði var ólafur Ingvarsson fyrst ráðinn skóla- stjóri og var hann til ársins 1965. Þá tók Valgeir Gestsson við skóla- stjorn og var til 1975, en þá tók við stjórn skólans Vigþór H. Jörunds- son. Ýmsir fleiri hafa starfað lengi við skólann s.s. kennararnir Jón Hermannsson og Guðlaugur Torfason og matráðskonan Elísa- bet Jónsdóttir. Formenn skólanefndar frá upp- hafi hafa verið þeir sr. Bergur Björnsson, þá Daníel Kristjánsson og núverandi formaður er Davíð AAalsteinsson, alþingismaður. Fréttaritari. Viltu losna við bakverkinn og eymslin í hálsinum? Pá skaltu reyna heilsudýnu og -kodda frá Bay Jacobsen, viðurkennda framleiðslu sem skilar ótrúlegum árangri. Dýnan sér um að dreifa þunga líkamans í svefninum, þannig að blóðstreymi haldist jafnt um allan skrokkinn, hún heldur góðum hita á bakinu og hefur notaleg nuddáhrif á vöðvana. Ummál: 70/80/90x190 cm. Þykkt: Aðeins 3 cm og því leggst hún ofan á dýnu sem fyrir er. Þyngd: 1,9 kg. Verð: 3.260.- kr. r' Vinsamlegast sendið mér: □ .....stk. heilsudýnu, breidd .. □ ....stk. kodda á kr. 1.390.- NafiL_____________________________ Koddinn tryggir höfðinu og hálsinum rétta hvíldarstöðu og réttur þéttleiki ásamt góðum hita gerir það að verkum að þú vaknar með slaka háls- og axlarvöðva eftir góðan nætursvefn. Ummál: 45x55 cm. Þykkt: 9-11 cm. Verð: 1.390.- kr. . cm x 190, á kr. 3.260,- Simanr. Heimili; Póstnr.: Sveitarfél. Klippið seðilinn út og sendið með pósti til: Bústoð Pðsthólf 192 230 Keflavík V____________________________________________________________________________________________y Hvernig vœri að slá til strax í dag og senda okkur útfylltan pöntunarseðilinn og við sendum þér vöruna um hæl ípóstkröfu. 14 daga skilafrestur. DREIFING AlSLANDt BUSTQÐ Sími: 923377 230 Keflavík ....... VTNNINGAR DREGNIR ÚT 3. JÚNÍ OG AFTUR 500 VINNINGAR 10. JÚNÍ. AÐAL VINNINGAR DREGNIR ÚT 17. JÚNÍ. BÍLLÁRSINS, OPEL KADETT, HLAUT EINNIG VIÐURKENNINGUNA „GULLNA STÝSIÐ 1985“ 11BÍLAR 5 DR„ 1,3 L, 60 HA. OG SEM AÐ AUKl HLAUT ÖRYGGISVERÐLAUN AFPA: „PRIX DE LA SÉCURITÉ\ HAPPDRÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS 9 OPEL KADETT GL 2 OPEL KADETT GSI I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.