Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAQUR 18. MAl 1985 41 Helga /. Halldórs dóttir — Minning Fædd 31. ágúst 1895 Dáin 9. maí 1985 Fyrstu kynni mín af Helgu voru þegar ég heimsótti hana nýkvænt- ur Ástrúnu dóttur hennar. Mér var þá eins og ætíð síðan tekið opnum örmum á því heimili. Þá bjó hún með manni sínum, Valdi- mar Davíðssyni, sem er látinn fyrir nokkrum árum, og syni þeirra, Þórði. Heimili þeirra var þá á Hömrum í Hraunhreppi í Mýrasýslu. Þar átti ég margar góðar hvíldar- og ánægjustundir í fríum mínum næstu árin og síðar á heimili þeirra í Borgarnesi. Gf til vill urðu kynni okkar Helgu þó nánust á meðan hún dvaldi á heimili okkar hjónanna fyrstu ár- in eftir að hún hætti sjálf að ann- ast heimilishald. Með okkur myndaðist vinátta, sem aldrei bar á skugga. Helga var vel greind, glaðlynd og lagði öllum gott til. Hún tók jafnan málstað þeirra, sem á var hallað. Það stafaði allt- af hlýju frá henni til þeirra, sem hún umgekkst. Furðu minnug var hún næstum til síðustu stundar. Hún hafði mikinn áhuga á og bar umhyggju fyrir afkomendum sín- um og vinum, en þeir voru margir. Eftir að hún fluttist á Dvalar- heimilið í Borgarnesi var hún oftast hjá okkur um hátíðir og það var hrífandi að fylgjast með því, hve mikla ánægju hún hafði af þvsfei að búa út og gefa jólagjafir. Helga var iðjusöm og notinvirk, enda hefir það vafalaust komið sér betur á búskaparárum hennar þar sem þau hjón áttu og ólu upp 7 börn og eina uppeldisdóttur við rýr efni. Seinni árin heklaði hún mikið og prjónaði. Einkum heklaði hún mikið af dúkum með marg- víslegu munstri, sem hún stundum tók upp úr blöðum og það þó árin færðust yfir hana og sjónin dofn- aði. Þessir dúkar báru vitni um lagni og listfengi, enda voru þeir margir, sem vildu eignast þá. Ég þakka tengdamóður minni fyrir allt, sem hún hefir verið mér og mínum. Blessuð sé minning hennar. Aðalsteinn Sigurðsson Stykkishólmur: Góðri vertíð lokið Stjkkúhólmi, 12. maí. LOKADAGURINN var í gær. Ekki vissi maðtir mikið af honum enda varla von. Bát- arnir hættir þorskfiskveiðum í net þar sem kvótinn var bú- inn og stærstu bátunum hef- ur nú verið lagt og bíða þeir þar til skelveiði byrjar á ný í sumar. Þeir hafa ekki í önn- ur hús að venda. Grásleppuveiðin er nú að glæð- ast. Ég hitti í gær einn formann- inn á grásleppuveiðibát og sagði hann mér að vertíðin hefði farið mjög hægt af stað og sáralítil veiði verið í byrjun, en nú hefði þetta glæðst og kvaðst hann von- góður um að vertíðin í ár yrði ekki síðri en í fyrra þótt fleiri væru nú um hituna. Hingað til hafa verið keyptir bátar til grásleppuveiða.. Björgvin Guðmundsson og tveir með honum hafa keypt sér hrað- bát og hófu strax í apríl hand- færaveiðar. Fengu þeir ágætt veð- ur og samfellda 6 róðra og tvö tonn að jafnaði í þeim, en alls eru þeir búnir að fá á skömmum tíma um 20 lestir. Síðan er haldið á grásleppumiðin og lét Björgvin vel af því sem af er. Sagði að bát- urinn hefði reynst vel í alla staði og væri framtíðarbátur á þessum veiðum. Færaafli hefir verið mikill í vor og eins og áður hefir verið sagt frá hafa smærri bátarnir yfirfyllt kvóta sinn og stjórn sjávarútvegs- mála í vandræðum hvernig við á að bregðast sérstaklega þegar all- ir þrýsta á auknar veiðar. Jafnvel menn í sveitinni hafa brugðið sér á sjó og komið með hlaðinn bát að landi. Nú velta menn því fyrir sér hvort Hafrannsóknastofnunin þurfi ekki að fara að reikna betur og hefja rannsóknir að nýju, og eru sannfærðir um að breyting verði þá á viðmiðun veiðanna. Ýmsa heyri ég tala um að rétt væri að hætta að láta bátana hafa kvóta, en setja þá í þess stað til fiskvinnslustöðvanna. Væri það ekki athugandi? — Árni * IW á 1 h- lij • .\ Gítartónleikar á fjórum stöðum Gítarleikararnir Símon H. fvars- son og Siegfried Kobilza frá Austur- ríki hafa að undanförnu haldið tón- leika víða um landið. Næstu tónleikar þeirra verða sunnudaginn 19. maí kiukkan 17 í Grindavíkurkirkju. Mánudaginn 20. maí leika þeir kl. 20.30. Á þriðjudag leika þeir kl. 20.30 á hótelinu í Borgarnesi og á sama tíma á miðvikudag í Grunnskólan- um á vegum tónlistarfélagsins. Gerðuberg í Breiðholti: Landsfundur Samtaka um kjarnorku- vopnalaust ísland Fyrsti landsfundur „Samtaka um kjarnorkuvopnalaust ísland“ verður haldinn laugardaginn 18. maí en samtökin voru stofnuð í vetur sem leið. Fundurinn verður settur kl. 9:30 í Gerðubergi í Breiðholti og stendur hann fram eftir degi. Sam- tökin voru stofnuð um það megin- markmið að því verði lýst yfir i Al- þingi, eða fest í lög, að i íslandi verði aldrei geymd eða smíðuð kjarnavopn. í samtökunum er fólk með margvíslegar skoðanir á stjórn- málum, sem sameinast í þeirri sannfæringu, að friðlýsing íslands og kjarnorkuvopnalaus svæði séu mikilvæg skref í átt til friðar í heiminum. Á landsfundinum verð- ur m.a. gengið frá lögum um sam- tökin, gerð starfsáætlun næsta árs og kosin framkvæmdanefnd. Rétt til fundarsetu eiga allir félagar samtakanna og bent er á að enn geta menn gerst stofnfélagar. I núverandi framkvæmdanefnd, sem kosin var til bráðabirgða á stofnfundinum í mars sl., sitja Brynjólfur Eyjólfsson, Gunnar Kristinsson, Jóhanna Bogadóttir, Hóimfríður Árnadóttir, Páll Ein- arsson, Sigurður Árnason og Tryggvi Gíslason. (Úr fréttatilkynningu.) Eldhúskrókurinn Velkomin í kaffi Hér koma uppskriftir af þremur sérlega ljúffengum kökutegund- um. Ég er viss um að einhver skuldar boð, og nú er bara að skella sér í bakstur eina kvöldstund, og ná svo í nokkra sem langt er síðan við höfum séð, og eiga skemmtilega dag- eða kvöldstund í góðum félags- skap. Þá er að byrja á tertunni: Terta með hnetumar- engs: Botnar: 125 gr smjör eða smjörlíki 75 gr sykur 2 eggjarauður 100 gr hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 dl mjólk Á milli: Um það bil 2Vi dl rjómi (þeytt- ur) Marengs: 2 eggjahvítur 125 gr sykur 1 tsk. vanillusykur 100 gr hnetukjarnar Hrærið smjörið ljóst og lint með sykri og bætið eggjarauðunum út í, annarri í einu. Hveiti og lyftiduft sigtað og blandað í smjördeigið og síðan þynnt með mjólkinni. Sett í vel smurt tertumót með háum kanti. Þeytið hvíturnar í marengsið mjög stífar, og bætið svo sykrinum hægt og hægt saman við ásamt vanillusykrinum. Saxið hnetukjarn- ana. Smyrjið massanum yfir deigið í forminu og dreifið söxuðu hnetukjörnunum yfir. Sett í 175° heitan ofn í næst neðsta bil og bakað í 25—30 mínútur. Látið kökuna kólna örlítið áður en hún er tekin úr forminu og sett á ristina til að kólna alveg. Síðan sneidd í tvennt og þeyttur rjómi settur á milli. Saxað súkkulaði, perur, jarðarber eða aðrir ávextir fara vel með rjómanum á milli; eins má láta þeyttan rjóma ofan á, um 2Vi dl. Kjómahorn: (24 stykki) 100 gr smjör eða smjörlíki 300 gr hveiti 1 tsk. sykur, 1 tsk. salt 35 gr ger 1 dl rjómi Vz dl vatn 1 egg Hnoðið smjörið út í hveitið, dreifið saltinu og sykrinum yfir. Leys- ið upp gerið i volgum rjómanum og hrærið vökvanum út í deigið með skeið ásamt vatninu og Vi þeyttu eggi. Hrærið og hnoðið deigið vel saman. Fletjið það síðan út í aflanga köku á hveiti stráðu borði. Leggið deigið saman þrisvar og fletjið út aftur, endurtakið þetta 3—4 sinnum. Skiptið þá deiginu í tvo hluta og fletjið þá út, skerið hvorn í 12 þríhyrninga, og vefjið þríhyrningana upp frá breiðari endanum. Beygið hornin aðeins og látið þau á plötu með bökunarpappír þar sem þau eru látin hefast í um 15 mínútur. Penslið þá hornin með afgangnum af þeytta egginu og bakið í 10—12 mínútur í 200—210° hita í miðjum ofni. Hornin borðast volg með köldu smjöri. Valhnetukaka: 125 gr smjör 375 gr sykur 5 eggjarauður 70 gr rasp % dl rjómi 100 gr möndlur 100 gr valhnetukjarnar 4 eggjahvítur Flórsykur Hrærið lint smjör mjög vel með sykri og eggjarauðum. Bætið varlega við raspi og rjóma. Afhýðið möndlurnar og saxið smátt, sömuleiðis valhneturnar, en takið nokkra kjarna frá til að skreyta með. Blandið þessu svo út í smjördeigið. Þeytið hvíturnar mjög stifar og látið þær varlega saman við deigið. Sett í vel smurt hveiti stráð form. Bakist neðst ! 165° heitum ofni i 1 klukkustund. Látið kökuna standa i forminu augnablik áður en hún er tekin og sett á bökunar- rist til kælingar. Þá sett á tertufat og flórsykur sigtaður yfir. Skreytt með heilum valhnetukjörnum. Verði ykkur að góðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.