Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1985 „Hver á þig?“ — eftir Valgerði Bjarnadóttur „Hún er skrítin tík, þessi póli- tík,“ er einhver svona hallæris- frasi, sem stundum er notaður. Ég hef í rauninni aldrei áttað mig á í hvaða tilgangi. Fólk er að tala um það sem í rauninni ræður allri ytri umgjörð um líf þess og kannski líka hvaða möguleika það hefur á að lifa lífinu þannig að það sé ánægt, að því líði vel. Kannski er það orð, sem menn reyna að koma á stjórnmálaþátt- töku eða stjórnmálaumræðu, þ.e. að reyna að gera hana ómerkilega og á einhvern hátt lítilmótlega mesti vandinn, sem þessi þjóð á við að etja. Kona sagði við mig um daginn að henni fyndist mega líkja pólitík við að að rækta garð- inn sinn, búa til það umhverfi, sem við viljum vera í. Ég held að það sé einmitt kjarni málsins, þess vegna hlýtur það að vera ábyrgðarhluti að draga stjórn- málaumræðu niður á það plan „að sami rassinn sé undir þeim öll- um“. Ef fólki er ekki sama um í hvernig umhverfi það býr, ef fólki er ekki sama um hvernig því líður, ef fólki er ekki sama um framtíð barnanna sinna, þá á það að láta sig stjórnmál skipta. Það er vegna þess að i kosningum er fólk að af- her.da einhverju öðru fólki ákvörðunarrétt yfir gífurlega stórum hluta lífs síns. Og það hlýtur að vera mikil ákvörðun og mikil ábyrgð að afhenda þennan rétt og enn meiri ábyrgð að taka við honum. Stjórnarfar Þjóðir heims búa við mismun- andi stjórnarfar, sumir búa við einræði, sums staðar er fámennis- stjórn. Vesturlandaþjóðir svokall- aðar búa í lýðræðisríkjum, sem felur það í sér í stórum dráttum, að þjóiðin sjálf velur sér í kosning- um við hvaða aðstæður hún vill búa. Flestar vesturlandaþjóðir búa einnig við það stjórnarfar, sem í fræðibókum er kallað þing- ræði og felur það í sér að þjóðin í kosningum velur sér fólk til setu á löggjafarsamkundu og það fólk (þingmenn) velur síðan annað fólk til að fara með æðstu stjórn ríkis- ins. í sumum löndum velja þing- mennirnir sjálfa sig, í öðrum lönd- um eitthvert annað fólk. ÖU stjórnmálasamtök á íslandi eru sammála um að viðhalda lýð- ræði í landinu, eða það vona ég að minnsta kosti. Eitt stjórnmálaafl í landinu, Bandalag jafnaðar- manna, vill á hinn bóginn afnema þingræðið. Sá vilji felur það ein- faldlega í sér að fólkið í landinu, fólkið sjálft, velji bæði samsetn- ingu löggjafarsamkundunnar og æðstu stjórn ríkisins. Gallar þingræðis í landi eins og okkar, þar sem stjórnmálaflokkar eru margir, veldur þingræði því, að aldrei markast skýrar eða ákveðnar lín- Valgerður Bjarnadóttir ur í því, sem fólk hefur um að velja. Fjöldi skoðana er kynntur fyrir kosningar, þegar fólk í nokkrar vikur er sent á eitt alls- herjar hugans fyllirí og því talin trú um að nú geti það valið. Eftir kosningar setjast menn síðan niður, réttkjörnir, til að útvatna og gera að engu áherzluatriði, sem fólki finnst einhvers virði. Fólki kemur það bara ekkert við, það fær að búa við gamla sullumbullið í allt að fjögur ár, þangað til það verður aftur sent á annað hugans fyllirí um að það skipti einhverju máli. Þessi er mestur og stærstur galli stjórnarfars, sem við búum við. Fólk er blekkt, fólk er svikið, því er talin trú um að það hafi áhrif, því er talin trú um að það velji sjálft ríkisvald, sem stjórnar umhverfi þess. En það er ósatt. Þingmenn, sem fyrst og síðast, því miður, virðast hugsa um eigin völd, semja frá sér áherzluatriði, semja frá sér það sem þeir voru kosnir til að gera. Að því leyti eru samningar siðlausir, þegar samið er án vitundar umboðsaðilans, án vitundar kjósandans, um eitthvað, sem hann skiptir verulegu máli, án þess að hann í áraraðir geti haft þar nokkuð um að segja. Sérstök kosning framkvæmdavaldsins Sá maður, sem er gallalaus, hlýtur að vera leiðinlegur. Breysk- leiki er kannski eitt af höfuðein- kennum mannsins. Þess vegna á að byggja upp það kerfi, sem gerir það kleift að menn hafi eftirlit hver með öðrum, að menn misnoti ekki eða fari illa með völd, sem þeim hafa verið afhent. Og þegar talað er um framsal valda í stjórn- málum, þá er verið að tala um hluta af lífi fólks. Sérstök kosning löggjafarvalds annars vegar og framkvæmda- valds hins vegar hefði í för með sér gjörbreytt umhverfi, sem stjórnmálamenn yrðu að starfa I. Þeir þyrftu ekki einungis að standa ábyrgir gerða sinna hver gagnvart öðrum, heldur gagnvart allri þjóðinni. Höggvið yrði að rót- um samtryggingarinnar. { þeim tillögum, sem Bandalag jafnaðarmanna hefur sett fram um sérstaka kosningu forsætis- ráðherra, er gert ráð fyrir að hún fari fram í tvennu lagi. Það er grundvallaratriði, sem við trúum að geri stjórnarfar okkar líkara því, sem fólkið í landinu vill. í fyrri kosningum byðu vænt- anlega margir sig fram, hver með „Öll stjórnmálasamtök á íslandi eru sammála um aö viðhalda lýðræði í landinu, eða það vona ég að minnsta kosti. Eitt stjórnmálaafl í landinu, Bandalag jafnaðar- manna, vill á hinn bóg- inn afnema þingræðið. Sá vilji felur það ein- faldlega í sér, að fólkið í landinu, fólkið sjálft, velji bæði samsetningu löggjafarsamkundunnar og æðstu stjórn ríkis- ins.“ sín stefnumál, eins og nú gerist í kosningum. í seinni kosningunum byðu sig hins vegar einungis þeir tveir fram sem flest atkvæði hlutu í fyrri kosningunum. Val kjósenda um stjórnmálastefnu væri ljós, vegna þess að stjórnarmyndun- arviðræður (þær sem nú fara fram í bakherbergjum og þjóðin fær niðurstöðu þeirra framan í sig eins og blauta tusku, hefðu þegar farið fram. Ágreiningsefnin væru ljós, fólk hefði val, fólk vissi hvað stjórnmálamennirnir ætluðu að gera við völdin, sem það afhenti þeim. Það væri af, sem nú er, að menn þættust eitt fyrir kosningar, en yrðu svo annað eftir kosningar. Þetta er grundvallaratriði, sem mér virðist ekki snúast um tækni- leg atriði, heldur virðingu fyrir kosningum og vali fólks í þeim, og hvernig bezt megi tryggja það f * spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunbiaðsins um garðyrkju. Þau verða síðan birt eftir því sem spurn- ingar berast. Lesendur geta lagt spurningar fyrir Hafliða, jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgun- blaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, mánu- daga til fdstudaga. Landvernd og ræktun Flestum ræktunarmönnum mun það efst í huga þessa dagana, hversu fór með hin góðu áform, sem stjórnmálamenn okkar gáfu með þjóðargjöfinni á Þingvöllum 1974. Áframhaldið hefur orðið á ann- an veg en bjartsýnismenn gerðu sér vonir um. Ekki er þó að efa, að fullur hugur fylgdi þeim ásetningi að snúa vörn í sókn, svo gróður landsins fyki ekki frá okkur á haf út. En það er að mörgu að hyggja, þegar skipta þarf aflafé, sem þjóð- arbúið fær til ráðstöfunar. Nægjusemi aldamótakynslóðar- innar heyrir til fortíð, sem æska nútímans skynjar sagnir af með sama hætti og frásagnir úr grárri forneskju. Hugarfar líðandi stundar er að lifa án hugleiðinga um morgundaginn. Eyða meiru en aflað er. Uppgræðsla landsins er mál, sem allt of fáir láta sig miklu varða. Það er þó flestum nokkurs um vert, að hafa sómasamlegt gróðurfarsástand á þeim lóðar- blettum, sem fylgja húsunum, sem þeir hafa byggt fyrir þjóðarauð- inn, yfir húsgögn, sem fylla veg- lega veislusali. Menn hafa orðið þess áþreifanlega varir, að það er ekki viðfelldið að búa í húsum, er standa í moldarflagi. Það ætti að vísa okkur öllum leið að þeim sannindum, sem við okkur blasa, að sú tíð kann að vera skammt undan, að einu gróður- torfurnar í þessu landi verða þær, sem mannshöndin hefur varðveitt með ræktun og umhirðu, ef nú þegar verður ekki tekist alvarlega á við þann voða, sem uppblástur öræfa og heiðarlanda er fyrir bú- setu í þessu landi. Allt megum við fremur spara en framlag til „landvarna" í hinni einu og sönnu merkingu þess orðs, og vel mættum við leiða hugann að því, hvort nú sé ekki orðið raunhæft að lögleiða hér þegn- skylduvinnu hjá öllu æskufólki. Skylda það til að starfa í þágu þjóðar sinnar við það að græða upp berangurinn og gjalda með því fósturlaunin. Kenna því að virða og elska land sitt. Vera æsku annara landa fyrirmynd og frið- arboðendur. og þá eru það svör við spurning- um sem mér hafa borist. Selta og raki í lofti Sigfús Sigfússon, Aðalgötu 7, Keflavík, spyr: Hvaða grasfræjum er best að sá í garð sem er í mikill mosi og hvaða runnategund kæmi til með að þrífast best I garði þar sem mjög mikil selta og raki eru í lofti? Svar: Sú grastegund sem best hefur reynst hér sunnan- og vest- anlands í skrúðgarðaflatir er túnvingull. Á þessum árstíma er fullnægjandi að sá 1—1 kg á hverja 100 fm. Vel getur gefist að sá ofan í flöt þar sem mosinn hef- ur náð yfirhöndinni. Best er þá að raka mosaþembuna af og henda henni, sáldra síðan fínni, sand- blandinni mold yfir, sá fræjunum og valta. Að sjálfsögðu má ekki gleyma áburði, ca. 10—15 kg á 100 fm. Svar 2: Brekkuvíðir er sá harð- gerðasti og nægjusamasti runni sem völ er á. Vandalaust er að halda honum hreinum af skordýr- um ef vetrarúðun er viðhöfð. Þeg- ar brekkuvíðirinn hefur myndað skjól má huga að fjölbreytilegri gróðri. Mispill Þórunn Lárusdótiir, Markarvegi 10, spyn Hvenær á að klippa mispil og hvernig er best að fara að því? Svar: Ráðlegast er að fram- kvæma klippingu síðari hluta vetrar eða seinnipart sumars. Vel má klippa mispil í hekk, en einnig getur hann sómt sér vel sem sam- stæður runni. Þá er aðeins fækkað greinum þegar runninn er farinn að vera of þéttur, þvi æskilegt er að allar greinar hans njóti sólar- ljóssins. Brekkuvíðir færður um set Þórdís Skarphéðinsdóttir, Borg- arvegi 36, Njarðvík, spyr: Er mögulegt að fjarlægja gaml- an brekkuvíði, þ.e. verða ræturnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.