Morgunblaðið - 04.02.1988, Side 40

Morgunblaðið - 04.02.1988, Side 40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1988 59 „RÉTTUR neytenda er fótum troðinn af framleiðendum kjúklinga og eggja og æðstu stjórn landbúnaðarmála," segir í ályktun frá sljórn Neytenda- samtakanna, sem samþykkt var á þriðjudag. í ályktuninni segir enn fremur, að Neytendasamtökin hafí, við setningi búvörulaganna árið 1985, . mótmælt harðlega heimildum lag- anna til framleiðslustýringar í fugla- og svínaframleiðslugrein- um. Síðan segir: „Neytendasam- tökin skora á stjómvöld að afturkalla reglugerð landbúnaðar- ráðherra, sem eingöngu er til þess fallin að viðhalda óviðunandi háu verði á þessum framleiðsluvörum. Verði stjómvöld ekki við þessari áskorun samtakanna munu Neyt- endasamtökin leita eftir stuðningi neytenda um aðgerðir gegn einok- unarverði, sem er allt að fjómm sinnum hærra á íslandi í dag en í nágrannalöndunum." INNLENT Neytendasamtökin: Réttur ÁS-leikhúsið: Frumsýnir „Farðu ekki“ í kvöíd neytenda fótum troðinn ÁS-LEIKHÚ SIÐ frumsýnir í kvöld leikritið „Farðu ekki“ eftir Margaret Jo- hansen á Galdralofti í Hafnarstræti. Leik- stjóri er Ásdís Skúla- dóttir og með aðalhlutverk fara Ragnheiður Tryggva- dóttir og Jakob Þór Einarsson. ÁS-leikhúsið varð til með þeim hætti að leik- stjóri þessarar sýning- ar, Ásdís Skúladóttir, fékk áhuga á því að setja upp þetta leikverk eftir að hafa kynnst því á leiklistarhátíð í Osló. í framhaldi af því sótti hún um styrk til Menntamálaráðuneyt- isins og hlaut hann. Styrkurinn nægir' hins vegar aðeins fyrir bein- um kostnaði við upp- setningun og því fékk Ásdís til liðs við sig Ragnheiði Tryggvad- óttur og Jakob Þór Einarsson sem fara með hlutverkin tvö í verkinu, Jón Þórisson sem hannaði leik- mynd og Gunnar Gunnarsson þýðanda, til að standa sameigin- lega að þessari sýningu án nokkurra fyrirséðra launa fyrir vinnu sína. Norska skáldkonan Margaret Johansen, höfundur verksins sem ÁS-leikhópurinn valdi sem sitt fyrsta verkefni, hafði lagt gjörva Jakob Þór Einarsson og Ragnheiður Tryggvadóttir í hlutverkum sinum I „Farðu ekki“ eftir Margaret Johansen hönd á margt áður en hún sneri sér að ritstörfum fyrir alvöru. Hún fæddist árið 1923, en fyrsta bók hennar, smásagnasafn „Um kon- ur“, kom út 1971. „Farðu ekki“ er samið upp úr tveimur skáldsög- um hennar og fjallar um samskipti kynjanna og ofbeldi í hjónaband- inu.^ (Úr fréttatilkynningu.) Auglýsingin, sem hengd verður upp í London í dag. Hún verður m.a. sett upp á leiðinni frá Heathrow inn til London, við götu, sem, 80.000 bílar fara um á degi hveijum. Á henni stendur: „Kaupið ekki fisk af slátrara. íslendingar drepa hvali. Kaupið ekki fiskinn þeirra. Greenpeace." Herferð Greenpeace gegn sölu á Menzkum fiskafurðum ekkert sparað til þess að knýja íslenzk stjómvöld til þess að taka ákvörðun um að hætta hvalveiðum sem fyrst," sagði Lagercrantz. „Okkur þykir miður að þurfa að grípa til þessara ráða því herferðin kann að sverta góða ímynd, sem Is- land og íslendingar hafa á alþjóða- vettvangi. En það er við yfírvöld hér að sakast ef hvalveiðamar verða til að spilla þessari ímynd. í stað þess að vinna gegn íslendingum kysum við heldur að eiga við þá samstarf um vemdun lífrikis, samanber það að Norðurlöndin öll standa með Gre- enpeace í baráttunni gegn stækkun Dounreay-kjamorkuversins í Skot- landi, en mengun frá þvi gæti valdið íslenzku þjóðinni óbætanlegu tjóni. Við höfum þegar rætt við forstöðu- menn nokkurra islenzkra útflutn- ingsfyrirtækja og þeim finnst sú ákvörðun að halda hvalveiðum áfram jafn óskiljanleg og okkur.“ Aðgerðir í Bretlandi, Þýzkalandi og Bandaríkjunum Vegið að íslendingum — Nú gerið þið ykkur ugglaust grein fyrir þvi að Islendingar eiga allt sitt undir fiskveiðum og sölu sjávaraf- urða. Því hljótið þið að hafa velt því fyrir ykkur, að ef til vill yrði herferð gegn íslenzkum fiski til þess að teggja efnahagslíf íslendinga í rúst, og þar með upphafið að endalokum okkar sem sérstakrar þjóðar mpð sina eigin menningu og sitt sérstaka tungumál? „Ef svo fer að íslenzka þjóðin tap- ar tungu sinni fyrir hvalinn þá er það á ábyrgð hérlendra stjómvalda. En við þurfum ekki að leggja efna- hag ykkar i rúst til þess að ná settu marki. Við teljum að það mundi valda ykkur nógu miklu tjóni ef okkur tekst að koma í veg fyrir einn vænan fisk- sölusamning í einu landi eða maiga smærri í öðm. Það hefði ekki úrslita- þýðingu fyrir efnahagslífið en yrði örugglega nógu sterk viðvömn til þess að hvalveiðunum yrði hætt,“ sagði Allan Thomton. Nýju eigendur Casablanca, Gunnar H. Araason og Vilhjálmur Ástr- áðsson ásamt markaðs- og skemmtanastjóranum Guðmundi Alberts- syni. Nýir eig’endur taka við rekstri Casablanca NÝIR eigendur hafa tekið við rekstri skemmtistaðarins Casablanca við Skúlagötu. Gunnar H. Áraason og Villyálmur Ástráðsson keyptu stað- inn af Vilhjálmi Svan, sem hafði rekið Casablanca frá opnun staðarins í desember 1986. Að sögn Vilhjálms Ástráðssonar er ætlunin að reka staðinn með svip- uðu sniði og verið hefur, en jafnframt að bjóða upp á ýmsar ferskar nýjung- ar í rekstrinum og hefur Guðmundur Albertsson verið ráðinn til að gegna starfí markaðs- og skemmtanastjóra. Vilhjálmur sagði að Casablanca hefði á síðasta ári verið einn vinsælasti skemmtistaður höfuðborgarinnar hjá fólki á aldrinum 18 til 25 ára og væru engin áform um að breyta þar um, enda áhersla lögð á að sinna þörifum þess fólks sem nú stundar staðinn. Casablanca er fyrst og fremst di- skótek sem opið er á föstudags- og laugardagskvöldum. Aðra daga vi- kunnar verður staðurinn leigður út fyrir tónleika og einkasamkvæmi. Tónlistinni mun eftir sem áður stjórna plötusnúðurinn „Bigfoot", sem margir telja að eigi ekki hvað minnstan þátt í vinsældum staðarins, að sögn Vilhjálms. Nýju eigendumir hafa verið viðioð- andi veitingamennsku um árabil og reka nú meðal annars Veitingahúsið Evrópu við Borgartún. Þeir munu hefía rekstur Casablanca formlega frá og með föstudeginum 5. febrúar og verður meðal annars boðið upp á danssýningar í tilefni dagsins. Þá mun Egill Olafsson, söngvari, tónlist- armaður og leikari, heiðra samkfr- muna með nærveru sinni. halda baráttunni gegn hvalveiðum áfram og þvi áttum við ekki ann- arra kosta völ,“ sögðu Allan Thomton og Jakob Lagercrantz, tveir af forystumönnum Greenpe- ace, á blaðamannafundi i Reykjavík í gær. Þar skýrðu þeir frá þvi hvernig samtökin hyggjast beita sér gegn innflutningi á íslenzkum sjávarafurðum i útlönd- um. „Þetta er úrslitaorrusta og miklum Qármunum verður varið til þess að hún megi heppnast. Það gildir einu hvort hún varir í sex mánuði eða sex ár, við munum ekki hætta fyrr en íslendingar virða þær skyldur, sem þeir tóku á sig með þeirri ákvörðun Alþingis 1983 að mótmæla ekki hval- veiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins frá 1982, og hætta hvalveiðum," sagði Allan Thomton. Þeir Lagercr- antz véku sér undan því að svara hversu miklum fjármunum yrði varið til baráttunnar gegn íslenzkum fi- skútflutningi, sögðu aðeins að það yrðu „fúlgur Qár“. Rætt við verzlanakeðjur Að sögn Thomtons hafa Greenpe- ace-samtökin rannsakað það undan- fama mánuði hveijir kaupa íslenzkar fiskafurðir ytra og komið sjónarmið- um sínum á framfæri við þá, einkum í Bretlandi. „Við höfum til dæmis rætt við verzlanakeðjur á borð við Sainsbuiy, Tesco, Marks & Spencer og British Home Stores og matvæla- framleiðenduma Birds Eye og Findus. Við höfum hlotið samúð hjá þessum fyrirtækjum og koma verður í ljós hver viðbrögð þeirra verða. Við munum beina athyglinni að inn- kaupastjóranum. Þeir éra í aðstöðu til að draga úr kaupum á íslenzkum físki svo um munar fyrir íslenzka útflytjendur, án þess að þurfa að spyrja stjóm fyrirtækisins leyfis. Við höfum sagt og munum segja þeim að samtökin letji fólk til að verzla hjá þeim ef þeir draga ekki úr kaup- um á íslenzkum físki. Einnig erum við að hrinda af stað mikilli auglýsingaherferð gegn fslenzkum fiski. í þessu skyni verða notuð auglýsingaspjöld á götum úti og fjölmiðlar. Þá verður málgagni Greenpeace beitt gegn íslenzkum sjávarafurðum. Við virkjum 150-160 þúsund félagsmenn okkar í hveiju landi fyrir sig í þessu skyni. Já, það er rétt að ýmsar hótanir og ögranir hafa ekki borið nógu mikinn árang- ur. En Greenpeace legði ekki út í þessa herferð nema hafa góða vissu fyrir þvi að hún bæri tilætlaðan árangur. Við erum sannfærðir um að sigra að lokum og því verður GREENPEACE-samtökin hrundu í gær af stað herferð gegn íslenzk- um fiski í Bretlandi, Vestur- Þýzkalandi og Bandaríkjunum f þvi skyni að knýja islenzk stjóm- völd til að hætta hvalveiðum i vísindaskyni. Segja samtökin að það sé einsdæmi, að þau efni til aðgerða af þessu tagi. „Þetta er örþrifaráð. Ollum mögulegum að- ferðum öðrum hefur verið beitt en allt hefur komið fyrir ekki. Samtökin eru staðráðin í þvi að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.