Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 19 aðar og gildi þeirra háu raunvaxta, sem nú bjóðast. Það er ekki von á góðu, þegar meirihluti þjóðarinnar gerir ekki mun á vöxtum án verð- tryggingar og vöxtum umfram verðtryggingu. Og í þeim hópi virð- ast vera glettilega margir þeirra, sem um stjómvöl efnahagsmála halda. Gengdarlaus bílainnflutning- ur á siðasta ári er í hróplegri and- stöðu við væl manna um háa vexti. Fjárfestingargleði fyrirtækja og einstaklinga ber ekki vott um að mönnum fínnist vextir háir. Getur þetta verið þekkingarskortur? Getur verið að það vanti upplýsingar? Og hver á að upplýsa? Ókostir verðbréfasjóða Verðbréfasjóðimir hafa nokkra ókosti fyrir suma. Þeir veita banka- kerfínu verulega samkeppni og em þannig til óþurftar þeim sem þar hafa sofíð á verðinum um áiabil, en það á sem betur fer ekki við um alla bankamenn. Verðbréfasjóðimir standa vörð um hagsmuni spariijáreigenda og haga vöxtum í samræmi við eftir- spum. Nokkur fyrirtæki, sem í ára- raðir hafa haft sjálfvirkan aðgang að lánsfé, sem ekki þurfti að endur- greiða að fullu, em að sjálfsögðu illa haldin og einstaka ráðamenn þeirra munu vilja verðbréfasjóðina feiga. Þá em verðbréfasjóðimir óneit- anlega ókostur fyrir þá (óhæfu!) stjómmálamenn, sem gátu látið kjósendur þakka sér „góða“ lána- fyrirgreiðslu í rfkisbönkum með at- kvæðum. En þeir em vonandi fáir. Til em þeir, sem telja það lífsnauðsyn, að ríkisvaldið sé með nefíð niðrrí hvers manns koppi og kmmluna í hvers manns buddu. Þeir vilja láta hið almáttuga ríki (oftast sjálfan sig!) stjóma öllu lif- andi og dauðu. Þessum kerfískörl- um em verðbréfasjóðimir eitur í beinum. Þessi fylking hefur nú skorið upp herör gegn verðbréfasjóðunum og ætlar að kæfa þá (viljandi eða óvilj- andi) með óskynsamlegri lagasetn- ingu sem hefur stjómsemi að leiðar- ljósi en ekki bráðnauðsynlega neyt- endavemd. Um þá lagasmíð mun ég flalla f annarri grein. Höfundur er framkvæmdastjóri Kaupþinga hf. einstaklingur boðið mest f 12 pakka eða 3 kg. Er tekið fram, að tilboðin skuli send fyrir 29. febrúar nk. í ábyrgðarbréfí. Skulu umslögin meriri með orðunum „Tilboð í kílóvöm". Utanáskriftin er þessi: Frímerkjasalan, P.O. Box 8445, 128 Reykjavík. Þá er tekið fram til leiðbeiningar fyrir þá, sem e.t.v. hafa áhuga á að bjóða í þessi frímerki póststjómarinnar, að við síðustu úthlutun hafi lægsta tilboð, sem tekið var, hljóð- að upp á kr. 2.900 fyrir 250 grömm. Síðan er tekið fram, að sölu- skattur bætist við tilboðsverðið innanlands. Um þetta síðasta, söluskattinn, hef ég skrifað áður í þáttum mínum. Eins hefur verið farið fram á það við yfírvöld, að íslenzk- ir frímerkjasafnarar eða frímerkjakaupmenn sitji hér við sama borð og eriendir „kollegar" þeirra. En því miður hefur þetta réttlætismál ekki enn náð fram að ganga. Segja má hér um ríkis- valdið: „Lítið dregur vesælan", því að allir hljóta að sjá, að ríkissjóð- ur er svo sem jafnnær, hvort sem hann fær söluskatt frá okkur fyr- ir þessi frímerki eða ekki. En okkur munar vissulega um þetta. Þetta hefur líka haft það í för með sér, að rpjög fáir íslenzkir safnarar hafa boðið í þessa kfló- vöru á undanfomum ámm. Afleið- ingin verður þá óhjákvæmilega sú, að þessi notuðu íslenzku frímerki, sem ptóststjómin selur, fara nær öll út úr landinu og geta þannig aldrei orðið tómstunda- gaman fyrir unga sem gamla íslenzka safnara. Er það illa farið. Myndrænt séð ... Ámi Pétur Guðjónsson i hlutverki kontrabassaleikarans. Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Frú Emilia frumsýndi á Lauga- vegi 55 b. Kontrabassinn eftir Patrick SUskind Kontrabassaleikari: Árni Pétur Guðjónsson. Leikmynd og búningar: Guðný Björg Richards. Lýsing: Olafur örn Thoroddsen. Þýðing: Hafliði Arngrfmsson. og Kjartan óskarsson. Leikstjóri: Guðjón P. Pedersen. Kontrabassaleikarinn ( herbergi sínu. Einn og þó alls ekki einn. Þvf að hljóðfærið er þama lfka og eng- in 8máfyrirferð á því. Tónlistarmað- ur, hálffertugur, sem ræðir við sjálfan sig f upp undir það hálfan annan klukkutfma. Um sjálfan sig og kontrabassann. Kannski er hann að tala við einhvem. Kannski áhorf- endur. Leikstjóri hefur gert nánd hljóðfæraleikarans við áhorfendur nokkuð sérstæða, allt að því uppá- þrengjandi. Það liggur við að maður svari, þó ekki væri nema að maður hafí því miður enga replikku. Framan af reynir hann að sýna fram á hversu mikilvægur hann sé, vegna þess að hljóðfærið hans, kontrabassinn, ræður úrslitum f hljómsveitinni. Og þó; gæti verið að kontrabassinn sé ekkert alvöru hljóðfæri, er það bastarður hljóð- færanna, eins og Wilhelm Lichten- berg orðar það í áhugaverðri grein f leikskrá. Ef svo er hlýtur hljóðfæraleikar- inn, sem böðlast á þessum fjórum strengjum, lfka að vera hálfgildings utangarðsmaður í samfélagi hljóm- sveitarfólksins. Þarf hann að hafa einhveija kunnáttu til að bera, þeg- ar á allt er litið. Kontrabassaleikar- inn íhugar þetta frá ýmsum hliðum. Hann er þjakaður og þjáður vegna stöðu sinnar, sem er hreint út sagt ömurleg. Kontrabassinn hefur ekki aðeins gert að litlu sjálfsvirðingu hans, hann hefur nánast lagt einka- líf í rúst. Hvemig er hægt að elska konu með skrfmsli eins og kontra- bassann sem breiðist eiginlega um allt herbergið. Hvemig er bara hægt að lifa venjulegu að ekki sé nú talað um notalegu Iffí, þegar maður hefur lent á þeirri hillu í lffínu að leika á kontrabassa. Það virðist óhugsandi, að minnsta kosti hér. Samt er mónógiógurinn — sem má vitaskuld kalla eintal eða' ein- leik — þótt hvorugt orðanna nái meiningunni — aðallega um mann- eskjuna. Kontrabassinn getur verið hvaða baggi sem er, lagður á ein- staklinginn og hamlar honum f lffínu. Ef til vill er höfundurinn einnig að tala um mismunandi stór herbergi og vist í þeim, eða eins og hann segir sjálfun „Það flallar um tilveru manns í litla herberginu sínu ... ég vona að einhvem daginn finni ég herbergi, sem væri svo smátt og umlyki mig svo náið, að það fylgi mér þegar ég yfirgef það.“ Þetta kemur líka heim við það, þegar kontrabassaleikarinn er að ná hámarkinu, ef ég mætti orða það svo. Tónleikamir eru senn að heflast, stúlkan sem hann elskar mun syngja og hann verður að reyna, hvað sem það kostar að vekja athygli hennar. „Veiztu það, stund- um hræðir öryggið mig, svo að ég ... ég... ég þori stundum ekki út úr húsi. Öryggistilfinningin er svo rosaleg ...“ Skömmu síðar rog- ast hljóðfæraleikarinn af stað með bassann sinn. Hann stefnir að því að reka upp vein á sekúndubrotinu, þegar hljómsveitarstjórinn er að lyfta sprotanum og búa hljómsveit- ina undir að heQa leikinn. Með þessu eina veini nær hann þá mark- inu, eftirtekt stúlkunnar sinnar og vinnur sigur yfír sjálfum sér. Það getur að vísu verið að hann verði rekinn, en hann hefur þó eitthvað að skilja eftir. Svo er náttúrlega stórmikill vafí á að hann veini! Höfundurinn skrifar mergjaðan og þó einfaldan texta, fullan af húmor og mannviti, hvort sem þær skoðanir sem hann birtir okkur koma allar heim við hefðina. Þetta þarf ekki að koma á óvart lesendum „Ilmsins" sem kom hér út um sfðustu jól og er að mínu viti ein- hver fýsilegasta bók sem ég hef lengi lesið. Ami Pétur Guðjónsson skilar afbragðs góðum leik. Það er greinilegt að hann á fleiri tóna en hljóðfærið illræmda. Hann nær að leika á ótrúlega marga strengi, og textaflutningur hans er almennt til fyrirmyndar. Sveiflur hans frá ör- væntingu, gleði, harmi og löngun eru áreynslulausar og fluttar af mýkt og leikni. Eftirtektarverður leikari og vel það, að mfnum dómi. Guðjón Pedersen hefur sýnt hug- myndaauðgi í hvfvetna og er greini- lega lagið að nýta bæði texta og flytjanda til fulls. Leikmynd Guðnýjar Richards var gott verk og þýðingin hljómaði yfirleitt vel. Leikskráin er til fyrirmyndar og þar er þátturinn birtur f heild, sem er ávinningur. Þessi sýning er ekki bara verulega skemmtileg, hún er til þess fallin að vekja upp hugsan- ir. Það er gaman. Kópavogsvaka sett um helgina , Morgunblaðið/Sverrir Lista- og menningarráð Kopavogs ásmamt framkvæmdastjóra Kópa- vogsvöku, f.v.: Þorgeir Ólafsson, framkvæmdastjóri, Svandís Skúla- dóttir, Þóranna Gröndai, formaður, Kristfn Lindal og Magnús Bjarn- freðsson. Á myndina vantar Harald Kristjánsson. KÓPAVOGSVAKA 1988 verður sett á sunnudag, 21. febrúar kl.20.30 og stendur hún til laug- ardagsins 27. febrúar. Hún er haldin í þriðja sinn, að þessu sinni í nýendurbyggðri Félagsmiðstöð Kópavogs í Fannborg { Kópa- vogi. Tónlist, leiklist og bók- menntir skipa veglegan sess í dagskránni og ættu allir aldurs- hópar að fá eitthvað við sitt bæfi. í tengslum við vökuna verð- ur leikritið „Svört sólskin" frum- sýnt laugardaginn 20. febrúar. Lista- og menningarráð Kópa- vogs sér um framkvæmd Kópa- vogsvöku en framkvæmdastjóri hennar er Þorgeir Ólafsson. Allir þeir sem koma fram á opn- unarkvöldinu eru búsettir í Kópa- vogi og svo er farið um flesta lista- mennina sem fram koma á vök- unni. Mist Þorkelsdóttir hefur sam- ið einkennislag Kópavogsvöku, sem félagar úr Homaflokki Kópavogs undir stjóm Bjöms Guðjónssonar frumflyija við setningu vökunnar. Þá verður á dagskrá ljóðalestur, einsöngur, skáld lesa úr eigin verk- umog leikið verður íjórhent á píanó. Á mánudag verður tónlistar- skemmtun fyrir böm á forskóla- aldri og um kvöldið verða haldnir popptónleikar. Leikritið „Svört sól- skin“ eftir Jón Hjartarson verður sýnt á þriðjudag og á miðvikudag verður bókmennta- og tónlistardag- skrá þar sem meðal annars verða flutt verk eftir Svövu Jakobsdóttur, Jón úr Vör og Þorkel Sigurbjöms- son. Fimmtudagskvöld verður helg- að jasstónlist og á föstudag verður sýnt unglingaleikrit Benónýs Ægis- sonar; „Vaxtaverkir". Að leiksýn- ingunni lokinni verður unglinga- dansleikur. Vökunni lýkur síðan á laugardag með almennum dansleik og kvöldskemmtun þar sem Ríó tríó mun meðal annars flytja nýjan Kópavogsbrag. Bæjarlistamaður Kópavogs seinni hluta árs 1987, Björgvin Pálsson, sýnir ljósmyndir í anddyri samkomusalar félagsheimilisins á meðan vökunni stendur. Aðgangur er ókeypis að dagskrám sunnudags, mánudags, miðvikudags og fímmtudags og allir Kópavogsbúar era velkomnir meðan húsrúm leyfír. Kindur fundust á Mývatnsfjöllum Bjfirk, MývatnMveit. GUNNAR Rúnar Pétursson i Vogum fór síðastliðinn mánu- dag á vélsleða að svipast eftir kindum á MývatnsfjöUum, eðá nánar tiltekic' milli Nýja- hrauns og Jökulsár á FjöUum. Þetta er sem kunnugt er viðáttumikíc leitarsvæði. Gunnar Rúnar fann þama Qórar kindur, tvær ær með lömb- um. Farið var daginn eftir að sækja kindumar og flytja til byggða. Furðu vel litu þær út og virðast ekki hafa skort haga í vetur. Þessar kindur vora allar héðan úr sveitinni. Nú er ófært bflum milli Hóls- fjalla og Mývatnssveitar. Annars hefur vegurinn að mestu verið fær það sem af er vetri. Talið . er aö tiltölulega stuttur kafli vegarins sé ófær. Brýnt er að sem allra fyrst verði farið að byggja upp þennan kafla þannig að hann geti verið greiðfær allan veturinn. Bragi á Grímsstöðum fer tvi- svar í viku póstferðir í Mývatns- sveit. Að undanfömu hefur hann þurft að fara á snjóbfl eða á vélsleða. Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.