Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 Miiming: Hallgrímur Jónsson frá Dynjanda Fæddur 11. desember 1902 Dáinn 12. febrúar 1988 . Gamall maður hefur hlotið hvíldina. Hann afi, Hallgrímur Jónsson, er dáinn. Og í dag verður hann jarðaður. Hann fæddist þann 11. desember 1902 á Kjarlaksstöðum í Dalasýsiu. Foreldrar hans voru Jón Guðmunds- son og Sigrún Guðmundsdóttir, bæði ættuð af Ströndum. Þau Jón og Sigrún fluttu árið 1909 á Vest- fjarðakjálkann norðanverðan. Þar háði afi sín stríð, starfaði og átti síðar gleðistundir, allt þar til yfir lauk. Hann kvæntist árið 1925 henni ömmu, Kristínu Benediktsdóttur (1896—1979). Þau hófu búskap á bænum Dynjanda, sem stendur við Leiruflörð, einn JökulQarða. Þau komu upp átta bömum, en flöldi afkomanda þeirra hjóna mun nú vera á milli 50 og 60. Nokkm eftir seinna stríð var fyr- irséð að hinar nyrstu og afskekkt- ustu byggðir á Vestfjörðum myndu ekki halda velli, en fara í eyði. Afi og hans fólk fluttu sig þá um set til Grunnavíkur. Þau vildu freista þess að vera áfram í sinni sveit og búa að sínu á stað sem þau þekktu og unnu. { Sætúni í Grunnavík vaknaði ég til vitundar um sjálfan mig. Undir vemdarvæng afa og ömmu skopp- aði ég þar um tún og ijörur og lék mér við hundinn Vask. Þar gekk ég á eftir afa um göngin sem hann gróf gegnum heystálið í hlöðunni og út í §ós. Einhvemveginn finnst mér að í Grunnavík hafi enginn brúkað blótsyrði og mun vist eitt- hvað vera hæft í þeirri tilfinningu minni. Segir það til um hugarfar þess góða fólks sem þar bjó. Og í Grunnavík horfði ég stundum á stóm skipin sem sigldu hjá úti við sjóndeildarhringinn í skini kvöldsól- ar. En nú er sólin þeirra afa og ömmu hnigin til viðar. Þau fluttu frá Gmnnavík ásamt sveitungum sínum árið 1962 og fór þá sveitin í eyði. Þau settust að á ísafirði. Afi vann við ýmis störf til 1980, er hann hætti að vinna launavinnu. En hann sat ekki aðgerðarlaus meðan hann hafði krafta til eín- hverrar iðju. Óljósar fregnir fengust um að hann sæti löngum stundum við skrifborðið sitt og föndraði þar með blöð og penna. Árið 1983 komu út æfiminningar hans „Saga stríðs og starfa". Það er með allnokkm stolti sem ég handleik þessa bók núna þegar afí er allur. Best gæti ég trúað, að hann hafi ritað minningar sínar af þörf fræðimannsins. Afi vissi að hann hafði reynt ýmislegt á sjálfúm sér sem nútíminn hefur litlar for- sendur til að skilja. Fyrir okkur sem þekktum hann, skildi hann eftir sig dýrgrip, sem er þessi bók. Að horfa á sveitina sína fara í eyði hlýtur að vera ömurleg lífsreynsla. En aldrei heyrði ég að afi væri beiskur. Hann var þvert á móti fullur fjors og gáska til hins síðasta. Áhugasamur um pólitíkina og landsins gagn og nauðsynjar. Þó kominn væri á níræðisaldur, sjón og heym farin að bila og limimir að stirðna lét hann það ekki aftra sér. Og síðastliðið sumar lét hann skutla sér norður í Gmnnavík til að líta á byggingarframkvæmdir afkomendanna, leggja sig í grasið í síðasta sinn og tyggja strá. Afi var alltaf manna kátastur og skrafhreifnastur í Qölskylduveislum og kaffiboðum af ýmsu tagi. Honum þótti gaman að taka lagið, en þótti verra ef við afkomendur hans tók- um ekki nógu vel undir. Hann ólst ekki upp á fjölmiðlaöld, en vissi þá skemmtun besta að gleðjast með sínu fólki. En nú er afi allur. | Lífskertið hans bmnnið til fulls. En ! við sem stöndum honum honum nærri getum yljað okkur við minn- inguna um vænan og atorkusaman mann sem lifði lffinu lifandi. Agnar Hauksson Hallgrímur Jónsson, fyrmrn hreppstjóri og bóndi, Dynjanda í Gmnnavfkurhreppi, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafírði hinn 12. febrúar sl. verður jarð- sunginn í dag frá ísafjarðarkapellu. Hallgrímur Jónsson var fæddur 11. desember 1902 að Kjarlaksstöð- um í Dalasýslu og vom foreldrar hans Sigrún Guðmundsdóttir ogJón Guðmundsson. Faðir hans var frá Kjörvogi í Strandasýslu. Svo vill til, að ég sem þessar línur rita, man eftir Sigrúnu, móður Hallgríms, eftir að hún fiuttist til ísafjarðar. Hún var mikil myndarkona, ræðin, hafði álrveðnar skoðanir og var ófeimin að halda þeim fram. Hún var mjög eðlisgreind, hafði fádæma gott minni og var gaman að ræða við hana. Frá fæðingarstaðnum í Dalasýslu fluttust foreldrar Hallgríms að Drápuhlið á Snæfellsnesi, en þegar Hallgrímur var um 7 ára lá leið foreldra hans fyrst vestur til Bol- ungarvíkur á árinu 1909 og síðan áttu þau heima f þijú ár á Minna- Hrauni í Skálavík. Eftir það lá leið- in norður á Strandir og þar bjuggu þau fyrst að Hrauni í Bjamamesi, og þar næst á Hrafnsfjarðareyri í Gmnnavíkurhreppi. Það má því segja að heimili, æfi og starf Hallgríms hafi bundist Gmnnavík- urhreppi upp frá því þangað til að Gmnnvfkurhreppur fór í eyði og hann flutti ásamt konu sinni til ísa- fjarðar, þar sem þau bjuggu ávallt síðan. Á árinu 1983 komu út æfiminn- ingar Hallgríms Jónssonar, sem hann nefndi „Saga stríðs og starfa" og var sú bók búin til prentunar af Erlingi Davíðssjmi. í bókinni lýs- ir hann æfi sinni og kjörum, mannlffinu í Gmnnavíkurhreppi og Homströndum þegar hann var að alast upp og til þess dags er síðustu íbúamir yfirgefa byggðina. Hallgrímur Jónsson var einn af þeim alþýðumönnum sem þurftu að heyja harða og stranga lífsbaráttu. Hann var fæddur og uppalinn í fá- tækt og foreldramir börðust hetju- legri baráttu að koma bömum sínum til manns. Þau komu upp stómm bamahópi, en aðeins tvö systkini em á lífi, Sveinbjöm, sem búsettur er í Reylq'avík og Jóhanna, sem býr á Droplaugarstöðum í Reykjavík. Hallgrímur lagði fyrir sig öll störf sem þá féllu til. Hann gerðist vinnu- maður á sveitaheimilum og vann hörðum höndum. Hann fór ungur að ámm að stunda sjóinn, bæði heima í Jökulfjörðum og eins sunn- an við ísafjarðardjúp og þá mest í Hnífsdal. Hann var harður og dug- mikill maður og lagði gjörva hönd á margt. Hann mundi tfmana tvenna, blómlega byggð og harða lífsbaráttu þar norður frá öll þessi ár. Hann bjó áratugum saman á gömlu höfuðbóli, Dynjanda í Jökul- ^örðum, en sfðustu 10 árin, sem hann var bóndi í Gmnnavík, bjó hann í Sætúni. Hann var kallaður til mannaforráða, sat í hreppsnefnd í 25 ár með hinni miklu kempu séra Jónmundi Halldórssyni á Stað í Gmnnavík, en við lát Jónmundar varð hann oddviti hreppsins og jafn- framt hreppstjóri allmörg sfðustu árin og gegndi flestum trúnaðar- störfum sem gegna þurfti í hreppn- um. Hallgrímur ber hinum aldna heiðursklerki, Jónmundi Halldórs- syni, góða sögu og lýsir því hve mikill dugnaðarforkur og ham- hleypa hann var til allra verka, sómi, sverð og skjöldur sveitar sinnar áratugum saman. í bók sinni „Saga stríðs og starfs" er eftirtektarvert hvað Hallgrímur Jónsson gefur sam- ferðamönnum sínum góðan vitnis- burð og hve mikill hlýleiki er til allra samferðamanna. Þótt kastað- ist stundum í kekki, eins og gerist og gengur, þá sá hann samferða- menn sína og nágranna í ljósi lffsbaráttunnar, kunni að meta þá og þótti vænt um þá eins og þeir komu honum fyrir sjónir. Margt í bókinni sýnir glöggt hversu skýrum augum hann leit á samveruna og tilveruna í kringum sig og það er á eftirtektarverðan hátt hvemig hann lýsir því þegar fer að halla undan fæti í byggðinni þar norður frá. Fyrst fer sá mann- margi hreppur, sem lengi var Sléttuhreppur, í eyði og sfðan fer fólkið að jrfirgefa Grunnavíkur- hrepp og hann var meðal þeirra sem fóru sfðastir. Eftir að Hallgrímur fluttist frá Djmjanda og Sætúni í Grunnavík, þar sem hann bjó í tíu ár, stundaði hann landbúnað, sjósókn og físk- verkun, en það er haustið 1962 sem er örlagastundin í byggðasögu þessa norðurhrepps í Norður-ísa- fjarðarsýslu, en þá fljdja sfðustu íbúamir f burtu. Haustið 1962 fluttust Hallgrímur og kona hans til ísafjarðar og þar stóð heimili þeirra æ síðan. Hann kvæntist Kristínu Benediktsdóttur frá Dynjanda árið 1925, en hún lést fýrir tíu árum eftir mikla van- heilsu í allmörg ár. Hjónaband þeirra var með miklum ágætum. Böm þeirra 6ru Bentey, gift Einari Alexanderssjmi, húsasmið í Reykjavík, Siguijón, skipaeftirlits- maður á ísafírði, kvæntur Sigríði Guðjónsdóttur, Margrét, gift Mar- inó Magnússjmi, búsett á Ólafs- firði, Gunnar, húsvörður í Reykjavík, sambýliskona hans er Jóna S. Bender, Rósa, ljósmóðir á ísafirði, giftist Héðni Jónssyni, sem lést fyrir nokkrum ámm, Halldóra, gift Erlingi Pilsrud, flugvallar- stjóra, þau bua í Noregi, María, gift Kjartani Sigmundssyni, sjó- manni á ísafirði, en jmgst er Sigríð- ur, sem gift er Sigurði Kristins- Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. sjmi, viðskiptafræðingi, Reykjavík. Öll eru böm þeirra dugnaðar- og ágætisfólk, sem hefur komið sér vel áfram í lífinu. Ég þekkti Hallgrím Jónsson í nokkra áratugi. Hann kom mér fyr- ir sjónir sem hógvær, greindur, heiðarlegur og vænn maður. Við áttum oft samleið, bæði meðan hann bjó á Djmjanda, sfðar í Sæ- túni, og ekki síst eftir að hann flutt- ist til ÍSafjarðar. Hallgrímur átti sæti í fulltrúaráði Sjlfstæðisfélag- anna á ísafirði um árabil. AUtaf lét hann gott af sér leiða. Hann var prúður í málflutningi, sanngjam í dómum sínum um aðra og maður fann fljótt að þar sem hann var fór góður drengur sem óhætt var að treysta og taka fullt tillít til. Nú eru þeir óðum að hverfa sem háðu hina hörðu lífsbaráttu á Ströndum norður í byijun og frameftir þess- ari öld. Hallgrímur Jónsson, fyrrum bóndi á Djmjanda, var einn þeirra manna sem lengst þraukuðu í hinni hörðu lffsbaráttu. Hann lét aldrei hugfallast og var alltaf trúaður á það ætti eftir að birta yfir þessum byggðum, en hann gerði sér grein fyrir því að þær miklu þjóðfélags- breytingar sem vom óðum að verða að veruleika mundu bitna á þessum byggðum. Því sætti hann sig við eins og aðrir að bíða ósigur og verða að viðurkenna að byggð mundi ekki lengur haldast og hann valdi sér þann kost að ffytjast ekki suður, heldur til ísaflarðar sem var og er fólksflesti staðurinn á Vestfjörðum og þar starfaði hann meðan heilsa og kraftar leyfðu. Síðustu æfiárin var heilsa hans léleg, en æðruleysi hans og viðhorf til lífsins voru aldr- ei með öðrum hætti en þeim að hann skildi allt sem skeði og hann reiddist engum manni. Hann harm- aði mjög konu sína og þó sérstak- lega hversu erfið ár hún átti eftir að hún missti heilsuna. Það sýndi eins og margt annað í fari þessa góðs drengs að það sem honum þótti vænt um það kunni hann að meta og þau skipti sem hann minnt- ist konu sinnar talaði hann um hana með þeirri hlýju, ást og tryggð, sem honum var svo eiginleg. Hann bar mikla ást og umhyggju fyrir börn- um sfnum, tengdabömum og bama- bömum og skyldfólki sínu og ekki síst fyrir systkinum sfnum. Ég kveð þennan gamla vin minn með trega. Löngu lífsstarfi er lokið, heilsan var biluð og hvfldin kær- komin. Eftir lifir minning um góðan dreng, mann sem lét ekki hugfall- ast, mikinn sómamann. Blessuð sé minning Hallgríms Jonssonar. Matthías Bjarnason t Maðurinn minn, ÁRNI í. H. BACHMANN, Borgarvegi 3, Njarðvík, lést á Landakotsspítala að kvöldi 18. febrúar. Ásta Geirsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma HILDUR SIGRÍÐUR SVAVARSDÓTTIR, Skólavörðustig 23, Reykjavik, er lést 12. febrúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 22. febrúar kl. 13.30. Ármann Jakobsson, Jakob Ármannsson, Signý Thoroddsen, Svavar Ármannsson, Ingibjörg Egilsdóttir, og barnabörn. t Föðursystir okkar og uppeldissystir mín, GUÐRÚN KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR, frá Suðurkoti, Vogum, andaöist í sjúkrahúsi Keflavíkur fimmtudaginn 18. febrúar. Særún Jónsdóttir, Ólafur Þ. Jónsson, Sigríður S. Jónsdóttir, Guðmundur M. Jónsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug vegna fráfalls og minningarathafnar um ELFAR ÞÓR JÓNSSON, Tunguvegi 10, Ytri-Njarðvík. Sérstakar þakkir til allra björgunarsveitamanna á Suðurnesjum og til séra Þorvaldar Karls Helgasonar sóknarprests í Njarðvík- urprestakalli. Halldóra Grétarsdóttir og börn, Rósa Arngrímsdóttir, Jón Sigurjónsson, Arnar Jónsson, Sigurður Jónsson, Ásta Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Jóhann lngiþórs$on, Svanhildur Jónsdóttir, Guðbjartur Greipsson, Halldór Jónsson. t Við viljum koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna fráfalls og minningarathafnar um eiginmann minn, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚS GEIR ÞÓRARINSSON skipstjóra, Óðinsvöllum 1, Keflavfk. Sérstaklega viljum við þakka stjórn og félagsmönnum í skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Vísi, björgunarsveitum á Suðurnesj- um og sóknarprestinum i Keflavíkurprestakalli, séra Oddi Jónssyni. Ásta Erla Ósk Einarsdóttir, Einar Þórarinn Magnússon, Bryndís Sævarsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Vignir Demusson, Sigurvin Bergþór Magnússon, Sævar Magnús Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.