Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 Kim Philby kveðst vera vinur rithöfundar- ins Grahams Greene Tillaga stjórnarandstöðuflokkanna samþykkt á danska Þjóðþinginu: þjónustunnar. Viðtalið við hann birtist í heimildamynd sovézka sjón- varpsmannsins Genríkh Borovík um Graham Greene. Var það tekið upp í íbúð Philby í Moskvu og við hliðs hans sat ónafngreind rússnesk eig- inkona hans. Philby var í teinóttum jakkaföt- um í viðtalinu og talaði ensku. Sagðist hann hafa kynnst Greene árið 1941 þegar rithöfundurinn kom til starfa í njósnasveit, sem Philby stjómaði og njósnaði um Þjóðveija í Afríku á stríðsárunum. Að sögn Philby slitnaði ekki upp úr vináttu þeirra eftir að hann var afhjúpaður sem sovézkur njósnari og flýði til Sovétríkjanna árið 1963. Hittust þeir þegar Greene heimsótti Sovétríkin á sjöunda áratugnum, að sögn Philby. Hins vegar er óljóst af viðtalinu hvort þeir hittust á al- þjóðlegu friðarþingi í Moskvu í fyrra, en það sóttu þeir báðir. „Ég skal ekki segja að skoðanir okkar hafi farið saman en hann var í hópi þeirra sem að minnsta kosti sýndu mér skilning. Hann lætur ekki stjómast af viðhorfum eða áhrifum annarra. Ég ber mikla virð- ingu fyrir Graham Greene og sköp- unargáfu hans. Hugmyndafræði okkar er ólík en við eigum samt margt sameiginlegt," sagði Philby. Philby sagðist halda mest upp á Hægláta Ameríkumanninn („The Quiet American") af skáldsögum Greene. Borovik sagði í þættinum að Greeene væri að vinna við gam- alt handrit, sem hann hefði lagt til hliðar fyrir áratug. Engin vísbend- ing kom fram um að hann væri að skrifa um Philby. í fyrra var haft viðtal við Philby í lettneska útvarpinu þar sem hann neitaði því að hann þráði að fá að flytjast til Bretlands. Sjómennirnir í Algeciras lögðu bátum sínum hlið við hlið þannig að höfnin lokaðist. Spænskir sjómenn grípa til hafnbanns Brussel, frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðains. YFIR 50 togarar lokuðu höfninni í Algeciras á Spáni til að mót- mæla seinagangi framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins í samningum um fiskveiðiréttindi við Marokkó. Frá þvi fiskveiði- samningur EB við Marokkó rann út um síðustu áramót hafa 700 fiskiskip verið aðgerðarlaus. Þjóðvarðliðum hefur verið beitt til að koma í veg fyrir að sjómenn- imir, sem studdir em af útgerðar- mönnum, flutningabílstjórum og útflytjendum sjávarafurða, te§i samgöngur á landi. Yfírvöld hafa gert árangurslausar tilraunir til að láta kafara saga í sundur akkeris- festar togaranna til að opna höfn- ina. Fyrir inngöngu Spánar í EB vom samningamir við Marokkó tvíhliða en frá síðasta sumri hafa þeir verið í höndum framkvæmdastjómar EB. Framkvæmdastjómin leggur áherslu á óbreytta samninga til 15 ára en Marokkóstjóm leggur til 4 ára samning, endumýjanlegan, og niðurskurð á kvótum. Um 40% spænska flotans hafa veitt á Marokkómiðum sem em með þeim fengsælustu í veröldinni. Áætlað er að um 100 þúsund manns byggi afkomu sína á fiskveiðum í Algeciras og nágrenni en á Kan- aríeyjum rúmlega 150 þúsund. Mun fleiri starfa að alls konar þjónustu sem tengist fiskveiðunum sem em um 15% af þjóðartekjum Spánveija. Fiskimönnum hafa verið greiddar bætur vegna bannsins frá áramót- um en ekki þeim sem em í vinnslu, sinna flutningum og annarri þjón- ustu ekki. Moskvu. Reuter. BRETINN Kim Philby, sem flýði til Sovétríkjanna þegar hann var afhjúpaður sem sovézkur njósn- ari, kom fram í sovézka rikissjón- varpinu i gær í fyrsta sinn og lýsti þar vináttu sinni og brezka rithöfundarins Graliam Greene. Philby er 75 ára og fyrmm yfir- maður Sovét-deildar brezku leyni- Indland: Atu hákarl- ar 70 menn? Kalkútta. Reuter. ÓTTAST er að hákarlar hafí etið 70 menn, sem saknað er eftir að feiju hvolfdi á ánni Ganges í norðausturhluta Ind- lands í fyrradag. Um borð í fetjunni vom rúm- lega 120 farþegar þegar henni hvolfdi í ósum fljótsins, um 40 km suðaustur af Kalkútta. Mikl- ar hákarlagöngur em á slys- staðnum. í gær hafði 40 mönn- um verið bjargað og níu lík fund- ist. „Það er útilokað að fleiri hafi komist lífs af og við göngum út frá því sem gefnu að hákarl- ar hafi etið þá sem saknað er,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Kalkútta. Pólland: Fann beina- grind í leigu- íbúðinni Hafnar verði viðræður um út- rýmingu kjamorkuvopna í Evrópu Samþykktin gengnr þvert á stefnu stjórnarinnar og NATO Varsjá. Reuter. KONA, sem ætlaði að gera reka að þvi að innheimta húsaleigu þjá 56 ára gömlum leigjanda sínum eftir sjö ára greiðslufall, fann aðeins beinagrind, þegar hún kom inn í íbúð hans I iðnað- arborginni Lodz, að þvi er pólska fréttastofan PAP sagði í gær. „Þessi atburður var í martrað- arstfl og minnti einna helst á hryll- ingsmynd eftir Hitchcock," sagði blaðið án þess að greina nánar frá aðstæðum. Ekki vom nefnd nöfn þeirra, sem við söguna komu. Rannsóknarlögreglumenn sögðu, að leigjandans hefði verið saknað frá 1981, þegar hann átti að heija afplánun fangelsisdóms. Líkskoð- unarmenn rannsaka nú dánarorsök þess, sem beinagrindin bar uppi, og eins hitt, hvort þar hefur verið um að ræða leigjanda konunnar. DANSKA Þjóðþingið samþykkti á fimmtudag þingsályktunartil- lögu í þremur liðum þar sem minnihiutastjóm Pouls SchlUters forsætisráðherra er meðal ann- ars hvött til þess að beita sér fyrir viðræðum milli austurs og vesturs um upprætingu allra skammdrægra kj amorkuvopna i Evrópu. Samþykkt þessi gengur þvert á stefnu stjórnar Schlttters og Atlantshafsbandalagsins en talið er að enduraýjun skamm- drægra kjarnorkuvopna, sem draga innan við 500 kilómetra, og efíing hins hefðbundna her- afla verði eitt helsta umræðuefn- is á fyrirhugðum leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brttss- el í byijun næsta mánaðar. Per Hansen, talsmaður danska utanríkisráðueytisins, sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins í gær að þingsályktunartillagan, sem Jafnaðarmannaflokkurinn bar upp á þingi, væri í þremur liðum. í fyrsta liðnum væri ítrekuð eldri tillaga um að þingið legðist gegn hvers konar endumýjun skamm- drægra kjamorkuvopna í Evrópu og uppsetningu nýrra vopna sem heyrðu undir þá skilgreiningu. í annan stað væri vísað til þess að þingnefnd, sem ætlað væri að vinna að mótun stefnu Dana í öryggismál- um, væri tekin til starfa og hefði ekki skilað áliti. „í þriðja liðnum er ríkissljómin hvött til þess að vinna að frekari slökun á spennu í ljósi sáttmálans, sem risaveldin hafa gert með sér, um upprætingu meðal- og skammdrægra kjam- orkueldflauga. Þar er gert ráð fyrir að ríkisstjómin beiti sér fyrir við- ræðum um algera útrýmingu bæði skammdrægustu kjamorkueld- flauganna og vígvallarvopna með kjamorkuhleðslum í Austur- og Vestur-Evrópu og viðræðum um niðurskurð hins hefðbundna her- afla,“ sagði Per Hansen. Talsmaðurinn sagði stjómarand- stöðuflokkana hafa greitt tillögunni atkvæði sitt og hefði hún verið sam- þykkt með 64 atkvæðum gegn 54 atkvæðum stjómarflokkanna. „Stjómarflokkamir hafa á stundum setið hjá við atkvæðagreiðslu um öryggismál en í þetta skipti greiddu þeir atkvæði gegn henni". Per Hansen kvaðst í raun ekki vilja tjá sig um efni tillögunnar. Hún gengi augsýnilega þvert gegn vilja stjómarinnar í þessu eftii. Tals- maðurinn var spurður hvort Danir myndu, sökum þessa, gera fyrirvara við lokasamþykkt leiðtogafundarins í Brussei en fastlega er búist við að þar verði ítrekuð fyrri samþykkt á vettvangi Atlantshafsbandalags- ins um nauðsyn þess að skamm- drægustu kjamorkuvopnin í Vest- ur-Evrópu verði endumýjuð. „Það er ekkert sem bendir til þess. Við verðum að bíða og sjá hvemig kom- ist verður að orði í lokaályktuninni. Mér þætti það mjög einkennilegt ef fyrirvarar væru gerðir í loka- ályktun leiðtogafundar Atlants- hafsbandalagsins, “ sagði Per Hans- en að lokum. í frétt fteuteis-fréttastofunnar er haft eftir Bemt Johan Collet, vamarmálaráðherra Danmerkur, að samþykkt þingsins verði til að vekja efasemdir um stefnu Atlants- hafsbandalagsins í afvopnunarmál- um. „Samningur Bandaríkjastjóm- ar og Sovétmanna um upprætingu meðal- og skammdrægra kjam- orkuflauga er sögulegur og vekur vonir um bætt samskipti asuturs og vesturs. Það er ójöfnuður á sviði hefðbundinna vopna í sem skapar spennu og raskar stöðugleika í Evrópu en ekki staðsetning kjam- orkuvopna þar,“ sagði danski vam- armálaráðherrann er niðurstaða þingsins lá fyrir. Sígarettureykingar auka hættu á heilablóðfalli Chicago. Reuter. FÓLK, sem reykir sígarettur, á miklu fremur á hættu en aðrir að fá heilablóðfall, og þvf meira sem það reykir, því meiri er áhættan, segir í rannsókn, sem birt var í tímariti bandarísku læknasamtakanna á fimmtudag. Rannsóknin leiddi enn fremur í ljós, að fólk, sem hættir að reykja, getur tiltölulega fljótt dregið úr þessari hættu, enda þótt það hafi reykt árum saman. Vísindamennimir, sem að rann- sókninni stóðu, segja, að svo virð- ist sem sígarettureykingar auki fibrinógeninnihald bióðsins. Fíbrínógen er storknunarefiii og getur vegna eiginleika sinna leitt til blóðsegamyndunar og meðfylgj- andi heilablóðfalls. Karlar, sem reykja, auka áhættu sína um 42%, að sögn vísinda- mannanna, en áhættuaukningin meðal kvenna, sem reykja, er 61%. Þar að auki komust vísinda- mennimir að raun um, að áhætta fóiks, sem reykir yfir 40 sígarettur á dag, er tvisvar sinnum meiri en þeirra, sem reykja færri en tíu sfgarettur á dag. Rannsóknin var byggð á úrtaki 4255 manna og kvenna á aldrinum 36 - 68 ára. Höfundamir benda á, að vitað hafi verið af fyrri rannsóknum um samband sígarettureykinga og hjarta- og æðasjúdóma, en þar hafi heilablóðfall ekki verið tekið með í reikninginn eða niðurstöður verið breytilegar. „Sterk tengsl fundust á milli reykinga og heilablóðfalls, eftir að tekið var tillit tii aldurs og háþrýst- ings,“ segir í skýrsiu vísindamann- anna. „Að því er varðar reykinga- menn, sem hætta að reykja, minnkar hætta á heilablóðfalli umtalsvert á tveimur árum, og á fimm árum verður hún söm og hjá fólki, sem aldrei hefur reykt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.