Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 BREYTINGAR Á UMFERÐARLÖGUM TALSVERÐAR breytingar verða á umferðarlögum 1. mars næstkomandi. Vegna þessara breytinga starfrækir lögreglan sérstakan upplýsingasíma fram að mánaðamótum, 623635, alla virka daga milli kl. 14 og 16. Morgunblaðið mun á næstunni, í samvinnu við lögregluna, birta svör við spurningum vegna þessara breytinga. - Ég er með gamlan bíl, árg. 1966. Það eru engar fest- ingar í bílnum fyrir öryggis- belti. Verður mér gert skylt að setja í hann öryggisbelti sam- kvæmt nýjum umferðarlögun- um? Svar í gömlu umferðarlögun- um segir m.a. í 5. gr.: „í fólks- bifreiðum, sem flytja mega 8 far- þega eða færri, og vörubifreiðum, sem skráðar eru fyrir 1000 kg farm (sendibifreiðum) og skráðar eru í fyrsta sinn eftir 1. janúar 1969, skulu vera öryggisbelti fyr- ir ökumann og farþega í fram- sæti. Ákvæði þetta gildir frá sama tíma um allar kennslubifreiðir og bifreiðir, sem leigðar eru án öku- manns." í nýju Iögunum segir í 1. mgr. 71. gr.: „Hver sá, sem situr í fram- sæti bifreiðar, sem búin er örygg- isbelti, skal nota það.“ Síðan eru taldar upp undanþágureglur. Svo er að sjá að tilgangi ákvæð- anna í gömlu lögunum hafi verið náð og ekki reynist því nauðsyn- legt að viðhalda því í nýju lögun- um. Allar bifreiðir, sem um er getið f gömlu lögunum, ættu að vera búnar öryggisbeltum og er gengið út frá því sem vísu að svo sé. Einungis er gert ráð fyrir að notuð séu öryggisbelti þar sem þau eru fyrir hendi. Spyrjandi ætti því ekki frekar en fyrr að þurfa að útbúa bifreið sína, árg. ’66, öryggisbeltum. Þó er honum að sjálfsögðu ekki bannað það. í 60. gr. nýrra umferðarlaga, 1. mgr., segir m.a.: „Dómsmála- ráðherra setur reglur um gerð ökutækja og búnað þeirra og ör- yggis- og vemdunarbúnað fyrir ökumann og farþega." Akstur við biðstöð strætisvagna — Hefur eitthvað breyst í nýju lögunum varðandi akstur við biðstöð strætisvagna? Svan Ákvæði gömlu og nýju laganna eru hliðstæð eða eins og segir í 18. gr. nýju laganna: „Öku- maður, sem í þéttbyli nálgast bið- stöð þar sem hópbifreið [innskot: Hópbifreið = bifreið, sem ætluð er til flutnings fleiri en átta far- þega, einnig þótt bifreiðin sé jafn- framt ætluð til annarra nota (t.d. rútur og strætisvagnar)] hefur numið staðar, skal, ef ökumaður hennar hefur gefið merki um að hann ætli að aka af stað, draga úr hraða og, ef nauðsyn ber til, nema staðar þannig að hópbifreið- in geti ekið frá biðstöðinni. Ökumaður ■ hópbifreiðarinnar skal eftir sem áður hafa sérstaka aðgát til að draga úr hættu. , Ókumaður, sem nálgast merkta skólabifreið, sem numið hefur staðar til að hleypa farþegum inn eða út, skal hafa sérstaka aðgát. Sama á við þegar skólabifreið er ekið frá slikum stað.“ Á að flauta? — Ég var að heyra að maður ætti alltaf að flauta þegar ekið væri fram úr öðru ökutæki. Er þetta satt? Svar: í 31. gr. nýju laganna segir að „hljóðmerki í tengslum við framúrakstur má einungis nota utan þéttbýlis. Hljóðmerki má eigi nota lengur en nauðsyn ber til. Þegar myrkur er skal öku- maður vélknúins ökutækis gefa ljósmerki í stað hljóðmerkis, nema um yfirvofandi hættu sé að ræða“. Hér er um heimiid þess, sem ekur framúr, að ræða, en ekki skyldu og þá „einungis utan þétt- býlis". Hjálparljós — Eru einhver ákvæði um þokuljós og önnur hjálparljós í nýju umferðarlögunum? Svar:' í 32. gr. nýju umferðar- laganna segir m.a.: „Þokuljós má einungis nota í þoku eða þéttri úrkomu og geta þá komið í stað lágs ljósgeisla. Hjálparljós má eigi nota til annars en þau eru ætluð." Eitthvað hefur verið um það að ökumenn bifreiða, sem búnar eru þokuljósum, notuðu þau til aksturs þar sem fyrrgreind skil- yrði eru ekki til staðar og er slíkt óheimilt samkvæmt lögunum. Nánar er kveðið á um hjálparljós í reglugerð. Ökumenn ökutælqa með slíkan útbúnað ættu að gera sér ljóslega grein fyrir notkun þeirra í einstökum tilfellum fyrir sig. Ölvun við akstur — Eru einhveijar breytingar í nýju lögunum varðandi ölvun við akstur? Svar Ákvæði 24. og 25. grein- ar gömlu laganna varðandi ölvun við akstur standa óhögguð. í nýju lögunum, 45. gr., er kveðið nánar um ölvunarþáttinn, en þar segir m.a.: „Nú hefur ökumaður neytt áfengis við akstur eða fyrir hann þannig að vínandamagn í blóði hækkar eftir að akstri lauk og skal þá litið svo á sem hið aukna vínandamagn hafí verið í blóði hans við aksturinn. Það leysir ökumann ekki undan sök, þótt hann ætli vínandamagn minna en um ræðir í 2. og 3. mgr. (ákvæði laganna varðandi vínandamagn í blóði). Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjóma eða reyna að stjóma hesti, ef hann er undir svo miklum áhrifum áfengis eða ann- arra örvandi eða deyfandi efna, að hann geti eigi stjómað hjólinu eða hestinum örugglega." í 46. grein nýju laganna er fjall- að um ákvæði er lúta að skyldum veitingamanna, þjóna og bensín- afgreiðslumanna ef þeir hafa ástæðu til að ætla að stjómandi ökutækis sé undir áhrifum áfeng- is, en fjallað var um þau ákvæði hér í Morgunblaðinu þann 19. þ.m. I 47. gr. nýju laganna er fjallað um öndunarsýni, blóðsýni og fl. Þar segin „Lögreglumaður getur tekið öndunarsýni af ökumanni vélknúins ökutækis ef: a) ástæða er til að ætla, að hann hafi brotið gegn ákvæðum 45. gr. (neyslu áfengis við akstur vélknúins ökutækis, hjóls eða hests), b) ástæða er til að ætla, að hann hafi brotið gegn öðrum ákvæð- um þessara laga, enda hafí dómsmálaráðherra ákveðið að öndunarsýni megi taka í þeim tilvikum, c) hann hefur átt hlut að um- ferðarslysi eða óhappi, hvort sem hann á sök á eða ekki, eða d) hann hefur verið stöðvaður við almennt umferðareftirlit þar sem fyrir fram hefur verið ákveðið af lögreglustjóra, að öndunarsýni skuli tekin. Lögreglumaður getur fært öku- mann til blóð- og þvagrannsókn- ar, ef ástæða er til að ætla, að hann hafi brotið gegn ákvæðum 2. mgr. 44. gr. eða 45. gr. (varð- andi neyslu áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi ljfya) eða hann neitar að láta öndunarsýni í té eða getur það ekki. Ef gmnur e.r um önnur brot en akstur undir áhrifum áfengis getur lögreglu- maður auk þess fært ökumann til læknisrannsóknar. Sama á við, þegar grunur er um akstur undir áhrifum áfengis og sérstakar ástæður mæla með þvf. Ökumanni er skylt að hlíta þeirri meðferð, sem læknir telur nauðsynlega vegna rannsóknar samkvæmt þessari málsgrein. Dómsmálaráðherra setur nán- ari reglur um töku sýna og rann- sókn samkvæmt 1. og 2. mgr. greinarinnar." Erlend ökuskírteini — Nú er ég íslenskur ríkis- borgari, en fékk ökuréttindi í Noregi. Má ég nota norska öku- skírteinið hér á landi eða þarf ég að útvega mér íslenskt? Svar. í 54. gr. nýju umferðar- laganna segir um erlend ökuskír- teini: „Dómsmálaráðherra setur ' reglur um með hvaða skilyrðum þeir, sem dveljast hér á landi og hafa eigi íslenskt ökuskírteini, mega stjóma vélknúnum öku- tækjum hér. Hann getur og sett reglur um með hvaða skilyrðum þeir, sem hafa erlend ökuskír- teini, geta fengið íslenskt ökuskír- teini. Dómsmálaráðherra getur ákveðið, að ökuskírteini útgefín í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð gildi hér á landi, einnig eftir að skírteinishafí hefur sest hér að.“ Stefnuljósanotkun — Eru einhveijar breytingar i nýju lögunum varðandi stefnuljósanotkun? Svar. í gömlu lögunum var kveðið á um að skylt væri að gefa merki um breytta aksturs- stefnu, þegar þörf væri á, til leið- beiningar fyrir aðra umferð. í nýju lögunum er [þegar þörf er á] tekið út og hljóðar því 3. mgr. 31. gr. svona: „Ökumaður, sem ætlar að aka frá brún vegar, beygja, snúa eða skipta um ak- rein, skal gefa merki öðrum til leiðbeiningar. Sama á við um akstur til hliðar á vegi, nema um óverulega breytingu á aksturs- stefnu sé að ræða. Merkið skal gefa með stefnuljósi, þegar öku- tækið skal búið slíku ljósi, en •annarra með þvf að rétta út hönd.“ Rétt er að vekja athygli öku- manna á notkun stefnuljósa, því þau eru fyrst og fremst til leið- beiningar öðrum nálægum veg- farendum varðandi breytta akst- ursstefnú ökutækisins. Margur ökumaðurinn veit sjálfur hvert hann ætlar og stefnumerkjagjöfin er því ekki hugsuð til þess að minna hann á ætlun sína, heldur handa öðrum, sem þurfa á þess- ari merkjagjöf hans að halda. Rétt notkun stefnumerkja kemur í veg fyrir óþægindi vegfarenda og minnkar líkumar á umferðaró- höppum. Morgunblaðið/Sverrir Eigendur og starfsmenn hinnar nýju verslunar í Armúlanum. Egill Arnason hf. opnar nýja verslun EGILL Áraason hf. Parketval opnaði nýja verslun í Armúla 8 í Reykjavík, laugardaginn 13. febrúar sl. Eigendur era hjónin Dóra Sigurðardóttir og Birgir Þórarinsson, sem jafnframt er forstjóri. Að jafnaði starfa sjö manns hjá fyrirtækinu. Egill Ámason hf. Parketval er rótgróið fyrirtæki, sem ungt fólk hefur fært í nýjan búning. Auk þess að bjóða upp á parket frá fram- leiðendum í Evrópu verður einnig boðið upp á steinflísar, aukið úrval stakra teppa og ýmislegt fleira. Vinningshafar frá vinstri: Vigdís Finnsdóttir, Steingrímur Lilli- endahl, Helga Vala Gunnarsdóttir, Björg M. Þórsdóttir og Sigriður Einarsdóttir. Verðlaunahafar í afmælisgetr aun Á LIÐNU ári átti Sláturfélag Suðurlands 80 ára afmæli. 12. janúar siðastliðinn sýndi Stöð 2 heimildarmynd um starfsemi Sláturfélagsins, sem gerð var af auglýsingastofunni Góðu fólki i tilefni afmælisins. í tengslum við sýningu myndar- innar var efnt til getraunar. Áhorf- endum var gefinn kostur á að vinna sér inn 10.000 kr. vöruúttekt í SS-búðunum ef þeir svömðu nokkr- um spumingum um atriði sem fram komu í myndinni og tengdust SS. Mikil þátttaka var og bámst á ann- að þúsund svör. Dregin vom nöfn fimm áhorfenda úr réttum svömm. Þau heppnu vom: Vigdís Finns- dóttir, Reykjavík, Steingrímur Lilli- endahl, Keflavík, Helga Vala Gunn- arsdóttir, Hafnarfirði, Björg M. Þórsdóttir, Reykjavík, og Sigríður Einarsdóttir, Reykjavík. (Fréttatílkynnmg) Kynningarfundur mál- freyja í Stykkishólmi Málfreyjudeildin Embla i Stykkishólmi heldur kynningar- fund miðvikudaginn 24. febrúar. Nokkur sæti eru laus í deildinni og því kjörið tækifæri að taka þátt í málfreyjustarfinu, segir í frétt frá sögu-, frétta- og kynn- ingarnefnd málfreyjudeildarinn- ar Emblu. Embla hefur nú starfað í hálft sjötta ár. Síðastliðið haust tóku Emblur þátt í mælsku- og rökræðu- keppni þriðja ráðs og kepptu á móti málfreyjudeildinni Melkorku úr Reykjavík. Var sú keppni haldin í Gerðubergi í nóvember síðastliðn- um. Þar fóm Emblur með sigur af hólmi og keppa því áfram, næst 12. mars við málfreyjudeildina Ösp á Akranesi. Ennfremur segir í fréttinni að starf í málfreyjudeild krefjist nokk- urs af félögum sínum, enda beri að líta á vemna í samtökunum sem hvert annað nám og þá uppskeri hver svo sem hann sái. Á síðasta deildarfundi 10. febrúar var til dæmis ræðukeppni innan deildar- innar, sem gefur síðan vinningshafa rétt á að keppa áfram innan sam- takanna. Forseti deildarinnar er Kristín Ámadóttir, hjúkmnarfræðingur. Hjartans þakkir til allra þeirra mörgu, sem glöddu mig á 70 ára afmœli minu 30. janúar meÖ heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum. LiftÖ heil. ÓlöfHelgadóttir, Lyngbrekku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.