Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 íHénrn FOLX ■ PAT O’ Bríea, forseti írska knattspymusambandsins, lést í fyrradag, 58 ára að aldri. Hann hafði verið í embætti forseta í rúm tvö ár og kom hingað til lands með landsliði írlands á Reykjavíkur- leikjana 1986. I ÞRÍR nýliðar voru í gær valdir í landsliðshóp Spánverja í knattspymu, fyrir leik þeirra gegn Tékkum í næstu viku í Malaga. Það em þeir Juan Larranaga og Aitor Beguiristain frá Real Soci- edad og Diego Rodriguez frá Real Betis. Eggjasalat og reyktur silungur. Góöar stundir með MS sam- lokum -hvar og hvenær sem er. l Mjólkursamsalan GOLF írskur atvinnumaður líklega ráðinn lands- liðsþjálfari hjá GSÍ ÞAÐ verður vœntaniega sam- þykkt á ársþingi Golfsam- bands íslands í Vestmanna- eyjum um helgina að ráða írska atvinnukylfinginn John Gardner sem landsliðsþjálf- ara. Gardner þessi hefur verið landsliðsþjálfari íra síðast- liðin fjögur ár en írar eru núver- andi Evrópumeistarar. Gardner er mjög góður kylfingur, hann lék í Ryder Cup keppninni 1971 og 1973 og vann breska holukeppnis- mótið 1972. HANDKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA Samlðverðurtilþriggjaeða fjögurraára „Hugmyndin með ráðningu Gardners er að hann verði á samn- ingi við okkur í þijú til Qögur ár. Þetta er gert með það fyrir augum að hann skipuleggji okkar al- menna starf, fái ákveðinn hóp karla og kvenna sem hann gefi fyrirmæli og komi síðan þrisvar á hveiju sumri, viku í senn, til að fylgjast með og gefa ný fyrir- mæli,“ sagði Konráð R. Bjama- son, forseti Golfsambands íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Konráðs er stundaskrá Gardners fullbókuð í allt sumar, nema hvað hann getur komið þrisvar sinnum í eina viku. Hann starfar mikið á Spáni við kennslu og einnig keppir hann talsvert. Dýrt — en kostar alltaf pen- inga að eiga afreksmenn „Við eigum það góða einstaklinga að við eigum ekki að vera C-þjóð í golfi. Við viljum verða ein af bestu B-þjóðunum, eða jafnvel geta hangið í A-flokki,“ sagði Konráð. Hann bætti við að okkar bestu kylfingar kæmust ekki lengra en þeir hafa náð í dag nema með því að fá tilsögn nýs þjálfara „og því viljum við fá Gardner til að bæta við getu þeirra. Þetta kostar peninga — það kostar peninga áð eiga af- reksmenn — en þetta er það rétta og á von á að þingið samþykki það að ráða hann,“ sagði Konráð. Hastt með stlgakerfl við val á landsliðinu Því má bæta við að uppi eru hug- myndir um að hætta með stiga- kerfi við val á landsliðinu, en það hefur verið við lýði aliar götur síðan 1971, með breytingum. „Við emm á því að betra sé að einn maður velji liðið miðað við árang- ur á ákveðnum mótum," sagði Konráð. Verðum að taka áhættu til að sigra - segirGuðmundurGuðmundsson fyrirliði Víkings um leikinn gegn ZSKA ÍSLANDSMEISTARAR Víkings leika á morgun sinn 41. Evr- ópuleik. Hann hefst kl. 20.30 í Höllinni. Víkingar mœta nú í fyrsta sinn sovésku liði, ZSKA Moskvu, með tvo af sterkustu landsliðsmönnum Sovétmanna innanborðs, þá Rymanov og Vasiljev. Leikmenn Víkings hafa mikla reynslu og margir þeirra yngstu eru komnir með á annan tug Evrópuleikja. Kristján Sigmunds- son, markvörður, á þá flesta að baki, 37, en Guðmundur fyrirliði Guðmundsson hefur spilað 34 Evr- ópuleiki. Samtals eiga þeir leikmenn Víkings, sem skipa liðið í dag, að baki 246 Evrópuleiki. Víkingar hafa fySrum sinnum áður mætt liði frá Austur-Evrópu; fyrst Tatabanya frá Ungveijalandi, þá Dukla Prag frá Tékkóslóvakíu, Cre- venka Júgóslavíu og pólsku meist- urunum Gdanks, sem sló íslands- meistarana út í fyrra. Tvívegis hef- ur Víkingum tekist að komast áfram gegn liðum frá Austur- Evrópu, 1981 slógu þeir Tatabanya er Þorbergur Aðalsteinsson tryggði þeim farseðilinn í næstu umferð með frægu glæsimarki beint úr aukakasti eftir leiktíma í Ungveija- landi, og síðan gegn Crevenka 1984. „Án þess að hafa séð lið ZSKA Moskvu mætti ætla að það léki 6:0 vöm, miðað við það hve Ieikmenn- imir em hávaxnir. Það verður því mjög erfitt að skjóta yfir þá. Okkar skyttur verða að beita gólfskotum Morgunblaðiö/Bjarni Eiríksson BJarfcl Slgurðsson, homamaðurinn efnilegi verður í sviðsljósinu á flölum Laugardalshallar annað kvöld, ásamt félögum sínum í Víkingsliðinu. og reyna að skjóta framhjá þeim,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði Víkings, í vikunni. „Það verður við ramman reip að draga því þetta er eflaust eitt sterkasta félagslið í heimi. Gegn flatri vöm með svona stómm mönnum opnast oft lítið fyrir homa- og línumenn. Þetta er líklega frekar þungt lið þannig að við verðum að keyra mikið á hraðaupphlaupum. Við verðum að taka áhættu gegn þeim ef við ætlum að sigra," sagði Guð- mundur. , fVið eigum von á hörku leikjum gegn Víkingi" „VIÐ ÞEKKJUM Iftið til Víkings, en af árangri liðsins f Evrópu- keppni mörg undanfarin ár má sjá að þar fer sterkt lið með mikla reynslu. Við eigum því von á hörkuleikjum gegn Víkingi," segir Valeri Melnik, þjálfari ZSKA Moskvu. Andrei Seregin hjáAPN skrifar isicusair nanuKnai leiksmenn hafa te ið stórstígum frar fömm. Það sést be áf því að íslending náðu betra sæti í heimsmeistar keppninni í Sviss en Sovétríkin. í liði Víkings em nokkrir mji sterkir landsliðsmenn og við bem virðingu fyrir andstæðingi okka Og Melnik sagði ennfremur: „Sjálfur hef ég aldrei komið til íslands — eða flestir leikmanna minna. Hins vegar vitum við að Við leggjum kapp á að ná góðum úrslitum í Laugardalshöll — vitum að áhorfendur þar standa vel við bakið á sínum mönnum. íslenskir áhorfendur em frægir meðal hand- knattleiksmanna — og geta jafnvel ráðið úrslitum. Þess vegna eigum við von á erfiðum leik í Laugardals- höll.“ ZSKA Moskva er í fremstu röð í Sovétríkjunum. Á ámnum 1976 til 1983 vann liðið sovéska meistaratit- ilinn sex sinnum, en í kjölfarið kom SKA Minsk og vann þijú ár í röð. En ZSKA Moskva náði að endur- heimta titilinn í fyrra — og náði að sigra í Evrópukeppni bikarhafa — og er það einn glæsilegasti sigur í sögu félagsins. Valeri Melnik tók við liðinu árið 1985 og hefur byggt upp nýtt lið. Það var því kærkomið þegar það varð sovéskur meistari í fyrra, en hins vegar er liðið í öðm sæti í sovésku deildinni nú, á eftir SKA Minsk. Lykilleikmenn ZSKA Moskvu em landsliðsmennimir Alexander Ry- manov og Mikhail Vasiljev. Báðir urðu þeir heimsmeistarar árið 1982, en hins vegar hefur Vasiljev átt við meiðsli að stríða í vetur. Aðrir sterk- ir leikmenn em Igor Zubvuk, Vadim Murzkakov, Nikolai Sazankov og markvörðurinn Nikolai Zhukov.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.