Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 36
Tónleikar Kammersveitar Ak- ureyrar í Akureyrarkirkju Blásarakvintett Reykjavíkur kemur fram TÓNLEIKAR verða haldnir í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, þar sem Kammersveit Akureyrar kemur fram, en hún verður skipuð 50 hljóðfæraleik- urum. Þetta eru viðamestu tón- leikar, sem kammersveitin hefur gengist fyrir, en þetta er annað starfsár hennar. Auk hennar, kemur Blásarakvintett Reykjavíkur fram á tónleikun- um. Tilefni tónleikanna er, að Tónlist- arskólinn á Akureyri og Kammer- sveitin gangast þessa dagana fyrir hljómsveitar- og kennaranámskeiði, sem stendur til 26. febrúar. Þekkt- ur tónlistarmaður, Sydney Sutcliffe frá London, kom sérstaklega til landsins til að leiðbeina á námskeið- inu og stjómar hann jafnframt kammersveitinni á tónleikunum. Á efnisskránni verða verk eftir Elgar, Strauss, Mozart, Davies og Strav- insky. Blásarakvintett Reykjavíkur leik- ur á tónleikunum verk eftir Samuel Barber, en kvintettinn er skipaður þeim Bemard Wilkinson á flautu, Einari Jóhannessyni á klarinett, Daða Kolbeinssyni á óbó, Joseph Ognibene á hom og Hafsteini Guð- mundssyni á fagott. Konsertmeist- ari er Hlíf Siguijónsdóttir. Sidney Sutcliffe fæddist í Edin- borg. Foreldrar hans vora bæði tón- listarmenn að atvinnu og því hófst tónlistaraám hans á heimilinu og sSðan hélt hann áfram S Georg Watson-tónlistarskólanum, þar sem hann lék á selló í hljómsveit skól- ans. Fimmtán ára gamall tók hann að leika S hljómsveit annarrar her- deildar „The Kings Royal Rifle Corps", og ári sSðar var hann svo lánsamur að hljóta „Kneller Hall- styrk“ til að stunda nám í Royal College-tónlistarháskólanum í Lon- don og lagði þar stund á nám í óbóleik hjá Leon Gossens og á selló hjá John Snowden. Auk þess að hafa leikið sem atvinnumaður á klarinett, saxófón og selló, þá hefur aðaístarf hans verið sem fyrsti óbó- Fyrirtæki til sölu Hin stórglæsilega fiskverslun Sjávargull á Akureyri er til sölu. Upplýsingar eru veittar hjá Eignakjöri, s. 96-26441 og Fasteigna- og skipasölu Norðurlands, s. 96-25566. leikari, í upphafi í Sadler Wells- ópera- og balletthúsinu og síðar í Lundúna Fflharmoníuhljómsveitinni og að lokum í 14 ár í Fflharmoní- unni í London. Sutcliffe hefur verið aðstoðar- stjómandi BBC-sinfóníuhljómsveit- arinnar og komið fram sem einleik- ari á flölmörgum tónleikum, meðal annars með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Morgunblaðið/GSV Sidney Sutcliffe á æfingu með Kammerhljómsveit Akureyrar. Saurbæjarhreppur: íbúðarhúsið á Hólakoti gjöreyðilagðist í bruna íbúðarhúsið á bænum Hólakoti í Saurbæjarhreppi brann til kaldra kola seint i fyrrakvöld. Maður um fertugt bjó í húsinu. Hann var sofandi er eldurinn kom upp, en mun hafa vaknað annaðhvort við símhringingu af næsta bæ eða við reykskynjara. Hann forðaði sér út um glugga og skarst talsvert á hendi. Að öðru leyti slapp hann ómeiddur. Slökkviliði Akureyrar var til- kynnt um eldinn kl. 22.50 frá Hól- um, sem er kirkjusetur næst Hóla- koti. Þá munu eldtungur hafa teygt sig út um glugga á norðurhlið húss- ins. Gunnlaugur Búi Böðvarsson varðstjóri sagði í samtali við Morg- unblaðið að þrír slökkviliðsmenn hefðu farið á bfl Branavama Eyja- fjarðar á vettvang og svo vel vildi til að björgunarsveitarmenn úr Dal- björgu vora á fundi skammt frá Hólakoti. Húsið var alelda er slökkviliðsmenn komu á staðinn eftir nær hálftíma akstur frá Akur- eyri. Vatni var dælt úr Eyjafarðará sem er í um það bil 600 km íjar- lægð frá bænum. Húsið, sem er um það bil tíu ára gamalt steinsteypt einingahús, var kjaliari, hæð og lágt ris. Útihús munu ekki hafa verið í hættu enda var veður stillt og gott. Slökkvi- starfi var að mestu lokið upp úr kl. 1.00 um nóttina og var slökkvi- liðið komið aftur til Akureyrar tveimur tímum síðar. Daníel Snorrason rannsóknarlög- reglumaður á Akureyri sagði í sam- tali við Morgunblaðið að allt hefði brannið, sem brannið gat, húsið væri gjörónýtt og ekki hefði tekist að bjarga neinu úr innbúinu. Elds- upptök era ókunn. NÝJAR BÆKUR Gerist áskrifendur og borgið fyrir 2 bækur í mánuði kr. 620 með Visa eða Eurocard Áskriftarsími 96-24966 Morgunblaðið/GSV Þak hússins var fallið er slökkvilið kom á vettvang og húsið alelda. Allt brann, sem brunnið gat, bæði hús og innbú. Heilsugæsluganga í Kjarnaskógi Heilsugæslustöðin á Akur- eyri mun standa fyrir „heilsu- gæslugöngu" í Kjarnaskógi á morgun, sunnudag, milli kl. 11 og 14. Markmiðið með göngunni er að hvetja fólk til hollrar útiveru og er fólki frjálst hvort sem er að vera fótgangandi eða á skiðum. Mjólkursamlag KEA ætlar að bjóða fólki upp á heilsubótardrykk á meðan á göngunni stendur. Dregin verða út nokkur verðlaun á þátttökunúmer, sem hver og einn fær sem tekur þátt í göngunni. Það er hveijum og ein- um ftjálst hversu langt gengið er, en vissulega er heilsugæslugang- an háð veðri og vindum. Sparisjóðir Akureyrar og Arnar- neshrepps sameinast Sparisjóður Arnarneshrepps hefur samcinast Sparisjóði Akur- eyrar. Sparisjóður Arnames- hrepps var stofnsettur árið 1884 og var hann til húsa að Ásláks- stöðum í Arnaraeshreppi. Spari- sjóður Akureyrar er hinsvegar öllu yngri, stofnaður árið 1932. Nafn sparisjóðsins verður Spari- sjóður Akureyrar og Amames- hrepps og mun hann annast öll inn- lend bankaviðskipti. Sparisjóðs- stjóri verður Helga Steindórsdóttir, sem verið hefur sparisjóðsstjóri á Akureyri undanfarin ár. Stjóm sjóðsins skipa nú eftir sameining- una: Oddur Thorarensen formaður, Gísli Konráðsson, Júlíus Jónsson, Júlíus Snorrason og Ingimar Brynj- ólfsson á Ásláksstöðum sem kom inn í stjóm í stað Jónasar H. Traustasonar. Starfsemin er rekin að Brekku- götu 1, Akureyri. Opið er frá kl. 11 til 16 mánudaga til föstudaga. Auk þess er síðdegisafgreiðsla á fimmtudögum frá kl. 17 til 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.