Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 45 stöðugleiki í gengi sé til lengdar öruggasta kjölfesta efnahagsstefnu lítils, opins hagkerfís, eins og við búum við hér á íslandi. Er sú skoð- un m.a. studd af reynslu annarra smáþjóða Evrópu, sem flestar hafa á undanfömum árum stefnt að gengisfestu í einhveiju formi. Vandi þeirra í þessum efrium er þó að ýmsu leyti minni en íslendinga. Með starfsemi Myntbandalags Evrópu hefur tekist að koma á stöðugleika innbyrðis milli gengis allra höfuð- mynta Evrópu annarra en sterlings- pundins, og hafa þær þjóðir sem nánust viðskiptaleg tengsl hafa við þátttökuríki Myntbandalagsins not- ið hans. Vegna mikilvægis viðskipta íslendinga við Bandaríkin og Bret- land hafa gengissveiflur pundsins og þó sérstaklega dollarans hins vegar valdið íslenskum atvinnuveg- um verulegum vanda. Af þeim or- sökum hefur einnig verið erfítt að fínna stöðugan mælikvarða, sem hentaði til viðmiðunar fyrir gengis- festu íslensku krónunnar. Fari svo, sem ekki er ólíklegt, að Bretland gerist áður en langt líður aðili að Myntbandalagi Evrópu, munu skil- yrði til þess að ísland tengdist Evr- ópu nánar í þessum efnumbatna að mun, enda hafa viðskipti íslend- inga við þjóðir Vestur-Evrópu farið hlutfallslega vaxandi síðustu árin. Þannig hefur hlutur þeirra í út- flutningstekjum íslendinga vaxið úr 53% í 65% á síðustu þremur árum en hlutur Norður-Ameríku lækkað úr 29% í 22% og Austur- Evrópu úr 8% í 5,5%.“ Það er einmitt þessi mikla breyt- ing sem hefur orðið á utanríkisvið- skiptum íslendinga á undanfömum ámm (sjá töflur), sem gerir það að verkum að margir horfa nú á teng- ingu við ECU sem bestu leiðina að stöðugleika í efnahagslífínu. Vægi Evrópu í utanríkisviðskiptum hefur orðið mun meira að undanfömu á kostnað Bandaríkjanna. Ekkítímabært „Ég held að það sé ekki tímbært að tengja krónuna við ECU núna,“ sagði Jóhannes Nordal í samtali við Morgunblaðið. „Það gæti orðið mjög erfítt fyrir þá sem stunda við- skipti utan þessara Evrópulanda. Það er líka mikilvægt að við náum meiri stöðugleika í okkar efna- hagslífi fyrst svo að við séum ömgg um að við myndum þola að binda gengið fast við slíkan stöðugleika. Það þarf líka mun meira samstarf við Evrópu á öðrum sviðum áður en að þessu kæmi. Þetta er þó hugs- anlegt markmið að stefna að þegar fram í sækir. Við getum að sjálfsögðu rekið fasgengisstefnu án þess að tengjast ECU. Ef menn vilja tengja gengið við ytri mælikvarða kemur til greina að binda það við SDR, sem er að sumu leyti áhættuminna en að tengja við ECU, þar sem þar em dollari og jen veigamiklir þættir. Hinn möguleikinn er að halda í núverandi kerfí en setja fastari regl- ur fyrir gengjsvogina." Jóhannes sagði að hin Norðurlöndin litu á það sem framtíðarmarkmið að tengjast Evrópu nánar og það ættum við einnig. að gera. Hann teldi þó að þau væm líka þeirrar skoðunar að það þyrfti að koma til þróunar áður en formleg tengsl yrðu tekin upp. Norðmenn teldu það t.d. ekki tíma- bært að tengja gengi sitt þar sem þeir ættu við jafnvægisvandamál að stríða. Traust á fast- gengisstefnunni á ný Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri "jármálasviðs Landsbankans, er einn þeirra sem gagnrýnt hafa hvemig gengismálum er nú hagað. Hann telur það ekki traustvekjandi að segja að gengið sé fast þegar gengisviðmiðun 3é breytt eftir hent- ugleika. Á spástefnu Stjómunarfé- lags íslands, sem haldin var 27. nóvember 1987, sagði Tryggvi Pálsson m.a.: „Það er ekki traust- vekjandi að segja að gengi sé fast þegar viðmiðunin breytist úr meðal- vog í landavog (ágúst 1984) og svo í myntvog (janúar 1987) og nú kvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fískframleiðenda, er þeirr- ar skoðunar að jafnvægi verði að koma á í efnahagslífínu í heild, í sjávarútvegi, á vinnumarkaði og í ríkisijármálum, áður en menn fari að ræða um þessi mál í alvöru. „Mér fínnst sjálfsagt að gera þetta,“ sagði Magnús við Morgun- blaðið, „en það er ekki sama hven- ær þetta yrði gert eða til hvaða aðgerða yrði gripið samhliða." Það er að hans mati nauðsynlegt að samtímis og litið sé á efnahags- mál almennt verði mótuð einskonar „sjávarútvegssteftia", samhæfð stefna fyrir bæði útgerð og vinnslu þar sem lögð væri til grundvallar hámarksarðsemi nýtingar auðlind- arinnar til lengri tíma. Skammtíma- hagsmunir mættu ekki ráða því hvemig við byggjum upp sjávarút- veginn. „Ég held að það standist annars ekki í okkar tiltölulega ein- falda hagkerfí að tengja það við efnahagsstærðir sem taka ekki mið af okkar aðstæðum. Við verðum að byija á því að fínna jafnvægi í sjávarútveginum og síðan að tryggja með öðrum aðgerðum að það jafnvægi haldist. Eg held að tenging við ECU nú á þessari stundu myndi að óbreyttum for- sendum verða fískvinnslunni þung Bandaríkjadollar vegur þungt í myntkörfunni. Lækkun dollars veldur samsvarandi hækkun Evrópumynta. Gengi einstakra gjaldmiðla er því aldrei stöðugt þó gengið sé „fast“. Tryggvi PAIsson, framkvæmdastjóri fjárm&lasviðs Lands- bankans: „Ég held að fólk sjái nú svo mörg teikn þess, að gamli tíminn sé að koma aftur, að það þurfi að gera eitthvað til þess koma í veg fyrir að við hverfum aftur til gam- alla siða og lendum í víta- hring víxlverkana kaups, verðlags og gengis.“ Jón Sigiwðsson, viðskiptar&ðherra, & AJþingi 4. febrúar 1988: „Ég tel að þegar við litum lengra fram eigum við að huga að þvi að tengja gengi íslensku krónunnar fastar við erlent myntsvæði, ann- aðhvort Evrópumyntsvæðið eða stærri blöndu af gjald- miðlum. Við skyldum jafnan hafa það hugfast að gengið er og verður ankeri fyrir verðlagsfestu í þessu landi.“ Sigurður B. Stef&nsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar Iðn- aðarbankans: „Ég tel að rökin fyrir því að tengja við ECU hafi aldr- ei verið sterkari en nú. Lang stærstur hluti innflutnings okkar kemur nú frá Evró- puríkjum." síðast í landavog aftur (október 1987), allt eftir sveiflum dollarans. Það er heldur ekki traustvekjandi að almenningur getur ekki séð á gengisskráningunni hvort verið er að halda gengi krónunnar föstu eða ekki. Að miða gengi krónunnar við ECU hefur að þessu Ieyti kosti umfram núverandi viðmiðun." Að mati Tryggva PálSsonar mætti vekja fastgengisstefnunni traust á ný með því að samhliða hugsanlegri gengisfeliingu yrði tek- in upp tenging við ECU. Ef ætlun- in sé að halda genginu föstu þá sé æskilegt að hafa fasta viðmiðun sem hefði stjómunarlega þýðingu. „Ég held að það væri mjög slæmt að koma nú með gengisfellingu af gamla taginu og miða svo áfram við einhveija körfu sem er hvorki í samræmi við gjaldeyrissamsetn- ingu útflutnings né innflutnings heldur eitthvað meðaltal," sagði Tryggvi við Morgunblaðið. Við- skiptahættir íslendinga hefðu breyst mjög mikið á síðustu árum og væri nú obbinn af okkar viðskipt- um við Evrópu. Með því að tengja íslensku krónuna við ECU værum við komin í sömu aðstöðu og önnur Evrópulönd. „Ég held að fólk sjái nú svo mörg teikn þess, að gamli tíminn sé að koma aftur, að það þurfí að gera eitthvað til þess koma í veg fyrir að við hverfum aftur til gamalla siða og lendum í vítahring víxlverkana kaups, verðlags og gengis." Ný gengisviðmiðun ekkinóg Sigurður B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans, sem hefur um ára- bil verið talsmaður tengingar af þessu tagi, bendir þó á að ekki sé nóg að taka upp nýja gengisviðmið- un. Bjöminn sé ekki unnin nema gripið sé til annarra ráðstafana í peningamálum samhliða því. „Mergur málsins er sá, að það er sama hvaða fyrirkomulag við velj- um, það gagnar lítið í verðbólgu nema aukning peningamagns verði stillt inn á þau lönd sem við erum að bera okkur saman við. Ef að við gefum út meiri peninga leiðir það einungis af sér meiri verðbólgu. Við losnum ekki undan þessu án þess að breyta um peningastjóm." Vegna óstöðugleika Bandaríkja- dollars hefur aldrei verið stöðugt gengi á nokkurri mynt þrátt fyrir fastgengisstefnuna. „Það leitar á hugann hvort að það myndi ekki auka á stöðugleikann að tengjast einhveiju svæði og þá er auðvitað spumingin hvaða svæði sé hentug- ast að tengja við. Ég tel að rökin fyrir því að tengja við ECU hafí aldrei verið sterkari en nú. Lang stærstur hluti innflutnings okkar kemur nú frá Evrópuríkjum." Sigurður B. sagði kostinn við tengingu við ECU vera að þá yrði verð á Evrópumynt stöðugt og þar með á megninu af okkar innflutn- ingj. Þetta myndi þegar í stað kcma á.miklum stöðugleika en hafa tvö vandamál í för með sér. í fyrsta lagi mætti vöxtur peningamagns hér á landi ekki verða meiri en í Evrópulöndunum, annað hefði ein- ungis í för með sér verðbólgu og hækkandi raungengi. í öðru lagi þyrfti að huga að dollaraviðskiptun- um. Það yrði að halda áfram að flytja út til Bandaríkjanna til þess INNFLUTNINGUR (%] 1960 ' 1970 1976 1980 1985 Jan-okt 1987 EFTA 43,2 21,3 21,3 22,0 20,1 EB 27,3 45,8 44,0 45,5 52,0 Önnur Evrópul. 0,7 1,2 1,0 1,2 0,3 V-EVRÓPA 57,2 71,2 68,3 66,3 72,7 72,4 A-EVRÓPA 22,9 10,8 12,6 11.1 8,8 5,8 N-AMERÍKA 15,3 7,9 9,7 10,8 7,2 7,8 Önnur lönd 4,6 10,1 9,4 11,8 11,3 14,0 Samtals 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 ÚTFLUTNINGUR (%) jan-okt 1987 1960 1970 1975 1980 1985 EFTA 38,5 19,0 15,2 14,2 7,8 EB 16,9 24,7 37,4 39,3 58,4 Önnur Evrópul. 2,3 6.2 5,7 5,1 0,7 V-EVRÓPA 53,4 57,7 49,9 58,3 58,6 66,9 A-EVRÓPA 24,3 10,0 13,4 8,9 7,8 5,0 N-AMERÍKA 15,7 30,0 29,4 22,2 27,3 17,5 Önnur lönd 6,6 2,3 7,3 10,6 6,3 10,6 Samtals • 100,0 100,0 Heimild: Seðlabanki Islands, 1962. Hagtíðindi, nr. 3. Seðlabanki íslands, 1988. Hagtölurmánaðarins Hagstofa Islands 100,0 100,0 100,0 100,0 að vemda markaðinn. Flest fyrir- tæki væra með útgerð, ftystingu, saltfískvinnslu o.s.frv. og gætu oft skipt um framleiðslurásir eftir markaðsaðstæðum. Nefndi hann hinn öra vöxt gámaútflutnings í kjölfar hækkun Evrópumynta sem dæmi um þetta. Miklar breytingar á dollara ekki sennilegar Á síðasta aðalfundi Sambands íslenskra fiskvinnslustöðva komu þessi mál til umræðu. Einar Jóna- tansson í Bolungarvík spurði þar Jónas Haralz, bankastjóra Lands- bankans, sem flutt hafði erindi um þessi mál, hvaða áhrif þróun Banda- ríkjadollars hefði haft ef við hefðum verið þátttakendur í EMS. Jónas H. Haralz sagði það ljóst að þátt- taka okkar hefði farið illa með okk- ur við slíkar aðstæður. „Utan við slíkt samstarf hefðum við getað siglt á milli skers og bára og ekki famast eins illa og að öðram kosti. Á hinn bóginn er varla við því að búast, að slík þróun endurtaki sig í fyrirsjánlegri framtíð. Þegar jafn- vægi kemst á, sem nú er að nálg- ast, era miklar breytingar að nýju varla sennilegar, og þá eins víst að það rejmist verða jenið og þýska markið sem era of hátt skráð. Auð- vitað er ekki hægt að líta fram hjá því að slíkir hlutir geta gerst, en þá era til neyðardyr í slíku sam- starfí. Það er hægt að breyta geng- inu innan þessa kerfís, ef aðstæður era slíkar að nauðsyn krefur.“ Myndi veikja fiskvinnsluna að óbreyttum aðstæðum Magnús Gunnarsson, fram- í skauti en treysta útgerðina betur í sessi og staðfesta það ójafnvægi sem er á milli þessara greina i dag.“ Horft til framtíðar Þegar horft er til samstarfs Evr- ópuríkja á þessu sviði í náinni framtíð mun það líklega helst ger- ast að fleiri ríki gerist aðilar að stamstarfinu og líta menn þá fyrst og fremst tii Bretlands. Nigel Law- son, fjármálaráðherra Breta, er mikill talsmaður náins samstarfs Evrópuþjóða á þessu sviði en Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra, er ekki reiðubúin, enn sem komið er, til þess að láta af hendi það hag- stjómartæki sem gengið vissulega er. Annar evrópskur ^ármálaráð- herra, Frakkinn Edouard Balladur, vill ganga enn lengra og hefur á undanfömum vikum vakið máls á ný á hugmyndinni um einn sameig- inlegan evrópskan seðlabanka. Þessi seðlabanki myndi þegar fram í sækir taka að sér alla þá peninga- málastjómun sem nú er í höndum einstakra ríkisstjóma. Það er þó almennt talið að þessar framsæknu hugmyndir Frakka eigi rætur sínar að rekja til óánægju þeirra með hið gífurlega vald vestur-þýska Seðla- bankans frekar en af háleitum hug- sjónum. En þó að Balladur sé kannski ekki mikill hugsjónamaður í þessum efnum þá kann „hugsjónin" að vera rétt, segir breska tímaritið Econom- ist. Sameining peningamála Evrópu sé markmið sem stefna beri að. Innganga Breta í EMS og stofnun Evrópska seðlabankans yrðu skref í þá átt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.