Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 Vetrarólympíuleikarnir Calgary 1988 Marina Kiehl vann fyrstu gullverðlaunin fyrir Vestur-Þýskaland „Sigurinn kom mérá óvart," sagðí Marina Kiehl MARINA Kiehl frá Vestur- Þýskalandi skaut svissneksu skíðakonunum aftur fyrir sig og vann fyrstu gullverðlaun Vestur-Þjóðverja á vetra- rólympíuleikunum f gœr. Hún sigraði f bruni kvenna og kom sigurinn mjög á óvart því hún hafði aldrei unnið brun f heimsbikarkeppninni. Kiehl er þriðji Vestur-Þjóðveij- inn sem verður Ólympíu- meistari í bruni. Rosi Mittermaier varð Ólympíumeistari 1976 og Heidi Biebl 1960. „Þegar ég kom f mark var ég viss um að ég ætti ekki möguleika á verðlaunasæti. Ég byijaði mjög vel en ég gerði mistök neðar í brautinni. Sigurinn kom mér því mjög á óvart," sagði Kiehl. Kiehl er 23 ára frá Munchen og hafði áður náð best sjötta sæti á ólympíuleikum og fjórða sæti á síðasta heimsmeistaramóti. „Ég vildi bíða með að fagna sigri þar til allir keppendumir voru komnir í mark. Ég trúði því ekki að ég yrði Ólympíumeistari. En loks kom að því að lánið lék við mig,“ sagði Kiehl. Fyrir keppnina var búist við að svissnesku stúlkumar Maria Wall- iser og Michela Figini myndu beij- ast um sigurinn því þær hafa ver- ið í nokkrum sérflokki í bruninu í vetur. Walliser varð fjórða og Figin aðeins í 9. sæti. Brigitte Oertli hélt upp heiðri Svisslendinga og varð í öðru sæti 0,75 sekúndum á eftir Kiehl. Kanadíska stúlkan Karen Percy varð þriðja og landi hennar, Laurie Graham, í fimmta sæti. „Sigur Marinu Kiehl kom mér ekki á óvart í þessari erfiðu braut því hún hefur mjög góða tækni," sagði Brigitt Oertli. Kiehl hefur verið með í heimsbikamum síðan hún var 15 ára. Hennar aðalgrein- ar hafa verið stórsvig og risastórs- vig þar sem hún hefur unnið alls sjö gullverðlaun í heimsbikamum á ferli sínum. Marina Klehl sigraði nokkuð óvænt f bruni kvenna í gær. Reuter Reuter Mlkhall Devlatlarov frá Sovétrfkjunum sigraði f 15 km göngu karla á Ólympíuleikunum í gær. Hér er kastar hann af sér húfunni f brautinni. Sovétmenn héldu upp- teknum hætti SOVÉTMENN hóldu upptekn- um hætti f skfðagöngu karla á Ólympfuleikunum ígær. Mikail Deviatiarov, sem vann brosn- verðlaun f 15 km göngunni á heimsmeistaramótinu 1986og varð fjórði f 30 km göngunni, sigraði f 15 km göngunni f gær nokkuð örugglega. Norðmað- urinn Paal Gunnar Mikkeis- plass varð annar og Vladimir Smirnov varð þriðji. Deviatiarov, sem varður 29 ára í næstu viku, gekk mjög vel síðustu kflómetrana setti nýtt Ólympíumet. Hann fór brautina í Canmore, sem er 100 km frá Calg- ary, á 41:18.9 mínútum og var 15 sekúndum á undan Norðmanninum. Deviatiarov var ræstur af stað núm- er 85 af 92 keppendum en Mikkels- plass fór af stað númer 29 og leit því lengi út fyrir að hann yrði Ólympíumeistari. „Ég hefði ekki getað gengið betur en í dag. Ég var taugaóstyrkur í biyijun en síðan gekk þetta mjög vel,“ sagði Mikkelsplass. Mikkelsplass er Is- lendingum af góðu kunnur því hann hefur tvívegis komið hingað til lands og keppti meðal annars á Skíðamóti íslands fyrir nokkrum árum. Svíar, sem höfðu gert sér miklar vonir fyrir leikana, hafa enn ekki nælt sér í verðlaun í skíða- göngunni. Fyrsti Svíinn í gær var Christer Majbæck sem hafnaði í 11. sæti, og Gunde Svan varð aðeins í 13. sæti. Heimsmeistarinn, Marco Albarello frá Ítalíu, hafnaði í níunda sæti og sagði að þetta hlýja loft hentaði sér ekki. Þriggja stiga hiti var í Canmore þegar keppnin fór fram. Úrslit í bruni kvanna sem fram fór f gær: 1. Marina Kiehl, V-Þýskalandi....1:25.86 2. Brigitte Oertli, Sviaa.........1:26.61 3. Karen Percy, Kanada............1:26.62 4. Maria Walliser, Sviss..........1:26.89 5. Laurie Graham, Kanada..........1:26.99 6. Petra Kronberger, Austurriki...1:27.03 7. Regine Mösenlechner, V-Þýskal.... 1:27.16 8. Elisabeth Kirchler, Austurriki.1:27.19 9. Michela Pigini, Sviss..........1:27.26 10. Lucia Medzihradska, Tékkósl...1:27.28 11. Chantal Boumissen, Sviss......1:27.46 12. Carole Merie, Frakklandi......1:27.53 13. Michaela Gerg, V-Þýskalandi...1:27.83 14. Emi Kawabata, Japan...........1:27.85 15. Kerrin Lee, Kanada............1:28.07 15 km göngu karla: 1. Mikhail Deviatiarov, Sovétr....41:18.9 2. PaJ Mikkelsplass, Noregi.,.....41:33.4 3. Vladimir Smimov, Sovétrflgunum.. 41:48.5 4. OdvarBra, Noregi...............42:17.3 6. Uwe Bellmann, A-þýskalandi.....42:17.8 6. Maurilio Dezolt, ftallu........42:31.2 7. Vegard Ulvang, Noregi..........42:31.5 8. Harri Kirvesniemi, Finnlandi...42:42.8 9. Marco Albarello, Ítalíu........42:48.6 10. Giorgio Vanzetta, ftallu......42:49.6 11. Christer Majback, Svíþjóð.....42:58.6 12. Teije Langli, Noregi........ 42:59.3 13. Gunde Svan, Svfþjóð...........43:07.3 14. Gianíranco Polvara, ftalíu....43:08.3 15. Alexander Batiuk, Sovétrikjunum.. 43:08.7 16. JanOttosson, Svlþjóð..........43:18.1 17. Pierre Harvey, Kanada.........43:22.0 18. Alexei Prokurorov, Sovétríkjunum. 43:36.9 19. LadWav Svanda, Tékkósl........43:40.9 20. Aki Karvonen, Finnlandi.......43:54.5 I. 000 metra skautahlaupi karla: 1. Nikolai Gulyayev, Sovéríkjunum.1:13.03 2. Jens-UweMey, A-Þýskalandi......1:13.11 3. Igor Zhelezovsky, Sovétrflg'unum.. 1:13.19 4. Eric Flaim, Bandarflgunum......1:13.53 5. Gaetan Boucher, Kanada.........1:13.77 6. Michael Hadschieff, Austurríki.1:13.84 7. Guy Thibault, Kanada...........1:14.16 8. Peter Adeberg, A-Þýskalandi....1:14.19 9. Yasumitsu Kanehama, Japan.....1:14.36 9.KitaeBae, Suður-Kóreu..........1:14.36 II. Andrei Bakhvalov, Sovétrflgunum. 1:14.39 12. Boris Repnine, Sovétrflgunum..1:14.41 13. Kimihiro Hamaya, Japan........1:14.43 14. Michael Richmond, Astrallu....1:14.61 15. Andre Hoffmann, A-Þýskalandi..1:14.62 15. Hein Vergeer, Hollandi...... 1:14.62 Tveggjamanna sleðar: 1. Joerg Hoffmann/Jochen Pietzsch, A-Þýskalandi...(45.786/46.154) 1:31.940 2. Stefan Krausse/Jan Behrendt, A-Þýskalandi...(45.886/46.153) 1:32.039 3. Thomas Schwab/Wolfgang Staudinger, V-Þýskalandi...(46.024/46.250) 1:32.274 4. Stefan Ilsanker/Georg Hackl, V-Þýskalandi ...............(46.054/46.244) 1:32.298 5. Georg Fluckinger/Robert Manzenreiter, Austurríki.....(46.136/46.229) 1:32.364 ísknattleikur A-riðill: Finnland—Kanada.................3:1 Staðan Svíþjóð Finnland Kanada Pólland Sviss Frakkland 3 3 3 3 3 3 2 2 2 1 1 0 1 0 0 1 0 1 1 í 0 2 0 3 18:6 5 14:4 4 6:5 4 7:4 3 6:9 2 5:29 0 Skipting verðlauna gull silfur brons Sovótrfldn 6 4 4 A-Þýskaland 4 3 1 Flnnland 2 0 1 Sviss 1 2 1 V-Þýskaland 1 1 1 Austurrfld 1 1 0 Svlþjóð 1 0 0 Holland 0 2 1 Tókkóslóvakfa 0 1 1 Noregur 0 1 1 Kanada 0 0 1 Frakkland 0 0 1 Japan 0 0 1 Bandarfldn 0 0 1 Einar fjarri góðu gamni Það ætlar ekki að ganga áfaila- laust fyrir sig hjá íslensku keppendunum að taka þátt í Ólympíuleikunum í Calgary. Daníel Hilmarsson gat ekki tekið þátt í tvíkeppninni vegna þess hve seint hann kom til Calgary og í ofanálag fékk hann ekki skíðin fyrr en sólar- hring sfðar. í gær átti Einar Ólafs- son að keppa í 15 km göngu en gat ekki verið með vegna bak- meiðsla „Ég ætlaði að vera með í 15 km en strax í upphitun fann ég til í bakinu og gat því ekki tekið þátt. Ég fann ekki fyrir bakmeiðsiunum í 30 km gönguimi á mánudaginn, en á æfingu á miðvikudaginn fann ég til og hef verið hjá sjúkraþjálf- ara síðan,“ sagði Einar Ólafsson í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Einar sagði að það væri mjög sárt að bakmeiðslin, sem hijáðu hann í janúar, hafi tekið sig upp aftur núna. „Ég hélt að þetta væri yfír- staðið. Ég ligg bara fyrir og get mig varla hreyft og á efitt með að klæða mig í sokkana." Um þátttöku í 50 km göngunni, sem fram fer eftir viku, sagði Einar: „Ég ætla að hvfla alla vikuna og sjá hvað setur. “ Daníel keppir í risastórsvigi jjj^ aníel Hilmarsson keppir í risastórsvigi á Ólympíuleikunum í Calg- lympiuleiki afy á sunnudaginn. Hann verður fyrstur Islendinga til að keppa í risastórsvigi sem er yngsta keppnisgreinin á Ólympíuleikum. Hann ætlaði sem kunnugt er að keppa í alpatvíkeppni en þar sem hann náði ekki að æfa í brunbrautinni tók hann það til bragðs að keppa í risastórsviginu í staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.