Morgunblaðið - 20.02.1988, Síða 60

Morgunblaðið - 20.02.1988, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 Vetrarólympíuleikarnir Calgary 1988 Marina Kiehl vann fyrstu gullverðlaunin fyrir Vestur-Þýskaland „Sigurinn kom mérá óvart," sagðí Marina Kiehl MARINA Kiehl frá Vestur- Þýskalandi skaut svissneksu skíðakonunum aftur fyrir sig og vann fyrstu gullverðlaun Vestur-Þjóðverja á vetra- rólympíuleikunum f gœr. Hún sigraði f bruni kvenna og kom sigurinn mjög á óvart því hún hafði aldrei unnið brun f heimsbikarkeppninni. Kiehl er þriðji Vestur-Þjóðveij- inn sem verður Ólympíu- meistari í bruni. Rosi Mittermaier varð Ólympíumeistari 1976 og Heidi Biebl 1960. „Þegar ég kom f mark var ég viss um að ég ætti ekki möguleika á verðlaunasæti. Ég byijaði mjög vel en ég gerði mistök neðar í brautinni. Sigurinn kom mér því mjög á óvart," sagði Kiehl. Kiehl er 23 ára frá Munchen og hafði áður náð best sjötta sæti á ólympíuleikum og fjórða sæti á síðasta heimsmeistaramóti. „Ég vildi bíða með að fagna sigri þar til allir keppendumir voru komnir í mark. Ég trúði því ekki að ég yrði Ólympíumeistari. En loks kom að því að lánið lék við mig,“ sagði Kiehl. Fyrir keppnina var búist við að svissnesku stúlkumar Maria Wall- iser og Michela Figini myndu beij- ast um sigurinn því þær hafa ver- ið í nokkrum sérflokki í bruninu í vetur. Walliser varð fjórða og Figin aðeins í 9. sæti. Brigitte Oertli hélt upp heiðri Svisslendinga og varð í öðru sæti 0,75 sekúndum á eftir Kiehl. Kanadíska stúlkan Karen Percy varð þriðja og landi hennar, Laurie Graham, í fimmta sæti. „Sigur Marinu Kiehl kom mér ekki á óvart í þessari erfiðu braut því hún hefur mjög góða tækni," sagði Brigitt Oertli. Kiehl hefur verið með í heimsbikamum síðan hún var 15 ára. Hennar aðalgrein- ar hafa verið stórsvig og risastórs- vig þar sem hún hefur unnið alls sjö gullverðlaun í heimsbikamum á ferli sínum. Marina Klehl sigraði nokkuð óvænt f bruni kvenna í gær. Reuter Reuter Mlkhall Devlatlarov frá Sovétrfkjunum sigraði f 15 km göngu karla á Ólympíuleikunum í gær. Hér er kastar hann af sér húfunni f brautinni. Sovétmenn héldu upp- teknum hætti SOVÉTMENN hóldu upptekn- um hætti f skfðagöngu karla á Ólympfuleikunum ígær. Mikail Deviatiarov, sem vann brosn- verðlaun f 15 km göngunni á heimsmeistaramótinu 1986og varð fjórði f 30 km göngunni, sigraði f 15 km göngunni f gær nokkuð örugglega. Norðmað- urinn Paal Gunnar Mikkeis- plass varð annar og Vladimir Smirnov varð þriðji. Deviatiarov, sem varður 29 ára í næstu viku, gekk mjög vel síðustu kflómetrana setti nýtt Ólympíumet. Hann fór brautina í Canmore, sem er 100 km frá Calg- ary, á 41:18.9 mínútum og var 15 sekúndum á undan Norðmanninum. Deviatiarov var ræstur af stað núm- er 85 af 92 keppendum en Mikkels- plass fór af stað númer 29 og leit því lengi út fyrir að hann yrði Ólympíumeistari. „Ég hefði ekki getað gengið betur en í dag. Ég var taugaóstyrkur í biyijun en síðan gekk þetta mjög vel,“ sagði Mikkelsplass. Mikkelsplass er Is- lendingum af góðu kunnur því hann hefur tvívegis komið hingað til lands og keppti meðal annars á Skíðamóti íslands fyrir nokkrum árum. Svíar, sem höfðu gert sér miklar vonir fyrir leikana, hafa enn ekki nælt sér í verðlaun í skíða- göngunni. Fyrsti Svíinn í gær var Christer Majbæck sem hafnaði í 11. sæti, og Gunde Svan varð aðeins í 13. sæti. Heimsmeistarinn, Marco Albarello frá Ítalíu, hafnaði í níunda sæti og sagði að þetta hlýja loft hentaði sér ekki. Þriggja stiga hiti var í Canmore þegar keppnin fór fram. Úrslit í bruni kvanna sem fram fór f gær: 1. Marina Kiehl, V-Þýskalandi....1:25.86 2. Brigitte Oertli, Sviaa.........1:26.61 3. Karen Percy, Kanada............1:26.62 4. Maria Walliser, Sviss..........1:26.89 5. Laurie Graham, Kanada..........1:26.99 6. Petra Kronberger, Austurriki...1:27.03 7. Regine Mösenlechner, V-Þýskal.... 1:27.16 8. Elisabeth Kirchler, Austurriki.1:27.19 9. Michela Pigini, Sviss..........1:27.26 10. Lucia Medzihradska, Tékkósl...1:27.28 11. Chantal Boumissen, Sviss......1:27.46 12. Carole Merie, Frakklandi......1:27.53 13. Michaela Gerg, V-Þýskalandi...1:27.83 14. Emi Kawabata, Japan...........1:27.85 15. Kerrin Lee, Kanada............1:28.07 15 km göngu karla: 1. Mikhail Deviatiarov, Sovétr....41:18.9 2. PaJ Mikkelsplass, Noregi.,.....41:33.4 3. Vladimir Smimov, Sovétrflgunum.. 41:48.5 4. OdvarBra, Noregi...............42:17.3 6. Uwe Bellmann, A-þýskalandi.....42:17.8 6. Maurilio Dezolt, ftallu........42:31.2 7. Vegard Ulvang, Noregi..........42:31.5 8. Harri Kirvesniemi, Finnlandi...42:42.8 9. Marco Albarello, Ítalíu........42:48.6 10. Giorgio Vanzetta, ftallu......42:49.6 11. Christer Majback, Svíþjóð.....42:58.6 12. Teije Langli, Noregi........ 42:59.3 13. Gunde Svan, Svfþjóð...........43:07.3 14. Gianíranco Polvara, ftalíu....43:08.3 15. Alexander Batiuk, Sovétrikjunum.. 43:08.7 16. JanOttosson, Svlþjóð..........43:18.1 17. Pierre Harvey, Kanada.........43:22.0 18. Alexei Prokurorov, Sovétríkjunum. 43:36.9 19. LadWav Svanda, Tékkósl........43:40.9 20. Aki Karvonen, Finnlandi.......43:54.5 I. 000 metra skautahlaupi karla: 1. Nikolai Gulyayev, Sovéríkjunum.1:13.03 2. Jens-UweMey, A-Þýskalandi......1:13.11 3. Igor Zhelezovsky, Sovétrflg'unum.. 1:13.19 4. Eric Flaim, Bandarflgunum......1:13.53 5. Gaetan Boucher, Kanada.........1:13.77 6. Michael Hadschieff, Austurríki.1:13.84 7. Guy Thibault, Kanada...........1:14.16 8. Peter Adeberg, A-Þýskalandi....1:14.19 9. Yasumitsu Kanehama, Japan.....1:14.36 9.KitaeBae, Suður-Kóreu..........1:14.36 II. Andrei Bakhvalov, Sovétrflgunum. 1:14.39 12. Boris Repnine, Sovétrflgunum..1:14.41 13. Kimihiro Hamaya, Japan........1:14.43 14. Michael Richmond, Astrallu....1:14.61 15. Andre Hoffmann, A-Þýskalandi..1:14.62 15. Hein Vergeer, Hollandi...... 1:14.62 Tveggjamanna sleðar: 1. Joerg Hoffmann/Jochen Pietzsch, A-Þýskalandi...(45.786/46.154) 1:31.940 2. Stefan Krausse/Jan Behrendt, A-Þýskalandi...(45.886/46.153) 1:32.039 3. Thomas Schwab/Wolfgang Staudinger, V-Þýskalandi...(46.024/46.250) 1:32.274 4. Stefan Ilsanker/Georg Hackl, V-Þýskalandi ...............(46.054/46.244) 1:32.298 5. Georg Fluckinger/Robert Manzenreiter, Austurríki.....(46.136/46.229) 1:32.364 ísknattleikur A-riðill: Finnland—Kanada.................3:1 Staðan Svíþjóð Finnland Kanada Pólland Sviss Frakkland 3 3 3 3 3 3 2 2 2 1 1 0 1 0 0 1 0 1 1 í 0 2 0 3 18:6 5 14:4 4 6:5 4 7:4 3 6:9 2 5:29 0 Skipting verðlauna gull silfur brons Sovótrfldn 6 4 4 A-Þýskaland 4 3 1 Flnnland 2 0 1 Sviss 1 2 1 V-Þýskaland 1 1 1 Austurrfld 1 1 0 Svlþjóð 1 0 0 Holland 0 2 1 Tókkóslóvakfa 0 1 1 Noregur 0 1 1 Kanada 0 0 1 Frakkland 0 0 1 Japan 0 0 1 Bandarfldn 0 0 1 Einar fjarri góðu gamni Það ætlar ekki að ganga áfaila- laust fyrir sig hjá íslensku keppendunum að taka þátt í Ólympíuleikunum í Calgary. Daníel Hilmarsson gat ekki tekið þátt í tvíkeppninni vegna þess hve seint hann kom til Calgary og í ofanálag fékk hann ekki skíðin fyrr en sólar- hring sfðar. í gær átti Einar Ólafs- son að keppa í 15 km göngu en gat ekki verið með vegna bak- meiðsla „Ég ætlaði að vera með í 15 km en strax í upphitun fann ég til í bakinu og gat því ekki tekið þátt. Ég fann ekki fyrir bakmeiðsiunum í 30 km gönguimi á mánudaginn, en á æfingu á miðvikudaginn fann ég til og hef verið hjá sjúkraþjálf- ara síðan,“ sagði Einar Ólafsson í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Einar sagði að það væri mjög sárt að bakmeiðslin, sem hijáðu hann í janúar, hafi tekið sig upp aftur núna. „Ég hélt að þetta væri yfír- staðið. Ég ligg bara fyrir og get mig varla hreyft og á efitt með að klæða mig í sokkana." Um þátttöku í 50 km göngunni, sem fram fer eftir viku, sagði Einar: „Ég ætla að hvfla alla vikuna og sjá hvað setur. “ Daníel keppir í risastórsvigi jjj^ aníel Hilmarsson keppir í risastórsvigi á Ólympíuleikunum í Calg- lympiuleiki afy á sunnudaginn. Hann verður fyrstur Islendinga til að keppa í risastórsvigi sem er yngsta keppnisgreinin á Ólympíuleikum. Hann ætlaði sem kunnugt er að keppa í alpatvíkeppni en þar sem hann náði ekki að æfa í brunbrautinni tók hann það til bragðs að keppa í risastórsviginu í staðinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.