Morgunblaðið - 20.02.1988, Síða 36

Morgunblaðið - 20.02.1988, Síða 36
Tónleikar Kammersveitar Ak- ureyrar í Akureyrarkirkju Blásarakvintett Reykjavíkur kemur fram TÓNLEIKAR verða haldnir í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, þar sem Kammersveit Akureyrar kemur fram, en hún verður skipuð 50 hljóðfæraleik- urum. Þetta eru viðamestu tón- leikar, sem kammersveitin hefur gengist fyrir, en þetta er annað starfsár hennar. Auk hennar, kemur Blásarakvintett Reykjavíkur fram á tónleikun- um. Tilefni tónleikanna er, að Tónlist- arskólinn á Akureyri og Kammer- sveitin gangast þessa dagana fyrir hljómsveitar- og kennaranámskeiði, sem stendur til 26. febrúar. Þekkt- ur tónlistarmaður, Sydney Sutcliffe frá London, kom sérstaklega til landsins til að leiðbeina á námskeið- inu og stjómar hann jafnframt kammersveitinni á tónleikunum. Á efnisskránni verða verk eftir Elgar, Strauss, Mozart, Davies og Strav- insky. Blásarakvintett Reykjavíkur leik- ur á tónleikunum verk eftir Samuel Barber, en kvintettinn er skipaður þeim Bemard Wilkinson á flautu, Einari Jóhannessyni á klarinett, Daða Kolbeinssyni á óbó, Joseph Ognibene á hom og Hafsteini Guð- mundssyni á fagott. Konsertmeist- ari er Hlíf Siguijónsdóttir. Sidney Sutcliffe fæddist í Edin- borg. Foreldrar hans vora bæði tón- listarmenn að atvinnu og því hófst tónlistaraám hans á heimilinu og sSðan hélt hann áfram S Georg Watson-tónlistarskólanum, þar sem hann lék á selló í hljómsveit skól- ans. Fimmtán ára gamall tók hann að leika S hljómsveit annarrar her- deildar „The Kings Royal Rifle Corps", og ári sSðar var hann svo lánsamur að hljóta „Kneller Hall- styrk“ til að stunda nám í Royal College-tónlistarháskólanum í Lon- don og lagði þar stund á nám í óbóleik hjá Leon Gossens og á selló hjá John Snowden. Auk þess að hafa leikið sem atvinnumaður á klarinett, saxófón og selló, þá hefur aðaístarf hans verið sem fyrsti óbó- Fyrirtæki til sölu Hin stórglæsilega fiskverslun Sjávargull á Akureyri er til sölu. Upplýsingar eru veittar hjá Eignakjöri, s. 96-26441 og Fasteigna- og skipasölu Norðurlands, s. 96-25566. leikari, í upphafi í Sadler Wells- ópera- og balletthúsinu og síðar í Lundúna Fflharmoníuhljómsveitinni og að lokum í 14 ár í Fflharmoní- unni í London. Sutcliffe hefur verið aðstoðar- stjómandi BBC-sinfóníuhljómsveit- arinnar og komið fram sem einleik- ari á flölmörgum tónleikum, meðal annars með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Morgunblaðið/GSV Sidney Sutcliffe á æfingu með Kammerhljómsveit Akureyrar. Saurbæjarhreppur: íbúðarhúsið á Hólakoti gjöreyðilagðist í bruna íbúðarhúsið á bænum Hólakoti í Saurbæjarhreppi brann til kaldra kola seint i fyrrakvöld. Maður um fertugt bjó í húsinu. Hann var sofandi er eldurinn kom upp, en mun hafa vaknað annaðhvort við símhringingu af næsta bæ eða við reykskynjara. Hann forðaði sér út um glugga og skarst talsvert á hendi. Að öðru leyti slapp hann ómeiddur. Slökkviliði Akureyrar var til- kynnt um eldinn kl. 22.50 frá Hól- um, sem er kirkjusetur næst Hóla- koti. Þá munu eldtungur hafa teygt sig út um glugga á norðurhlið húss- ins. Gunnlaugur Búi Böðvarsson varðstjóri sagði í samtali við Morg- unblaðið að þrír slökkviliðsmenn hefðu farið á bfl Branavama Eyja- fjarðar á vettvang og svo vel vildi til að björgunarsveitarmenn úr Dal- björgu vora á fundi skammt frá Hólakoti. Húsið var alelda er slökkviliðsmenn komu á staðinn eftir nær hálftíma akstur frá Akur- eyri. Vatni var dælt úr Eyjafarðará sem er í um það bil 600 km íjar- lægð frá bænum. Húsið, sem er um það bil tíu ára gamalt steinsteypt einingahús, var kjaliari, hæð og lágt ris. Útihús munu ekki hafa verið í hættu enda var veður stillt og gott. Slökkvi- starfi var að mestu lokið upp úr kl. 1.00 um nóttina og var slökkvi- liðið komið aftur til Akureyrar tveimur tímum síðar. Daníel Snorrason rannsóknarlög- reglumaður á Akureyri sagði í sam- tali við Morgunblaðið að allt hefði brannið, sem brannið gat, húsið væri gjörónýtt og ekki hefði tekist að bjarga neinu úr innbúinu. Elds- upptök era ókunn. NÝJAR BÆKUR Gerist áskrifendur og borgið fyrir 2 bækur í mánuði kr. 620 með Visa eða Eurocard Áskriftarsími 96-24966 Morgunblaðið/GSV Þak hússins var fallið er slökkvilið kom á vettvang og húsið alelda. Allt brann, sem brunnið gat, bæði hús og innbú. Heilsugæsluganga í Kjarnaskógi Heilsugæslustöðin á Akur- eyri mun standa fyrir „heilsu- gæslugöngu" í Kjarnaskógi á morgun, sunnudag, milli kl. 11 og 14. Markmiðið með göngunni er að hvetja fólk til hollrar útiveru og er fólki frjálst hvort sem er að vera fótgangandi eða á skiðum. Mjólkursamlag KEA ætlar að bjóða fólki upp á heilsubótardrykk á meðan á göngunni stendur. Dregin verða út nokkur verðlaun á þátttökunúmer, sem hver og einn fær sem tekur þátt í göngunni. Það er hveijum og ein- um ftjálst hversu langt gengið er, en vissulega er heilsugæslugang- an háð veðri og vindum. Sparisjóðir Akureyrar og Arnar- neshrepps sameinast Sparisjóður Arnarneshrepps hefur samcinast Sparisjóði Akur- eyrar. Sparisjóður Arnames- hrepps var stofnsettur árið 1884 og var hann til húsa að Ásláks- stöðum í Arnaraeshreppi. Spari- sjóður Akureyrar er hinsvegar öllu yngri, stofnaður árið 1932. Nafn sparisjóðsins verður Spari- sjóður Akureyrar og Amames- hrepps og mun hann annast öll inn- lend bankaviðskipti. Sparisjóðs- stjóri verður Helga Steindórsdóttir, sem verið hefur sparisjóðsstjóri á Akureyri undanfarin ár. Stjóm sjóðsins skipa nú eftir sameining- una: Oddur Thorarensen formaður, Gísli Konráðsson, Júlíus Jónsson, Júlíus Snorrason og Ingimar Brynj- ólfsson á Ásláksstöðum sem kom inn í stjóm í stað Jónasar H. Traustasonar. Starfsemin er rekin að Brekku- götu 1, Akureyri. Opið er frá kl. 11 til 16 mánudaga til föstudaga. Auk þess er síðdegisafgreiðsla á fimmtudögum frá kl. 17 til 18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.