Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 4
4 ^ORqypi^ÐIÐ, ^AUPARfíAGHRjll.;MA| ,4Q9,1 VEÐUR Lögreglufélag átel- ur lögr eglustj óra Jóhannes Gunnarsson: FÉLAGSFUNDUR í Lögreglufélagi Reykjavíkur átelur lögreglu- stjórann í Reykjavík og dómsmálaráðuneytið fyrir vinnubrögð við ráðningu aðstoðaryfirlögregluþjóns. Lögreglufélagið átelur Iög- reglustjórann fyrir að auglýsa lausa stöðu sem hann ætlaði ekki að ráða í, fyrir framgöngu hans í fjölmiðlum, meðan umsóknir voru til umfjöllunar í ráðuneyti og fyrir meðferð hans á þeim manni sem stöðuna hreppti. Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, átti fund með lög- reglumönnum í tilefni þessarar ályktunar í gær. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði margoft beint þeim tilmælum til stjórnar lögreglufélagsins að málefni aðilanna yrðu rædd til þrautar innan stofnunarinnar en áður en farið væri með þau í fjöl- miðla. „Ég tel enn sem áður að i málefni okkar verði best leyst inn- an húss,“ sagði lögreglustjóri. Í fyrmefndri ályktun lögreglu- félagsins er dómsmálaráðuneytið átalið fyrir að afturkalla áður ; veitta stöðu og lítillækka með því persónu og meðhöndla sem vél, eins og segir í ályktun fundarins. Þá er átalið „hversu starfsgengi lögreglumanna hafí verið rakkað niður á undangengnum árum og ábyrgð og verkskylda sífellt minna metin á sama tíma og starfsálag hafí aukist að mun og dómstólar leggi lögreglumönnum sífellt þyngri ábyrgð á herðar,“ eins og segir í ályktun félagsfundar Lög- reglufélags Reykjavíkur. Þá segir að illt sé til þess að vita að á meðan fólki fjölgi og vandi löggæslu aukist skuli sífellt fækka hlutfallslega lögreglu- mönnum til almennra verka og starf þeirra æ minna metið af yfír- boðurum þeirra. Staðsetningu sundlaugarinnar áformað byggingarsvæði. Árbæjarhverfi: Árbæ hefur verið breytt vegna sprungu sem liggur þvert yfir áður Staðsetningu sundlaug- ar breytt vegna sprungu STAÐSETNINGU sundlaugar- innar í Árbæjarhverfi hefur ver- ið breytt vegna þess að sprunga lá í gegnum svæðið, þar sem fyr- irhugaö var að byggja laugina. Óli Jón Hertervig hjá byggingar- deild borgarverkfræðings segir að þessi breyting á staðsetningu hafi kostað 10 daga töf á jarð- vegsf ramkvæmdum, en muni ekki hafa áhrif á heildarfram- kvæmdatíma við byggingu sund- laugarinnar. Jarðvegsframkvæmdir vegna sundlaugarinnar í Arbæ hófust fyr- ir um það bil mánuði. Þegar grafíð hafði verið niður á klöpp kom í ljós stór sprunga, sem lá í gegnum svæðið, þar sem fyrirhugað var að staðsetja laugina. Óli Jón Hertervig hjá byggingardeild borgarverk- fræðings segir að ekki hafí verið gert ráð fyrir sprungunni þarna, enda sé ekki til nákvæmt kort yfír sprungur á þessu svæði. Óli segir að sprungan sé það stór að ekki hafí þótt ráðlegt að byggja laugina ofan á henni. Því hafi verið gripið til þess ráðs að stöðva fram- kvæmdir færa laugina. Að sögn Óla hefur töf vegna sprungunnar verið 10 dagar en það • muni ekki hafa áhrif á heildarfram- kvæmdatíma við byggingu laugar- innar. Áætlað sé að hún verði tekin í notkun í síðasta lagi vorið 1994. VEÐURHORFUR I DAG, 11. MAI YFIRLIT: Við Snæfellsnes er 996 mb lægð sem þokast austur og liggur þaðan lægðardrag til vesturs. Milli Jan Mayen og N-Noregs er 985 mb lægð á hreyfingu austnorðaustur. SPÁ: Breytileg átt, víðast gola. Skúrir víða um land, en sumsstað- ar þurrt og bjart á Suðausturlandi og í innsveitum fyrir norðan. Hiti 4-10 stig, hlýjast á Suðausturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA; HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg suðvestan átt. Skúrir eða slydduól um allt sunnan- og vestanvert landið en þurrt norðaustan- lands. Svalt í veðri. HORFUR Á MÁNUDAG: Vestan- og norövestanátt. Snjó- eða slydduél norðan- og vestanlands en léttskýjað suðvestantil. Áfram svalt, en þó sæmilega hlýtt að deginum á Suðausturlandj*. Svarsími Veðurstofu ísiands - Veðurfregnir: 990600. TAKN: Heiðskirt Léttskýjað Hálfskyjað Skýjað Alskyjað y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j Q° Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða 5 , ’ Súld OO Mistur . |. Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hrti veAur Akureyri 8 alskýjað Reykjavik_____6 rigningogsúld Bergen Helsinki kaupmannahöfn Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn 8 alskýjað 12 léttskýjað 13 léttskýjað 2 hálfskýjað +4 skýjað 18 skýjað 16 iéttskýjað 9 rigning Algarve Amsterdam Barcelona Berffn Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg LasPalmas London Los Angeles Lúxemborg Madrfd Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando Parls Róm Vín Washington Winnipeg 17 skýjað 18 léttskýjað 16 léttskýjað 16 léttskýjað 13 þokumóða 12 rignlng 18 léttskýjað 12 skýjað 17 háHskýjað vantar 16 skýjað 12 heiðskirt 16 léttskýjað vantar 23 léttskýjað 16 skýjað 12 léttskýjað 16 skýjað 23 léttskýjað 15 léttskýjað 16 skýjað 12 rigning 17 þokumóða 19 skýjað Lækkun skoðunar- gjalda áfangasigur JÓHANNES Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist fagna lækkun skoðunargjalda Bifreiðaskoðunar íslands og því að dómsmálaráðherra skuli hafa gripið inn í verðskrá fyrirtækisins en honum finnist þó lækkunin lítil. Eftir lækkunina er skoðunargjald bifreiða undir fimm tonnum, með mengunarmælingu, 2.560 krónur og hefur það lækkað um 140 krónur eða um 5%. „Við hófum að gagmýna verð- skrá Bifreiðaskoðunar á síðasta ári og bentum á, að hún hefði hækkað talsvert frá því að Bifreiðaeftirlit ríkisins hætti störfum. Þegar reikn- ingar fyrir síðasta ár voru lagðir fram kom fram staðfesting á að gagnrýnin var rétt. í ljós kom tæp- lega 90 milljóna króna hagnaður. Þessi lækkun nú er mjög lítil en vissulega er um áfangasigur að ræða. Mér sýnist á öllu, að dágóður hagnaður verði einnig hjá Bifreiða- skoðun á þessu ári. Það á að byggja fjórar skoðunarstöðvar, sem hver mun kosta 30 milljónir. Hagnaður- inn á síðasta ári dugar því fyrir þremur stöðvum," sagði Jóhannes. Týndist við Þríhymingsvatn Vaðbrekku, Jökuldal. UNGUR maður, Sigvarður Orn Einarsson á Brú á Jökuldal, týndist er hann var á leið frá Brú norður í Þríhyrningsvatn seinnipartinn á miðvikudaginn. Maður er var í samfloti við hann á jeppa fann snjósleðann, sem týndi maðurinn ferðaðist á, yfir- gefínn við Fiskidalsá. Lét hann strax vita til byggða. Var slysavarnasveitin Jökull á Jökuldal ræst út um klukkan 19, en þá hafði ekki orðið vart við Sig- varð frá klukkan 13, er þeir urðu viðskila félagarnir vegna þess að jeppamanninum sóttist ferðin seint vegna ófærðar og veður fór stöð- ugt versnandi, gekk á með rign- ingu, slydduéljum og skafrenningi. Voru strax sendir menn á jepp- um og snjósleðum til leitar, klöngr- uðust þeir norður að Fiskidalsá sem var ill yfírferðar og hafði vaxið mikið um daginn. Var þar brugðið á það ráð að fleyta einum sleðanum yfír ána og aka rakleiðis í Jóabæ við Þríhyrningsvatn þar sem Sig- Maðurinn fannst síðan heill á húfi I Jóabæ 10 km i varður fannst um klukkan 23 við bestu heilsu. Sigvarður sagðist ekki hafa verið hræddur í kofanum, þar hefði hann kveikt upp og þurrkað fötin, borðað og lesið, enda væri gott reifarasafn í Jóabæ. — Sig. Að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.