Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 22
SS 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 Voða, voða, voða, voða... Sjálfstæðisflokkurinn, Morgunblaðið og ríkisfjármálin ÁÆTLAÐUR HALLI RÍKISSJÓÐS 1991 OG 1988 Milljarðar króna á verðlagi 1991 Myndin sýnir Jþrjár spár um hallann 1991 í samanburði við hallann á árinu 1988. I þeim öllum er gert ráð fyrir minni halla á árinu 1991 en árið 1988. Spá Ríkisendurskoðunar miðast við að ekki verði tekið á neinu vandamáli og hvergi gripið í taumana. Embættismenn fjár- málaráðuneytisins miða við eðlilegt aðhald en engar nýjar ákvarðan- ir. Sú spá sem sett var fram í greinargerð fyrrverandi fjármálaráð- herra miðaðist við að teknar yrðu nauðsynlegar ákvarðanir í sam- ræmi við gildandi fjárlög. Ummæii forystumanna Sjálf- stæðisflokksins og leiðaraskrif Morgunblaðsins um ríkisfjármál eftir myndun hinnar nýju hægri- stjórnar minna helst á ástand al- ræmdrar fyllibyttu sem hefur verið á langvarandi túr, en er nú að vakna upp með dúndrandi timburmenn. Meðan fylleríið stóð sem hæst blaðr- aði hún allskonar vitleysu sem eng- inn tók mark á, líkt og endalausar ræður þingmanna Sjálfstæðis- flokksins um ríkisfjármálin þegar þeir voru í stjómarandstöðu og Morgunblaðið át í leiðurum upp eftir Pálma, Friðriki, Þorsteini og öðrum snillingum. NÚ er hins vegar komið að skuldadögunum þegar standa verð- ur við stóru orðin frá stjórnarand- stöðutímanum. Þá líkist forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarahöf- undar Morgunblaðsins helst hinum hífaða, sem vaknar upp með hrika- lega timburmenn, sér veruleikann um hábjartan dag, getur ekki kom- ið út úr sér heilli setningu og styn- ur bara: „Voða, voða, voða, voða...“ Ástandið er ægilegt. Viðskilnað- ur vondu karlanna svakalegur. Nú bara verður. Nú bara verður. Nú bara verður! „Mesti vandi á lýðveldistímanum" Eitt af mörgum dæmum um þetta sálarástand Sjálfstæðis- flokksins er leiðari Morgunblaðsins sl. miðvikudag en Morgunblaðið klæðist nú málgagnsbúningnum á hverjum degi. í leiðaranum eru því ekki spöruð stóru orðin og drama- tíkin í hástigi: „Viðreisnarstjórn Aiþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks stendur nú frammi fyrir mesta vanda í ríkis- fjármálum, sem upp hefur komið á lýðveldistímanum. Viðskilnaður n'kisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar í þessum efnum er beinlínis hrikalegur". Slík voru upphafsorð leiðarans. Og svo er rakin „svört mynd í ríkis- fjármálum" með lýsingu á horfum um halla á ríkissjóði 1991. Verður sá halli „sá mesti á lýðveldistíman- um“? Myndir 1 og 2, sem birtast með þessari grein, sýna að stað- reyndirnar eru aðrar. Á mynd 1 sést að jafnvel þótt tekin sé hin svartsýna spá Ríkisend- urskoðunar, þá yrði hallinn minni en árið 1988. Sé tekið mið af spá embættismanna fjánnálaráðuneyt- isins yrði hallinn mun minni eða um fjórðungi minni en árið 1988. Munurinn á þessum þremur spám sem birtar eru á mynd 1 er að hjá Ríkisendurskoðun er miðað við að ekki verði tekið á neinu vandamáli allt árið og hvergi gripið í taum- ana. Hjá embættismönnum fjár- málaráðuneytisins er miðað við eðli- legt aðhald en engar nýjar ákvarð- anir. í spá minni, sem ég setti fram í sérstakri greinargerð, er miðað við að ný ríkisstjórn taki nauðsyn- legar ákvarðanir í samræmi við gildandi fjárlög, þ.e. að í landinu sitji ábyrg og verkhæf ríkisstjórn sem þori að taka á vandamálunum. I öllum tilvikum yrði hallinn hins vegar minni en árið 1988. Á mynd 2 er sýndur samanburð- ur við helstu hallaár á síðustu 20 árum. Ef gengið er út frá mati embættismanna fjármálaráðuneyt- isins þá sést að árið 1975, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með stjórn fjármálaráðuneytisins, yrði líka eins og árið 1988, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn fór með forsætis- ráðuneytið, verra í hallarekstri en árið í ár, 1991.'Jafnvel aðgerðar- leysisspá Ríkisendurskoðunar tekst ekki að koma hallanum 1991 upp fyrir 1988 og 1975. „Stærsti kosningavíxill sem um getur“ Hástigið og fáránleikinn ná ekki aðeins til umfjöllunar talsmanna Sjálfstæðisflokksins um hallann, heldur líka til frásagnarinnar af afgreiðslu lánsfjárlaga í þinglok. Hin dramatíska túlkun leiðarahöf- unda Morgunblaðsins sl. miðviku- dags er á þessa leið. „Ríkið sjálft, stofnanir þess og fyrirtæki, hafa tekið endalaus lán, jafnt innanlands sem utan. Þó kast- aði fyrst tólfunum síðustu starfs- daga Alþingis, þegar ráðherrar og stjórnarþingmenn kepptust við að koma gæluverkefnum sínum inn á lánsfjárlög. Út úr því kom stærsti kosningavíxill sem um getur.“ Síðar í leiðaranum er þess svo krafist, að ríkisútgjöld verði skorin verulega niður „svo og þarf að end- urskoða lántökuáætlanir, ekki síst þær sem felast í kosningavíxli frá- farandi ríkisstjómar frá því í vetrar- lok“: Og hverjar eru svo staðreyndim- ar? Hverju var bætt inn í lánsfjár- lögin á síðustu dögum þingsins? Hefur leiðarahöfundurinn gleymt að gá að því í æðibunugangi hinnar nýju þjónustu við Sjálfstæðisflokk- inn í ríkisstjórn? Hverju var bætt við í vetrarlok? Lítum á listann: 230 milijónir króna í Fram- kvæmdasjóð aldraðra, Fram- kvæmdasjóð fatlaðra og Bjargráða- sjóð. Er það kosningavíxill? 350 milljónir króna í tjónabætur vegna óveðursins í ársbyijun. Er það kosningavíxill? 100 milljónir til framkvæmda vegna loðnubrests. Er það kosn- ingavíxill? 50 milljónir í að endumýja tölvu- búnað Ríkisspítalanna. Er það kosningavíxill? 300 milljónir í vaxtagreiðslur vegna lána Byggðastofnunar. Er það kosningavíxill? 100 milljónir í þyrlukaupin. Er það kosningavíxill? Og síðan eru það endurlánin. 200 milljónir vegna úreldingar loðnu- Ólafur Ragnar Grímsson „Það var allt í lagi með bullið meðan Sjálfstæð- isflokkurinn var ábyrgðarlaus í stjórn- arandstöðu. Hitt er hættulegra, ef menn, sem sestir eru í Stjórn- arráðið, trúa virkilega dellunni sem þeir sjálfir og liðsmenn þeirra hafa sett fram síðustu daga.“ verksmiðja. Er það kosningavíxill? 300 milljónir vegna framkvæmda og fjárhagsstöðu Síldarverksmiðju ríkisins. Er það kosningavíxill? 200 milljónir vegna vanda rækjuverk- smiðja. Er það kosningavíxill? 35 milljónir í umhverfisbætandi fram- kvæmdir sveitarfélaga. Er það kosningavíxill? Og síðan auknar ríkisábyrgðir. 200 milljónir vegna skuldbreytinga loðnuverksmiðja, 400 milljónir vegna lægri gjaldskrárhækkana Landsvirkjunar og 45 milljónir vegna Djúpbátsins. Að Iokum 1.700 milljónir í búvörusamninginn sem mér hefur skilist að Sjálfstæðis- flokkurinn ætlaði að standa við. Og þá er allt upptalið nema eitt. Það var að vísu ein hæsta upphæð- in, 800 milljónir króna. Kannski var það kosningavíxill. En ekki kosn- ingavíxill Alþýðubandalagsins eða Framsóknarflokksins. Það var NÚ AÆTLAÐUR HALLI RIKISSJOÐS 1991 SAMANBORIÐ VIÐ HELSTU HALLAÁR Hlutfall af landsframleiöslu er komið að næstu afgreiðslu Ríkissamningsins og pantanir þurfa að berast okkur í síðasta lagi 1991 Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 7, R. S. 91-26844 Apple-umboðið Skipholti 21, R. • S. 91-624800 Myndin sýnir þrjár spár um hallann á árinu 1991 í samanburði við hallann á árunum 1988, 1985, 1975 og 1974. Þar kemur fram að í engri spánni fer hallinn framúr hallaárunum 1988 og 1975 og í spá embættismanna fjármálaráðuneytisins yrði hallinn verulega minni en á þessum tveimur hallaárum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.