Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 23 krafa Jóns Sigurðssonar og Alþýðu- flokksins að setja 800 milljónir króna til Landsvirkjunar vegna undirbúnings stóriðju. Svo að Al- þýðuflokkurinn gæti, sérstaklega í Reykjanesi, sagt að málið væri á góðum rekspöl. Þennan víxil hefur Sjálfstæðisflokkurinn nú framlengt og gæðastimplað Jon Sigurðsson áfram í iðnaðaráðuneytinu þrátt fyrir öll stór orð Davíðs Oddssonar i stjórn Landsvirkjunar. Nú krefst Morgunblaðið þess að ákvarðanir verði teknar til baka, þessir liðir úr „stærsta kosninga- víxli sem um getur“. Hvað á að taka til baka, mínir góðu herrar? Viljið þið ekki tala skýrt? Á að taka til baka 165 milljónir í þágu aldr- aðra og fatlaðra, 350 milljónir í tjónabætur vegna óveðurs, 300 í vaxtagreiðslur Byggðastofnunar, 200 í vanda loðnuverksmiðja, 200 vegna vanda rækjuverksmiðja eða 800 í álsamninginn? Viljið þið ekki segja nákvæmlega hvað þið eigið við? Á að blaðra áfram? Á áfram bara að blaðra um ríkis- fjármálin, líkt og gert var þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórnar- andstöðu? Þá var endurtekið í síbylju að ríkisútgjöldin hefðu stóraukist í tíð minni í fjármálaráðuneytinu, þótt staðreyndirnar væru þær að þau hefðu lækkað að raungildi. Þá var endurtekið í síbylju að skattar hefðu hækkað um 16 millj- arða, þótt rétta talan væri um 6 milljarðar. Þá var endurtekið í síbylju að ríkissjóður hefði á árinu 1990 verið fjármagnaðar með erlendum lánum, þótt staðreyndin væri 100% innlend fjármögnun. Nú er byijaður nýr söngur um „Voða, voða, voða ... vondan við- skilnað". Ekkert er hirt um stað- reyndir máls eða skýr dæmi til rök- stuðnings. Það var allt i lagi með bullið meðan Sjálfstæðisflokkurinn var ábyrgðarlaus í stjórnarandstöðu. Hitt er hættulegra, ef menn, sem sestir eru í Stjórnarráðið, trúa virki- lega dellunni sem þeir sjálfir og liðs- menn þeirra hafa sett fram síðustu daga. Verði stjórnað í samræmi við slíka veruleikafirringu, þá eru efna- hagsmál íslands vissulega komin í hættulegar hendur. Við skulum þess vegna vona að þeir verði orðn- ir edrú innan tíðar, áður en það er um seinan. Höfundur er fyrrverandi fjármálaráðherra. Aldarminning: Hilmar Stefáns- son bankastjóri Hinn 10. maí voru liðin hundrað ár frá fæðingu Hilmars Stefánssonar bankastjóra Búnaðar- bankans. Hann var fædd- ur í Auðkúlu í Austur- Húnavatnssýslu, sonur séra Stefáns M. Jónssonar prests þar og fyrri konu hans, Þorbjargar Hall- dórsdóttur. Tók hann gagnfræðapróf í Akur- eyrarskóla árið 1911 en fór síðan í Menntaskólann í Reykjavík. Hann réðst starfsmaður í Landsbanka íslands árið 1917 en var settur útibús- stjóri í Vestmannaeyjum er Landsbankinn stofnaði þar útibú í ársbyijun 1930. Síðari hluta þess árs var hann skipaður útibússtjóri við útibú Landsbankans á Selfossi. Árið 1934 gerðist hann aðalféhirðir við Landsban- kann í Reykjavík, en hann var skipaður aðalbanka- stjóri Búnaðarbanka ís- lands 15. september árið 1935. Því starfi gegndi hann til 23. febrúar árið 1962, er hann lét af störfum. 1. janúar það ár tók Stefán sonur hans við bankastjórastarfi í Búnað- arbankanum og gegndi því til ársins 1990. Hilmar Stefánsson var meðal merkustu bankamanna landsins, gáfaður og glæsilegur maður. Átti hann ríkan þátt í uppbyggingu hins unga banka í þágu íslensks land- búnaðar. Hann hafði glöggan skiln- ing á hagsmunum íslensks atvinnu- lífs til lands og sjávar og kom víða við til eflingar því. Mikill fjöldi manns um allt ísland minnist holl- ráða hans og glöggrar yfirsýnar um þjóðarhag. Hilmar Stefánsson var góðgjarn maður, sem unni ættjörð sinni af falsleysi og einlægni. Til hans leit- uðu margir ráða, ekki aðeins sem bankastjóra heldur sem frábærlega víðsýns og hyggins framkvæmda- manns. Kona Hilmars var Margrét Jóns- dóttir, kaupmanns á Stokkseyri Adólfssonar, glæsileg kona sem lif- ir mann sinn. Áttu þau tvö börn, Stefán og Þórdísi. Stefán lést á síð- astliðnu ári harmdauði öllum þeim er honum höfðu kynnst. Ekkja hans er Sigríður Kjartansdóttir Thors. Systkini Hilmars Stefánssonar sem upp komust voru séra Eiríkur prófastur á Torfastöðum, séra Björn prófastur á Auðkúlu, Lárus bóndi og lengst af bankastarfsmað- ur og Hildur, er var yngst þeirra alsystkina. Hún var gift Páli Olafs- syni framkvæmdastjóra og ræðis- manni frá Hjarðarholti í Dölum. Hálfsystir þeirra, samfeðra var Sig- ríður gift séra Gunnari Árnasyni síðast sóknarprestur í Kópavogi. En seinni kona séra Stefáns var Þóra Jónsdóttir. Faðir hennar hafði einnig verið prestur á Auðkúlu. Má því segja að mikið prestakyn hafi staðið að þessu góða fólki. Hilmar Stefánsson lést árið 1965. Við Ólöf minnumst hans sem frænda og vinar og verðum honum og frú Margréti ævinlega þakklát fyrir gæði þeirra og hjálpsemi við börn okkar, ung að árum, ekki síst þegar við dvöldum erlendis. Blessuð sé minning Hilmars Stef- ánssonar. Sigurður Bjarnason frá Vigur Þegar kemur að vali á veiði- vörum er Abu Garcia merki sem æ fleiri treysta á Nú er einmitt rétti tíminn til aö huga að endurnýjun eða kaupum á veiðibúnaði. Sértu að gera klárt fyrir væntanlegar veiði- ferðir skaltu kynna þér hið góða úrval Abu Garcia veiðivara því Abu Garcia hefur í áratugi verið leiðandi í tækniþróun veiðibúnaðar. Það kemur meðal annars fram í aukinni notkun á fisléttum en sérlega sterkum efnum ásamt nýjung sem stóreykur langdrægni hjólanna (ULTRA CAST). Þetta er meðal annars ástæðan til þess að æ fleiri veiðimenn treysta á Abu Garcia. BfAbu Garcia Sumuropnunartími: Wánud.-fimmtud. opið til kl. 19.00 Föstud. opið til kl. 20.00 Laugard. og sunnud. opið frá kl. 10.00-16.00 Hafnarstræti 5 • Símar 1 67 60 og 1 48 00 AUGLÝSIIMG Tívolíbásar við allra hæfri Kolaportið á laugardögum og sunnudögum: Engin tár á tívolíbásunum I Kolaportinu er reynt að höfð; bæði við um fjölbreytta sölubás verður uppá um helgina. Þar ei verðlauna eftir frammistöðu og fá verðlaun. „Við viljum að Kolaportið sé sann- kölluð fjölskylduskemmtun", seg- ir Helga Mogensen. „Fólk kemur auðvitað hingað til að gera góð kaup en því ekki að skemmta sér svolítið með börnunum líka? Við höfum verið að þreifa okkur áfram með þessa tívolíbása á sunnudög- um og reynslan hefur verið svo góð að við ætlum nú einnig að hafa þá á laugardÖgum.“ Tívolíbásarnir eru hinir fjölbreytt- ustu. Skotbakkar með loftrifflum fyrir þá eldri, pílubyssum fyrir þá i til allra aidurshópa og á það la og nýja tívolíbása sem boðið r hægt að vinna til fjölbreyttra mottóið er „engin tár“ því allir yngri. Á prakkarabásnum eru hattar skotnir með boltum af höfðum virðulegra broddborgara og á heljarmiklu lukkuhjóli reyna menn heppnina. Á einum básnum eru seld veiði- leyfi og fólk dorgar plastfiska með alvöru veiðistöngum. Litla fólkið kann að þurfa hjálp við að landa fiskinum en öllum tekst að krækja í sinn fisk. Ökuþórar geta sýnt leikni sína og jafnvel farið í kappakstur með kraftmiklum fjarstýrðum bílum án þess að eiga á hættu að missa ökuprófið, enda þarf ekkert slíkt til. Kraftajötnar og hagleikssmiðir geta sýnt krafta sína og lagni með því að reka nagla í trékubba með sem fæstum höggum, og svo má lengi telja. Það voru þeir Haukur Halldórsson myndlistarmaður og Jörmundur Ingi sem hönnuðu tívolíbásana af mikilli list og hugvitssemi, og þeir eru enn að, því ætlunin er að breyta básum og bæta við um hveija helgi. Kolaportið er opið á laugardögum frá kl. 10-16 en á sunnudögum frá kl. 11-17. IS ilarkilo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.