Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 14
öí 14 reer íam .ri rrjOAUHAOUAj qiqajhkuoíí.om MORGUNBLAÐIÐ EAUGARDAGUR 11. MAI 1991 Enn uni uppsagnim- ar í Þj óöleikhúsinu eftirAtla Heimi Sveinsson Þann 24. apríl sl. ritaði Hjálmar H. Ragnarsson, formaður Tón- skáldafélags íslands og varaforseti Bandalags íslenskra listamanna, mér bréf, þar segir m.a.: „Þakka þér greinina þína um uppsagnirnar í Þjóðleikhúsinu seni birtist í Mogganum í morgun. í þessari annars ágætu grein ert þú með harðar ásakanir í garð okkar stjórnarmanna í Bandalagi ís- lenskra listamanna í þá veru að við höfum látið þessar uppsagnir fara fram hjá okkur átölulaust og brugð- ist þar með vinkonu okkar beggja og forseta Bandalagsins, Brynju Benediktsdóttur. í stuttu máli þá eru þessar ásakanir þínar út í hött, — fullkomlega tilhæfulausar." Grein mín sem talað er um birt- ist í Morgunblaðinu 24. apríl. Hún er skrifuð þann 21. og afhent rit- stjóra Morgunblaðsins þann 22. apríl. Það er rétt að stjórn Banda- lagsins sendi einhvers konar mót- mæli til Stefáns Baldurssonar verð- andi þjóðleikhússtjóra sem dagsett eru 23. apríl. (Afrit voru send til Þuríðar Pálsdóttur, formanns Þjóð- leikhúsráðs, Svavars Gestssonar menntamálaráðherra eftir dúk og disk og til þeirra sem sagt var upp.) Ég var því í góðri trú og fullum rétti þegar ég fullyrti í grein minni: „... Og enn hefur ekkert heyrst í Bandalagi íslenskra listamanna stjórn þess til háborinnar skamm- ar...“ Það er því augljóst að ég hef ekki farið með fleipur. En þetta er þó ekki aðalatriðið. Þessi mótmæli sem loks tókst að beija saman, voru hvergi birt opinberlega. Og hvernig gat ég, og aðrir sem láta sig velferð og réttindi listamanna nokkru varða, vitað af þeim? Það var pukrast með þau. Hætt er við að laumumótmæli verði vart tekin alvarlega, enda bera þau keim sýnd- armennsku. Oft hafa forystumenn íslenskra listamanna verið skeleggari en nú og oft hefur samstaða listamanna verið meiri. Hjálmari sárnar þetta enda velviljaður og réttsýnn heið- ursmaður. En við mig er ekki að sakast. Það marðist naumur meiri- hluti í stjórn Bandalagsins til stuðn- ings mótmælum, sem ekki mátti birta. Þessir skrifuðu undir mót- mælin: Hjálmar H. Ragnarsson formað- ur Tónskáldafélags íslands, Einar Kárason formaður Rithöfundasam- bands íslands, Guðrún Alfreðsdóttir formaður Félags íslenskra leikara, Þór Vigfússon formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, og Ei- ríkur Thorsteinsson formaður Fé- lags íslenskra kvikmyndagerðar- manna. Og þeir sem ekki skrifuðu undir af einhverjum ástæðum voru þessir: Nanna Ólafsdóttir formaður í Félagi íslenskra listdansara, María Kristjánsdóttir formaður Félags ís- lenskra leikstjóra, Pétur Jónasson fulltrúi Félags íslenskra tónlistar- manna, og Sigurður Harðarson formaður Arkitektafélags íslands. Hvað veldur því að þessir lista- menn eru óttaslegnir gagnvart Þjóðleikhúsinu? Hvað er að gerast þar, sem vekur mönnum þennan undarlega ótta, og hver rýfur sam- stöðu listamanna? Menn bregðast samstarfsmönnum sínum, og reyna að pota sjálfum sér áfram. Þetta er umhugsunarefni fyrir Bandalag íslenskra listamanna. Ég hef fengið munnlega orðsend- ingu um að Leikarafélagið hafi birt mótmæli vegna uppsagnanna. Þau mótmæli hafa ekki farið hátt, þar eð ég og fjöldi annarra sem við mig hafa talað, kannast ekki við þau. Engu að síður ber að hafa það sem sannara reynist. í grein minni lýsti ég furðu minni á því að Leik- arafélagið skyldi ekki láta í sér heyra. Þetta er svipað pukur og hjá Bandalagi íslenskra listamanna. Bréfi Hjálmars lýkur svo: „... og því úr lausu lofti gripið hjá þér að stjórn Bandalagsins hafi látið upp- sagnirnar afskiptalausar. Sem var- aforseti Bandalagsins hlýt ég að taka ásakanir þínar sérstaklega til mín og mælist ég þess vegna til þess við þig, að þú notir næsta tækifæri sem þú hefur á opinberum vettvangi til þess að draga þær til baka.“ Atli Heimir Sveinsson „Hætt er við að laumu- mótmæli verði vart tek- in alvarlega, enda bera þau keim sýndar- mennsku.“ Af framansögðu er augljóst að ég stend við allt sem í grein minni stóð, enda er hún sannleikanum samkvæm, og rituð í góðri trú. P.s. Ég birti hér með mótmæiin, sem pukrast var með. Oft hefur verið kveðið fastar að orði afminna tilefni. Hvergi er minnst á ummæli Stefáns Baidurssonar, sem höfð eru eftir honum í blöðum, að „öryggið sé listamönnum hættulegt," að „al- gjört starfsöryggi sé hættulegt list- sköpun Hr. Stefán Baldursson, Þjóðleik- hússtjóri Frú Þuríður Pálsdóttir, formaður Þjóðleikhúsráðs Hr. Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra. Reykjavík, 23. apríl 1991 Við undirritaðir stjórnarmenn í Bandalagi íslenskra listamanna mótmælum þeim aðferðum sem beitt hefur verið við uppsagnir leik- húslistafólks við Þjóðleikhúsið. Það er eðlilegt að Þjóðleikhúsið hagi svo stefnu sinni, að það eigi hveiju sinni aðgang að sem breiðustum hópi listafólks. Hins verður að gæta, að öll fyrirtæki og stofnanir hafa skyldum að gegna við starfsmenn sína og það er ekki sæmandi að láta nýjar stjómunaraðferðir birtast í fyrirvaralausum brottrekstri fólks sem sinnt hefur störfum sínum af trúmennsku árum eða jafnvel ára- tugum saman. Við teljum að Þjóð- leikhúsið hafi brugðist þessu starfs- fólki sínu og að starfsheiður þess hafi verið fyrir borð borinn. Virðingarfyllst Hjálmar H. Ragnarsson, varafor- seti og formaður Tónskáldafélags íslands, Einar Kárason, ritari og foimaður Rithöfundasambands ís- lands, Guðrún Alfreðsdóttir, gjald- keri og formaður Félags íslenskra leikara, Þór Vigfússon, formaður Sambands íslenskra myndlistar- manna, Eiríkur Thorsteinsson, formaður Félags kvikmyndagerðar- manna. Afrit send: Eddu Þórarinsdóttur, Hákoni Waage, Helgu Jónsdóttur, Jóni Símoni Gunnarssyni, Lilju Þór- isdóttur, Þórunni Magneu Magnús- dóttur, Benedikt Árnasyni, Brynju Benediktsdóttur og Agnesi Löve. Höfundur er tónskáld. Gleymdar styijaldir eftir Önnu Þrúði Þorkelsdóttur Undanfarið hefur athygli heims- ins beinst nær óskipt að þeim hörm- ungum sem gengið hafa yfir minni- hlutahópa í Irak í kjölfar stríðsins um Kúveit. Aðrir atburðir hafa fall- ið í skuggann. Þau 36 stríð sem enn geisa á ýmsum stöðum í veröld- inni þykja ekki jafn fréttnæm og nýjasta stríðið. Þær fréttir sem ber- ast af ömurlegu hlutskipti Kúrda vekja djúpa samúð, undrun og hryll- ing. Þetta ógæfusama fólk er dæmi um þau örlög sem milljónir manna mega búa við, Kúrdar eru fjarri því eina þjóðin sem þjáist vegna hern- aðarátaka. Rauði krossinn og Rauði hálf- máninn eru nú að koma upp vernd- uðum flóttamannabúðum í skjóli bandaríska hersins. Flóttamanna- búðir geta aldrei orðið annað en bráðabirgðalausn. Líf þessa fólks hefur verið lagt í rúst um langa framtíð en flóttafólkið í fjallahéruð- um íraks, Tyrklands og írans er aðeins hluti af miklu stærri hóp manna sem þjáist vegna afleiðinga styijalda. Nefna má t.d. þjóð sem búið hefur við ótrúlegar stríðshörm- ungar í sama heimshluta og Kúrd- ar, en þar er átt við þær milljónir manna sem þjáðst hafa vegna stríðsins í Afganistan. Styijöld hef- ur geisað í Afganistan frá árinu 1978 og stendur enn, enda þótt Sovétmenn hafi dregið her sinn til baka. Skæruliðar og hermenn stjórnarinnar eiga í hörðum hemað- arátökum, og flugskeyta- og fall- byssuárásum á þorp og bæi hefur farið fjölgandi í seinni tíð, einkum í nágrenni Kabúl. Frá upphafí stríðsins í Afganistan hefur hátt á aðra milljón manns látið lífið í bein- um stríðsátökum, um 90 af hundr- aði óbreyttir borgarar, konur og börn. Að auki hefur stríðið gert álíka fjölda fólks líkamlega fatlað og jafnvel örkumla, stór hluti þeirra eru börn. Af tæplega 20 milljónum íbúa í SÓL ÚR SORTA Alheimsátak til hjálpar stríðshrjáðum Afganistan hafa um 10 milljónir orðið bein eða óbein fórnarlömb átakanna. Hátt í sex milljónir flúðu land, flestir til Pakistan, um 2 millj- ónir flosnuðu upp frá heimili sínu og eru á vergangi innanlands við enn verri kjör en flóttafólkið í Pak- istan. Þá eru ekki taldar aðrar þær hörmungar sem stríðið hefur haft í för með sér, hungur, vosbúð, sjúk- dóma, andlega og líkamlega. Rauða kross félög í yfir hundrað löndum gangast nú fyrir því að vekja at- hygli heimsins á þessum staðreynd- um og safna fé til þess að rétta fórnarlömbum styijalda hjálpar- hönd. Á íslandi hefur átakið fengið nafnið „Sól úr sorta“. Hinn 12. maí nk. munu sjálfboða- liðar á vegum Rauða kross íslands leita eftir framlögum til hjálpar stríðshijáðum: Söfnunarfénu verð- ur varið á tvennan hátt: í fyrsta Anna Þrúður Þorkelsdóttir lagi stuðningur við nýja stoðtækja- verksmiðju í Kabúl í Afganistan sem gefa mun fjölda þeirra sem fatlast af völdum stríðsins mögu- leika á betra lífi. I öðru lagi aðstoð við Kúrda sem að hörmungar und- anfarinna vikna og reyndar ára hafa ekki látið samvisku nokkurs manns ósnortna. Ein af afleiðingum stríðs eru limlestingar og dauði fólks sem stígur á jarðsprengju, en stór svæði í Afganistan og við land- amæri íraks eru lögð jarðsprengj- um. Börn og unglingar kunna síst að varast þessa hættu að bíða þess aldrei bætur. Síðustu tvö árin hefur Rauði krossinn rekið lítið gervilimaverk- stæði í Kabúl. Þar hafa um 70 afg- anskir lærlingar lært nýjustu að- ferðir við smíði gervilima úr þeim bestu efnum sem tiltæk eru. Þar er nú 2.700 á biðlista. Þörfin er átakanlega mikil. Nýja stoðtækja- verksmiðjan sem ætlunin er að opna í sumai- mun gjörbreyta allri að- stöðu. í sjónmáli er að unnt verði að fullngæja eftirspurn eftir stoð- tækjum til ómælanlegra hagsbóta fyrir það fólk sem t.d. hefur misst hendur eða fætur og á sér enga von um betra líf án gervilima. Aðstoð- inni við Kúrda verður einkum varið til þess að lina þjáningar flóttafólks- ins og munu þá konur, börn, gamal- menni, sjúkir, fatlaðir og almennt hrjáðir Kúrdar njóta góðs af fram- lagi okkar Islendinga sem verður varið í samráði við önnur félög Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans. Þetta eru þau verkefni sem þú, lesandi góður, og aðrir íslend- ingar eru beðnir að styrkja í söfnun- inni 12. maí. Mannkynið hefur ekki enn lært af reynslunni, þeirri reynslu að stríð getur í raun enginn unnið en svo ótalmargir tapað og þeir sem síst skyldu átt um sárt að binda. Góðir íslendingar, leggjum dæg- urþras til hliðar og þökkum forsjón- inni fyrir hversu lítill vandi okkar daglega lífs er miðað við svo marga aðra. Sýnum samhug og hjálpsemi í verki. Þitt framlag hversu smátt sem er mun nýtast til góðra verka. Höfundur er forstöðumuður félagsstarfs Reykja víkurborgar og varaformaður Rauða kross Islands. Flóttamenn frá Irak búa við miklar þrengingar. Helmingur söfnunarfjár í landssöfnun Rauða krossins 12. maí rennur til flóttamanna frá Kúrdistan. Hinn helmingurinn rennur til þróunarverkefnis I Afganistan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.