Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAI 1991 Hér á teikningunni sést nýja skipulagið að Hlíðarenda. A svæðinu eru þrjú íþróttahús, einn keppnisvöllur með stúku, einn gervigrasvöllur og sex æfingavellir. „VALSMENN hafa fagnað mörgnm tímamótum, en stærsta stund félagsins var þegar Hlíðarendi var keyptur 9. maí 1939, en hér hefur verið byggt upp glæsilegt íþróttasvæði," sagði Jón Gunnar Zoega, formaður Knattspyrnufélagsins Vals, sem er 80 ára í dag. „Það voru framsýnir menn sem keyptu Hlíðarenda, eftir að Valsmenn höfðu rutt þrjá knattspyrnuvelli á melunum og einn í Haukalandi í Vatnsmýrinni, þar sem Reykjavíkurflugvöllur er nú.“ prentnám í ísafoldarprentsmiðju, en það mun hafa verið hann sem kom fyrst KFUM-drengjunum verulega í kynni við knattspyrnu. „Sagan segir að Guðbjöm hafi verið að taka til í prentsmiðjunni, en í einu herbergi hennar var geymt skrifborð Jóns Sigurðsson- ar forseta. Þegar Guðbjörn var að þrífa undir borðinu kom knött- ur skoppandi undan því. Þessi knöttur var fyrsti knöttur félags- ins,“ sagði Jón Gunnar Zoega. Þess má geta að Ólafur Rósen- kranz, sem vann á skrifstofu ísa- foldarprentsmiðju, átti knöttinn. Guðbjörn náði að semja um kaup á knettinum og náðust samningar um að Guðbjörn skyldi greiða tvær krónur fyrir knöttinn. Hróð- ugur skundaði hann síðan upp í KFUM-portið, þar sem strax voru útbúin mörk og farið að leika knattspyrnu. Guðbjörn var síðan potturinn og pannan í að stofna knattspyrnufélag KFUM-manna, Fótboltafélagið KFUM. Þremur mánuðum eftir að félagið var stofnað var fyrsti völlur þess vígð- ur. Valur vængjum þöndum „Hlúum að æskunni" „Valur er ekki aðeins keppnis- félag, heldur barna- og ungling^- félag. Við vinnum mikið forvarn- arstarf í íþróttum og leggjum áherslu á að auka þroska ungl- inga, sem kemur þeim til góða í framtíðinni. Við erum ákveðnir að gefa ungu fólki aðstöðu til að gera hlutina. Það var alltaf tii- gangur félagsins þegar ungir drengir í KFUM stofnuðu félagið. Framtíðin er björt á þessum tíma- mótum,“ sagði Jón Gunnar Zoega, formaður Knattspyrnufélagsins Vais. sos Talið er að nafni félagsins hafi verið breytt 1911, en það var Filippus Guðmundsson sem átti hugmyndina að nafni Knatt- spyrnufélagsins Vals. Sagan segir að þegar KFUM-piltarnir hafi verið að vinna við að laga knatt- spyrnuvöll sinn á melunum, kom fálki og sveimaði yfir höfði þeirra. Það var þá sem Filippus stakk upp á nafninu Valur og fékk það strax hljómgrunn. Nafnið var borið undir síra Friðrik Friðriksson, sem samþykkti það strax. Þar með hóf Valur sig til flugs og hefur hann flogið vængjum þöndum síðan og er Knattspyrnu- félagið Valur eitt öflugasta íþrótt- afélag landsins í dag í þeim íþróttagreinum sem félagsmenn sunda; knattspyrnu, handknatt- leik og körfuknattleik. Valsmenn eiga nú þá íþróttamenn sem hafa verið valdir bestir í þessum grein- um í karlaflokki; Sævar Jónsson, knattspyrnumann ársins 1990, Valdimar Grímsson, handknatt- leiksmann ársins 1991, og Magn- ús Matthíasson, körfuknattleiks- mann ársins 1991. „Það hafa margir íþróttamenn í öðrum íþróttagreinum komið til okkar og óskað eftir að fá að leika undir merki félagsins, en við höf- um ekki viljað íjölga íþróttagrein- um. Stefnan er að hlúa sem best að þeim íþróttagreinum sem nú eru stundaðar hjá félaginu, en ekki að gera umgjörð félagsins svo mikla að við ráðum ekki við hana. Það er aðalmarkmið okkar að skapa félagsmönnum okkar sem besta aðstöðu. Kröfurnar eru sífellt meiri. Fyrir fjórum árum vorum við með eitt íþróttahús, en nú erum við með tvö. Það er nú þegar þörf fyrir þriðja húsið. Hlíð- arendi er land með mikla mögu- leika og engin takmörk eru þar sett. Við erum nú að skipuleggja framtíðina og hugsum um næstu fimmtíu árin. Eg sé ekki annað en Valur verði stórveldi." Knattspyrnufélagið Valur heldur upp á 80 ára afmæli sitt í dag Jón Gunnar Zoega, formaður Knattspyrnufé- lagsins Vals, ásamt fjórum Valsmönnum að tyrfa að Hlíðarenda; Sverrir Traustason, Jónas Guðmundsson, Jón Gunnar Zoéga, Gunnar Svavarsson og Harrý Sampsted, enáinnfelldu myndinni má sjá er Valsvöllurinn að Hlíðarenda var vígður. Síra Friðrik Friðriksson, spyrnti fyrstu fyrnunni. Ulfar Þórðarson, hinn mikli athafnarmaður, sem er heiðursfélagi Vals, fylgist með glaður á svipinn. Hlíðarendi við Öskjuhlíð er eitt glæsilegasta íþróttásvæði landsins og hafa Valsmenn með dugnaði komið þar upp mjög góðri aðstöðu fyrir félagsmenn sína. Allt í kring eru fjölskrúðug- ir og fagrir gróðurreitir, sem gerir í hvort tveggja að griða svæðið og prýða og fegra stað- inn. Fyrsti knötturinn kostaði tvær krónur Það má segja að Knattspymu- félagið Valur hafí verið stofnaður í kringum knött, sem kostaði tvær krónur, en Valur var stofnað af ungum drengjum innan KFUM. Meðal drengjanna var Guðbjörn Guðmundsson, sem var þá við Valur vængj um þöndum Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.