Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR"fírMÁf 199l’ 43 Sigurður Jónsson, Felli - Minning Fæddur 10. september 1924 Dáinn 1. maí 1991 Biðin er á enda og Sigurður á Felli er horfínn til sólarlagsins, í þessu jarðneska lífi. En sannarlega er hann ekki horfinn okkur sem elskuðum lífið með honum. Það er bara eins og hann sé farinn í ferð, rétt á undan okkur og það er ljúft að minnast hans við þessi þáttaskil. Sigurður var svo vakandi, vildi gjarnan vita hvað ég var að hugsa, hvað mér fannst. Þetta var svo frá- brugðið mörgum öðrum, sem lögðu meira upp úr því hvað fólk væri að gera. En spurningarnar hans Sig- urðar voru spennandi og hann ein- staklega skemmtilegur maður. Þeg- ar sett var upp hárgreiðslustofa tví- vegis í skólastjórabústaðnum á Broddanesi var fastur viðskiptavin- ur Sigurður bóndi, fannst sjálfsagt að nýta sér þjónustuna og lét klippa sig snöggt. Svo var honum boðið púrtvínsstaup á eftir en afþakkaði það kíminn og taldi frú Jónu sem fengist við áfengisvarnir, ekki sam- þykkja að hann kæmi akandi heim eftir slíkar móttökur. En hann sat litla stund hjá okkur og kertaljósin loguðu glatt, það var fallegt á nesinu. Jóna og Sigurður vor hlýjustu vinir sem hægt var að hugsa sér, þegar ég fluttist að Broddanesi, haustið 1988. Alltaf komu þau á skemmtanir í skólanum, þótt þau ættu ekki börn þar. Bara taka þátt og ekki síst að styðja við og hrósa, leggja gott af mörkum hvenær sem færi gafst. Ef ég vildi koma í heim- sókn með krakkana mína var sjálf- sagt að sækja okkur og svona mætti lengi telja. Minningarnar margar og ljúfar. Við Sigurður höfðum áætlað að ég yrði 11 ár á Broddanesi og þótt það yrði ekki af því er þetta líkast 11 árum í minningunni, svo sterk- lega upplifði ég fegurð Strandanna og alúð vinanna. Með Sigurði var hægt að hlæja. Eitt sinn vorum við í fermingarveislu og einn gestanna sagði miklar lífsreynslusögur og tókst einstaklega vel upp, dró ekk- ert undan. Þá var hlegið dátt, þó reynt væri að stilla sig og ég hugs- aði með mér, hvað hann Sigurður væri ungur og glaður. Einu sinni dansaði ég við hann og undraðist hvað þessi fínlegi mað- ur hafði styrka hönd og dansaði vel. í stóru bókinni minni, þar sem ég hreinskrifa ljóðin mín, er bréf til Sigurðar. Ég vissi að ég væri orðin of sein með að senda það en þessi grein kemur í staðinn, nema að það er sumt sem ég hefði sagt Sigurði á Felli en ekki mörgum öðrum. Hann lærði eitt órímað ljóð utan að og flutti mér kankvís og vildi svo gjarnan vita söguna á bak við ljóðið. Mér segir svo hugur að hann sjálfur verði sagan bak við ljóðin,. núna í vorbyrjun, þegar sá tími fer í hönd er helgast af kærleika og lífi. Hugur okkar er fær um að ná því sem er ómögulegt annars. Hug- ur minn er fær um að sjá Sigurð bónda á Felli kyssa Jónu fyrir mat- inn, halda á litlu barnabörnunum, starfandi í kirkjunni sinni á Kolla- fjarðarnesi og glettin augu hans segja: Er það eitthvað sérstakt, sem þú vilt segja mér. I guðs friði. Anna S. Björnsdóttir Vorhlýindin láta ósjaldan eftir sér bíða í norðlægum sveitum okkar ástkæra lands. Svo mun hafa verið vorið 1948. En þetta vor leggur ungur maður af stað frá bænum Kollafjarðarnesi með lítinn Ijárhóp, allar sínar kindur. Hann er lífsglað- ur og léttur í spori. Ferðinni er hei- tið að Felli í Kollafirði þar sem hann hefur ákveðið að hefja búskap á þeirri sögufrægu jörð og höfðingja- setri fyrrum. Hann er aðeins 23 ára gamall, yngsta barn prófastshjón- anna sr. Jóns Brandssonar og Guðnýjar Magnúsdóttur. Sigurður að nafni. Með honum í för er kona nokkuð við aldur, móðursystir hans Guðrún. Samband þeirra hefur verið mjög kært frá fyrstu tíð. Hún hefur fram til þessa fylgt þessari systur sinni og heimili hennar. Nú ætlar hún að vera fyrir framan hjá þessum unga frænda sínum og reyna að styðja hann eftir mætti fyrstu spor hans til sjálfstæðis í lífínu, meðan hún getur og hennar er þörf. Á Felli skal framtíð hans vera, það, hefur hann þegar ákveðið. Jörð sú hefur þó oftar verið tvíbýlisjörð. I huga Sigurðar er þó hvorki von- leysi né nokkur kvíði. Bændur sveitarinnar eru honum allir eldri að árum, reyndir og úr- ræðagóðir á flestum sviðum búskap- ar og félagsstarfa. Þeir taka honum engu að síður allir sem einn opnum örmum, sem og fólkið allt. Nær samstundis ávinnur hann sér traust þess og virðingu. Hann verður full- gildur í þess hópi með það sama. Hann er frískur til allrar vinnu, lag- virkur, félagslyndur, úrræðagóður og hjálpsamur svo af ber. Hann verður boðberi mildi og mannástar og andinn í sveitinni breytist og hlýnar af náungakærleik við komu þessa unga manns. Hlýjar eru mót- tökumar, sem gestir fá á Felli, sinn þátt í því á hún Guðrún mín blessun- in, sem öllum er svo góð. Börnin >og unga fólkið hænist að henni og alltaf er til heitur kaffísopinn á könnunni hjá henni. Hjartarúm hennar á sér lítil tak- mörk. Ung að árum kemur til dval- ar á Felli telpa að nafni Erla Ágústs- dóttir og á þar góð ár allt til fullorð- insaldurs. Hún er nú húsfreyja í Engihlíð í Árskógshreppi. Sigurður er fljótlega orðinn þátt- takandi í flestum félögum sveitar- innar, félagslíf lifnar allt og dafnar við komu hans. Hann hefur komið með ferskan anda, nýjan tón. Fljót- lega er hann kallaður til forystu í þeim nokkrum s.s. ungmennafélagi og búnaðarfélagi. Ungu drengirnir, sérstaklega, fagna auknu íþróttalífí, þá helst fótboltanum. Knattspyrna verður nú iðkuð af kappi, bæði eru æfingar oft og síðar keppni við önn- ur félagslið. Með knöttinn er Sigurð- ur hreinn snillingur og áhuginn eft- ir því, einnig eru keypt tæki og áhöld til iðkunar fijálsra íþrótta og þeim einnig talsverður gaumur gef- inn. Leiklist fer af stað að nýju yfír vetrartímann, málfundir eru haldnir í ungmennafélaginu auk annarra funda. Félagslíf allt fær þannig nýjan þrótt við komu þessa unga manns. Þá er hann orðinn fulltrúi í sveitarstjórn að nokkrum árum liðn- um og verður síðar oddviti hennar í nokkur skipti. En þrátt fyrir ótví- ræðan vilja hans að fylgja á eftir og ýta áfram öllum góðum framfar- amálum sveitar sinnar segir mér svo hugur að honum hafi fallið betur starfið í fijálsu félögunum en það sem hann vann í sveitar- og héraðs- stjórnum, þó að í öllum störfum, sem hann á einn eða annan hátt kom að, hafí hann ætíð unnið af mikilli ábyrgð og trúnaði. Starfið í frjálsu félögunum tel ég þó að fallið hafi betur að upplagi hans og lífsskoðun- um. Sveitalífíð sjálft, skepnurnar og jörðin eiga þó helst huga hans. Land þessarar jarðar er stórt, hjálpartæk- in fábrotin, störf því öll erfið. Öld vélanna hefur ekki haldið innreið sína í landbúnað á íslandi þegar hann byijar sinn búskap. Starfið er því margt og hvíldarstundir oft stuttar. 1954 verða stóru þáttaskilin í lífi hans, elsta heimasætan í Litla- Fjarðarhorni dóttir hjónanna Þórðar Franklínssonar og Ingibjargar Bjarnadóttur, hún Jóna, kemur til hans. Lífið verður allt svo faguit, framtíðin heillandi. Ungu hjónin ávinna sér virðingu og njóta mann-' heilla. Þangað ber margan manninn að garði, heimilið verður unaðsreitur þar sem öllum líður vel. Guðnín er nú orðin öldnjð þreytt eftir langa lífsgöngu og oft erfíða. Hún eignast nú náðugri daga. Jóna ávinnur sér fljótt traust hennar og vináttu enda vel gefín mannkostakona. Guðrún á hjá ungu hjónunum friðsamt ævi- kvöld. Þegar vélar koma til sögunnar er strax hafíst handa við að slétta og rækta hina grösugu móa niður af túninu. Bjarnastaðamóarnir verða að rennisléttu túni svo og hver spildan af annarri á hinum gróðursælu Fellseyrum. Mikill vél- grafinn skurður kemur ofan við tú- nið, sem tekur fyrir vatnsstreymi inn á það ræktaða land sem fyrir er og áfram er haldið við að þurrka land og taka til ræktunar. Á nokkrum árum hefur órækt og kargaþýfi breyst í rennislétt grasgefið tún og heyfengur eykst að sama skapi. 1964 er ráðist í miklar byggingar- framkvæmdir. Snemmsumars eru steyptir upp þrír votheysturnar, sem nýlunda var hér um slóðir. Sama sumar er hafin bygging fjárhúsa fyrir á fjórða hundrað fjár, þeim framkvæmdum er að mestu lokið fyrir vetrarkomu. Áður hefur nær allt hey verið þurrkað og gengið á ýmsu. Í þessum hluta Strandasýslu getur brugðið til beggja vona með þurrkatíð. Votheysverkun veitir því mikla tryggingu fyrir góðri verkun heyja. Þetta hafði Sigurður alllöngu áður áttað sig á. Hann var með þeim fyrstu í sinni sveit sem byggði votheysgeymslur fyrir allt sitt hey. Vandvirkni er viðhöfð í hvívetna og vel um allt sinnt. Sama vorið og Jóna flytur að Felli 1954 flytja foreldrar mínir hingað að Miðhúsum þegar sú jörð losnar. Faðir minn bar mikla tryggð til þessa staðar frá því hann var hér ungur maður og þráði að kom- ast á þessa jörð. Hann leyndi því hinsvegar ekkert að hann vildi gjarnan vera í nábýli við Sigurð, sem hann hafði þekkt frá æsku- og ungl- ingsárum hans á Kollafjarðarnesi þar sem þeir voru einnig nágrann- ar. Hann hafði fyrir löngu fundið það að þessi ungi piltur varð snemma bæði hlýr og nærgætinn. Föðurafi minn mun hafa haldið mik- ið uppá Sigurð og ef mig misminnir ekki þá munu bréf hafa farið á milli þeirra veturinn sem Sigurður var á Hvanneyri en þá var hann um tvítugt en afí minn um áttrætt. Það var okkur ómetanlegt að komast í nábýlið við Sigurð og Fells- heimilið. Stutt er á milli bæjanna, má jafnvel kallast á við hagstæð veðurskilyrði, þess hefur þó sem betur fer sjaldan þurft með. Hins- vegar skeði það oftar en einu sinni hér áður fyrr að þegar einhveijir erfiðleikar eða vandamál gerðu vart við sig hér á bæ að þá leið ekki á löngu að til Sigurðar sæist koma á göngu hingað yfír til okkar. Ein- hveiju sinni lét ég þau orð falla í kunningjahópi þegar nábýli okkar var til umræðu að það væri eins og hann heyrði hugsanir manns. Slíkur maður var hann. Hans verður ekki minnst án þess að geta þess hversu léttur hann var til göngu og þolinn. Fell er stór jörð eftir okkar mælikvarða, land frekar erfitt til smalamennsku, sérstaklega þegar kemur heim í Klakkinn, þá getur fé næstum því sloppið með hvaða hætti sem það helst kýs sé ekki mikil árvekni viðhöfð og dugar þó ekki nema smalamenn séu af- burðamenn að frískleika. Þetta land smalaði Sigurður margoft, aleinn með góðum árangri, þó fyrstu árin með góðum hundi. Þetta hygg ég fáir munu eftir honum leika ef þá nokkur. Sigurður verður fyrir áfalli rúm- lega fertugur að aldri er þungur hlutur fellur á bak hans. Hygg ég að hann hafi eftir það aldrei náð fyrra þreki sínu. Hann kvartaði þó aldrei en á seinni árum fór það ekki fram hjá manni að þrek hans hafði mikið minnkað. Magnús sonur hans er þá kominn með honum í búskap- inn, léttir það mikið. Áframhaldandi búseta þessarar ættar á Felli sýnist vera vel trygg í höndum Magnúsar og Hafdísar Gunnarsdóttur konu hans. Þau hafa byggt sér fallegt hús og eiga tvö börn. Öll lifum við þó hverfula tíma. Önnur börn Sigurðar og Jónu eru Heiðdís sálfræðingur, Jón Bragi bif- vélavirki, Þórður Franklín húsa- smiður og Guðný Rún háskólanemi. Yngst er Ingibjörg Birna. Sigurður fór í læknisrannsókn í byijun marsmánaðar sl. Heim kom hann á annan dag páska, þá orðinn helsjúkur. Hann gekk móti örlögum sínum með hugarfari hins trúaða manns, þeirra var skammt að bíða. Hver sú byggð sem á sér slíkan mann er sterk. Hvert það heimili hornsteinn hamingju og sæmdar. Hvert það barn sem á sér slíkt for- eldri gæfumanneskja. Öll munum við lengi njóta góðs af verkum sem hann vann og þess anda sem hann skapaði. Okkur hér á þessu heimili er á þessum tímamótum efst í huga þakklæti, mikið þakklæti fyrir góð- verk mörg, vináttu og tryggð í gegn- um árin. Eftirlifandi eiginkonu, tengda- móður, börnum, tengdabörnum og ungum barnabörnum vottum við okkar innilegustu samúð og biðjum guð að veita þeim styrk, hjálp og hlíf. Leiðir hafa nú skilist — um sinn. Guðfinnur S. Finnbogason TILlOliDAiARi Við bjóðum ykkur Knorr sósur og pastarétti á sérstöku tilboðsverði í Hagkaupsbúðunum næstu vikur. Vörukynning verður í Hagkaup, Skeifunni, laugardaginn 11. maí kl. 10.00 - 16.00. Tilboðsverð: Kr. Knorr sveppasósa 59 Knorr Bearnaise-sósa (4 í pakka) 147 Knorr Lasagna 209 HAGKAUP -þegar við eldum góðan mat!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.