Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 34
Áætlunarílug’ FN til Keflavíkur hafið: Vonum að Eyfírðingar og Suð- umesjamenn noti þjónustuna - segir Sigurður Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands Flugfélag Norðurlands hóf í vik- unni áætlunarflug á milli Akur- eyrar og Keflavíkur, en sérstök kynnisferð var farin i vikumii. Frá vinstri: Sigurður Hlöðvers- son, Gestur E. Jónasson, Óli Ant- onsson, Sigurður Aðalsteinsson, Þórarinn E. Sveinsson, Stein- grímur J. Sigfússon, Sigríður Stefánsdóttir, Ásdís Árnadóttir, Gísli Bragi Hjartarson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Helgi Jónsson, Björn Jósef Arnviðarson, Sigurð- ur J. Sigurðsson, Halldór Jónsson og Gísli Jónsson. 4 FLUGFÉLAG Norðurlands hóf áætlunarflug á milli Akureyrar og Keflavíkur í vikunni, en um eitt ár er liðið frá því félaginu var úthlutað þessari leið. I flugið verður notuð ný skrúfuþota sem afhent var í vetur, en hún er af gerðinni Fairchild Metro III. Vélin er 19 sæta, jafnþrýstibúin skrúfuþota, sú hraðfleygasta sem notuð er hér á landi í innanlandsflugi. Morgunblaðið/Margrét Þóra Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands sagðist vera bjartsýnn á að vel gengi á nýju flugleiðinni. „Við höfum styrkst í trúnni undanfarið, því viðbrögð hafa verið mjög já- kvæð, m.a. hjá ferðaskrifstofum bæði hér á landi og einnig erlendis. Flogið verður á milli Akureyrar og Keflavíkur fjórum sinnum í viku í sumar, á mánudögum, fimmtu- J • dögum, föstudögum og sunnudög- um. Bróttför frá Akureyri er kl. 14.15 og farið er frá Keflavík kl. 17. Vélin er 45 til 50 mínútur á leiðinni. Þeir farþegar sem eru á leið til útlanda þurfa ekki að hafa áhyggjur af farangri sínum þegar komið er í Leifsstöð, hann fer beint út í þá vél sem viðkomandi er bókaður í. Fargjald verður það sama og nú gildir um Reykjavík í tengslum við utanlandsflug. . Sigurður sagði að þó tímasetn- ing flugsins væru vissulega miðuð við farþega sem eru á leið til eða frá landinu gerðu menn sér vonir um að fólk á Suðurnesjum og á Eyjaíjarðarsvæðinu myndi í aukn- um mæli nota sér þessa nýju flug- leið með heimsóknum á milli lands- svæðanna og nefndi m.a. helgar- ferðir í því sambandi. Kynnisferð var farin í vikunni, þar sem m.a. voru aðilar úr bæjar- ráði Akureyrar og aðilar úr ferða- þjónustu, ekið var um Njarðvík og Keflavík og helstu staðir kynnt- ir norðanmönnum, en m.a. var komið við á hótelum bæjarins. Fram kom í máli Suðurnesja- manna að þeir vænta mikils af nýju flugleiðinni og vona að sam- skipti á milli þessara tveggja landshluta eflist í kjölfarið. Flugfélag Norðurlands á sjö flugvélar, sem rúma samtals 99 farþega; þijár Twin Otter vélar, tvær Piper Chieftain og eina Piper Aztec auk nýju skrúfuþotunnar, Fairchild Metro III. Tæknideild félagsins á Akureyrarflugvelli er til húsa í 2.000 fermetra flugskýl- um, þar sem unnið er að öllu við- haldi flugvéla og hefur deildin einnig með höndum viðhald flug- véla annarra flugfélaga. Hjá FN starfa nú 26 manns, þar af 13 flugmenn og 9 flugvirkjar. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Hjúkrunarfrædingar - sjúkraliðar Við getum boðið ykkur vinnu á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarfræðings er laus til umsóknar. Til greina koma bæði heil eða hálf staða. Einnig er í boði afleysinga- störf vegna sumarleyfa hjúkrunarfræðinga í lengri eða skemmri tíma. Sjúkraliðar Staða sjúkraliða við heimahjúkrun er laus.til umsóknar, heil eða hálf staða koma til greina. Einnig er í boði vinna við afleysingu vegna sumarleyfa sjúkraliða í lengri eða skemmri tíma. Komið sem fyrst eða hringið og fáið nánari upplýsingar hjá: Konny K. Kristjánsdóttur, hjúkrunarforstjóra. Símatími daglega í síma 96-22311 milli kl. 11 og 12. mí TILBOD OSKAST í jörðina Þorbrandsstaði í Vopnafirði. Laxveiðiréttindi í Hofsá. Upplýsingar veittar í síma 96-21883 kl. 17.00- 19.00 næstu tvær vikur. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Til- boðum ber að skila fyrir 10. júní. Bíladagar - Bíladagar Sýnum eftirtaldar bifreiðategundir dagana 13.-18. maí: ISUZU TROOPER OPEL VECTRA ISUZU CREW CAP CHEVROLET CORSICA Bílasala Þórshamars, Glerárgötu 36, Akureyri. —> mm SAMBANO ÍSIÍNSKIÍA SAMVtNNUFÉLAGA M tiðs Vtffúj Til sölu 36,4 m fiskiskip. Slippstöðin hf. óskar eftir tilboðum í nýsmíði nr. 70. Um er að ræða fjölveiðiskip með höf- uðáherslu á togveiðar. Skipið selst á því bygg- ingarstigi, sem það er, eða fullbúið eftir óskum kaupanda. Tilboðum skal skila fyrir 31. maí 1991 á skrif- stofu Slippstöðvarinnar. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Skipið er til sýnis hjá Slippstöðinni á Akureyri. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður G. Ringsted í síma 96-27300. Tæknilegar upplýsingar Mesta lengd 36,40 m Lengd milli lóðlína < 31,90 m Breidd 8,60 m Dýptaðtogþilfari 6,50 m Dýpt að aðalþilfari 4,10 m Aðalvél Yanmar &260-ST, 1220 ho, 700 snún/mín. Niðurfærslugír Masson ESD 1850 Skiptiskrúfa J.W. Berg 630-H/4, 2.700 mm, 152 snún/mín. Togvindur Vélaverkst. Sig. Sveinbjörssonar, 16 tonn. léM slippstödin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.