Morgunblaðið - 11.05.1991, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.05.1991, Qupperneq 34
Áætlunarílug’ FN til Keflavíkur hafið: Vonum að Eyfírðingar og Suð- umesjamenn noti þjónustuna - segir Sigurður Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands Flugfélag Norðurlands hóf í vik- unni áætlunarflug á milli Akur- eyrar og Keflavíkur, en sérstök kynnisferð var farin i vikumii. Frá vinstri: Sigurður Hlöðvers- son, Gestur E. Jónasson, Óli Ant- onsson, Sigurður Aðalsteinsson, Þórarinn E. Sveinsson, Stein- grímur J. Sigfússon, Sigríður Stefánsdóttir, Ásdís Árnadóttir, Gísli Bragi Hjartarson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Helgi Jónsson, Björn Jósef Arnviðarson, Sigurð- ur J. Sigurðsson, Halldór Jónsson og Gísli Jónsson. 4 FLUGFÉLAG Norðurlands hóf áætlunarflug á milli Akureyrar og Keflavíkur í vikunni, en um eitt ár er liðið frá því félaginu var úthlutað þessari leið. I flugið verður notuð ný skrúfuþota sem afhent var í vetur, en hún er af gerðinni Fairchild Metro III. Vélin er 19 sæta, jafnþrýstibúin skrúfuþota, sú hraðfleygasta sem notuð er hér á landi í innanlandsflugi. Morgunblaðið/Margrét Þóra Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands sagðist vera bjartsýnn á að vel gengi á nýju flugleiðinni. „Við höfum styrkst í trúnni undanfarið, því viðbrögð hafa verið mjög já- kvæð, m.a. hjá ferðaskrifstofum bæði hér á landi og einnig erlendis. Flogið verður á milli Akureyrar og Keflavíkur fjórum sinnum í viku í sumar, á mánudögum, fimmtu- J • dögum, föstudögum og sunnudög- um. Bróttför frá Akureyri er kl. 14.15 og farið er frá Keflavík kl. 17. Vélin er 45 til 50 mínútur á leiðinni. Þeir farþegar sem eru á leið til útlanda þurfa ekki að hafa áhyggjur af farangri sínum þegar komið er í Leifsstöð, hann fer beint út í þá vél sem viðkomandi er bókaður í. Fargjald verður það sama og nú gildir um Reykjavík í tengslum við utanlandsflug. . Sigurður sagði að þó tímasetn- ing flugsins væru vissulega miðuð við farþega sem eru á leið til eða frá landinu gerðu menn sér vonir um að fólk á Suðurnesjum og á Eyjaíjarðarsvæðinu myndi í aukn- um mæli nota sér þessa nýju flug- leið með heimsóknum á milli lands- svæðanna og nefndi m.a. helgar- ferðir í því sambandi. Kynnisferð var farin í vikunni, þar sem m.a. voru aðilar úr bæjar- ráði Akureyrar og aðilar úr ferða- þjónustu, ekið var um Njarðvík og Keflavík og helstu staðir kynnt- ir norðanmönnum, en m.a. var komið við á hótelum bæjarins. Fram kom í máli Suðurnesja- manna að þeir vænta mikils af nýju flugleiðinni og vona að sam- skipti á milli þessara tveggja landshluta eflist í kjölfarið. Flugfélag Norðurlands á sjö flugvélar, sem rúma samtals 99 farþega; þijár Twin Otter vélar, tvær Piper Chieftain og eina Piper Aztec auk nýju skrúfuþotunnar, Fairchild Metro III. Tæknideild félagsins á Akureyrarflugvelli er til húsa í 2.000 fermetra flugskýl- um, þar sem unnið er að öllu við- haldi flugvéla og hefur deildin einnig með höndum viðhald flug- véla annarra flugfélaga. Hjá FN starfa nú 26 manns, þar af 13 flugmenn og 9 flugvirkjar. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Hjúkrunarfrædingar - sjúkraliðar Við getum boðið ykkur vinnu á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarfræðings er laus til umsóknar. Til greina koma bæði heil eða hálf staða. Einnig er í boði afleysinga- störf vegna sumarleyfa hjúkrunarfræðinga í lengri eða skemmri tíma. Sjúkraliðar Staða sjúkraliða við heimahjúkrun er laus.til umsóknar, heil eða hálf staða koma til greina. Einnig er í boði vinna við afleysingu vegna sumarleyfa sjúkraliða í lengri eða skemmri tíma. Komið sem fyrst eða hringið og fáið nánari upplýsingar hjá: Konny K. Kristjánsdóttur, hjúkrunarforstjóra. Símatími daglega í síma 96-22311 milli kl. 11 og 12. mí TILBOD OSKAST í jörðina Þorbrandsstaði í Vopnafirði. Laxveiðiréttindi í Hofsá. Upplýsingar veittar í síma 96-21883 kl. 17.00- 19.00 næstu tvær vikur. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Til- boðum ber að skila fyrir 10. júní. Bíladagar - Bíladagar Sýnum eftirtaldar bifreiðategundir dagana 13.-18. maí: ISUZU TROOPER OPEL VECTRA ISUZU CREW CAP CHEVROLET CORSICA Bílasala Þórshamars, Glerárgötu 36, Akureyri. —> mm SAMBANO ÍSIÍNSKIÍA SAMVtNNUFÉLAGA M tiðs Vtffúj Til sölu 36,4 m fiskiskip. Slippstöðin hf. óskar eftir tilboðum í nýsmíði nr. 70. Um er að ræða fjölveiðiskip með höf- uðáherslu á togveiðar. Skipið selst á því bygg- ingarstigi, sem það er, eða fullbúið eftir óskum kaupanda. Tilboðum skal skila fyrir 31. maí 1991 á skrif- stofu Slippstöðvarinnar. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Skipið er til sýnis hjá Slippstöðinni á Akureyri. Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður G. Ringsted í síma 96-27300. Tæknilegar upplýsingar Mesta lengd 36,40 m Lengd milli lóðlína < 31,90 m Breidd 8,60 m Dýptaðtogþilfari 6,50 m Dýpt að aðalþilfari 4,10 m Aðalvél Yanmar &260-ST, 1220 ho, 700 snún/mín. Niðurfærslugír Masson ESD 1850 Skiptiskrúfa J.W. Berg 630-H/4, 2.700 mm, 152 snún/mín. Togvindur Vélaverkst. Sig. Sveinbjörssonar, 16 tonn. léM slippstödin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.