Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 Davíð Oddsson forsætisráðherra: Enginn ágreiningnr um verkaskiptingu I mínum flokki heitir þetta heiðurs- mannasamkomulag, segir Jón Baldvin Hannibalsson DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra segir engan ágreining vera milli stjórnarflokkanna um verkaskiptingu ráðuneyta. „í stjórnarmyndunarviðræðun- um vorum við Jón Baldvin sam- mála því að treysta bæri stöðu umhverfisráðuneytisins,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblað- ið í gær. „í mínum flokki er samkomulag af þessu tagi kall- að heiðursmannasamkomulag," sagði Jón Baldvin Hannibals- son, þegar Morgunblaðið spurði hann hvort ekkert heiðurs- mannasamkomulag hefði verið gert á milli formanna stjórnar- flokkanna um að færa Skóg- rækt ríkisins og Landgræðslu frá landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Forsætisráðherra kvað formann Alþýðuflokksins hafa nefnt nokkra þætti í því sambandi, „en ég sagði þá að ég gæti ekki samþykkt slíka hluti á því stigi“, sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði að hægt væri að treysta stöðu umhverfis- ráðuneytisins með margvíslegum hætti og flytja til þess verkefni, ekki bara frá landbúnaðarráðu- neytinu, heldur einnig frá öðrum ráðuneytum. Jón Baldvin sagði: „Eins og fram kemur af fréttatilkynningu forsætisráðherra, vorum við sam- mála um nauðsyn þess að styrkja umhverfisráðuneytið. Við ræddum það, hvemig það skyldi gert. Það kallar á lagabreytingu sem ekki getur komið til kasta þings fyrr en í haust. Útfærsla á því bíður nánari umfjöllunar.“ Forsætisráðherra sendi í gær frá sér eftirfarandi fréttatilkynn- ingu: „í þeim viðræðum, sem for- menn stjómarflokkanna áttu, og Sigur hjá Jóhanni JÓHANN Hjartarson sigraði Júgóslavann Ljubojevic í 7. um- ferð stórmeistaramótsins í Hol- landi í gær. Jóhann hafði svart og varð skákin 42 leikir. Önnur úrslit urðu þau að Kasp- arov vann Korchnoi, Salov vann Van der Wiel, Karpov vann Timman og Gurevic og Short gerðu jafntefli. Salov og Short eru efstir og jafn- ir með 5 vinninga, Karpov hefur 4,5 vinninga og Kasparov hefur 4 vinninga. Jóhann er í 6. sæti með 3 vinninga. leiddu til myndunar ríkisstjórnar, urðu þeir ásáttir um að styrkja bæri_ stöðu umhverfisráðuneytis- ins. í því sambandi hljóta verka- skipti milli einstakra ráðuneyta að koma til álita þótt frá einstökum atriðum hafi ekki verið gengið. Þessir þættir verða ræddir á milli stjórnarflokka um leið og lagabreyting á haustþingi er und- irbúin.“ Lagthaldá hass og stolið greiðslukort Fíkniefnadeild lögreglunnar lagði hald á um 25 grömm af' hassi við leit í húsi í Reykjavík og tveimur bifreiðum á þriðju- dagskvöld. Einnig var lagt hald á stolið greiðslukort. Sjö aðilar voru handteknir vegna rannsóknarinnar en var sleppt að loknum yfírheyrslum og telst málið upplýst. Morgunblaðið/Þorkell Vorverkin að hefjast Á vorin er að mörgu að hyggja í garðinum, til að tryggt verði að gróðurinn verði sem ræktarlegastur. Ljósmyndarinn rakst á þau Asbjörgu Benediktsdóttur, Svanhildi Sigfúsdóttur, Samson B. Harðarson og Berglindi Guðmundsdóttur, þar sem þau voru að störfum í Ræktunarstöðinni í Laugardal í gær. Ekki ágreiningTir imi 2,56% hækkun launataxta 1. júní Launþegar krefjast einnig hlutdeildar í viðskiptakjarabata LAUN hækka að öllum líkindum um 2,56% um næstu mánaðamót, 2% samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og 0,56% vegna hækkunar framfærsluvísitölu umfram viðmiðunarmörk, svokölluð rauð strik, samninganna. Ljóst er að fulltrúar launþega í launanefndunum munu gera kröfur um viðbótarhækkanir vegna þess að viðskiptakjör virð- ast hafa batnað meira á samningstimanum en gert var ráð fyrir. Samkvæmt tölum fyrir febrúar hafa viðskiptakjörin batnað 7% meira en miðað var við í samningunum og gæti það samsvarað l'/j til 2% launahækkun til viðbótar þeim 2,56% sem ekki virðist ágreiningur um. Framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands segir að ekki sé ágreiningur um að launafólk njóti þessa viðskiptakjarabata en horfa verði fram á endurnýjun kjarasamninga í haust og ekki megi kasta á glæ þeim stöðugleika sem náðst hafi. Framfærsluvísitalan sem reiknuð er út frá verðlagi í byijun maímánað- ar hækkaði um 1,2% frá aprílvísitölu og er það 0,56% umfram viðmiðun- armörk kjarasamninga. Af 1,2% hækkuninni stafar 'h% af árshækk- un iðgjalda bifreiðatrygginga, verð- hækkun matvöru olli um 0,2% og verðhækkun ýmissa vöru- og þjón- ustuliða olli um 0,5% hækkun vísi- tölunnar. Hækkun vísitölunnar að þessu sinni jafngildir 15,3% verðbólgu á Halldór Þorsteinsson fékk vegabréfsárítun: Neitunin byggð á lögum sem fallin voru úr gildi HALLDÓR Þorsteinsson, eigandi Málaskóla Halldórs, fékk óvænt boð um að hitta ræðismann bandaríska sendiráðsins í gær, þar sem honum var veitt vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Eins og Morgunblaðið greindi frá um siðustu helgi hafði Halldóri áður verið neitað um áritun af þeirri ástæðu, að hann hefði vikið sér undan herkvaðningu á námsárum sínum í Bandarikjunum í síðari heimsstyijöldinni. Ástæða þessara sinnaskipta var sú, að sögn Halldórs, að í ljós kom að lög þau sem sendiráðið byggði neitun sína á voru numin úr gildi árið 1950. Halldór sagði að Hjálmar Bandaríkjunum og væri því kunn- Finnsson, fyrrum skólabróðir sinn, hefði haft samband við sig eftir að hafa lesið frétt Morgun- blaðsins af málinu og tjáð sér að hann hefði lent í samskonar vand- ræðum eftir námsdvöl sína í ugt um að umrædd lög hefðu verið afnumin fyrir fjörutíu árum. Vakti Hjálmar einnig athygli sendiráðsins á þessu sem veitti Halldóri þegar í stað umbeðna vegabréfsáritun. ári. Vísitalan hefur hækkað um 5,8% undanfama tólf mánuði og hækkun hennar undanfarna þijá mánuði samsvarar 7,7% verðbólgu á heilu ári. Almenn laun á vinnumarkaði hækka um 2% þann 1. júní næstkom- andi. Launanefndir launþega og vinnuveitenda eiga að fjalla um hækkun framfærsluvísitölunnar um- fram rauð strik í samningunum og komast að samkomulagi fyrir 20. maí. Ef ekki næst samkomulag hafa fulltrúar launþega oddaatkvæði í nefndunum og geta því ákveðið allt að 0,56% hækkun, en á móti hafa vinnuveitendur rétt til að segja samningunum lausum ef þeir sætta sig ekki við niðurstöðuna. Ekki virð- ist vera ágreiningur um að laun hækki um 0,56%. Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands, sagðist í gær reikna með að samkomulag næðist um að bregðast við þessari umframhækkun vísitölunnar, sem væri að vísu minni en reiknað var með, með því að hækka launin sem þessu nemur. Launanefndimar fjalla einnig um hugsanlegar launabreytingar vegna meiri bata viðskiptakjara en reiknað var með í kjarasamningunum. Á borði þeirra eru nú tölur frá Hag- stofu íslands og Þjóðhagsstofnun sem benda til að viðskiptakjörin hafí batnað um 11% frájanúar 1990 til febrúar síðastliðinn en í forsend- um kjarasamninganna var reiknað með 4% bata. Mun þá vera búið að taka tillit til greiðslna í verðjöfnunar- sjóð sjávarútvegsins. Óvissuþættir eru í þessum samanburði og hefur verið óskað eftir samanburði miðað við marsmánuð og er verið að und- irbúa þær í Hagstofu íslands. Búist er við að þær upplýsingar liggi fyrir síðari hluta næstu viku og þá verða þær teknar til meðferðar hjá launa- nefndunum. Hugsanlegt að tímatak- mörkunum á samkomulagi, sem miðaðst við 20. maí, verði hnikað til um 1-2 daga vegna þess hversu seint þessar upplýsingar berast. Ekki verða hækkanir á forsendu við- skiptakjarabata nema samkomulag náist um það á milli vinnuveitenda og launþega. Fulltrúar í fjórum launanefndum, það er ASÍ, BSRB, Kennarasam- bands íslands og Sambands íslenskra bankamanna, hittust í gær til að bera saman bækur sínar. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, sagði ljóst að sambandið teldi tilefni til launahækkana vegna viðskiptakj- arabatans, en spumingin væri hve mikil hækkunin ætti að vera. Nauð- synlegt væri að bíða nýrra talna um viðskiptakjör. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að launafólk ætti kröfu til hluta viðskiptakjara- batans og myndi BSRB gera þá kröfu. BSRB fékk 0,3% launahækk- un vegna viðskiptakjarabata við vinnu launanefnda þeirra og ríkisins í febrúar. Var sú aðgerð gagnrýnd m.a. af forystumönnum VSI. Óg- mundur sagði fagnaðarefni að þetta mat þeirra og ríkisins hefði reynst rétt í febrúar og reyndar gott betur. Þórarinn V. Þórarinsson sagðist horfa með ánægju til þess að kaup- máttur launa desember til maí væri 0,72% meiri að meðaltali en gengið hefði verið útfrá við gerð kjarasamn- inganna. Viðskiptakjarabatinn kæmi meðal annars fram í þessu. Sagði Þórarinn að nauðsynlegt væri að horfa fram á haustið, kjarasamning- arnir rynnu út 15. september. Verði að miða aðgerðir í launamálum nú við það að stöðugleiki haldist en honum ekki kastað á glæ 1. júní. Vinnuveitendur samþykktu ekkert sem eyðilegði möguleikana á áfram- haldandi stöðugleika. Ljóst væri að miklar launahækkanir umfram það sem þegar væri ákveðið og fyrirsjá- anlegt myndu setja launaþróunina hér í annan farveg en í helstu sam- keppnislöndum. Sagði hann að vinnuveitendur fögnuðu því að kom- ið væri fram efni til að spila úr í næstu kjarasamningum enda væru komnar óskir um ýmislegt sem taka þyrfti á þá og því fylgdi kostnaður. Nú væri eitthvað til að ávísa á, en ekki yrði ávísað tvisvar eða þrisvar á sömu peningana. Leit í Akrafjalli: Svaf á sitt grænaeyra Björgunarsveitin Hjálpin og Újálparsveit skáta á Akra- nesi voru kallaðar út í fyrra- kvöld til að leita að manni sem varð viðskila við félaga sína í fjallgöngu í Akrafjalli. Leit var hins vegar hætt þeg- ar maðurinn fannst sofandi í rúminu heima á Akranesi klukkan þijú um nóttina. Fjórir Akurnesingar gengu á Akrafjall í fyrrakvöld, tveir og tveir saman. Einn maðurinn varð viðskila við félaga sinn í þokuslæðingi. Félaginn leitaði að honum en fór síðan niður á veg og lét lögreglu vita. Voru björgunarsveitirnar kallaðar út. Veður var leiðinlegt og var far- ið að óttast um afdrif týnda mannsins. Eftir að hann varð viðskila við félaga sinn fór hann niður á veg og fékk far heim á Akranes, sofnaði á sitt græna eyra og varð ekki var við neitt fyrr en hann fannst klukkan þijú um nóttina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.