Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 21 Gönguferð um gosbeltið, 4. ferð: Slaga - Núpshlíðarháls - Krísuvík eftir Kristján M. Baldursson Gönguferð ferðafélagsins um gos- beltið suðvestanlands heldur áfram með fjórða áfanga næstkomandi sunnudag 12. maí. Að þessu sinni verður hægt að velja um tvær mis- munandi gönguleiðir sem reyndar koma saman á Ketilstíg í lokin. Lengri gangan hefst við Slögu og er beint framhald þriðja áfanga, en einnig er í boði styttri ganga. Brott- för er frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 í lengri gönguna, og kl. 13 í þá styttri. Hér verður fjallað stutt- lega um leiðina frá Slögu. Gamla þjóðleiðin frá Grindavík austur í Krísuvík lá norðar en núver- andi vegur og byijum við á að fylgja þeirri leið norðan fjallanna Slögu og Skálamælifells, með stefnu á Núps- hlíðarháls. Á nokkrum stöðum á leið- inni að hálsinum verða á vegi okkar gígar og gígaraðir. Frá þeim hafa runnið hraun til sjávar er bætt hafa vænni sneið við landið. Núpshlíðar- háls (Vesturháls) er líkt og Sveiflu- háls (Austurháls) myndaður við sprungugos undir Jökli á síðastajök- ulskeiði ísaldar. Milli hálsanna er Móhálsadalur en um hann liggur skemmtilegur sumarakvegur af Krísuvíkurvegi suður á ísólfsskála- veg. í dalnum eru margar eldstöðvar og er nyrst hin mikla Hrútagjár- dyngja, en hún liggur talsvert utan þessarar gönguleiðar. Hraun, líklega runnið á sögulegum tíma, hefur komið úr gígum í sigdal sem liggur í gegnum Traðarfjöll niður á slétt- lendið Krókamýri, norðan Vigdísar- valla. Ögmundarhraun á upptök í gígaröðum austan í Núpshlíðarhálsi og hefur runnið til sjávar og lagt byggð Gömlu-Krísuvíkur í auðn. Gengið verður eftir hálsinum þar til kemur að þinum gróðursælu Vigdísarvöllum. Slíkir grasvellir myndast við að vatn ber fram leir og sléttar út flatir. Aðrir vellir í nágrenni Núpshlíðarháls, Selsvellir og Höskuldarvellir, hafa orðið til á svipaðan hátt. Á Vigdísarvöllum var selstaða frá fornu fari, en árið 1830 var reist þar nýbýli, en miklar rústir vitna um búsetu er var þar við líði fram yfir aldamótin síðustu. Frá Vigdísarvöllum verður haldið inn á Ketilstíg sem er hluti gömlu þjóðleiðarinnar úr Hafnarfírði til Krísuvíkur. Hann liggur þvert yfir Sveifluháls um kvosina Ketil, fram hjá gígvatninu Arnarvatni og niður að jarðhitasvæðinu og borholunni við Seltún í Krísuvík. Á Ketilstíg skerast leiðir lengri og styttri göngunnar. í styttri göngunni er gengið um Höskuldarvelli og hin litríku Sog sem er gamalt jarðhita- svæði að mestu útkulnað og áfram um Lækjarvelli inn á Ketilstíg. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðafélagsins. Jarðhitasvæðið við Seltún í Krísuvík. í tilefni þess að sumarið er komið bjóðum við frábært verð á úrvalsvörum Gólfdúkar, tilboðsverð frá 690 krónum m2 Salerni með setu, tilboðsverð frá 14.990 krónum IFÖ handlaugar, frá 5.700 krónum málningarP pjondsian hf akranesi lar M ALNINGARDAGAR Nú er rétti tíminn til að máía úti og inni. í tileíhi þess höldum við sérstaka MÁLNINGARDAGA og bjóðum 10-15% afslátt af inni- og útimálningu frá Hörpu og Sadolin og Pinotex-fúavarnarefhum. BYGGINGARVELTA - við lánum í allt að þrjú ár. irma HAFNARFIRÐI M. METRO i MJÓDD Álfabakka 16 • Reykjavlk Slmi 670050 Gólfteppi, verð frá 440 krónum m2 Gólfflísar, verð frá 2.190 krónum m2 FJÖLBREYTT ÚRVAL AF GARÐÁHÖLDUM Málarinn Grensásvegi 11 • Reykjavfk • Slmi 83500 ^ Járn & Skip KEFLAVÍK G.A. Böðvarsson hf. SELFOSSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.