Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 45
MORjGYN^LAÐIEt^yXjAfiDAfiLjg, 11. MA|,1991 45 * Olafur Kjartansson frá Seli - Minning Fæddur 11. apríl 1902 Dáinn 29. apríl 1991 í dag verður Ólafur Kjartansson frá Seli í Grímsnesi lagður til hinstu hvíidar í Mosfellskirkjugarði. En útförin fðr fram frá Skálholtsdóm- kirkju. Hann fæddist 11. apríl 1902 í Laugarási í Biskupstungum. Sama vor fluttist hann með foreldrum sín- um að Seli í Grímsnesi og átti þar heima þar til hann missti heilsuna og varð að fara á Sjúkrahús Suður- lands og elliheimilið Ljósheima á síðasta ári. Foreldrar Óia voru Kjartan Vig- fússon, Ásmundssonar bónda frá Stóruvöllum í Bárðardal Benedikts- sonar og Þórunnar Björnsdóttur bónda á Galtalæk í Biskupstungum Björnssonar. Óli ólst upp hjá foreldrum sínum á Seli ásamt Guðrúnu hálfsystur sinni og þrem yngri bræðrum, Birni Árna og Sveini, þau eru nú öll látin nema yngsti bróðirinn Sveinn sem býr enn á Seli. Á uppvaxtarárum Óla var tvíbýli á Seli. Á hinum bænum bjuggu hjónin Guðbjörg Eyjólfsdóttir og Guðmundur Bjarna- son. Þau áttu 3 börn, Eyjólf, Helgu og Bjarna. Allt þetta fólk var svo samstillt og gott að það bjó þarna sem ein íjölskylda. Hin sterku vin- áttubönd þeirra héldust til æviloka. Hygg ég að einkenni alls fólksins á Seli hafi verið mikii einlægni, hjarta- hlýja og hjálpsemi. Öli lauk skyldunámi í barnaskól- anum á Minniborg. Um frekari menntun var þó ekki að ræða. það var hinum unga manni þung. raun, eins greindur og hæfileikaríkur og hann var. Hann hélt þó áfram að mennta sig alla ævi með lestri góðra bóka. Hann hafði mikið yndi af bók- um og las ævinlega fram á nætur. Hann bætti stöðugt við bókasafn sitt og hafði miklar mætur á stór- skáldum þjóðarinnar. Óli hafði af- burðagott minni. Það var alveg sama hvaða málefni bar á góma, innlent eða erlent, hann kunni skil á flestu. Hann fór aldrei út fyrir landstein- ana, en þegar yngra fólk úr fjöl- skyldunni kom heim úr ferðalögum, vítt og breitt um heiminn, sagði honum ferðasögu og sýndi myndir þá vissi hann alltaf meira en það um menningu og sögu þessara landa. Þá var ekki ónýtt fyrir sömu ungmenni að leita til hans um fróð- leik eða bækur þegar þurfti að semja ritgerðir í langskólanámi. Oli unni fagurri tónlist. Allt frá æskudögum dreymdi hann um að læra að leika á orgel, en eignaðist þó ekki hljóðfæri fyrr en heyrn hans var orðin svo lítil að vum slíkt nám var ekki að ræða. Hann var heyrnarlítill um miðjan aldur og varð það til þess að hann átti erfitt með að tala við ókunn- uga. Hann sagði oft að það sem sér þætti sárast við heyrnarleysið væri að geta ekki heyrt til blessaðra fugl- anna þegar þeir færu að syngja á vorin. Óli var svo mikill vormaður. Hann unni jörðinni og skepnunum og lét þau sannarlega njóta þess. Hann var sannur náttúruvinur. Þegar hann gekk um úti komu kindur og hestar til hans í hópum til að fá klapp og vingjarnleg orð. Hann tal- aði við þessa vini sína og þar ríkti gagnkvæmur skilningur. Síðustu árin heima fylgdi Tryggur honum hvert fótmál úti. Þegar Óli hvarf að heiman hafði Tryggur ekki áhuga á neinu lengur, veiktist og dó mán- uði seinna. Óli var óþreytandi að vernda jörð- ina og fegra. Hann gróðursetti tré og þegar vatnið gróf jarðveginn í sundur og jarðföll tóku að myndast var Óli óðara kominn þar með skóflu og hjólbörur, veitti vatni frá eða lagði það í stokk og græddi jarðars- árin. Hann hljóp upp hrunda veggi, hélt við húsum og girðingum og var sívinnandi alla daga. Hann var sér- lega verklaginn og góður smiður. Hann vann með föður sínum og síð- ar Árna og Sveini bræðrum sínum við búskapinn. Voru þeir bræður mjög samrýndir og máttú vart hvor af öðrum sjá. Þegar ég kveð Óla minn er mér þakklæti efst í huga og minningar frá bernsku minni þyrpast að. Fyrstu árin finnst mér hann alltaf Fæddur 6. maí 1903 Dáinn 4. maí 1991 Þar kom að því að greinunum 16 að niðjum Gunnlaugsstaðaættarinn- ar tæki að fækka, varð mér á að hugsa er ég frétti lát bróður míns Friðjóns Jónssonar fyrrverandi bónda að Hóli í Svínadal í- Borgar- fjarðarsýslu. Fyrstu minningar mínar eru frá því áður en ég var sendur í fóstur að Helgavatni til Önnu móðursystur minnar þá sex ára. Þær minningar eru þannig að lítill munur var á föður og bróður, ævinlega sama skjólið hjá þeim báðum, þegar tröll- in Leifur og Guðjón tókust á í bað- stofugólfinu, og leikurinn gat þá borist upp í rúmin þar sem þeir yngri og minnimáttar höfðu leitað sér griðastaðar, var þá ekki í annað skjól að venda en fangið á þeim Friðjóni eða Jóni, greindi maður þá ekki hvor var faðirinn eða bróðirinn. Svo munu tilfinningar mínar gagn- vart honum hafa verið langt fram eftir árum. Friðjón var hlýr og traustur persónuleiki sem ekki hljóp uppá nef sér við óvæntar uppákom- ur, fastheldinn á fyrri lífsvenjur og búskaparhætti, safnaði ekki auði til neyslu, en stóð í skilum við samfé- lagið og samtíðina. Hann var einn síðasti fulltrúi þeirrar bændastéttar 19.-20. aldar sem þjóðfreisisbarátta þeirra frænda hans Jóns Sigurðs- sonar og Tómasar Sæmundssonar byggði á. Friðjón giftist 1937 Lovísu Guð- jónsdóttur frá Tungu í Höfnum, hún hafði þá verið starfsstúlka á næsta bæ, Norðtungu. Þau bjuggu á Gunn- laugsstöðum fyrsta árið, síðan reistu hafa haldið í hönd mér eða borið mig upp brattar túnbrekkurnar á Seli. Fjárhúsin voru uppi í ijalli. Þangað var löng og erfið leið fyrir litlar fætur, en þangað vildi ég samt endilega komast með Óla mínum. Þá var ekkert sjálfsagðara en að sitja ofan á heyinu sem hann bar oft á bakinu þangað uppeftir eða dró á sleða. Ekki nóg með það, heldur þurfti hann líka að segja mér sögur alla leiðina. Þetta voru ljúfar stundir fyrir lítið barn að eiga slíkan vin, stórgáfaðan og skemmtilegan. þau bú að Uppsölum í Norðurái'dal sem hafði þá verið í eyði um nokk- urn tíma. Bæinn byggðu þau í göml- um stíl, torf að útan, timburklæddur að innan, lítill en hlýr og notalegur. Þar bjuggu þau til ársins 1947 að þau keyptu jörðina Hól í Svínadal, bjuggu þar þangað til þau fluttust að Jaðarsbraut 3 á Akranesi, hætt öllum búskap, farin að héilsu og kröftum. Lovísa dó skömmu eftir flutninginn á Akranes, hún naut þess því stutt að búa í nútíma íbúð. Þau Lovísa og Friðjón eignuðust 5 börn. Þau eru: Fríða Dagbjört, fædd að Uppsölum 29. ágúst 1941, dó 23. júlí 1942. Guðmundur Þórir, bóndi að Hóli, fæddur 26. maí 1944, Anna Ragnheiður, húsmóðir í Vík í Mýrdal, Guðjón, bóndi og verkamað- ur, Akranesi, fæddur 29. júní 1948, og Olga, húsmóðir að Brekku í Skaftafellssýslu, fædd 14. júlí 1956. Eftir lát Lovísu var Guðjón sonur þeirra hans stoð og stytta, hefur víst oft reynt á hans eðliskosti við umönnun föður síns. Friðjón var elstur okkar systkinanna 16 á Gunn- laugsstöðum, studdi okkur fyrstu sporin, og tekur nú forystuna fyrir okkur yfir móðuna miklu og mun fagna okkur þar á strönd, sem senn munum leita í hans spor. Þessvegna syrgi ég eigi bróður sælan, en minn- ing hans í blóminu bláa sem engin gleymir, og bið allar góðar vættir að verna og styðja börn hans og niðja, í sorgum og gleði, andstreymi og meðbyr. Oskar Látinn er aldraður erfiðismaður Friðjón Jónsson, fæddur á Gunn- laugsstöðum í Stafholtstungna- Ekki taldi hann þetta erfiði eftir sér. Hann var svo einstaklega barn- góður. Ég veit að öll þau börn sem dvöldust á Seli um lengri eða skemmri tíma minnast Óla með þakklæti fyrir allar hans velgjörðir við þau. Hann var óþreytandi að gefa og gleðja. Óli siníðaði flest sem börn van- hagaði um í þá daga, t.d. rúm, litlar hrífur, sleða, skíði, læsta kistla fyr- ir leyndarmálin, galdraþrautir og jólatré. Þegar Vigíús afi hans var jarðað- ur lagði presturinn út af orðum Péturs postula: „Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hefi það gef ég þér.“ Þessi orð eiga ekki síður við Óla. Allt hans líf var fögur Guðs gjöf. - Fyrsta minning mín frá Seli er að ég vaknaði ein í myrkri að kvöld- lagi og grét af hræðslu. Þá kom Óli með lítið kerti, kveikti Ijós við i'úmið mitt og ljósið og huggunarorð hans bægðu óttanum frá. Þannig var hann. Hann kveikti ljós í lífi samferðamanna sinna, sem þekktu hann best. Minningin um góðan mann mun lifa með okkur. Við vorum lánsöm að eiga hann að og kveðjum hann með virðingu og þökk fyrir allt. Guð geymi hann. Að lokum færi ég starfsfólki Ljós- heima innilegat' þakkir fyrir hlýhug og góða umönnun í veikindum hans. Sigrún hreppi 6. maí 1903, það vantaði einn dag upp á áttugasta og átt- unda aldursárið, þegar hann lést á Sjúkrahúsi Akraness. Hann var elst- "ur 16 barna þeirra hjóna Jóns Þ. Jónssonar og Jófríðar Ásmundsdótt- ur á Gunnlaugsstöðum. Þessi hjón bjuggu við einstakt barnalán, allt eru þetta mætir þegnar okkar smáa þjóðfélags, alþekkt dugnaðar- og myndarfólk. Glaðvært fólk og vin- sælt af sinni samtíð. Ég held rétt að Friðjón kveðji lífið fyrstur þeirra systkina. Þarna sannast að glað- værðin lengir lífið. Einhverntímann hefur verið þröngt í Iitla bænum á Gunnlaugsstöðum, en þar er aldrei þröngt. sem hjartarýmið er nóg. Sá sem þessar línur ritar kynntist Frið- jóni sem bónda á Hóli í Hvalfjarðar- strandarhreppi, þar mun hann hafa keypt jörð árið 1947, áður var hann bóndi á Uppsölum í Norðurárdal í Mýrasýslu. Jörðin Hóll er ekki stór jörð, en þar búnaðist Friðjóni vel. Friðjón Jónsson frá Hóli - Minning Hann Óli föðurbróðir minn á Seli er látinn. Hann fæddist að Laugarási í Biskupstungum, en fluttist ungur að Seli í Grímsnesi og bjó þar allan sinn aldur að und- anskildu síðasta árinu; fyrst í skjóli foreldra sinna, Þórunnar Björns- dóttur og Kjartans Vigfússonar, en síðar ásamt bræðrum sínum og mágkonum. Þegar ég var um það bil sex ára var ég sendur til sum- ardvalar að Seli. Eg hef örugglega verið bæði lítill og leiður. Eg var látinn sofa í rúminu hans Óla, fyr- ir ofan hann, og hann veitti mér öryggi og hlúði að mér af hlýju og alúð eins og honum var lagið. Einnig var hann ólatur að lesa fyrir mig eða smíða leikföng. Hann gladdist ef börn komu í heimsókn og þau löðuðust fljótt að honum, enda gaf hann sér tíma til að tala við þau og sýna þeim eitt og ann- að fróðlegt og skemmtilegt í sveit- inni. Hann var sívinnandi meðan heilsa og kraftar entust, bæði að almennum bústörfum, en ekki síð- ur við smíðar og hverskonar við- hald girðinga, bygginga og hús- muna. Hann var vel gefinn, víðles- inn og átti gott bókasafn. Ég og mín fjölskylda kveðjum hann með virðingu og þakklæti fyrir sam- fylgdina og biðjum Guð að blessa hann og alla ástvini hans. Sigurður Björnsson Hann var hygginn bóndi, gætinn og búnaðist vel. Friðjón hafði gott vit á búfé og umgekkst það af sinni alkunnu natni og alúð. Hann fóðr- aði vel og hafði góðan arð af búi sínu, arð sem hann hélt vel á, svo vel var fyrir öllu heimilishaldi séð, þó ekki væri stórt búið. Friðjón var vinnusamur og umhyggjusamur um sitt heimili. Hann var greiðamaður og gestrisinn. Hann var hvers manns hugljúfi og vandur að virð- ingu sinni. Góður börnum sínum og eiginkonu, frændum og vinum. Hann hafði á sér hið besta orð, sem sómamaður sinnar sveitar. Kona Friðjóns var Lovísa Guðjónsdóttir, hún er látin fyrir nokkrum árum, börn þeirra eru þessi: Guðmundur, hinn mesti myndar bóndi á Hóli, hans kona er Sigríður Illugadóttir, þau eru búin að gera jörðina Hóí að hinu mesta myndarbýli og er það ánægjulegt að sjá fyrir þá öldnu sem kveðja lífið og alla sanna íslend- inga. Anna og Olga eru giftar kon- ur úti á landi og Guðjón bjó með föður sínum hér á Skaganum. Við Friðjón vorum bændui' í Hvalfjarð- arstrandarhreppnum á sama tíma í áratugi, ekki langt hver frá öðrum og áttum stundum ánægjuleg vinnu- skipti, sem hentuðu báðum vel. Mér líkaði öll viðkynning við þennan drengskaparmann, eins og best get- ur orðið, fyrir þau góðu kynni færi ég mínar bestu þakkir nú við leiðar- lok. Það var ánægjulegt að kynnast slíkum heiðursmanni og um hann á ég aðeins góðar minningar. Hjónin á Hóli voru höfðingjar heim að sækja, þau bjuggu við barnaián og áttu ánægjulegt sveitalíf, sem þau kunnu vel að meta. Við hjónin, sem áttum góð kynni og vinsamleg við Hólshjónin, munum minnast þeirra með þökk og virðingu og biðja þeim allrar blessunar. Aðstandendum sendum við sam- úðarkveðjur. Valgarður L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli. E0ŒU Ósvikið kaffibragð Með aðeins hálfu koffeinmagni & s.s s &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.