Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 19 Víst koma þau okkur við eftir Guðrúnu Agnarsdóttur Frá lokum síðari heimsstyijaldar hafa verið háðar 105 stytjaldir þar sem fleiri en 1.000 manns hafa farist en fórnarlömb þeirra allra eru samtals um 32 milljónir manna. Á árinu 1989 voru 36 þessara hild- arleikja enn í gangi víðsvegar um heiminn, langflestir í fátækum og vanþróuðum löndum. í þeim höfðu um 5 milljónir manna týnt lífí. Þessar tölur eru ógnvekjandi en um leið óraunverulegar. Nokkrar svipmyndir þess grimma raunveru- leika sem blasir við hinum stríðshijáðu berast okkur þó reglu- lega gegnum fjölmiðia og hrista óþyrmilega upp í vanatilveru okk- ar. Þær vilja svo gleymast þegar kastljósi fjölmiðlanna er ekki leng- ur beint að vanda viðkomandi þjóð- ar eða landsvæðis en fólkið glímir áfram dag og nótt við að komast undan, lifa af. Flest fórnarlömbin eru varnarlaust fólk Sú vitneskja sem svipmyndirnar bera okkur staðfestir þær upplýs- ingar sem Rauði krossinn gefur, að helstu fórnarlömb styijalda eru varnarlaust fólk, börn, konur og gamalmenni. Yfir 90 af hveijum 100 sem láta lífið og særast í stríðum eru varnarlaust fólk en ekki hermenn. Flestir þeirra sem lifa af reyna hörmungar sem við þekkjum ekki af eigin raun. Þeir þola andlegar og líkamlegar þján- ingar vegna ofbeldis, slysa, sjúk- dóma, hungurs og vosbúðar. Fjöl- skyldur sundrast og mikill fjöldi barna verður munaðarlaus. Hætt er við að hatri og biturleika sé sáð í huga margra barna og annarra fórnarlamba styrjalda og þannig lagður grundvöllur að erfiðum sam- skiptum manna og þjóða í framt- íðinni. Það skiptir því miklu að andleg og líkamleg aðhlynning og uppbygging hefjist sem fyrst á styijaldarsvæðum þar sem fólk á um sárt að binda. Starfsemi Rauða krossins hefur frá fyrstu beinst ein- mitt að þessum verkefnum og ger- ir enn. Jafnframt því sem Rauði krossinn sinnir brýnni hjálp í við- lögum hefur hann einnig lagt rækt við langtímaverkefni sem miða að því að styrkja og styðja fólk um víða veröld til sjálfshjálpar og betri lífskilyrða. Þannig hefur þessi stærsta mannúðarhreyfing í heimi sem telur um 250 milljón félags- SÓL ÚR S Alheimsátak til hjálpar stríðshrjáðum Guðrún Agnarsdóttir menn í 147 löndum lagt ómetanleg- an skerf til varðveislu friðar. Sól úr sorta Að undanförnu hefur staðið yfir alheimsátak til hjálpar stríðshijáð- um á vegum Rauða krossins og Rauða hálfmánans (systurfélag i löndum múslima). Því hefur verið valið kjörorðið: Sól úr sorta með þá hugsun að leiðarljósi að unnt sé með viðeigandi hjálp að lýsa upp þá formyrkvuðu veröld sem umlyk- ur hina stríðshijáðu. Þá hjálp geta þeir veitt sem betur mega sín, ekki síst þeir sem teljast til efnaðri þjóða heims og njóta þeirrar gæfu að hafa aldrei þurft að reyna stríðshörmungar. Sjálfboðaliðar munu ganga í hús um allt land sunnudaginn 12. mai nk. og safna fé sem sérstaklega verður varið til hjálpar stríðshijáð- um m.a. til þess að smíða gervilimi handa þeim sem misst hafa útlimi í stríðsátökum. Verður helmingi fjárins varið til að styrkja stoð- tækja- og gervilimaverkstæði og endurhæfíngarstöð í Afganistan en helmingur þess mun renna til að- stoðar Kúrdum í flóttamannabúð- um í íran og Tyrklandi. í Afganistan hefur geisað grimmdarlegt stríð frá 1978 og munu um 10 milljónir manna eða helmingur þjóðarinnar vera bein fórnarlömb átakanna. Um 2 millj- ónir manna hafa örkumlast, eink- um af völdum jarðsprengja enáætl- að er að um 30 milljónir jarð- sprengja leynist í jörðu í landinu. Mikið verk er fyrir höndum að heinsa landið af þessum slysagild- rum en uppbygging gervilimaverk- stæðis er þróunarverkefni sem mið- ar að því að þekking og búnaður verði eftir í landinu og sinni þeim þúsundum sem þurfa á gervilimum að halda. Ekki þarf að ljölyrða um þær hörmungar sem Kúrdar hafa mátt þola á undanförnum vikum en fjölmiðlar hafa borið okkur nær daglegar svipmyndir af þjáningum þeirra og fyllt okkur skelfingu og samúð. Við getum nú vikið til hlið- ar þeim vanmætti sem grípur fjar- lægan sjónvarpsáhorfanda og rétt þessu fólki hjálparhönd. Hið smáa verður stórt í nýlegri skoðanakönnun kom fram að rúmlega helmingur að- spurðra telur að íslendingar leggi hæfilega mikið af mörkum til þró- unaraðstoðar. Þó er staðreyndin sú að íslendingar hafa aldrei náð því að standa við gefin loforð á alþjóða- vettvangi í þessum efnum. Við höf- um samþykkt eins og iðnríkin eða þróaðar þjóðir innan Sameinuðu þjóðanna að gefa 0,7% af þjóðar- framleiðslu til þróunaraðstoðar af opinberu fé. Á árinu 1990 var fram- lag okkar þó ekki nema 0,07% og greiðir hver íslendingur þannig aðeins um tíunda hluta þess fjár sem Dani, Finni, Norðmaður eða Svíi leggur fram af opinberu fé. Líklegt er að þessi afstaða sva- renda stafi fyrst og fremst af skorti á upplýsingum um þróunar- aðstoð og er brýnt að bæta sem fyrst úr honum með fræðslu t.d. í fjölmiðlum. Eitt er þó víst að íslendingar hafa ævinlega verið örlátir og fljót- ir til hjálpar þegar leitað hefur verið til almennings um aðstoð við bágstadda. Komið hefur fram í máli starfs- manna Rauða krossins hve mikið gagn má gera í þróunarlöndunum fyrir upphæðir sem varla skipta máli í neyslusamfélögum Vestur- landa. Hvert framlag vegur því þungt og margt smátt gerir eitt stórt. Það er gæfa að vera aflögufær. Höfundur er læknir. Grindavík: Fyrsta torfærukeppnin FYRSTA torfærukeppni árs- bílar eru skráðir til keppni, 15 í ins verður í gryfjunum við flokki sérútbúinna bíla og 10 í Hraun í Grindavík í dag, laug- götubílaflokki. Þessi keppni er ardag og hefst klukkan 13. sú fyrsta af fímm til Islands- meistaratitils í torfæruakstri Að keppninni standa Jeppa- 1991. Aðgangur er ókeypis fyrir klúbbur Reykjavíkur og Olís. 25 börn 12 ára og yngri. Við viljum að þú reynsluakir þessari bifreið! Volvo 940 er ríkulega útbúin hixusbifreið. Sem dæmi um staðalbúnað í Volvo 940 rná nefna: 2.3 lítra 130 hestafla vél með beinni innspýtingu og fullkominni mengunarvörn, sjálfskiptingu, vökvastýri, læst drif, samlæsingu á hurðum, rafstýringu á rúðuin og speglum, álfelgur, útvarp og segulband með fjórum hátölurum og innbyggðan barnabílstól í aftursæti sem ekki er fáanlegur í nokkurri annari bifreið en Volvo. Þetta eru áþreifanlegir hlutir, en þegar komið er að því að lýsa hvernig tilfmning það er að aka Volvo 940 mega orð sín lítils. Þess vegna viljum við bjóða þér í ógleymanlegan reynsluakstur - vertu velkomin(n)! VOLVO - Bifreið sem þú getur treyst! FAXAFENI 8 • SÍMI 91 • M 58 70 ÁIFEIGU811(1 SÖMU OG Á MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.