Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAI 1991 Sólstofur, renniglugga, renni- hurðir, útihurðir, fellihurðiro.fl. úrviðhaldsfríu PVC efni. Ekkert viðhald_ "Áiltafsemnýtt Sólstofur - Sralahýsi Sýnum laugardag og sunnudag frákl. 13-18: ^Gluggar og Gardhús Dalvegi 2A, 200 Kópavogi, sími 44300. °ttit ( onaflóH JJiil íJ' jjjjíí ill Óratórían Páll postuli (Paulus) op. 36 eftir Felix Mendelssohn - Bartholdy verður frumflutt á Islandi í Hallgríms- kirkju föstudaginn 24. maí kl. 20:00. Mendelssohn var af gyðingaættum en játaði kristna trú af mikilli alvöru. I Paulus fjallar hann m.a. um trúskipti Sáls frá Tarsus og er verkið „óslitin keðja fagurra hluta“ enda fór það sigurför um alla Evrópu fyrir einni og hálfri öld. Flytjendur: Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Alina Dubik mezzósópran, Frieder Lang tenór og Andreas Schmidt barítón, Mótettukór Hallgrímskirkju og Sinfóníuhljómsveit Islands. Konsert- meistari er Andrzej Kleina. Stjórnandi er Hörður Askelsson. Forkynning á Páli postula Við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju sunnu- daginn 12. maí verða sungin kunn sálma- lög sem Mendelssohn notar í óratóríunni Páli postula. Að messu lokinni talar Hörður Askelsson um verkið og skýrir það með aðstoð Mótettukórsins. Miðasala í Hallgríinskirkju. Upplýsingar í síma 11416, 11417, 11418. . Guðrún Símonardóttir Bech - Kveðjuorð Ég minnist Guðrúnar Bech, sem lést þann 2. maí sl. í hárri elli, en hún fæddist 1904. Okkar kynni hófust fyrir u.þ.b. 40 árum, er við Auður, elsta dóttir hennar, gerð- umst vinkonur. Gerðist ég þá tíður gestur á heimili hennar á Bræðra- borgarstíg 53 hér í borg. Guðrún var vesturbæingur, alin upp við Vesturgötuna í hópi fjög- urra systkina. Guðrún giftist Þor- bergi Friðrikssyni frá Vestmanna- eyjum. Fórst hann með togaranum Sviða á stríðsárunum, þegar hann var í siglingum milli Englands og íslands. Var hann einn hinna fjöl- mörgu íslensku sjómanna sem lét lífið í þeim hildarleik. Stóð þá Guðrún ein uppi með börn sín fjög- ur, þau Auði, Guðrúnu, Þór og Þorberg, öll ung að árum. Með dugnaði og útsjónarsemi ásamt stuðningi bama sinna er þau uxu úr grasi, tókst henni að komast af, þrátt fyrir þröngan fjárhag. Komust öll börnin vel til mennta. Var það gleðidagur í lífi Guðrún- ar, þegar Auður dóttir hennar lauk kandídatsprófi í lögum frá Háskóla íslands. Var Auður, að ég held, þriðja íslenska konan til að ljúka því prófi. Með viljastyrk og krafti tókst að ná þessu markmiði. Voru þær mæðgur, Guðrún og Auður, mjög samrýndar alla tíð og stóðu saman í gegnum þykkt og þunnt. Eru börn Guðrúnar öll vel gift og eiga myndar börn, sem eflaust voru stolt ömmu sinnar. Aður en Guðrún giftist vann hún í Braunverslun, sem var þekkt vefnaðarvöruverslun hér í Reykja- vík áður fyrr. Minntist Guðrún oft þess tíma með ánægju. Guðrúnu var margt til lista lagt. Fyrst vil ég nefna matargerð, en þar var hún hinn mesti snillingur. Var hún oftsinnis fengin til að annast veislumat fyrir fólk, þótt ekki stundaði hún það sem atvinnu. Þá er að nefna hannyrðirnar, sem gripið var í þegar stund gafst frá amstri dagsins. Þá skóp hún margt listaverkið. Ptjónaði hún, saumaði og heklaði marga kjörgripi. Aldrei féll henni verk úr hendi, var sífellt að. Þá var Guðrún bókhneigð og fróð mjög, var það einkum ætt- fræði sem átti hug hennar. Guðrún var kona einkar fríð sýnum og bar sig eins og drottning í íslenska- búningnum sem hún klæddist ævinlega. Hún var ein- beitt og ákveðin, stundum nokkuð snögg upp á lagið, en hjartað var hlýtt. Það vissum við sem til þekkt- um. Heilsuleysi hijáði Guðrúnu mörg síðustu ár og bognaði þá bak hinnar hnarreistu konu, en andinn gaf sig ekki. Við Bergljót systir mín, sem var vinkona Guðrúnar yngri systur Auðar frá æskuárum, sendum, ásamt fjölskyldum okkar, innilegar samúðarkveðjur. Megið Guðrún Símonardóttir Bech hvíla í friði. Álfheiður Líndal Jóhann Þórðarson sjómaður - Minning Snemma morguns þann 1. maí síðastliðinn var ég vakinn og mér tjáð að Jói væri dáinn. Ég átti erf- itt með að trúa því. Hvílík harma- fregn. Mig setti hljóðan og ótal minningar brutust fram tengdar þessum góða mági mínum, sem alla tíð hafði að leiðarljósi staka góðvild og mannkærleika. Ég vil með nokkrum orðum minnast kærkom- ins mágs míns sem andaðist 1. maí síðastliðinn langt fyrir aldur fram, aðeins 29 ára gamall. Jóhann fæddist 23. júní 1961 í Reykjavík, sonur hjónanna Val- gerðar Sigurðardóttur og Þórðar Guðnasonar bifreiðastjóra á Stokkseyri. Hann ólst upp á góðu heimili á Stokkseyri, þar sem for- eldraást, kærleikur og góðmennska hefur verið höfð í fyrirrúmi. Ég kynntist Jóa er hann var ell- efu ára gamall. Hann var rólegur og yfirvegaður, ekki þessi galsi eins og oft vill vera með börn. Á unga aldri sótti hann kirkju á hveijum sunnudegi. Honum fannst gaman að umgangast börn, enda var hann barngóður. Börnin hændust að hon- um og hann lék sér við þau eins og hann ætti þau. Ég minnist Jóa sem góðs drengs, sem vildi allt fyr- ir alla gera. Það var sama hvað það var. Hann taldi það ekki eftir sér að skjótast í bæinn ef á þyrfti að halda. Það er margt hægt að tína til um vilja hans til að geta hjálpað öðrum. í mannfagnaði var Jói hrók- ur alls fagnaðar. Hann var kátur og ljúfur drengur. Hann var eftir- sóttur til vinnu. Allir vildu hafa hann, og sýnir það eitt að hann var dugnaðarmaður bæði til sjós og lands. Hann var mikið fyrir íþrótt- ir, og var virkur félagi í ungmenna- félaginu á Stokkseyri. Hann var formaður og um tíma gjaldkeri fé- lagsins. Hann fór um landið þvert og endilangt með fótboltaliði stað- arins. Það er óhætt að segja að hann væri allt í öllu. Það er mikill söknuður að missa svo góðan og kærleiksríkan ungan mann. Hann var yngstur barna þeirra Völu og Þórðar, en hin eru Elfar og Gerður. Ég votta Völu, Þórði og systkin- um hans dýpstu samúð mína, svo og öðrum aðstandendum bið ég blessunar Guðs, á þessum miklu sorgar tímum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V,Br.) Bjarni Hallfreðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.