Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 Skálholtsskóli: Námskeið í svínarækt A - fyrsta sinnar tegnndar á Islandi Laugarvatni. FYRSTA námskeið í svínarækt á ísiandi fór fram í Skálholti dagana 17. og 18. apríl sl. að frumkvæði Svínaræktarfélags Suðurlands og Búnaðarsam- bands Suðurlands í samvinnu við Bændaskólana á Hvanneyri. Námskeiðið sóttu um þrjátíu svínabændur af Suðurlandi og víðar. Námskeið í svínarækt hefur ekki verið haldið áður hér á landi. Aðal- fyrirlesari á námskeiðinu var norskur ráðunautur um svínarækt sem kom hingað gagngert fyrir Mývatnssveit: Lissy var vel tekið Björk, Mývatnssveit. KVENNAKÓRINN Lissy hélt söngskemmtun í Skjólbrekku sunnudaginn 5. maí. Stjórnandi var Margrét Bóasdóttir, undir- leik annaðist Ragnar L. Þor- grímsson. Einsöngvarar voru Hildur Tryggvadóttir, Sæunn Hreinsdóttir, Gunnfríður Hreiðarsdóttir og stjórnandinn, Margrét Bóasdóttir. Á söngskránni voru 16 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. , Söngnum var frábærlega.vel tekið og varð kórinn og einsöngvarar að endurtaka og syngja aukalög. Hús- fyllir var. Kórinn ráðgerir söngferðalag til útlanda í júlímánuði. Kristján. þetta násmkeið og fjallaði um þætti sem hafa áhrif á uppeldi, vöxt og fóðurnýtingu slátursvína og aðbúnað unggrísa. Aðrir fyrirlesarar voru Sævar Bjamhéðinsson frá Núpum í Ölfusi sem hefur gert tilraunir með mis- munandi fóðurstyrk handa slát- ursvínum. Pétur Sigtryggsson flutti fyrirlestur um kjötmælingar og athuganir sem hann hefur gert á svínabúum sem sýna að til eru misgóð kynbótadýr í íslenska stofninum og að ræktunarmögu- leikar eru fyrir hendi í stofninum. Hjónin Tómas Brandsson og Karen Jónsdóttir á Ormastöðum kynntu aðferðir sínar í skýrsluhaldi með aðstoð tölvu. Konráð Konráðs- son dýralæknir sagði frá sjúkdóms- vörnum og forvörnum í starfi í því sambandi. Hópurinn fór í heimsókn að Bjarnastöðum í Grímsnesi og skoð- aði svínabúið þar. Námskeiðið sóttu um þrjátíu svínabændur, flestir af Suðurlandi en einnig nokkrir utan þess. Stjórnandi námskeiðsins, Þor- steinn Ólafsson dýralæknir Búnað- arsambands Suðurlands og ráðu- nautur svínabænda, var ánægður með námskeiðið og taldi mjög til bóta að halda slík námskeið fyrir bændur í þeirra heimahéraði. „Þannig gefst fleiri bændum kost- ur á að sækja námskeiðin," sagði Þorsteinn. - Kári INNLENT Morgunblaðið/Kári Jónsson Hópur svínabænda og fyrirlesarar á fyrsta námskeiði í svínarækt í Skálholti 17.-18. apríl sl. Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Mikill verðmunur er milli fyr- irtækja sem annast bílamálun Qlrvmrmn vrr>y'r\í f\rv* NIÐURSTÖÐUR könnunar Verðlagsstofnunar á bílamálun sýna að mikill verðmunur er á milli þeirra fyrirtækja sem ann- ast bílamálun, en hæsta verðið er í langflestum tilvikum á höfuð- borgarsvæðinu. í fréttatilkynn- ingu frá Verðlagsstofnun segir að með því að leita tilboða náist mun lægra verð á þessari þjón- ustu en það verð sem almennt sé upp gefið, og þannig geti til dæmis hæsta verð samkvæmt verðlista fyrir alsprautun á litl- um evrópskum bíl verið allt að fimmfalt hærra en lægsta verð samkvæmt tilboði. Þá kemur fram að frá því svipuð könnun var gerð í júní á síðasta ári hafi orðið allt að 5-40% verðhækkun á bílamálun hjá nokkrum fyrir- tækjum, en sum fyrirtæki hafi hins vegar lækkað verðið hjá sér um allt að 20%. Verðlagsstofnun kannaði verð á bílamálun í marsmánuði síðastliðn- um hjá 21 fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu og 13 fyrirtækjurn á lands- byggðinni. Kannað var verð á al- sprautun og sprautun á einstökum bílhlutum á þremur algengum bíltegundum af mismunandi stærð. Verðið sem kannað var er eins kon- ar verðlistaverð, en algengt er að þeir sem annast bílamálun geri til- boð í verk og er þá gjarnan veittur mikill afsláttur frá verði samkvæmt verðlista. Jafnframt því sem verð samkvæmt verðlista var kannað var leitað tilboða hjá verkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í sprautun á tilteknum smábíl. Hæsta verð fyrir alsprautun á litlum bíl með tveggja þátta lit sam- kvæmt uppgefnu verði verkstæða reyndist vera 84% hærra en lægsta verð. Fyrir meðalstóran bíl var munurinn 78%, og fyrir stóran bíl var 107% munur á hæsta og lægsta verði. Ef aðeins er miðað við höfuð- borgarsvæðið er verðmunur milli hæsta og lægsta verðs á bilinu 32-56%. Þegar þau fyrirtæki í könnuninni sem eru á höfuðborgarsvæðinu voru beðin um að gera tilboð í alsprautun á tilteknum evrópskum smábíl reyndust þau vera mun lægri en verð samkvæmt almennu verði fyr- irtækjanna, og reyndist verðmunur- inn á hæsta og lægsta tilboði vera 233%. Verðmunur á hæsta og lægsta verði samkvæmt verðlista fyrir sprautun á framhurð á litlum bíl reyndist vera 82%, en fyrir með- alstóran bíl var verðmunurinn 90%, og fyrir stóran bíl var hann 44%. Sum fyrirtæki í bílamálun vinna hluta af vinnunni við bílinn í tíma- vinnu, en það á einkum við um undirbúningsvinnu og frágangs- vinnu. Þar er innifalin útseld vinna, verkfæragjald, trygging og virðis- aukaskattur, og reyndist munur á hæsta og lægsta verði vera 45% hvað þetta varðar samtals. í fréttatilkynningu Verðlags- stofnunar er tekið fram að ekki þurfi að vera um jafn góða þjón- ustu að ræða hjá verkstæðum, en gæðamunurinn á þjónustunni sé ekki nægileg skýring á verðmuni á henni. Þá segir að niðurstöður könnunarinnar gefi tilefni til að vekja athygli þeirra, sem kaupa þurfi þjónustu líka þeirri sem hér um ræðir, að leita verðtilboða í verk áður en þau eru unnin. VITASTÍG 3 ?m| JSÍMI623137 'JdL Laugard. 11. maí opið kl. 20-03 „SYNGJUM OKKUR HÁS“ Stuðhljómsveitin GALÍLEÓ Gullaldarrokk & popp Nýútkomið lag Galíleó kynnt - líklegur sumarsmellur „Syngjum okkur hás“ ÞAÐ VERÐUR STUÐ STUÐ STUÐ PÚLSINN -alltaf í stuði! Fer inn á lang flest heimili landsins! = 687111 11.17.25. MAI sagði Yoko Ono um stórsýninguna Rokkað á himnum? „Ég gat ekki hætt að klappa, ég skemmti mér konungtega" Heiðursmenn í Ásbyrgi Blúsmenn Andreu á Café Island Þrítrétta glæsilegur matseðill Fram koma: Ellý Vilhjálms, Þorvaldur Halldórsson, Pálmi Gunn- arsson, Rut Reginalds, Hermann Gunnarsson, Ómar Ragnarsson og Magnús Kjartansson. Leikstjóri: Egill Eðvaldsson SKEMMTIDAGSKRÁ sem byggir á söngferli hins vinsæla söngvara, Vilhjálms Vilhjálmssoriar. Húsið opnað kl. 19. Glæsilegur matseðill. Borðapantanir í síma 77500. Eftir skemmtidagskrá verð- ur dúndrandi dansleikur til kl. 3. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur. SYNING IKVOLD lEEICVANGUEI SIMI77500 Hefst kl. 13.30____________ ! Aðalvinningur að verðmæti_________ :_________100 bús. kr.______________ |f Heildarverðmæti vinninga um_________ TEMPLARAHOLLIN 300 þús. kr. Eiríksgötu 5 — S. 20010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.