Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 nKlA.lil/UOllOI/, fclk í fréttum VÍN Skenkjari skenkti með tilþrifum Meðal styrktaraðila að Fegurð- arsamkeppni íslands sem fram fór á dögunum var spænska víngerðin Croft Jerez S.A. og komu hingað til lands þrír fulltrúar henn- ar og eignarhaldsfélagsins sem er „Gilbey Wintners Ltd.“ í Lundún- um. Sérkennileg uppákoma fylgdi þátttöku Crofts við þetta tækifæri og segir myndin ekki nema hálfa söguna. Þjónninn á myndinni er spænskur, svokallaður „venciador“, en svo eru kallaðir spænskir vínskenkjarar sem bjóða gestum upp á veigarnar beint úr hundrað ára gömlum eikar- ámum. Þeir hella með miklum til- þrifum eins og myndin ber með sér, sveifla athyglisverðri ausu hátt í loft upp og reyna að hafa vínbun- una ekki mikið styttri heldur en einn meter. Aldargamalli ámu af því tagi sem um er rætt var komið fyrir á svið- inu á Hótel íslandi er lokakeppnin um íslenska fegurð fór fram. Var öllum gestum keppninar boðið upp á fordrykk úr kútnum og var skenkt með sveiflu... Morgunblaöið/1 heodór Hnáturnar leggja af stað í 500 metra hlaupið. Lengst til hægri er Hrafnhildur Hrafnsdóttir sem að sigraði. MANNAMÓT Hlaupið og grillað á Seleyrínni Nýverið stóð Ungmennasam- band Borgarfjarðar, UMSB, fyrir víðavangshlaupi á Seleyri handan Borgamess og af því tilefni bauð fijálsíþróttadeild Umf. Skal- lagríms fólki upp á gos og grillaðar pylsur. Frekar berangurslegt er á Seleyrinni og nokkur næðingur var þennan dag. Því var brugðið á það ráð að fá flutningabíl frá kaupfélag- inu sem söluvagn og til að mynda skjól fyrir grillið. Keppt var í fimm aldurshópum og hlaupið frá 500 metrum upp í 1.500 metra, eftir aldri. Yngsti keppandinn var 5 ára. TKÞ. Skenkjarinn skenkir með tilþrifum. Börn og fullorðnir gæddu sér á grilluðum pylsum eftir lystaukandi víðavangshlaupið. Fyrsti samlestur á „Gleðispili“ Kjartans Ragnarssonar. Kjartan Ragnarsson leik- stýrir í Þjóðleikhúsinu NÚ ERU að hefjast í Þjóðleik- húsinu æfingar'á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson. Þetta verður fyrsta leiksýningin sem Stef- án Baldursson nýráðinn Þjóðleik- hússtjóri mun hafa veg og vanda af. Á þriðja tug leikara taka þátt í sýningunni en með helstu hlutverk fara Sigurður Siguijónsson, Örn Árnason og Ólafía Hrönn Jónsdótt- ir. Leikmyndina gerir Grétar Reyn- isson, Stefánía Adolfsdóttir sér um búninga og Jóhann G. Jóhannsson sér um tónlistina. Kjartan Ragnars- son leikstýrir og er þetta í fyrsta skipti sem hann stjórnar leiksýn- ingu í Þjóðleikhúsinu. Leikurinn „Gleðispilið“ gerist í Kaupmannahöfn, París og á íslandi á 18. öld. Aðalpersónan er Sigurður Pétursson sýslumaður og leikskáld, en vinur hans og verndari, Geir Vídalín leikskáld og síðar biskup, hefur einnig miklu hlutverki að gegna. Upplýsingin er á næsta leiti, nýj- ar hugmyndir eru að festa rætur og evrópski aðallinn er að missa tökin. Sigurður Pétursson verður sem ungur námsmaður fyrir sterk- um áhrifum af hugmyndaólgunni en réttlætiskennd hans á enga sam- leið með dönsku yfii’valdi þótt hann sé umboðsmaður þess. Frumsýning- in er áætluð í septemberlok. Vestmannaeyingar Hið árlega veislukaffi Kvenfélagsins Heimaeyjar verður haldið á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 12. maíkl. 14.00. Allir Vestmanneyingar velkomnir. Stjórnin. AF6REIBSLUTIMI Á tímabilinu 13. maí til 30. september er skrifstofa BSRB opin frá kl. 8-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.