Morgunblaðið - 11.05.1991, Page 50

Morgunblaðið - 11.05.1991, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 nKlA.lil/UOllOI/, fclk í fréttum VÍN Skenkjari skenkti með tilþrifum Meðal styrktaraðila að Fegurð- arsamkeppni íslands sem fram fór á dögunum var spænska víngerðin Croft Jerez S.A. og komu hingað til lands þrír fulltrúar henn- ar og eignarhaldsfélagsins sem er „Gilbey Wintners Ltd.“ í Lundún- um. Sérkennileg uppákoma fylgdi þátttöku Crofts við þetta tækifæri og segir myndin ekki nema hálfa söguna. Þjónninn á myndinni er spænskur, svokallaður „venciador“, en svo eru kallaðir spænskir vínskenkjarar sem bjóða gestum upp á veigarnar beint úr hundrað ára gömlum eikar- ámum. Þeir hella með miklum til- þrifum eins og myndin ber með sér, sveifla athyglisverðri ausu hátt í loft upp og reyna að hafa vínbun- una ekki mikið styttri heldur en einn meter. Aldargamalli ámu af því tagi sem um er rætt var komið fyrir á svið- inu á Hótel íslandi er lokakeppnin um íslenska fegurð fór fram. Var öllum gestum keppninar boðið upp á fordrykk úr kútnum og var skenkt með sveiflu... Morgunblaöið/1 heodór Hnáturnar leggja af stað í 500 metra hlaupið. Lengst til hægri er Hrafnhildur Hrafnsdóttir sem að sigraði. MANNAMÓT Hlaupið og grillað á Seleyrínni Nýverið stóð Ungmennasam- band Borgarfjarðar, UMSB, fyrir víðavangshlaupi á Seleyri handan Borgamess og af því tilefni bauð fijálsíþróttadeild Umf. Skal- lagríms fólki upp á gos og grillaðar pylsur. Frekar berangurslegt er á Seleyrinni og nokkur næðingur var þennan dag. Því var brugðið á það ráð að fá flutningabíl frá kaupfélag- inu sem söluvagn og til að mynda skjól fyrir grillið. Keppt var í fimm aldurshópum og hlaupið frá 500 metrum upp í 1.500 metra, eftir aldri. Yngsti keppandinn var 5 ára. TKÞ. Skenkjarinn skenkir með tilþrifum. Börn og fullorðnir gæddu sér á grilluðum pylsum eftir lystaukandi víðavangshlaupið. Fyrsti samlestur á „Gleðispili“ Kjartans Ragnarssonar. Kjartan Ragnarsson leik- stýrir í Þjóðleikhúsinu NÚ ERU að hefjast í Þjóðleik- húsinu æfingar'á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson. Þetta verður fyrsta leiksýningin sem Stef- án Baldursson nýráðinn Þjóðleik- hússtjóri mun hafa veg og vanda af. Á þriðja tug leikara taka þátt í sýningunni en með helstu hlutverk fara Sigurður Siguijónsson, Örn Árnason og Ólafía Hrönn Jónsdótt- ir. Leikmyndina gerir Grétar Reyn- isson, Stefánía Adolfsdóttir sér um búninga og Jóhann G. Jóhannsson sér um tónlistina. Kjartan Ragnars- son leikstýrir og er þetta í fyrsta skipti sem hann stjórnar leiksýn- ingu í Þjóðleikhúsinu. Leikurinn „Gleðispilið“ gerist í Kaupmannahöfn, París og á íslandi á 18. öld. Aðalpersónan er Sigurður Pétursson sýslumaður og leikskáld, en vinur hans og verndari, Geir Vídalín leikskáld og síðar biskup, hefur einnig miklu hlutverki að gegna. Upplýsingin er á næsta leiti, nýj- ar hugmyndir eru að festa rætur og evrópski aðallinn er að missa tökin. Sigurður Pétursson verður sem ungur námsmaður fyrir sterk- um áhrifum af hugmyndaólgunni en réttlætiskennd hans á enga sam- leið með dönsku yfii’valdi þótt hann sé umboðsmaður þess. Frumsýning- in er áætluð í septemberlok. Vestmannaeyingar Hið árlega veislukaffi Kvenfélagsins Heimaeyjar verður haldið á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 12. maíkl. 14.00. Allir Vestmanneyingar velkomnir. Stjórnin. AF6REIBSLUTIMI Á tímabilinu 13. maí til 30. september er skrifstofa BSRB opin frá kl. 8-16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.