Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGAIIDAGUR 11. MAÍ 1991 29 Forseti Azerbajdzhans: Samningar við Armena um Nagomo-Karabak útilokaðir Bakú, Kazakh. The Daily Telegraph, Reuter. FORSETI sovétlýðveldisins Azerbajdzhans hét því í vikunni að herða baráttuna gegn „armenskum hryðjuverkamönnum" og vísaði á bug áskorunum um að hafnar yrðu samningaviðræður við Armena um hið umdeilda hérað Nagorno-Karabak þar sem íbúarnir, að mestu Armen- ar, vilja sameinast Armeníu. Hann segir Sovétstjórnina hafa brugðist allt of seint við til stuðnings Azerum. íbúar í bæjum og þorpum í norð-vesturhluta landsins, við landamærin að Armeníu, segja að Arm- enar geri skyndiárásir á byggðir Azera með eldflaugum. Talsmaður kommúnista í þessum landshluta segir að íbúarnir myndu verða að yfirgefa svæðið ef ekki kæmi til vernd sovéskra skriðdreka. Bqrist í Kákasws. Armeníustjórn segir sov- éskar herþyrlur hafa haldið uppi hálftímalangri árás á þorpið Paravakar. Deilt hefur verið um Nagorno- Karabak öldum saman en meðan stalínisminn ríkti í Sovétríkjunum komust slík mál sjaldan upp á yfir- borðið. Deilurnar blossuðu aftur upp 1988 og er talið að um 300 manns hafi fallið í átökum Armena, sem eru kristnir, og Azera sem eru múhameðstrúar. Héraðið er umluk- ið landi Azera sem fengu þar yfir- ráð að launum fyrir að styðja bols- évikka í byltingunni. Hermenn sov- éska innanríkisráðuneytisins hafa að undanförnu aðstoðað vopnaðar sveitir Azera í árásum á þorp Ar- mena; markmið árásanna er sagt vopnaleit. Tugir manna hafa fallið síðustu daga og fjöldi Armena hef- ur auk þess verið fluttur á brott með þyrlum. Levon Ter-Petrosjan, forseti Armeníu, segir að um nauð- ungarflutninga sé að ræða og telur auk þess Gorbatsjov vera að reyna að velta úr sessi löglegri stjórn Armeníu, þar sem kommúnistar misstu völdin í frjálsum kosningum. Ástæðan sé einföld; fullt sjálfstæði er á stefnuskrá Armeníustjórnar. Ætlunin sé að refsa Armenum fyr- ir uppsteytinn. Stjórnvöld í Áz- erbajdzhan eru hins vegar í hópi stjórna níu Sovétlýðvelda er hafa í hyggju að undirrita nýjan sam- bandssáttmála að undirlagi Sovét- forsetans. Kommúnistastjórnin hef- Leiðrétting Þau mistök urðu við vinnslu gi-einar af erlendum vettvangi sem birtist á miðopnu blaðsins á fimmtu- dag að síðasta línan féll út. Rétt hljóðar síðasta málsgreinin svo: „Af þessum sökum hefði ekkert komið fram sem benti til þess að raunveru- legur ni^urskurður væri á döfinni í varnarstöðinni í Keflavík þó svo við blasti að dregið yrði verulega úr herstyrk Bandaríkjanna á meg- inlandi Evrópu." ur eftir nokkrar þrengingar eflst í Azerbajdzhan á ný vegna eindreg- innar þjóðernisstefnu flokksins og sovéskir harðlínumenn draga nú opinberlega taum Azera í deilunni við Armena. Sovétstjórnin með Gorbatsjov í fararbroddi hefur lagst á sömu sveif síðustu dagana. Samningar útilokaðir Fréttamaður breska blaðsins Daily Telegraph náði nýlega viðtali við Ajaz Mútalíbov, forseta Az- erbajdzhans, er sagðist hafa kvart- að yfir of litlum stuðningi er hann ræddi við Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétforseta í Kreml í síðustu viku. Mútalíbov var heitt í hamsi í við- talinu. Hann sagði Armena vera eina um að nota orð á borð við stríðsyfirlýsingar; Azerar væru á hinn bóginn aðeins að veija landa- mæri sín. „Við munum uppræta Franjo Tudjman, forseti Króatíu, lofaði samvinnu við herinn en sagði að króatíska lögreglan yrði ekki afvopnuð og hann áskildi sér rétt til að senda fleiri lögreglumenn til óróasvæða ef átök brytust út að nýju. Leiðtogar serbneska minni- hlutans í Króatíu fögnuðu samkom- ulaginu, en Milan Martic, lögreglu- stjóri í héraði þeirra, sagði að Ser- bar myndu ekki láta vopn sín af hendi fyrr en Króatar gerðu það. Milan Babic, leiðtogi Serba í hér- þessa glæpamenn," sagði hann um armensku skæruliðana sem berjast við Sovéthermenn og herlið Azera. Forsetinn hélt því fram að sovésk og vestræn blöð hefðu að mestu látið hjá líða að skýra frá röksemd- um Azera. Hann sagði kröfur um samninga vegna Nagorno-Kara- aðinu Krajina í suðurhluta Króatíu, kvaðst reiðubúinn að ræða við leið- toga Króata um ágreiningsmál þeirra. „Serbar í Krajina og Króatíu geta verið ánægðir með ákvörðun forsætisráðsins vegna þess að her- inn og júgóslavneska lögreglan eiga eftir að binda enda á villimennsk- una,“ sagði Babic. Hann krafðist þó þess að yfirvöld í Króatíu frestuðu þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð lýðveldisns, sem fyrirhuguð er 19. maí, þar sem hún gæti stuðl- að að borgarastyijöld. Króatískir baks út í hött og líkti málinu við deilur frönskumælandi Quebec-búa við alríkisstjórnina í Kanada. „Hvað myndi umheimurinn segja ef [Fran- cois] Mitterrand Frakklandsforseti krefðist þess að [Brian] Mulroney, forsætisráðherra Kanada, ræddi við hann um málefni Quebec?“ embættismenn höfnuðu þessari kröfu. Fréttamenn í Júgóslavíu skýrðu frá því í gær að vegatálmar, sem reistir voru við þorp í austurhluta Króatíu, þar sem átökin voru einna hörðust, hefðu verið teknir í burtu. Þorpsbúar námu einnig á brott vegatálma umhverfis bæinn Listica í lýðveldinu Bosníu-Herzegovínu, og hleyptu skriðdrekum framhjá eftir að hafa haldið vegunum lokuð- um í þrjá daga. Ta/yug'-fréttastofan greindi frá skothríð og tveimur sprengingum í bænum Borovo í austurhluta Króatíu en sagði að enginn hefði særst og allt væri með kyrrum kjörum í nágrannabæjun- um. Rudolf Serkin Píanóleikar- inn Rudolf Serkin látinn Boston. Reuter. PÍANÓLEIKARINN Rudolf Serkin lést á miðvikudag í Vermont í Bandaríkjunum. Banamein hans var krabba- mein. Serkin kom nokkrum sinnum til Islands og lék hér á tónleikum, fyrst á fimmta áratugnum með tengdaföður sínum, fiðluleikaranum Adolf Busch, en síðar einn. Serkin fæddist árið 1903 í austurrísku þorpi sem nú er innan landamæra Tékkósló- vakíu og kom fyrst fram opin- berlega 6 ára gamall. Hann lék fyrst í Bandaríkjunum árið 1936, þá einleik með Fíl- harmóníuhljómsveit New York- borgar. Hann kenndi í 36 ár við við Curtis-tónlistarháskól- ann í Fíladelfíu og var lengi stjórnandi hans. Serkin var stofnandi tón- listarhátíðarinnar í Marlboro í Vermont árið 1949 og átti hún hug hans og hjarta um árarað- ir. Fjölmargir heimsfrægir tón- listarmenn, s.s. Pablo Casals, Alexander Schneider Jaime og Ruth Laredo hafa komið fram á hátíðinni. Að sögn Rögnvalds Sigur- jónssonar píanóleikara var Serkin ákaflega hlýtt til íslands og höfðu hann og fjölskylda hans mikil tengsl við íslendinga allt frá því Serkin kom hingað fyrst með tengdaföður sínum. Serkin eignaðist góða vini á ferðum sínum hingað og opnaði hann heimili sitt í Bandaríkjun- um fyrir þeim. Þjóðaólgan í Júgóslavíu í rénun: Herinn stillir til friðar Belgrad. Reuter. ÞJÓÐAÓLGAN í Júgóslavíu virtist í rénun í gær eftir að forsætisr- áð landsins hafði komist að samkomulagi um að fela hernum að binda enda á átök Serba og Króata, sem kostað hafa átján menn lífið. Ymis ágreiningsmál stefndu þó samkomulaginu í hættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.