Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 Nýrri ríkisstjórn fylgt úr hlaði eftir Björn Bjarnason Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson stóðu skipulega að myndun ríkisstjórnarinnar. Á mettíma tókst þeim að ná sam- komulagi um stefnuyfírlýsingu, skiptingu ráðuneyta og skipan manna í þau. Síðan var ýtt úr vör og hafín sameiginleg sigling sem allir stuðningsmenn stjórnarinnar vona að standi í fjögur ár og marg- ir segja að þurfí að vara lengur til að ná þeim árangri sem að er stefnt. Þeir framtíðardraumar rætast ekki nema vel takist til á fyrstu vikum og mánuðum ferðarinnar. Auðvitað voru ekki öll ágreiningsatriði milli stjórnarflokkanna leyst á þessum skamma tíma, eins og þegar hefur komið fram á þeim fáu dögum sem ríkisstjórnin hefur starfað. Sum þessara atriða hverfa aldrei úr sög- unni. Mestu skiptir að staðið verði að úrvinnslu einstakra verkefna á grundvelli gagnkvæms trausts. Þegar rætt er um, hvers vegna tókst svo fljótt og vel að mynda þessa ríkisstjórn, má staldra við fjögur atriði til skýringar á því. 1. Kosningaúrslitin voru á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn gat valið á milli þriggja flokka um tveggja flokka stjórnarsamstarf. Sjálfstæðismenn fTáðu þannig höf- uðmarkmiði sínu í kosningabarátt- unni, nægum þingstyrk til að geta boðið annan kost en sundurlynda ijölflokkastjórn. Alþýðuflokkurinn var fyrsti samstarfskostur sjálf- stæðismanna, Alþýðubandalagið annar og Framsóknarflokkurinn þriðji. 2. Strax eftir úrslit kosninganna lá fyrir, að ekki var áhugi hjá Al- þýðuflokknum á að halda áfram samstarfi við Alþýðubandalag og Framsóknarflokk, hvorki með naumum meirihluta þessara þriggja flokka á þingi né í samstarfí við Kvennalistann. í upphafi kosninga- baráttunnar hafði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, ráðist harkalega á Alþýðu- flokkinn og Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra fyrir störf hans og stefnu í álmálinu. Undir !ok baráttunnar var Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, í einkastríði við Jón Baldvin Hanni- balsson út af Evrópubandalaginu. 3. Davíð Oddsson var sjálfum sér samkvæmur allt frá fyrsta degi í umræðum um nýja stjóm undir for- ystu sjálfstæðismanna. Hann hvik- aði aldrei frá þeim ásetningi sínum að hefja fyrst viðræður við Alþýðu- flokkinn, fengi hann umboð til stjómarmyndunar. Þegar sjálfstæð- ismenn svöruðu fyrirspurn og sögðu, að þeir gætu fallist á að Alþýðuflokkurinn fengi 5 ráðherra af 10 skapaðist samstarfsgi’und- völlur á milli flokkanna. Eftir að Davíð fékk umboðið um klukkan 18 föstudaginn 26. apríl sagðist hann ætla að gefa sér fjóra daga til að mynda stjóm með Alþýðu- flokknum. Mönnum var ljóst, að við þessa yfirlýsingu yrði staðið. Stjórnin tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi klukkan 14 þriðju- daginn 30. apríl. 4. Sjálfstæðismenn óskuðu eftir að samin yrði stutt stefnuyfírlýsing ríkisstjórnarinnar í stað ítarlegs stjórnarsáttmála. Ef ekki hefði ver- ið fallist á þá ósk, hefðu flokkarnir þurft að skipa viðræðu- og sérfræð- ingahópa til að ráða ráðum sínum og semja um orðalag á flóknum texta. Slík vinnubrögð hefðu óhjá- kvæmilega tafið stjórnarmyndunina og spillt þeim ásetningi, að um hana væri samið í viðræðum flokks- formannanna. Hótanir Alþýðubandalagsins Þegar ljóst var, að Alþýðuflokk- urinn hafði ekki áhuga á að starfa áfram í vinstri stjórn, hófu alþýðu- bandalagsmenn harða hríð að flokknum. Ymsir fyrrum alþýðu- bandalagsmenn, sem höfðu gengið til liðs við Alþýðuflokkinn, töldu sig hafa ráð nýja flokksins í hendi sér. Björn Bjarnason „Auðvitað voru ekki öll ágreiningsatriði milli stjórnarflokkanna leyst á þessum skamma tíma, eins og þegar hefur komið fram á þeim fáu dögum sem ríkisstjórn- in hefur starfað. Sum þessara atriða hverfa aldrei úr sögunni. Mestu skiptir að staðið verði að úrvinnslu ein- stakra verkefna á grundvelli gagnkvæms trausts.“ Var ætlunin að gera atlögu að for- ystu og þingmönnum Alþýðuflokks- ins með fjöldamótmælum, sím- hringingum í Þjóðarsál rásar 2 og fundi á Hótel Borg. Allt rann þetta út í sandinn. Reiði Ólafs Ragnars Grímssonar leyndi sér ekki þegar hann birtist á sjónvarpsskjánum og vissi að aðförin að Alþýðuflokknum hafði místekist. Eftir þessa misheppnuðu hótana- herferð gripu þeir Ólafur Ragnar og Svavar Gestsson til þess ráðs að ógna ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar með verkalýðshreyfingunni. Verður forvitnilegt að fylgjast með því, hvort forystumenn í hreyfing- unni á borð við þá Ásmund Stefáns- son og Ögmund Jónasson láta flokkspólitíska hagsmuni Alþýðu- bandalagsins ráða störfum sínum og stefnu, þótt umbjóðendur þeirra séu í öllum stjórnmálaflokkum. Er greinilega ætlun forystumanna Al- þýðubandalagsins að kynda undir ófriði á vinnumarkaðinum og skella síðan skuldinni á ríkisstjórnina. Þetta er gömul aðferð, sem þjónar hvorki þjóðarhagsmunum né þjóð- arsátt. Stjórnarþátttaka Alþýðubanda- lagsins síðan haustið 1988 hefur dugað Ólafi Ragnari Grímssyni til að breiða yfír djúpstæðan ágreining um menn og málefni innan flokks- ins. Ráðherrasósíalisminn er hins vegar ekki lengur sameiningartákn flokksins og kunna því brestimir að koma fljótlega í ljós. Alþýðu- bandalagsmönnum og Þjóðviljanum tókst vel að leyna fortíð sinni og sögu í kosningabaráttunni. Er þó ástæðulaust að falla frá kröfunni um að þessi gamli kommúnista- flokkur geri grein fyrir stöðu sinni við gjörbreyttar aðstæður eins og bræðraflokkar hans víða um lönd hafa þegar gert. Þótt Alþýðubandalagið fengi næstminnsta fylgi í þessum kosn- ingum síðan það var stofnað 1956, mælti ýmislegt með því að Sjálf- stæðisflokkurinn gengi til stjórn- arsamvinnu við það. Þegar sjálf- stæðismenn ræddu í sinn hóp, hvort þeir ættu að stofna til slíks sam- starfs, hikuðu hins vegar margir, ekki síst vegna fortíðar Alþýðu- bandalagsins og þeirrar staðreynd- ar, að þar eru menn enn í áhrifa- stöðum, sem hafna alfarið öllum umræðum um fortíðina eða uppgjör við hana. Framsókn í nýrri stöðu í fyrsta sinn síðan sumarið 1971 eru framsóknarmenn varanlega ut- an ríkisstjómar. Þegar minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins sat um ára- mótin 1979/80 gátu framsóknar- menn bærilega sætt sig við að vera utan stjórnar, af því að þeir lifðu í voninni um að komast fljótlega í hana að nýju. Sú von rættist í febrú- ar 1980, þegar Gunnar Thoroddsen myndaði ráðuneyti sitt. Athyglisvert er hve Steingrímur Hermannsson hlaut slæma útreið í kjördæmi sínu, Reykjaneskjör- dæmi. Þá ber það vott um að staða Steingríms hafi breyst, að Ólafur Ragnar bauð Jóni Baldvini embætti forsætisráðherra, ef hann vildi halda áfram í vinstri stjórn. Loks bendir það til breyttra aðstæðna innan Framsóknarflokksins að Halldór Ásgrímsson, varaformaður hans, skuli hafa haft frumkvæði að fundi með Jóni Baldvini í vik- unni eftir kosningar, til að ræða við hann um forystu í nýrri ríkis- stjórn og mistök framsóknar í kosn- ingabaráttunni, þegar þeir gerðu atlögu að Alþýðuflokknum vegna Evrópubandalagsins. Var Stein- grímur upphafsmaður þeirra stór- deilna með yfirlýsingum á Akureyri 7. apríl síðastliðinn. Framsóknarmenn lögðu upp í kösningabaráttuna með andstöðu sína við EB sem aðaltrompið. Þeir héldu ákaflega illa á spilunum, svo illa að varaformaður þeirra talaði um mistök að loknum kosningum. Meðal framsóknarmanna er ágrein- ingur um málið, ekki aðeins um afstöðuna til EB heldur einnig til evrópska efnahagssvæðisins. Hefur þetta einkum birst í deilum Tímans við Steingrím Hermannsson um gildi evrópska efnahagssvæðisins. Nú dregur Tíminn raunar_einnig í efa að stór orð Halldórs Ásgríms- sonar um stuðning Þjóðveija við sérstöðu okkar í sjávarútvegsmál- um og Steingríms um stuðning Frakklandsforseta eigi við rök að styðjast. Snýst Framsóknarflokkur- inn ef til vill gegn evrópska efna- hagssvæðinu sem Steingrímur hef- ur þó stutt til þessa? Umskiptin eru ekki auðveld fyrir Framsóknarflokkinn. Ekki bætir úr skák að SÍS, sem löngum hefur verið bakhjarl flokksins, hefur allt aðra stöðu nú en þegar framsóknar- menn voru í stjórnarandstöðu fyrir 20 árum. Skjót umskipti Atburðarásin hefur verið ör í íslenskum stjórnmálum undanfarn- ar vikur. Breytingarnar hafa orðið mestar innan Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson var kjörinn formað- ur í flokknum hinn 10. mars. Hann vinnur nú að því sem forsætisráð- herra að velja nýjan borgarstjóra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Um helmingur 26 manna þingflokks sjálfstæðismanna hefur aldrei setið á Alþingi áður, þrír af fimm ráð- herrum flokksins sitja í fyrsta sinn í ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn sættu gagnrýni í kosningabaráttunni fyrir að setja ekki fram skýra stefnu. Þeir höguðu málflutningi sínum markvisst á þann veg, að athyglin beindist frem- ur að stjórnarflokkunum og störfum þeii-ra en stefnunni, sem mótuð var á landsfundinum og er í senn skýr og rökrétt. Kosningabaráttan þró- aðist á þann veg að stjórnarflokk- arnir lentu í svo hörðum átökum, að alþýðuflokksmenn vildu ekki halda áfram vinstra samstarfinu. Þeir kynntust því síðan í stjórnar- myndunarviðræðunum, að auðvitað hefur Sjálfstæðisflokkurinn ákveðna stefnu. Umskiptin í stjórnmálalífinu hafa verið svo skjót, að hvorki þátttak- endur í atburðunum né áhorfendur hafa enn áttað sig á þeim til fulls. Því fer fjarri að öll áhrif breyting- anna séu komin í ljós. Má með sanni segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ráðið mestu um þáttaskilin sem orðið hafa í stjórnmálalífinu. Flokk- urinn hefur í senn endurheimt gamlan styrk sinn og sjálfstraust. Höfundur er alþingismaóur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. VANDIÐ MEÐFERÐ HÚSBRÉFA Komið hefur í Ijós, að nokkur misbrestur er á því, að frágangur á húsbréfum sé nægilega góður hjá ýmsum þeim aðilum, sem hafa hann með höndum. Gildir það jafnt um einstaklinga sem fjármálastofnanir. Formsatriðum er í ýmsum tilvikum ekki fullnægt, t.d. vantar stundum heimilisfang framseljanda og/eða dagsetningu framsals. Þá hefur borið við, að formlegt umboð fylgi ekki húsbréfi þegar það er framselt af öðrum en eiganda. Af þessu tilefni skal það brýnt fyrir öllum þeim, sem annast meðferð húsbréfa, þ.á.m. framsal þeirra, að útfylla þau til fulls og hlíta í hvívetna ákvæðum 3. gr. reglugerðar um útgáfu á hlutaðeigandi húsbréfaflokki. Sé húsbréf framselt, samkvæmt umboði, verðurformlegt umboð að fylgja húsbréfinu, framsali til sönnunar. Löggiltir verðbréfasalar geta þó framselt samkvæmt geymdu umboði, sbr. 5. gr. I. um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði, nr. 20/1989. Reykjavík, 2. maí 1991, Óh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.