Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.05.1991, Blaðsíða 24
24 MQRGUNBUKÐIÐ-LAUGARDAGUR llt MAÍ .1991 Aukapóstganga á af- mæli póstsins 13. maí eftirHeimi Þorleifsson Næstkomandi mánudag, 13. maí, eru liðin 215 ár, síðan Kristján kon- ungur VII gaf út tilskipun um póst- ferðir á íslandi. Af því tilefni mun þennan dag verða aukagöngudagur í póstgöngu Útivistar. Verður gengið frá Keflavíkur til Bátsenda og þaðan til Grindavíkur. Tilskipan Kristjáns VII frá 13. maí 1776 um póstferðir á íslandi átti sér auðvitað nokkurn aðdrag- anda og síðan varð framkvæmd hennar með ólíkindum. Verður stutt- lega að þessu vikið hér til leiðbeining- ar þeim, sem í póstgönguna fara. Danska póstþjónustan Kristján konungur IV var faðir hins opinbera danska póstkerfis, en það stofnaði hann með tilskipun 24. desember 1624. Talið er að tilgang- urinn með því að stofna til opinberr- ar póstþjónustu hafi verið tvíþættur og hann var sá að greiða leið opin- berra bréfa og tilskipana og að hjálpa verzlunarstéttinni til þess að auka viðskipti sín. Nú var það svo, að Danir höfðu áður kynnst merkilegu póstþjónustukerfí, sem var í einka- eign. Það var þjónusta ættanna Turn og Taxis í þýzka keisaradæminu, en sú póstþjónusta er talin hafa byrjað árið 1590. Var400 ára afmælisþessa kerfís rækilega minnzt á síðasta ári, en einn angi þess var á milli Ham- borgar og Kaupmannahafnar. Hvergi verður þess vart, að Kristján IV eða næstu arftakar hans hafí hugsað sér að láta danska póstkerfíð ná til íslands. Það var líka einokunar- verzlun, kaupstaðir engir og helzt þörf fyrir að flytja embættisbréf. Það var líka sjálft Rentukammerið, sem tók fyrsta marktæka skrefíð í þá átt að koma upp póstsamgöngum á ís- landi, en Landsnefndin fyrri hafði áður verið með tillögur í þessa átt. Rentukammerið vill póstþjónustu á Islandi I bréfí Rentukammers 1774 til Thodals stiptamtmanns er settur fram sá vilji kammersins að komið verði á betra bréfasambandi milli íslands og Kaupmannahafnar en unnt sé með verzlunarskipunum, Þá þurfti að koma á föstum ferðum frá sýslumannssetrunum úti á landi til Bessastaða. Rentukammerið bað Thodal um að gera tillögur um þessi mál þ. á m. hvar væntanlegt póstskip gæti haft vetrarlægi. Thodal sendi tillögur sínar sama ár og gerði hann ráð fyrir, að sýslumenn yrðu bréf- hirðingarmenn og þeir sendu bréfin sín á milli til Bessastaða, en ekki var gert ráð fyrir fastráðnum póstum. Skipalægi taldi Thodal bezt í Hafnar- firði. Tilskipunin frá 13. maí 1776 er unnin upp úr tillögum Thodals og að líkindum hefur Jón Eiríksson, embættismaður í Rentukammeri, átt sinn þátt í henni. Tilskipunin er í sjö greinum og er þar talað um póstferð- ir úr öllum landshlutum til Bessa- staða. Flytja á embættisbréf án greiðslu, en hins vegar átti að greiða undir önnur bréf. Gjaldskrá vantaði hins vegar alveg. Nú hefði mátt ætla, að stiptamtmaður kæmi póst- þjónustunni strax af stað í samræmi við konunglega tilskipun, en svo varð alls ekki. Raunin varð sú, að á ís- landi var póststofnun án póstþjón- ustu í tæplega 6 ár. Póststofnun án póstþjónustu Erfítt hefur reynzt að átta sig á því, hvers vegna enginn póstur var á ferðinni á Islandi árin 1776-1782. Því hefur verið haldið fram, að Thod- al hafí verið píndur tiþ að gera tillög- ur um póstþjónustu á íslandi og hann hafí aldrei haft áhuga á henni eða jafnvel verið henni mótfallinn. Þessi kenning um mótspyrju Thodals kem- ur illa heim við þá almennu skoðun, að hann hafí verið með betri stipt- amtmönnum á íslandi. Hvers vegna skyldi hann þá hafa verið á móti svo eindregnu framfaraskrefi í stjóm- sýslu og verzlun sem stofnun póst- þjónustu var? Nei, hitt er öllu lík- legra, að hann hafí verið svo hag- sýnn að vilja bíða eftir því, að settar væru reglur um burðargjöld fyrir bréf og hann hafí einnig viljað, að ráðnir yrðu fastir landpóstar með launum beint úr opinberum sjóði en ekki notazt við sendimenn milli sýslu- mannssetra. Fyrra atriðinu var ráðið til lykta í hans stiptamtmannstíð og hófust þá brátt takmarkaðar póst- ferðir en hinu síðara ekki fyrr en eftir að embættisferli hans á Islandi var lokið. Þá loks gat eiginleg póst- þjónusta í landinu hafizt. Tilskipun um burðargjöld var sett árið 1779 og með bréfí Rentukammers 1786 var loks tekin ákvörðun um fastar launagreiðslur til landpósta. Þá var kominn nýr stiptamtmaður, Hans Christian von Levetzow, sem telja verður helzta umbótamann í íslenzk- um póstmálum á 18. öld. Levetzow vill fá póstferðir til verzlunarstaða Þegar Levetzow kom til islands vorið 1785 hafði verið farin ein hálf- misheppnuð póstferð um Vestfírði (1782) og Stefán Þórarinsson amt- maður hafði komið á póstferðum milli Norðurlands og Bessastaða (1783 og 1784). Ferðir Norðurland- póstsins voru einu reglubundnu póst- ferðimar, sem komnar voru af stað. Á Alþingi um sumarið 1785 hefur Levetzow væntanlega frétt hjá Ste- fáni amtmanni, að póstsamgöngur væru komnar í gott horf norðanlands en sunnanlands og vestan væru þær ekki í gangi. í bréfí, sem stiptamt- maður skrifaði Rentukammerinu í ágúst, heldur hann því fram, að í ljósi þeirrar reynslu, sem fengizt hafí, sé rétt að gera vissar endurbæt- ur á því póstkerfi, sem setja átti á laggimar. Þetta yrði fólgið í því, að ekki yrði aðeins farið á milli sýslu- mannssetra, heldur einnig milli verzl- Cil Z)i gllWíj} Lauritz Aadreas rrhodal 330« tci ©tiftamtmani) o#et 3élan6, famt amt» man# ootr Sonten 03 33efter=?tmtet fam= mtfltM; 0g fií eifftlig Ole Stephen- fen asotté amtmant ooet SRotb* 03 Sftet.amtct-, a n I œ g til ett sþoftoitfens gnbtttiiing nW 3*lonb. itpft j Rapp»#»a( SUgnoí SRobttj 17U. Tilkynningin um póststofnun á Islandi, prentuð í Hrappsey 1782. unarstaða landsins. Pósturinn ætti þannig ekki bara að þjóna embættis- kerfínu, heldur einnig verzlun og við- skiptum í landinu. Levetzow hafði ekki eirð í sér til þess að bíða eftir niðurstöðum Rentu- kammers, heldurákvað haustið 1785 að ráða mann til póstferða um Suður- amtið og að láta hann fara um verzl- unarstaðina en ekki bara milli sýslu- mannssetra. Nýi pósturinn hét Sig- valdi Sæmundsson og hann lagði af stað með 13 bréf frá Bessastöðum og var póstlistinn undirritaður 24. október 1785. Ekki er ljóst, hvenær hann nákvæmlega lagði upp, en til Keflavíkur kom hann 26. október og var afgreiddur þar samdægurs. Fór sú afgreiðsla fram með þeim hætti, að H. Jacobæus kaupmaður sendi frá sér tvö bréf, annað til H. Hansens, verzlunarstjóra í Grindavík og hitt til P. Grönholts kaupmanns á Beru- fírði. Greiddi Jacobæus 2 skildinga fyrir bréfíð til Grindavíkur en 6 skild- inga fyrir það, sem átti að fara alla leið til Berufjarðar. Næsti áfangi póstleiðarinnar var frá Keflavík til Bátsenda, en þar var þá verzlunar- staður, sem eyddist svo í miklu sjáv- arflóði tæpum 14 árum seinna. Þang- að var komið 28. október og þar hét kaupmaður Dines Jespersen. Hann fékk með póstinum bréf frá Levetzow stiptamtmanni en þurfti hins vegar ekki að senda frá sér bréf að þessu sinni. Næst lá leið póstsins til Grinda- víkur og þar kom hann sama dag og afgreiðslan hafði farið fram á Bátsendum. Hansen verzlunarstjóri afgreiddi póstinn, tók við bréfinu frá Keflavík en sendi ekki frá sér bréf. Það er leiðin, serrj Sigvaldi póstur hefur væntanlega farið milli Kefla- víkur, Bátsenda og Grindavíkur, sem póstgöngumenn Utivistar ætla sér að fara 13. maí. í gamla daga hélt pósturinn hins vegar áfram um Eyr- arbakka, sýslumannssetrið Odd- geirshóla, Skálholt og allt að sýslu- mannssetrinu í Rangárvallasýslu, Móeiðarhvoli. Sömu leið fór hann svo til baka. Árið 1786 voru ráðnir fastir landpóstar Rentukammerið fór að tillögum embættismanna sinna, Levetzows og Stefáns Þórarinssonar, og sendi frá sér í júní 1786 nokkur bréf, sem marka stefnu í póstmálum íslands langt fram á næstu öld. Þar er fyrst að nefna ákvörðun um að ráða fjóra fasta landpósta með 24 ríkisdala launum á ári og smáeftirlaunum. Einn hinna fyrstu var Sigvaldi Sæ- mundsson Suðurlandspóstur og gegndi hann störfum til 1788. Síðan skyldu vera nokkrir aukapóstar. Farnar skyldu þrjár ferðir á ári til Bessastaða úr hveijum fjórðungi. Þær skyldu tengdar ferðum póst- skipsins til Kaupmannahafnar, sem byijað höfðu 1778. Stiptamtmaður átti að láta landpóstana fá konungleg merki úr kopar eða messing svo og vandaðar pósttöskur. Þeir höfðu hins vegar ekki lykil að pósttöskunum. Þá höfðu sýslumenn eða aðrir „pó- stopnarar". Á meðan Levetzow var stiptamt- maður var íslenzka póstþjónustan rekin af miklum krafti og þá sérstak- lega með þarfír verzlunarinnar í huga. Póstferðir voru famar um hafnimar á Suðurnesjum, Snæfells- nesi og á Vestfjörðum, en henni tók fljótlega að hraka eftir að hann hætti 1790. Næsti stiptamtmaður, Ólafur Stephensen, lagði meiri áherzlu á að þjóna embættismanna- kerfinu en verzluninni og í hans tíð var hætt póstferðum um Suðumes og dregið úr póstferðum um Snæ- fellsnes og Vestfírði. Póstferðimar fóru eingöngu að snúast um embætt- ismennina og leið Suðurlandspósts réðst af því, hvar helztu embættis- mennimir bjuggu. Þetta leiddi til þess, að lítið var um verzlunarbréf og önnur bréf, sem borgað var undir og því urðu tekjur af póstþjón- ustunni litlar. Póstskipin Eins og áður sagði, hafði Rentu- kammerið þegar árið 1774 séð nauð- syn þess, að teknar yrðu upp fastar ferðir milli Kaupmannahafnar og ís- lands. Varð að ráði 1778, að eitt af skipum Konungsverzlunarinnar síð- ari skyldi fara sem póstskip til ís- lands þá um haustið og hafa vetrar- lægi í Hafnarfirði. Þaðan skyldi það svo fara í marz á næsta ári með bréf frá stiptamtmanni til Rentu- kammers og Kansellís í Kaupmanna- höfn og flytja auk þess fregnir af árferði á íslandi og birgðastöðu kaupmanna. Þeir gætu þá hagað hleðslu i vorskipin eftir þessum upp- lýsingum. Konungsverzlunin stóð til 1786, og virðist þessi háttur með póstskipin hafa verið hafður á hvert ár_þangað til. I tilskipuninni frægu um afnám einokunar, stofnun kaupstaða á ís- landi o.fl. frá 18. ágúst 1786 er klausa um póstskip, sem kostað verði úr opinberum sjóði og fari árlega eina ferð milli Kaupmannahafnar og íslands. Sá háttur var hafður á, að hvert ár fór fram útboð í kauphöll- inni á póstferðinni til íslands og hún féll síðan í hlut þess, sem bauðst til að fara ferðina fyrir lægsta gjaldið. Það voru venjulega Islandskaup- menn, sem buðu í siglinguna. Um tíma var gert ráð fyrir tveimur ferð- um á ári en það þótti of dýrt. Að undanskildum nokkrum stríðsárum, 1808-1815, þegar póstferðir féllu niður, voru þær reknar með þessu Heimir Þorleifsson „Tilskipunin er í sjö greinum og er þar talað um póstferðir úr öllum landshlutum til Bessa- staða. Flylja á embætt- isbréf án greiðslu, en hins vegar átti að greiða undir önnur bréf.“ útboðssniði til 1839, en þá voru þær fengnar félagi í Reykjavík. Mánudaginn 13. maí verður af- mælis pósttilskipunarinnar frá 1776 minnst í póstgöngunni og víðar. Þessi tilskipun var ófullkomin, en hún var endurbætt 10 árum síðar og dugði síðan að mestu til 1872. Þetta var fyrst og fremst tilskipun um að flytja embættisbréf milli embættismanna æðri sem lægri og það er táknrænt fyrir hana, að embættismaður í Rentukammerinu í Kaupmannahöfn sá um bréfhirðingu íslandsbréfa í Kaupmannahöfn. Hann gekk frá póstlistanum og sendi með póstkassa Islands til stiptamtmanns á íslandi, sem síðan lét útbúa lista yfír bréfín, sem senda átti til valdstjómarinnar í Kaupmannahöfn. Fjöldi þeirra var misjafn, kannski voru þau stundum fá, af því að landpóstamir vom ekki allir komnir nógu snemma til þess að ná póstskipinu. Það hefur líklega verið góð færð og póstamir komið snemma fyrir réttum 200 ámm, 1791,"en 11. marz það ár lagði póst- skipið det Gode Haabet upp frá Hafn- arfirði með 320 bréf frá íslandi og var það nýtt met í bréfafjölda með póstskipi frá íslandi. Höfundur er sagnfræðingur og vinnurað bók um póstsögu íslands. BX4X4 Stöndum saman - stuðlum að betra lífi eftir Láru Margréti Ragnarsdóttur íslendingar em frægir meðal nágranna- þjóða og jafnvel víðar, fyrir að taka höndum saman þegar eitthvað bjátar á. Þá gildir einu hvort um er að ræða einstaklinga, fjölskyldur sem hafa lent í vanda eða hvort í hlut á málefni sem þjóðin veit að þarfnast stuðnings svo gott starf verði betra. Einmitt af síðasttalda tilefninu langar mig að beina nokkmm orðum til þín sem lest þessar línur. Því miður er það bláköld stað- reynd að flest þekkjum við einhvern sem hef- ur lent í hremmingum áfengis- og vímuefna. Það getur verið skyldmenni, maki, barnið okkar eða vinur, sem við metum mikils. Við getum ekki breytt því hvemig neyslan fer með þá sem okkur em kærir og getum ekki heldur haft stjóm á henni. En eitt getum við: stutt þá sem hvað harðast hafa barist fyrir endurhæfíngu og betra lífí þeira sem glíma við Bakkus og hans skyldmenni. Ég er að tala um SÁÁ. Nú hafa samtökin ráðist í að byggja nýja eftirmeðferðarstöð, Vík, á Kjalamesi. Nú er tækifæri til að sýna þakklæti og stuðnings- vilja í verki og kaupa lítinn SÁÁ-álf, dagana 17. og 18. fnaí. Ég er sannfærð um að einn lítill álfur vegur ekki þungt í heimilisbókhald- inu, en margir litlir álfar munu velta stóm og þörfu hlassi, ef við stöndum öll saman. Stöndum saman, stuðlum að betra lífi. Höfundur er alþingismaður. Lára Margrét Ragnarsdóttir — í > i I J I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.