Morgunblaðið - 11.05.1991, Síða 52

Morgunblaðið - 11.05.1991, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1991 Skálholtsskóli: Námskeið í svínarækt A - fyrsta sinnar tegnndar á Islandi Laugarvatni. FYRSTA námskeið í svínarækt á ísiandi fór fram í Skálholti dagana 17. og 18. apríl sl. að frumkvæði Svínaræktarfélags Suðurlands og Búnaðarsam- bands Suðurlands í samvinnu við Bændaskólana á Hvanneyri. Námskeiðið sóttu um þrjátíu svínabændur af Suðurlandi og víðar. Námskeið í svínarækt hefur ekki verið haldið áður hér á landi. Aðal- fyrirlesari á námskeiðinu var norskur ráðunautur um svínarækt sem kom hingað gagngert fyrir Mývatnssveit: Lissy var vel tekið Björk, Mývatnssveit. KVENNAKÓRINN Lissy hélt söngskemmtun í Skjólbrekku sunnudaginn 5. maí. Stjórnandi var Margrét Bóasdóttir, undir- leik annaðist Ragnar L. Þor- grímsson. Einsöngvarar voru Hildur Tryggvadóttir, Sæunn Hreinsdóttir, Gunnfríður Hreiðarsdóttir og stjórnandinn, Margrét Bóasdóttir. Á söngskránni voru 16 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. , Söngnum var frábærlega.vel tekið og varð kórinn og einsöngvarar að endurtaka og syngja aukalög. Hús- fyllir var. Kórinn ráðgerir söngferðalag til útlanda í júlímánuði. Kristján. þetta násmkeið og fjallaði um þætti sem hafa áhrif á uppeldi, vöxt og fóðurnýtingu slátursvína og aðbúnað unggrísa. Aðrir fyrirlesarar voru Sævar Bjamhéðinsson frá Núpum í Ölfusi sem hefur gert tilraunir með mis- munandi fóðurstyrk handa slát- ursvínum. Pétur Sigtryggsson flutti fyrirlestur um kjötmælingar og athuganir sem hann hefur gert á svínabúum sem sýna að til eru misgóð kynbótadýr í íslenska stofninum og að ræktunarmögu- leikar eru fyrir hendi í stofninum. Hjónin Tómas Brandsson og Karen Jónsdóttir á Ormastöðum kynntu aðferðir sínar í skýrsluhaldi með aðstoð tölvu. Konráð Konráðs- son dýralæknir sagði frá sjúkdóms- vörnum og forvörnum í starfi í því sambandi. Hópurinn fór í heimsókn að Bjarnastöðum í Grímsnesi og skoð- aði svínabúið þar. Námskeiðið sóttu um þrjátíu svínabændur, flestir af Suðurlandi en einnig nokkrir utan þess. Stjórnandi námskeiðsins, Þor- steinn Ólafsson dýralæknir Búnað- arsambands Suðurlands og ráðu- nautur svínabænda, var ánægður með námskeiðið og taldi mjög til bóta að halda slík námskeið fyrir bændur í þeirra heimahéraði. „Þannig gefst fleiri bændum kost- ur á að sækja námskeiðin," sagði Þorsteinn. - Kári INNLENT Morgunblaðið/Kári Jónsson Hópur svínabænda og fyrirlesarar á fyrsta námskeiði í svínarækt í Skálholti 17.-18. apríl sl. Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Mikill verðmunur er milli fyr- irtækja sem annast bílamálun Qlrvmrmn vrr>y'r\í f\rv* NIÐURSTÖÐUR könnunar Verðlagsstofnunar á bílamálun sýna að mikill verðmunur er á milli þeirra fyrirtækja sem ann- ast bílamálun, en hæsta verðið er í langflestum tilvikum á höfuð- borgarsvæðinu. í fréttatilkynn- ingu frá Verðlagsstofnun segir að með því að leita tilboða náist mun lægra verð á þessari þjón- ustu en það verð sem almennt sé upp gefið, og þannig geti til dæmis hæsta verð samkvæmt verðlista fyrir alsprautun á litl- um evrópskum bíl verið allt að fimmfalt hærra en lægsta verð samkvæmt tilboði. Þá kemur fram að frá því svipuð könnun var gerð í júní á síðasta ári hafi orðið allt að 5-40% verðhækkun á bílamálun hjá nokkrum fyrir- tækjum, en sum fyrirtæki hafi hins vegar lækkað verðið hjá sér um allt að 20%. Verðlagsstofnun kannaði verð á bílamálun í marsmánuði síðastliðn- um hjá 21 fyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu og 13 fyrirtækjurn á lands- byggðinni. Kannað var verð á al- sprautun og sprautun á einstökum bílhlutum á þremur algengum bíltegundum af mismunandi stærð. Verðið sem kannað var er eins kon- ar verðlistaverð, en algengt er að þeir sem annast bílamálun geri til- boð í verk og er þá gjarnan veittur mikill afsláttur frá verði samkvæmt verðlista. Jafnframt því sem verð samkvæmt verðlista var kannað var leitað tilboða hjá verkstæðum á höfuðborgarsvæðinu í sprautun á tilteknum smábíl. Hæsta verð fyrir alsprautun á litlum bíl með tveggja þátta lit sam- kvæmt uppgefnu verði verkstæða reyndist vera 84% hærra en lægsta verð. Fyrir meðalstóran bíl var munurinn 78%, og fyrir stóran bíl var 107% munur á hæsta og lægsta verði. Ef aðeins er miðað við höfuð- borgarsvæðið er verðmunur milli hæsta og lægsta verðs á bilinu 32-56%. Þegar þau fyrirtæki í könnuninni sem eru á höfuðborgarsvæðinu voru beðin um að gera tilboð í alsprautun á tilteknum evrópskum smábíl reyndust þau vera mun lægri en verð samkvæmt almennu verði fyr- irtækjanna, og reyndist verðmunur- inn á hæsta og lægsta tilboði vera 233%. Verðmunur á hæsta og lægsta verði samkvæmt verðlista fyrir sprautun á framhurð á litlum bíl reyndist vera 82%, en fyrir með- alstóran bíl var verðmunurinn 90%, og fyrir stóran bíl var hann 44%. Sum fyrirtæki í bílamálun vinna hluta af vinnunni við bílinn í tíma- vinnu, en það á einkum við um undirbúningsvinnu og frágangs- vinnu. Þar er innifalin útseld vinna, verkfæragjald, trygging og virðis- aukaskattur, og reyndist munur á hæsta og lægsta verði vera 45% hvað þetta varðar samtals. í fréttatilkynningu Verðlags- stofnunar er tekið fram að ekki þurfi að vera um jafn góða þjón- ustu að ræða hjá verkstæðum, en gæðamunurinn á þjónustunni sé ekki nægileg skýring á verðmuni á henni. Þá segir að niðurstöður könnunarinnar gefi tilefni til að vekja athygli þeirra, sem kaupa þurfi þjónustu líka þeirri sem hér um ræðir, að leita verðtilboða í verk áður en þau eru unnin. VITASTÍG 3 ?m| JSÍMI623137 'JdL Laugard. 11. maí opið kl. 20-03 „SYNGJUM OKKUR HÁS“ Stuðhljómsveitin GALÍLEÓ Gullaldarrokk & popp Nýútkomið lag Galíleó kynnt - líklegur sumarsmellur „Syngjum okkur hás“ ÞAÐ VERÐUR STUÐ STUÐ STUÐ PÚLSINN -alltaf í stuði! Fer inn á lang flest heimili landsins! = 687111 11.17.25. MAI sagði Yoko Ono um stórsýninguna Rokkað á himnum? „Ég gat ekki hætt að klappa, ég skemmti mér konungtega" Heiðursmenn í Ásbyrgi Blúsmenn Andreu á Café Island Þrítrétta glæsilegur matseðill Fram koma: Ellý Vilhjálms, Þorvaldur Halldórsson, Pálmi Gunn- arsson, Rut Reginalds, Hermann Gunnarsson, Ómar Ragnarsson og Magnús Kjartansson. Leikstjóri: Egill Eðvaldsson SKEMMTIDAGSKRÁ sem byggir á söngferli hins vinsæla söngvara, Vilhjálms Vilhjálmssoriar. Húsið opnað kl. 19. Glæsilegur matseðill. Borðapantanir í síma 77500. Eftir skemmtidagskrá verð- ur dúndrandi dansleikur til kl. 3. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur. SYNING IKVOLD lEEICVANGUEI SIMI77500 Hefst kl. 13.30____________ ! Aðalvinningur að verðmæti_________ :_________100 bús. kr.______________ |f Heildarverðmæti vinninga um_________ TEMPLARAHOLLIN 300 þús. kr. Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.