Morgunblaðið - 10.03.1992, Page 1

Morgunblaðið - 10.03.1992, Page 1
64 SIÐUR B 58. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins V opnahlésbrotum fjölgar í Króatíu Reuter Frá mótmælafundi stjórnarandstæðinga í Belgrað í gær. Fundarmenn kröfðust afsagnar Slobodans Milosevics Serbíuforseta og hvöttu til allsherjarverkfalla til þess að koma honum á kné. Belgrað, Brussel. Reuter. HARÐIR bardagar brutust út milli sveita júgóslavneska sambands- hersins og króatískra þjóðvarðliða í Króatíu í gær og fyrradag. Jose Salgueiro, leiðtogi eftirlitsmanna Evrópubandalagsins (EB), sagði í gær að brot á vopnahléssamkomulaginu frá í ársbyrjun yrðu æ algengari. Varpa skotbardagarnir í gær og fyrradag skugga á komu yfirmanns 14.000 manna friðargæslusveita Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) til Júgóslavíu. Gert er ráð fyrir að fyrstu friðargæsluliðarn- ir komi í næstu viku til Króatíu en aukin vopnahlésbrot gætu tafið það. Rúmlega 10.000 manns efndu til mótmæla í Belgrað og kröfðust af- sagnar Slobodans Milosevics, Serbíuforseta. Vuk Drascovik, helsti leiðtogi serbnesku stjórn- arandstöðunnar, sagði kreppuna í Júgóslavíu, þar á meðal átökin í Króatíu þar sem rúmlega 6.000 manns hefðu fallið, vera beina af- leiðingu bolsévískra stjórnarhátta Milosevics. Hvatti hann til þess að Milosevic yrði knúinn til afsagnar með allsheijarverkfalli. Mannfjöld- Hörð átök veikja vonir um frið 1 Nagomo-Karabakh inn hrópaði slagorð gegn Milosevic pg líkti honum við Saddam Hussein íraksforseta. Þess á milli krafðist fólkið að konungdæmi yrði komið á í Serbíu og Alexander Karadjordj- evic krónprins, sem býr í London, settist að völdum. Carrington lávarður, milligöngu- maður Evrópubandalagsins á frið- arráðstefnu EB, skoraði á Serba í Bosníu-Herzegóvínu að samþykkja friðartillögu sem leggja myndi grunn að stofnun sjálfstæðs ríkis í Bosníu. Fulltrúar Króata og músl- ima samþykktu tillöguna sem gerir ráð fyrir stofnun nokkurs konar sambandsríkis, en Radovna Kar- adzic, fulltrúi Serba, sagðist þurfa bera saman bækur sínar við aðra serbneska leiðtoga áður en hann gæfi svar. Kvaðst hann út af fyrir sig geta samþykkt stofnun sam- bandsríkis innan núverandi landa- mæra Bosníu. Verður friðarviðræð- unum haldið áfram í Sarajevo þegar afstaða Serba liggur fyrir. Óttast er að átökin kunni að spilla stöðugleika á Kákasussvæðinu Jerevan, Tbilisi, Moskvu. Reuter. TIL harðra bardaga kom í gær í héraðinu Nagorno-Karabakh í Azerbajdzhan og við það dvínuðu vonir um að deiluaðilar settust að samningaborði. Ottast er að átökin kunni að spilla stöðugleika á Kákasussvæðinu og breiðast út og af þeirri ástæðu hvöttu t.d. Tyrkir Bandaríkjamenn til þess á sunnudag að láta deiluna til sín taka og beita sér fyrir friðsamlegri lausn hennar. Levon Ter-Petro- sjan forseti Armeníu ítrekaði í gær friðarvilja Armena og sagði þá tilbúna að lýsa yfir skilyrðislausu vopnahléi og hefja friðarsamn- inga. Yagub Mamedov, starfandi forseti Azerbajdzhans, sagðist vonast til að geta náð samningum við Armena um Nagorno-Karab- akh en hvorugur forsetanna sýndi þó merki þess að þeir væru tilbúnir að slá af kröfum sínum. Bardagamir í Nagomo-Karab- akh í gær vora þeir hörðustu frá því vopnuð átök um yfírráð brut- ust út fyrir um fjórum áram, en þar var beitt árásarþyrlum, skrið- drekum og stórskotavopnum. Átökin áttu sér stað víða um hérað- ið og bæði azerskir og armenskir embættismenn sögðu þau raunar hafa breiðst út fyrir það. Þannig sökuðu deiluaðilar hvorir aðra um tilefnislausar árásir á þorp og bæi utan Nagorno-Karabakh. Mannfall varð á báða bóga í átökunum en áreiðanlegar tölur um fjölda fallinna lágu þó ekki fyrir. Hins vegar féllu þrír arm- enskir þjóðernissinnar og einn her- maður í átökum, sem hófust í fyrrakvöld við loftvarnarstöð sam- veldishersins í Artik. Armenskir þjóðernissinnar umkringdu stöðina og hugðust ná vopnum hersins en eftir sólarhrings umsátur og átök hörfuðu þeir. Þjóðfylkingin í Azerbajdzhan, öflug samtök stjómarandstæð- inga, krafðist þess í gær að efnt yrði til nýrra kosninga og að þegar í stað yrðu gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til að treysta yfírráð Bakú-stjórnarinnar yfir Nagorno- Karabakh. Sprengjutilræði var framið í gær í borginni Zugdidi í vesturhluta Georgíu og sökuðu embættismenn í höfuðborginni Tbilisi stuðnings- menn Zviads Gamsakhurdias, fyrr- um forseta, um verknaðinn. Þrír lögreglumenn biðu bana í spreng- ingunni og fjöldi særðist. ------».♦.♦.... Gripnir með úraníum MUnchen. Reuter. TVEIR fyrrverandi Sovétborg- ara eru í haldi í Þýskalandi grun- aðir um tilraun til að smygla inn í landið 1,2 kílóum af úraníum. Hið geisiavirka úraníum, sem notað er við framleiðslu kjamorku- vopna, var geymt í blýumbúðum í farangursgeymslu bifreiðar mann- anna. Þeir voru handteknir á bif- reiðastæði í nágrenni Augsborgar. Forkosningar í ellefu ríkjum Bandaríkjanna í dag: Uppgjöf Harkins talin styrkja framboð Clintons TOM Harkin, öldungadeildarþingmaður frá Iowa, skýrði í gær frá því að hann sæktist ekki lengur eftir útnefningu sem forseta- efni Demókrataflokksins. Harkin hafði ekki gengið ny'ög vel í forkosningum flokksins og vann til dæmis ekki sigur í neinum forkosningum um helgina, en þá var kosið í Suður-Karólínu, Arizona og Wyoming. Bob Kerrey, öldungadeildar- þingmaður frá Nebraska, dró framboð sitt til baka í síðustu viku og era nú einungis þrír menn eftir í baráttunni um útnefningu Demó- krataflokksins, Bill Clinton, ríkis- stjóri Arkansas, Paul Tsongas, fyrram öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, og Jerry Brown, fyrrum ríkisstjóri Kalifor- níu. Harkin sótti fylgi sitt að miklu leyti til verkalýðshreyfingarinnar og er talið að Clinton sé sá sem helst muni hagnast á því að hann hafi dregið sig úr slagnum. I dag er hinn svokallaði „stóri þriðjudagur" þegar forkosningar fara fram samtímis í ellefu ríkjum, þar af sjö suðurríkjum. Skoðana- kannanir benda til að Clinton muni fara með sigur af hólmi i flestum ríkjum, þar á meðal Tex- as, sem er mikilvægast þeirra ell- efu ríkja sem kosið er í. í næst- stærsta ríkinu, Flórída, benda hins vegar kannanir til að mjög mjótt kunni að verða á mununum milli Ciintons og Tsongas. Sjá „Clinton vann sigur í Suður-Karólínu og Wyoming" á bls. 26. Reuter Látlaus útför fyrrum leiðtoga Menachem Begin fyrrum forsætisráðherra ísraels var borinn til graf- ar á Ólífuhæðinni í Jerúsalem í gær og í samræmi við óskir hins látna var útförin afar látlaus. Sjá „Umdeildur harðlínumaður sem gerði...“ á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.