Morgunblaðið - 10.03.1992, Side 13

Morgunblaðið - 10.03.1992, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 Margt gerist á sæ Bókmenntir Erlendur Jónsson Martin Cruz Smith: PÓL- STJARNAN. 342 bls. Þýð. Matthí- as Magnússon. Bókaútg. Aldamót. 1991. Bandaríkin litu aldrei á Sovétríkin sem raunverulegan óvin, fremur sem viðsjárverðan keppinaut. Þar af spratt áhugi sá sem bandarískur al- menningur hafði jafnan á skiptum þjóðanna, góðum sem illum. Pól- stjarnan skírskotar beint til þess áhuga. Sagan gerist á sovésku verk- smiðjuskipi sem stundar veiðar og vinnslu í bandarískri landhelgi með leyfi þarlendra og í samvinnu við bandaríska sjómenn. Dag einn kemur lik ungrar stúlku upp með trollinu. Hún hafði reyndar verið verkakona á skipinu. Hvarf hennar og lát þarf auðvitað að rannsaka. Síðan greinir sagan frá því hversu rannsókn sú fer fram og til hvers hún leiðir. Þetta er því ósvikin sakamálasaga. Textinn byggist mest upp á samtölum. Lang- dregin eru þau og lítið spennandi framan af, einkennast af varfærni þeirri, ef ekki tortryggni, sem menn eru vanir að temja sér í skiptum hver við annan undir alræði. Menn þreifa þetta hver á öðrum, tala út og suður og nálgast málið sjálft gætilega frá ýmsum hliðum. Það er ekki fyrr en í miðri bók að eitthvað krassandi fer að gerast. Eftir það fer spennan vaxandi eins og vera ber í sögu af þessu tagi. Sá er megingalli sögunnar að hún er allt of löng. Hún er líka mikil á breiddina, persónur margar og sund- urleitar og söguefnið eftir því fjöl- breytilegt. Sagan gerist sem sé um borð í skipi. Ef til vill er ætlast til að sá þröngi smáheimur — skip úti á rúmsjó — sé .skoðaður sem hluti fyrir heild: sovéskt samfélag í hnot- skurn. Ógnarstjórn ríkir ekki lengur. Eigi að síður er ljóst að fortíðin varp- ar enn skugga á daglega lífið. Sam- skiptin markast af undirmálum og lævísi. íslenski textinn er ekki gallalaus. Ekki kann ég við að halda eitthvað »til heiðurs sjómanna« ... að hafa »eitthvað vit á toguruma ... »að atast í hvor öðrum« eða að »taka í hendina á«, svo dæmi séu tekin. »Snjóstorm- ur« er þýðingartilbúningur, óþarfur. »Áhafnarmeðlimur« er langt orð og ljótt; skipvetji heitir það réttilega. Þá er það orðið Rússi. Norrænt mun það að uppruna eins og tekið er fram í bókinni en hæpið að það merki rauðhærður maður eins og þar er haldið fram. Hitt mun sönnu nær að það merki ræðari (skylt róa). Vík- ingarnir, sem réru upp eftir ánum rússnesku, hafa þá verið hinir fyrstu »rússar«. Prentvillur eru ekki geysimargar en samt of margar. Morgnnblaðið/Björn Björnsson Nokkrir eldri borgarar á Sauðárkróki á kynningu um íþróttina boccia. Sauðárkrókur: Kynning á boccia-íþrótt- inni meðal aldraðra Sauðárkróki. NÝLEGA hafði Sólveig Jónsdóttir leiðbeinandi frumkvæði að því að kynna íþróttina boccia fyrir eldri borgurum á Sauðárkróki en fram til þessa hefur ekki verið um skipulegar íþróttaæfingar fyrir þá sem komnir eru af léttasta skeiði að ræða á Sauðárkróki. Sólveig kynnti sér starfsemi eldri borgara á Siglufirði og íþróttaæfingar þeirra, en þar er um mjög þróttmikið starf að ræða, og bauð síðan til kynningar í íþróttahúsi Barnaskólans á Sauðárkróki. Allmargir eldri borgarar mættu til leiks ásamt nokkrum bæjarfull- trúum sem einnig var boðið til þess- arar kynningar. Eftir að Sólveig hafði kynnt öllum reglur keppnisíþróttarinnar var gengið til leiks og kepptu eldri borg- arar við bæjarstjómarmenn. Var keppt í tveim hópum og sigmðu eldri borgarar í öðrum en bæjarstjórnar- menn í hinum. Var það samdóma álit þeirra sem þarna hittust að tví- mælalaust bæri að halda þessu starfi áfram og er áformað að þessi hópur aldraðra verði framvegis með boccia- æfingar í íþróttahúsi barnaskólans á laugardögum. - BB. Jago kaffi Gæðakaffi brennt efdr gamalli hefö 500 gr. nra 13 — Það er svo einfalt að til að hvílast sem best þegar þú sefur er nauðsynlegt að finna rúmdýnu sem fellur nákvæmlega að þínum líkama - dýnu sem passar þér. I hinni sérstöku og stóru dýnuútstillingadeild Húsgagnahallarinn- ar er um margar gerðir að velja. Fjaðradýnur, alls konar springdýn- ur, latexdýmir og svampdýnur. Hér eru nokkur sýnishorn af hinum geysivinsælu sænsku Qaðradýnum okkar: Lux Komfort er góð, einföld fjaðra- dýna. Þessi dýna hentar vel fyrir börn og hraust fólk í meðalvexti. Þvot- tekta yfirdýna fylgir í verði. Margar stærðir. Lux Komfort Lux Medio 'J Lux Medio er millistífa dýnan okkar fyrir þá sem hvorki vilja hart né mjúkt. Geysilega góð dýna og hag- stætt verð. Tvöföld fjaðramotta. Þvottekta yfirdýna fylgir í verði. Margar stærðir. Lux Ultra Flex Einstök þægindi að sofa á fyrir full- orðið fólk og fyrir þungt fólk og bak- veika. Mjúk gerð og stíf gerð. Tvö- föld fjaðramotta og stífir kantar. Þykk þvottekta yfirdýna fýlgir í verði. Margar stærðir. 90x200 42.960, Lux Softy Flex Lux Softy FLex er ný lungamjúk dýna sem lagar sig fullkomlega að líkamanum. Tvöföld fjaðramotta og stífir kántar. Þvottekta yfirdýna fylg- ir í verði. Margar stærðir. 90x200 45.120,- Leitið frekari upplýsinga hjá starfsfólki okkar sem aðstoðar við val á réttu dýnunni. GOÐ GREIPSLUKJOR BlLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVtK - SlMI 91-681199 - FAX 91-673511

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.