Morgunblaðið - 10.03.1992, Side 15

Morgunblaðið - 10.03.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 15 Skúli veltir þama vöngum yfír til- slökunum Dana 1918 sem margur hefur litið á sem sinnaskipti vegna styijaldarloka og landakrafna Dana á hendur Þjóðvetjum. Helgi Skúli telur þær ályktanir lítt á rökum reistar; önnur sjónarmið hafi borið hærra, t.d. fánamálið sem Danir hafi skoðað sem alríkismál en ís- lendingar sem eigið innanríkismál. Um leið og Danir hafi losað um hina stjómarfarslegu hnúta hafi þeir jafnframt hugsað sér að treysta hina efnahagslegu sem þeir hafi þá talið skipta meira máli — til lengri tíma litið — en ótrygg stjórnmála- tengsl. Miklu hafi líka skipt fyrir íslendinga, sem og aðrar nýfrjálsar þjóðir, að um þessar mundir hafi lýðveldi verið að Ieysa konungdæmi af hólmi sem stjómarform en það hafi einmitt hentað hinum ungu ríkjum. Tilgátur þessar em hvergi ómerkar. Um öll slík mál gildir þó hið sama: að sannanir verða seint lagðar fram og því verður að byggja á líkum einum. Og þá er það aftur bókmennta- fræðin; Séra Bolli Gústavsson fer ofan í skáldskap frænda síns, Sigur- jóns Friðjónssonar; skyggnist líka eftir trúarhugmyndum hans. Ólíkur var Siguijón bróður sínum, Guð- mundi, sem var vígreifur og miklu afkastameiri. Séra Bolli skoðar skáldskap Siguijóns í nýju ljósi, tekur meðal annars lausamálsþátt eftir hann og settur upp eins og nútímaljóð, og sjá: útkoman verður modernismi, eða því sem næst. Ótalin er þá einungis úttekt Ey- steins Þorvaldssonar á ljóðlist Bald- urs Óskarssonar undir fyrirsögninni Blátt er stormsins auga. »í leit að skilningi á rökum lífs og tilvistar er oft horfið á vit bernskunnar,« segir Eysteinn um yrkisefni Bald- urs. Baldur á sem sé til að sækja efni í minningar frá bemskuárum. Formið er hins vegar úr öðrum átt- um. »En það sem einkennir ljóð Baldurs Öskarssonar fyrst og fremst á ytra borði,« segir Ey- steinn, »eru myndir hans og líking- ar, sterkar, oft litríkar með hijúfum útlínum og langdrægum merking- artengslum. Stundum eru ósam- stæðar eða óskyldar myndir í ljóði sem gera það gjarnan torræðara og óaðgengilegra en ella.« Ritgerð þessi er góð viðbót við fyrri skrif Eysteins um nútímaljóðlist. Modernismi, nútímaljóðlist, eftir á að hyggja! Skáld þessarar aldar hafa einatt leitast við að minna á að þau boði nýja stefnu; yrki á nútímavísu um nútímann; séu öðru- vísi en gömlu skáldin. í þeim skiln- ingi er »nútíminn« búinn að vara nokkuð lengi! Andvari birtir þijú ljóð eftir Valgerði Benediktsdóttur. Valgerður er vissulega nútímaleg, fylgir tímans straumi. Best þykir mér fyrsta ljóðið, Dul. Það minnir að sönnu á Tímann og vatnið. En er það verra fyrir þá sök? Að mínum dómi yrkir Valgerður nógu vel til að birtast í riti sem gerir kröfur. Að gerast frumlegur — það er öllu erfíðara nú á dögum. Það er svo harðsótt að fara fram úr því sem heitir modern, að ekki sé talað um post-modern. Þarna eru og fjögur ljóð eftir Hjalmar Gullberg í þýðingu Sigur- bjöms Einarssonar biskups. í inn- gangi segir að Gullberg hafi fengist »við trúarleg og biblíuleg viðfangs- efni með ýmsum hætti«. Vafalaust hefur það ráðið nokkru um val þýð- andans á verkefni. Magnús Ásgeirs- son kynnti Gullberg rækilega á sín- um tíma. Hér er hann leiddur fram á sviðið af öðrum manni með önnur viðhorf og kannski líka annars kon- ar smekk. Fróðlegt ef einhver vill bera saman. Loks eru þarna ljóð eftir Emily Dickinson í þýðingu Hallbergs Hall- mundssonar. Hallberg er höfundur nokkurra ljóðabóka sem fengið hafa góða dóma en þó ekki vakið mikla athygli. Hann hefur lengst af verið búsettur í Bandaríkjunum. Ef til vill hefur hann nú fundið sinn rétta tón. Emily Dickinson var nægilega innhverf og dulúðug til að vekja áhuga nútímaskálda. Hún var frumleg fyrir sinn tíma. Og hún lét svo lítið yfir sér að eftirlifendunum gafst þeim mun betri kostur að »uppgötva« hana. Þýðing Hallbergs ber hvort tveggja með sér: að hann skilur tungutak skáldkonunnar en geymir líka í minni móðurmál sitt. Vonandi á hann eftir að vinna meira einmitt á þessu sviðinu. Almanakið, 118. árgangur, minnir svo á að tíminn líður en slít- ur þó ekki með öllu tengslin við fortíðina. Auk almanaksins sjálfs er þar Árbók íslands fyrir 1990, tekin saman af Heimi Þorleifssyni. Þéir sem hafa áhuga á hagskýrslum en vilja firrast málalengingar skyldu hafa annál þennan við hönd- ina. Þar er hægt að finna flest sem gerðist og máli skipti á landi hér umrætt ár. Getið er þekktra manna sem létust (má ég leiðrétta að Ár- sæll kafari var Jónasson en ekki Jónsson eins og þar stendur). Tald- ir eru upp þeir sem bættust í hóp doktora. Þeirra á meðal var kona nokkur sem tók doktorspróf í Bandaríkjunum og fjallaði ritgerð hennar um »slembibeztun«. í at- vinnu- og útflutningsskýrslum sést svart á hvítu hversu mikið það er sem íslendingar hafa úr að spila. Þar kemur fátt á óvart. Nema helst að útflutningsverðmæti kísiljárns nam aðeins fjórðungi þess sem fékkst fyrir útflutt ál. Sá er þetta ritar hafði sem sé gert sér í hugar- lund að þessi tvö stóriðjuver okkar væru eins konar jafningjar. I grein um árferði segir að meðal- hitinn í Reykjavík hafi verið 4,4 stig »sem er 0,2 stigum undir með- altali áranna 1931-1960.« Man ég ekki rétt að meðalhitinn hafi þá verið 5 stig slétt? Skömmu síðar, eða 1965, snögghrapaði hitastigið þannig að áratuginn 1961-1070 nam meðalhitinn aðeins 4,6 stigum og hefur svo haldist síðan. Þessi gamalgrónu Þjóðvinafé- lagsrit, sem koma út nærri áramót- um, láta lítið yfir sér. En það er ósköp notalegt að vita af þeim á náttborðinu. Þó margt sé á hverf- anda hveli um þessar mundir tekst vonandi að halda þeim úti enn um sinn. Jago kaffi Gæðakaffi brennt eftír gamaUihefð 500 gr. QŒJ Frá 1.098. stgr. á götuna Ótrúlegt verb Innifalib 1600cc, 16 ventla Þriggja ára ábyrgb Verksmi&juryövörn Nýskráning Númeraplötur Fullur bensfntankur Tregbulæsing á afturdrifi Vökvastýri Stálhlíf undir gírkassa Stálhlíf undir bensíntank Hiti í afturrúöu Dagljósabúnabur Tveir veltibogar Þurrka og rúbusprauta á afturrúbu Brettakantar Fullklædd sportsæti (Bucket) Krómfelgur APPLAUSE 4x4 lOS hö 1600 cc, 16 vent/a med beinni innspýtingu Klukka Skipt aftursætisbak Nýskráning Höfubpúbar ab aftan Plussklædd sæti Samlæsing Þriggja ára ábyrgb Verksmibjurybvörn Númeraplötur Heilir hjólkoppar Skottlok/bensínlok opnast innanfrá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.