Morgunblaðið - 10.03.1992, Page 18

Morgunblaðið - 10.03.1992, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 ANDLEGT ÞORRABLOT Boðsgestir Helgi og Sigfús eftir Bjarna G. Tómasson Á jólaföstunni horfði ég þáttinn „Manstu gamla daga“. Þessir þætt- ir voru mjög skemmtilegir. I þáttun- um voru stigin spor aftur í liðna tíð með mönnum, sem áður fyrr höfðu sett svip á bæinn. Helgi Pét- ursson stjómaði þáttunum. Helgi hefur fallega rödd og rétt framsett- an talanda, ekki síst fágaða fram- komu, lausa við alla stæla og til- gerð. Helgi er að mínu geði í fremstu röð sjónvarpsmanna. Þetta er meira en hægt er að segja um þá, sem stunda þularstörf eða koma fram í sjónvarpi. Margir eru að ein- hveiju leyti með gallaðan talanda, sem kemur best í ljós þegar viðmæ- landinn er betur talandi en sá, sem spyr. Oft eru þessar raddir flaum- ósa, hljómandi niður í hálsi eða uppi í nefholum, mattar og hljóm- litlar. Að auki er hægt að benda á Námskeið sem hefjast á næstunni INNANHÚSSSKIPULAGNING Þú tekur fyrir úriausnarverkefni að heiman, lærir að mæla upp rými, skoða staðsetningu og vinnuhagræðingu, fræðist um lýsingu, liti og efnisval. Leiðbeinandi: Elísabet V. Ingvarsdóttir. FUGLASKOÐUN Þú lærir að þekkja íslenska varpfugla, far- og vetrargesti og hvar og hvemig best er að fylgjast með þeim. Leiðbeinandi: Jóhann Óli Hilmarsson. PAPPÍRSGERÐ Þú lærir að búa til fallegan handgerðan pappír úr gömlum pappír og öðru afgangsefni. Leiðbeinandi: Helga Pálína Brynjólfsdóttir. VIÐTÖL OG GREINASKRIF Þú lærir að nýta þér aðferðir blaðamanna við að byggja upp og skrifa greinar, taka viðtöl og vinna úr þeim. Leiðbeinandi: Páll Vilhjálmsson. LITIR OG LÝSING í HEIMAHÚSUM Þú lærir hvemig nota má liti og lýsingu til að breyta umhverfinu og um áhrif þessara þátta á sálariíf og vellíðan. Skoðuð lýsing fyrir ólíkar aðstæður og nýjungar á því sviði. Leiðbeinendur: Anna Pála Pálsdóttir og Sigurður Jónsson. < Ennfremur: FATASAUMUR BÚTASAUMUR GARÐRÆKT Upplýsingar og innritun á skrifstofu Tómstundaskólans, Grensásvegl 16 a, f síma 67 72 22. TÖMSTUNDA SKOUNN Grensásvegi16 a galla í útliti. T.d. er afkáralegt að sjá mann sem á að segja fréttir hallandi sér aftur í stólbakið út- flenntur og birtast þannig á skján- um. Fréttamaðurinn sem hangir fram á borðið þegar hann er að segja fréttirnar. Þessum fjölmiðlum er ekki nógu vel stjórnað, Rás 1 og Rás 2. Það verður að bæta um betur. Jónas Þorbergsson.fyrsti út- varpsstjórinn, var að öllum öðrum í starfinu ólöstuðum mjög áhuga- yerður, hann lagði mikið upp úr því að hafa við hljóðnemann vel talandi fólk. Við viljum að þetta fólk fái tilsögn eins og með þarf, og að það vilji taka tilsögn. Vilji er allt sem þarf. Það er ekki verið að ráðast á þetta fólk með atvinnuróg í huga, síður en svo. Mér er persónulega vel við fólkið. Ég hef oft leitt hug- ann að því hvort ekki væri rétt að stofna félag fyrir okkur sem hlust- um á útvarp og horfum á sjónvarp. En snúum okkur aftur að hinum hugljúfa þætti Helga Péturssonar, þar sem hann ræddi við Sigfús Halldórsson tónskáld og listmálara. Við Sigfús kynntumst í skemmti- ferð með skipi á leið upp í Borgar- flörð. Pétur Pétursson var farar- stjórinn. Þessir piltar voru mér mik- ið upplifelsi sökum glaðværðar og þess sem mér fannst þeir hafa fram yfír aðra drengi. Þannig komu þeir mér fyrir sjónir. Það var mikið sungið, en ekki vissi ég þá hvort lögin voru eftir Fúsa, en eitt lagið og textinn voru svo þrungin af róm- antík að ég féll trekk í trekk í stemningu. Upphaf texta var svona: „Ég vildi að ég væri vín í þinni skál.“ Þessu ferðalagi gleymi ég aldrei. í ferðalaginu uppgötvaði ég að róm- antík er hæfíleiki, nátengd þremur skilningarvitum mannsins, sjón, heym og tilfínningu. Þegar þessi hæfíleiki lætur á sér kræla, þá má líkja honum við straum frá því sem við erum að horfa á, heyrum eða því sem snertir tilfínninguna. Straumurinn liggur til hjartans og djúpt inn í meðvitund manns. Þetta endar með uppljómun innra með okkur og stemmningu eða geðhrif- um. Ég hafði oft orðið var við þessi geðhrif sem bam og einnig sem Bjarni G. Tómasson „Án innblásturs verður öll list rótlaust kjaftæði og rótlaus verknaður.“ unglingur, en aldrei gefíð þessum geðhrifum gaum fyrr en í ferðalag- inu upp í Borgarfjörð. Ég efa að mannsandinn eigi ann- an hæfíleika sem er jafn heillandi og sá sem ég hef lýst hér. Hann tekur af allan vafa um það að mað- urinn er meira en það sem við get- um þreifað á og séð. Ekkert eigum við í fómm okkar sem er betur fall- ið til að greina milli sálar og lík- ama, heldur en slíkur hæfíleiki, fyr- ir þá sem eru gæddir honum. Ég þekki ekki öll lög Sigfúsar, en nógu mörg til þess að þau geti haft þa_u áhrif sem hér hafa verið rædd. Ég nefni lagið „Tondeleyo“, það er mjög vel byggt, bæði lag og texta, ef það er sungið af rödd sem svarar þeim kröfum sem lagið gerir til hennar, getur það haft þau rómantísku áhrif sem ætlast er til. Helgi spurði Sigfús hvemig lögin hans yrðu til. Sigfús svaraði án þess að kafa djúpt eftir svarinu. Enginn svarar þessari spuningu betur en Sigvaldi Kaldalóns. Ég birti hér lauslega tekið upp úr bók- inni um Sigvalda, þar sem hann svarar þessu. Hann segir: „Ég var á leið með Eggert bróður mínum Hestamenn og Heiðmörk „HESTAMENN og Heiðmörk" er efni fræðslufundar sem hesta- mannafélagið Fákur efnir til í félagsheimili sínu I Víðidal fimmtudaginn 12. mars kl. 20.30. Á fundinum verður meðal annars fjallað um annmarka og möguleika á umferð hestamanna um Heiðmörk í kjölfar aukinnar friðunar hennar vegna vatnsöflunar og skógræktar. Ræðumenn verða Kristján Sæ- mundsson jarðfræðingur, Vilhjálm- ur Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, Yngvi Loftsson, deildarstjóri um- hverfísmála hjá borgarskipulaginu, Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipu- lagsstjóri Reykjavíkur, Þóroddur astjóri Náttúruvemdarráðs. Fund- Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri og urinn er haldinn á vegum fræðslu- Þóroddur Þóroddsson framkvæmd- nefndar Fáks. suður og kom við hjá Sigurði Eggerts í Borgarnesi. Hann lofaði mér að heyra kvæðið Alfaðir ræð- ur. Ég bað um afrit af því, ekki af því að ég væri ákveðinn í að semja lag við það, heldur af því að mér fannst kvæðið gott, sársauka- fullt og átakanlegt. Seinna var ég við jarðarför tengdamóður eins vin- ar míns við ísafjarðardjúp. Þann dag varð lagið við kvæði Sigurðar. Eggerts til. Það kom yfír mig allt í einu og lét mig ekki hafa stundleg- an frið.“ Sigvaldi bætir við: Á svip- aðan hátt hafa önnur lög mín orðið 'til“. Án innblásturs og annarra and- legra hæfíleika verður engin list til. Ef menn halda eitthvað annað, þá eru þeir of aftarlega á merinni og eiga ekki að klína sér utan í ódauðlega list. Eins og alþjóð veit er Sigfús löngu orðinn hvers manns hugljúfí fyrir lögin sín fallegu. Sigfús hefur töfrað fram tóna á fleiri sviðum en í lögunum sínum. Hann er, ef ég man rétt, leiktjaldamálari og list- málari. Helgi spurði Sigfús að því gefna tilefni, hvort það væru greini- leg skil á milli tónanna í listaverk- inu og tónanna í verki tónskáldsins. Sigfús svaraði neitandi, það væru ekki greinileg skil þar á milli. Sem húsamálari veit ég að hægt er að hræra saman litum hugsunar- laust. Utkoman verður ljót eða fal- leg eftir atvikum. Væri ég tónskáld gæti ég hugsað mér að setjast við hljóðfæri, framleiða tóna og skrifa nótur eftir þeim, það væri atvikum háð hvort það lenti í ruslakörfunni. Ef þú, lesandi góður, kemur með prufu og segir, „málaðu stofuna mína í þessum lit,“ þá verð ég að fara að hugsa og lesa í sundur lit- ina í prufunni, og ef þú truflar mig við það fer allt í rusl. Þetta er and- lega hliðin á málinu. í veruleikanum eru skilin greinileg, vegna þess að annan tóninn heyrum við en hinn sjáum við. Það er því vegurinn frá eyranu til augans sem skilur að tóna litarins og tóna lagsins. Þetta er augljóst mál. Án innblásturs verður öll list rótlaust kjaftseði og rótlaus verknaður. Rótin er andleg- ur viðburður sem er ekki alltaf á boðstólnum þegar hver og einn vill. Þegar Kjarval hafði lokið við eitt af listaverkum sínum, þá var hann beðinn um að mála annað eins. ' Svarið van „Það get ég ekki.“ Af hveiju gat Kjarval ekki málað ann- að málverk eins og það sem hann hafði lokið við? Af því að hann var innblásinn listamaður, sem ekki gat gert ráð fyrir að andinn væri reiðu- búinn til þjónustu, þegar honum hentaði. Maðurinn er hold og andi, það vissi Kjarval. Hann var því manna líklegastur til þess að hvetja lista- menn til dáða, brýna fyrir þeim að reyna að þekkja sjálfa sig, til að vita að svo miklu leyti sem hægt er hver staða þeirra er í tilverunni. Nú er logn, nú má láta prammann fljóta. Málin eru ekki lengur rædd í innsta hring og send út sem dag- skipun. Isminn hefur beðið skips- brot af verstu gráðu, listamenn geta farið að hugsa sjálfstætt og skilja sauðina frá höfrunum, svo að útkoman geti nú orðið samstillt- ur hópur listamanna, sem ekki verð- ur flokkaður undir rusl. Höfundur er málarameistari. Ný símanúmer:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.