Morgunblaðið - 10.03.1992, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 10.03.1992, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992 53 < Athygli vakin á ágætri bók Frá Sverri Haraldssyni: í því bókaflóði sem fylgir blessuðum jólunum er hörð samkeppni, sem fyrst og fremst miðast við að höf- undar og útgefendur hagnist sem mest á útgáfunni, en minni áhersla lögð á gæði og gildi þess lesmáls, sem þannig kemur fyrir manna sjónir. Þessvegna er það nú svo, að hver útgefandi reynir að búa sínar bæk- ur sem best úr garði, skreyta þær með myndum, hafa band þeirra sem gylltast og hlífðarkápumar sem skrautlegastar og loks eru bækurn- ar rækilega auglýstar í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, dag eftir dag og viku eftir viku. Allir vita hve máttur auglýsinganna er mikill og líka hitt hve hinn almenni lesandi lætur oft stjórnast af glamuryrðum auglýsenda og ræður þá oft útlit bókanna meira um sölu þeirra, en efni og efnismeðferð. Það er með bækur eins og menn, að þær sem birtast í fábrotnum búningi, falla oft í skugga hinna, sem geisast fram á markaðinn í skrautklæðum og láta mikið á sér bera, oft í öfugu hlutfalli við raun- verulegt gildi og verðleika. Þannig varð mér hugsað, er mér barst í hendur lítil bók og yfirlætis- laus, ein af þessum mörgu, sem hljótt er um og ekkert útgáfufyrir- tæki tryggir afkomu með auglýs- ingum og umfjöllun. Ég minnist VELVAKANDI NÝFASISMI Jóhann Pálsson: \ \ \ i i i TALAÐ er um þróun og jafnvel framfarir en ef grannt er skoðað er sagan aðeins að engurtaka sig. Margir hafa fagnað því heilshugar að Sovétríkin hafa liðast í sundur — brautin virðist bein fyrir óheftan kapítalisma. Öfgastefnur hafa jafnan átt auðvelt með að ná tökum á sam- félögum og þjóðum. Kommún- ismi og fasismi áttu það sameig- inlegt að vera öfgastefnur sem lyftu nýjum valdaklíkum til valda. Oheftur kommúnismi hefur valdið ómældum skaða, örbirgð og niðurlægingu á þess- ari öld. En nú þegar kapítalism- inn virðist hafa fengið byr und- ir báða vængi er spumingin hvort útkoman veður ekki fas- ismi af vesta tagi. Þegar er far- ið að bera á slíku í nágranna- löndunum þar sem atvinnuleysi er mikið. Ógnar kröfur eru gerð- ar til starfskraftanna um fram- leiðni og þeim eintökum sem ekki standast kröfurnar um- svifalaust varpað á ruslahaug samfélagsins. Kvörnin skyrpir út úr sér hratinu og a.m.k. fjórðungur vinnuaflsins gengur um með hendur í vösum og gerir nákvæmlega ekki neitt. Það eru stéttleysingjar, atvinnu- laust og forsmáð fólk sem ekki hefur komist að færibandinu eða náð að þéna sínum hús- bónda svo honum líki. Allir sjá h'klega að þetta er ekki hag- kvæmt en verður svo að vera samkeppninnar vegna. Jafnvel fyrirtækjunum er fórnað á alt- ari hennar. Nýfasisminn sést ekki fyrir fremur en aðrar öfga- stefnur og þar kemur að þeir ríku verða ekki ríkari heldur kemur ómennskan þeim einnig í koll. Með hveijum hætti það gerist í einstökum atriðum er auðvitað ekki ljóst — um það mun sagan eins og fyrr eiga síðasta orðið — en þess sjást þegar skýr merki að byltingin er farin að éta börnin sín. GLERAUGU GLERAUGU í rauðu hulstri fundust á Vitastíg á föstudag. Upplýsingar i síma 23824. ÁKEYRSLA KEYRT var aftan á Mazda 323 bifreið um áttaleytið á fimmtu- dagsmorgun fyrir utan Borgar- tún 21. Við áreksturinn brotn- aði ljós á bílnum sem árekstrin- um olli og dæld kom á bretti Mazda-bílsins. Ökumaður bíls- ins, sem árekstrinum olli, er beðinn að hringja í Kristjönu í heimasíma 79724 eða vinnu- síma 814211. PÁFAGAUKUR Dísarpáfagaukur, gulur með rauðar kinnar og bláan hring á öðrum fæti, tapaðist fyrir helgi. Vinsamlegast hringið í síma 612326 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. þess ekki að hafa séð þessarar bók- ar getið í nokkurri auglýsingu og því síður lesið nokkra umsögn um hana, og á hún þó sannarlega ann- að skilið. Þetta er bókin Sálmar og andleg Ijóð eftir norræn skáld, í þýðingu Auðuns Braga Sveinssonar fyrrv. skólastjóra. Eg opnaði þessa bók með eftirvæntingu, þar sem ég vissi að Auðunn Bragi var sjálfur skáld- mæltur vel og orðhagur í besta lagi, enda sonur höfuðsnillingsins, Sveins frá Elivogum og þar hefur eplið fallið skammt frá eikinni. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Mér virðast allar þýðingamar góðar og sumar ágætar. Og eftir lesturinn er það sannfæring mín, að hér eft- ir verði ekki gengið framhjá Auð- unni Braga, þegar gefnir verða út þýddir og frumsamdir sálmar til kirkjusöngs. Ég tilgreini enga sérstaka sálma, enda eiga þessi orð ekki að vera neinn ritdómur sem slíkur. Ég vil aðeins vekja athygli á góðri bók, sem alltof hljótt hefur verið um. Og stéttarsystkinum mínum, sem ekki hafa verið allskostar ánægð með að láta syngja yfir saklausum fermingarbörnum: „Hér kem ég seki syndarinn" bendi ég á fagurt vers á bls. 25 í fyrrnefndri bók eft- ir Svein Ellingsen: — Brauðs og víns, þá nú vér neytum. Þökk sé Auðunni Braga fyrir vel unnið og þarft verk. Ég hvet alla til að kynna sér bókina hans og ekki síst presta og sóknarnefndir. SVERRIR HARALDSSON BORGARFIRÐI EYSTRA VINNINGAR j VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 | 0 2.965.809 2. 126.629 3. 4af5 I 83 10.693 4. 3af5 | 3.452 599 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.435.592 kr. I K í L . ^ i ^ i ^^ ■'. *" i HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 Námskeió í mars og apríl Prjóntækni 12. mars-9. apríl, fimmtudaga kl. 19.30-22.30 - kr. 8.000,- LitaÖar körfur 16. mars-6. apríl, mánudaga kl. 20.00-23.00 - kr. 5.000,- Tauþrykk 17. mars-28. apríl, þriðjudaga kl. 19.30-22.30 - kr. 8.000,- Tóvinna 18. mars-29. apríl, miðvikud. kl. 19.30-22.30 - kr. 8.000,- Baldýring 21. mars-2. maí, laugardaga kl. 9.30-12.30 - kr. 8.000,- Knipl 24. mars-19. maí, þriðjudaga kl. 19.30- 22.30 - kr. 10.000,- Skrifstofa skólans verður opin mánud.-fimmtud. kl. 16.00-18.00 og föstud. kl. 9.00-11.00. Skráning fer fram á skrifstofu skólans í síma 17800. I A i í J GRÍPTU TÆKIFÆRID Síður fenjabjórpels Tilboðsverð 99.000f- Minkapelsar Tilboðsverð fró 199.000f- Pelshúfur og treflar í miklu úr vali. Pelsfóðursjakkar og kúpur Verðfrúkr .48.900,- 12 mónaða vaxfalaus greiðslukjör STAÐGpEIÐSLU- AFSLATTUR PELSXNN Kirkjuhvoli • sími 20160

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.