Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 Fyrirtæki sem skrá hlutabréf sín hjá skattstjóra 17 af 117 hafaekki skilað ársreikningum Ástæða til að hlutabréfakaupendur gangi eftir reikning- um, segir stjórnarformaður Verðbréfaþings Morgunblaðið/Þorkell Gámur fluttur í Surtsey EKKI tókst að flytja efni í nýjan þyrlupall út í Surtsey í gær, eins og til stóð, en slakað var þar niður sorpgámi sem átti að fara í eyjuna. Mikill vindhraði og óhagstæð átt olli því að ekki var unnt að lenda Chinnok-þyrlu bandaríska landhersins. Aftur verður reynt við pallinn um leið og færi gefst. Bandaríkja- her ætlaði einnig að flytja endurvarpsstöð fyrir Almannavarnir upp á Heima- klett, en því varð heldur ekki við komið vegna veðurs. Næstu daga verða báðar Chinnok-þyrlumar í verkefnum vegna heræfíngarinnar Norræns vík- ings 1993, en reynt verður að koma Surtseyjarferð við eins fljótt og færi gefst, að sögn Friðþórs Eydals, blaðafulltrúa vamarliðsins. SAUTJÁN fyrirtæki af 117, sem skrá hlutabréf sín hjá ríkisskattstjóra, hafa ekki sent Seðlabanka íslands árs- reikninga sína þrátt fyrir ítrekuð skrifleg tilmæli. í skrán- ingu hjá skattstjóra felst að kaupendur hlutabréfa í þessum fyrirtækjum fá skattaafslátt. Eiríkur Guðnason, stjórnar- formaður Verðbréfaþings Islands, segir að full ástæða sé til þess að kaupendur hlutabréfa gangi eftir ársreikningum hjá fyrirtækjum, sem þeir hyggjast fjárfesta í. Vikið er að þessu máli í júlí- hefti Hagtalna mánaðarins, sem gefnar eru út af Seðlabankanum. Þar segir að lög um skráningu hlutabréfa hjá ríkisskattstjóra og skattalegt hagræði af hlutabréfa- kaupum hafi án efa vakið áhuga almennings á að kaupa hlutabréf, Ellefu ára stúlku bjargað frá drukknun í sundlauginni í Þorlákshöfn Verð örugglega hrædd við að fara aftur í sund „ÉG verð örugglega svolítið hrædd við að fara aftur í sund en fer kannski,“ sagði Halldóra Ellertsdóttir, 11 ára úr Hveragerði, á barnadeild Landspítalans í gær. Henni var fyrir snarræði tveggja 8 ára vinkvenna sinna bjargað úr sundlauginní í Þorlákshöfn í fyrradag. Stúlkumar þijá.r, Halldóra og tvíburamir Ema og María Krist- jánsdætur, voru að leik í dýpri enda Iaugarinnar þegar slysið átti sér stað. „Ég man að við vomm að kafa og svo man ég ekkert fyrr en ég var komin í sjúkrabíl- inn. Mér leið illa og vissi ekki hvað hafði gerst en læknirinn sagði mér það,“ sagði Halldóra og Guðrún Halldórsdóttir, móðir hennar, bætir við að hún hafi verið flutt á Landspítalann þar sem tekið hafi verið á móti henni. „Þeir voru síðan að hugsa um að flytja hana á gjörgæslu en ákváðu síðan að óhætt væri að færa hana beint á barnadeildina," sagði hún. Morgunblaðið/Sverrir Hlakkar til heimferðar GUÐRÚN og Halldóra. Þó Halldóru líki vel á barnadeildinni hlakk- ar hún til að fara aftur heim til vina sinna í Hveragerði. Guðrún sagði að Halldóra væri flogaveik en henni hefði ekki ver- ið bannað að fara í sund og óvíst væri hvort flogaveikin ætti ein- hvern þátt í slysinu. Halldóra er á góðum batavegi en mæðgurnar sögðust ekki vita hversu lengi hún þyrfti að vera á spítalanum. einkum þegar verð á þeim fór hækkandi. Til að fá staðfestingu ríkisskattstjóra þurfi félög að upp- fylla ákveðin skilyrði; hlutafé þurfi að vera minnst 12 milljónir króna og hluthafar 25 eða fleiri, engar hömlur megi vera á viðskiptum með hlutabréf félagsins og árs- reikningur þeirra verði að vera öll- um aðgengilegur. Fram kemur að tvennu sé ábóta- vant í þessu sambandi. Annars veg- ar virðist mörg félög sækja um það mjög seint á hveiju ári að komast á skrá ríkisskattstjóra. „Mikinn hluta ársins búa hugsanlegir kaup- endur því við óvissu í þessum efn- um,“ segir í Hagtölunum. Þeklq'a ekki lagalegar skyldur Hins vegar kemur fram að 17 félög af 117 hafi hunzað ítrekaða beiðni Seðlabankans um ársreikn- ing. „Sé þetta vísbending um að sömu félög tregðist við að láta al- menningi í té reikninga sína, má í fyrsta lagi spyija hvort þau séu nógu vel upplýst um skyldur sínar og í öðru lagi hvort þau beri eðli- legt skynbragð á hvað í því felst að höfða til almennings við öflun hlutafjár. í þessum efnum þurfa hlutabréfakaupendur að veita þeim aðhald með því að krefjast aðgangs að ársreikningum,“ segir í Hag- tölum mánaðarins. „Við höfum undrazt það mjög hvað sumir virðast vera tregir að láta ársreikninga af hendi, þegar þeir hafa fengið þennan gæðastimp- il,“ sagði Eiríkur Guðnason í sam- tali við Morgunbláðið. „Okkur þótti ástæða til að vekja athygli á þessu og vekja fólk til umhugsunar." --------------♦ ♦ ♦-------- Hryggbrotn- aði í útreiðatúr SVISSNESK kona hryggbrotn- aði er hún datt af hestbaki ofar- lega í Lundarreykjadal síðdegis í gær. Að sögn lækna á Borgar- spítalandum er líðan hennar góð eftir aðstæðum og er hún ekki eins alvarlega slösuð og virtist í fyrstu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slyssins og kom hún með konuna að Borgarspítala laust fyrir kl. 19 í gærkvöldi. Konan reyndist hryggbrotin en að sögn lækna er brotið ekki alvarlegt og ólíklegt að það leiði til lömunar. A Þingvöllum hefur verið unnið að stígagerð og fegrun í sumar 7 Flatey_________________________ Rannsókn á hollenska kaupfarinu, sem sökk 1659, er lokið 22 Landsmótiö í golfi_____________ Þorsteinn og Karen enn með for- ystu fyrir síðasta keppnisdaginn 42-43 Leiðari Uppsögn Zukofskys 22 Brjóstakrabbamein S&fgj mróal kvenna cr alK Hio l ':\T~ feunMn«Kff.i)iiiwnMi«i ■tCK'Fi} wrR*';-- ym yuutmi iuihMNciMK i »0 - . 4* Daglegt líf ► - strákar á hjóiabrettum - hjá laxveiðimönnum í Aðaldal - pistlar af Vesturlandi- Hummeijeppi í Bandaríkjun- um - Austurríki Vél varnarliðsins fór í langt sjúkraflug Sóttu sjúkling til Nord á Grænlandi HERKÚLESVÉL frá varnarliðinu lagði af stað í 1.200 mílna sjúkraflug til Nord í Grænlandi síðdegis í gær til að ná í lífshættulega veikan sjómann. Sjómaður veiktist um borð í bandaríska varðskipinu Polar Sea um miðjan dag í gær en skipið var statt milli Grænlands og Svalbarða, um 100 mílur vestur af Nord í Grænlandi. Þyrla flutti sjómannin frá skipinu til Nord á Grænlandi þar sem hann var tekinn um borð í Herkúlesvél varnarliðsins um kl. 23 í gærkvöld. Alvarleg sýking heimahöfn í Seattle í Bandaríkjun- Sjómaðurinn varð fyrir alvar- Verðbreytingar v. gengislækkunarlnnar Campbell- súpur í 195 g dósum Verðið var kr. 95 Verðið haekkar er nú kr. um 99 4,2% um. legri sýkingu eftir að hafa meitt sig um borð í Polar Sea. Skipið var statt um 100 mílur vestur af Nord á Grænlandi og var hann fluttur þangað með þyrlu. Herkúl- esvél frá varnarliðinu lagði af stað með skurðlækni í gærkvöld og lent í Nord rétt um kl. 23. Þyrla flutti sjómanninn frá varðskipinu Polar Sea til Nord á Grænlandi þar sem Jhann var tekinn um borð í Herkúlesvél varnarliðsins eftir kl. 23 í gærkvöld. 2.400 mílur Flugið til Nord tekur rúmlega fjórar klukkustundir og var lend- ing áætluð milli kl. 4 og 5 í nótt á Keflavíkurflugvelli. Alls er sjúkraflugið um 2.400 mílur sem er um níu tíma flug fyrir Herkú- lesvélina. Varðskipið Polar Sea á Súpur í dósum hækka um 4,2% CAMPBELL súpur í 295 g dósum hafa hækkað vegna gengisfellingar. Sem dæmi um þá hækkun má nefna að áður kostaði dósin t.d. 95 krónur en kostar nú 99 krónur. Það er hækk- un um 4,2%. Yfirlýsing frá land- búnaðarráðherra VEGNA fullyrðinga í þáttum Stöðvar 2 um að landbúnaðar- ráðuneytið hafí ákveðið að grípa til sérstakra aðgerða varðandi kjötinnflutning í tilefni af atburði á Keflavíkurflugvelli nýlega, vill ráðuneytið taka fram að engin slík ákvörðun hefur verið tekin. Hið rétta er að landbúnaðarráðu- neytið ákvað fyrir nokkrum mán- uðum að hefja slíkt átak, vegna smit-tilfella í kjöti, sem hafa verið að koma upp á meginlandinu. Þá hefur margoft í fréttum verið vitnað til minnisblaðs, sem skrifað var af starfsmanni ráðu- neytisins um fyrrgreint atvik og síðar komst í hendur fjölmiðla. Minnisblað þetta hefur ekkert með verksvið landbúnaðarráðu- neytis að gera og var ekki skrifað eða dreift með vitund landbúnað- arráðherra, sem fordæmir að það hafí verið notað til að koma höggi á utanríkisráðherra og konu hans. Halldór Böndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.