Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 37 HX SKEMMTANIR Ath. Getraunaleikwr Meú hvorjwm biómiAa (yigir getraunaseéiil og verda vinningor dlregn- ir út á hverjum virkum degi til 6. ágúst á Byigjunni. AAalvinningur- inn, (erú (yrir tvo til Saint Thomas, þar sem myndin gerist, meú Rat- vis, verúur dreginn út i beinni útsendingu á Bylg junni 6. ágúst. HEFNDARHUGUR FEILSPOR „WEEKEND AT BERNIE'S II" Bernie sló í gegn þegar hann var nýdauður og nú hefur hann snúið aftur - ennþá steindauður - fyndnari en nokkru sinni fyrr. Sjáið Bernie og félaga í frábærri grfnmynd þar sem líkið fer jafnvel á stefnumót og fleira. Sýnd kl. 5,7,9 og 11 í A-sal. Frábær hasarmynd þar sem bardaga- atriði og tæknibrell- ur ráða ríkjum. Ef þér'líkaði „Total Recall" og „Termin- ator“, þá er þessi fyrir þig! ONE FALSE MOVE ★ ★★★ EMPIRE ★ ★★MBL. ★ ★ ★ DV Einstök sakamála- mynd, sem hvar- vetna hefur fengiö dúnduraðsókn. Sýnd kl. 5,7,9 og 11 í B-sal. Stranglega bönnuð innan 16 ára Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Hljómsveitin Freisting. Hana skipa Erla Gígja Garðarsdóttir söngur, Stefán E. Petersen söngur og píanó, og Arinbjörn Sigurgeirsson bassi. ■ SSSÓL leikur á föstu- dagskvöldið í Sjallanum en á laugardags- og sunnudags- kvöldið verður verður hljóm- sveitin á þjóðhátíðinni i Eyjum. ■ SNIGLABANDIÐ leikur á dansleik laugardagskvöld í Félagsheimilinu Sævangi við Hólmavík. Ef veður leyf- ir mun Sniglabandið skemmta vegfarendum við veitingaskálann Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd um kaffi- leytið á föstudag. ■ STJÓRNIN, PÍS OF KEIK OG JOHN WAYNE leika á föstudags- og laugar- dagskvöld í Miðgarði, Skagafirði. ■ DEEP JIMI AND THE ZEP CREAMS halda tón- leika fimmtudagskvöldið á Hressó. ■ VINIR VORS OG BLÓMA spila um verslunar- mannahelgina, laugardags- o g sunnudagskvöld á Innihá- tíð á Hótel Stykkishólmi. Einnig spila þeir laugardags- kvöldið 7. ágúst á Stórhátíð í Flatey, Breiðafirði. ■ E.T. Bandið (Einar Jónsson, Torfi Ólafsson) spila á kántríkvöldi föstu- dags- og laugardagskvöld á Dansbarnum, Grensásvegi. ■ Hljómsveitin Freisting skemmtir á laugardagskvöld- inu á veitingahúsinu Barrok frá kl. 11.30. Hljómsveitina skipa Erla Gígja Garðars- dóttir söngur, Stefán E. Pet- ersen söngur og píanó, og Arinbjörn Sigurgeirsson bassi. ■ Olsen gengið spilar um verslunarmannahelgina á Tveimur vinum. Olsen gengið er samansett úr hljómsveitunum Pöpum frá Vestmannaeyjum og Cuba libra úr Reykjavík. SÍMI: 19000 Aðalhlutverk: Nicolas Cage („Honey-mon inVegas", „Wild at Heart“ o.fl.) og Samuel L. Jackson („Ju- rassic Park“, Tveir ýktir, „Jungle Fever“, „Patriot Games“ o.fl. o.fl.). Myndin fjallar um Andrew, ríkan, svartan rithöfund, sem nýfluttur er í fínt hverfi. Þegar nágrannarnir sjá hann vera að fikta í hljómflutningsgræjum sín- um þýðir það bara eitt í þeirra augum: „Helv. svertinginn er að ræna úr húsin.u. Lögreglan, sem kölluð er á vettvang, er á sama máli og tekur á mál- inu með því að skjóta fyrst og spyrja svo. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. STÓRMYND SUMARSINS SUPER MARIO BROS Aðalhlutverk: Bob Hosk- ins, Dennis Hopper og John Leguizamo. Hetjur alira tíma eru mætt- ar og í þetta sinn er það enginn leikur. Ótrúlegustu tæknibrellur sem sést hafa í sögu kvikmyndanna. Sýnd kl. 5,7,9og11. ÞRÍHYRNINGURINN ★ ★ ★ ★ Pressan ★ ★★1/2 DV Eilen hefur sagt upp kærustu sinni (Connie) og er farin að efast um kynhneigð sina sem lesbíu. Til að ná aftur í Ellen ræður Connie karlhóruna Casella til að tæla Ellen og koma svo illa fram við hana að hún hætti algjörlega við karlmenn. Aðalhlutverk: William Baldwin („Sliver", „Flatliners"), Kelly Lynch („Drugstore Cowboy") og Sherilyn Fenn („Twin Peaks"). LOFTSKEYTA- MAÐURINN Vinsælasta myndin á Norrænu kvikmynda- hátíðinni ’93. ★ ★ ★GE-DV ★ ★ ★Mbl. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. TVEIR ÝKTIR Ekld glæta! Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bók um Jón Pál kemur út í haust ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Island og umheimurinn hf. hefur ráðið Ólaf H. Torfa- son fyrrum ritsljóra til að ritstýra bók um kraftajöt- uninn Jón Pál Sigmarsson. Útgefandi segir að þessi bók verði sannkölluð hetju- saga. Útgáfufyrirtækið ísland og umheimurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu. í framhaldi af umfjöllun fjöl- miðla af væntanlegri bók um kraftajötuninn Jón Pál Sigm- arsson vill fyrirtækið koma því á framfæri að vinnsla bókarinnar er í fullum gangi og bókin muni koma út í nóvember. Nú mun vera unnið að gerð handrits og vali mynda.Valið hefur verið í rit- nefnd en hana skipa Sveinn Guðmundsson, Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir, Þór Indriðason stjórnmálafræð- ingur, Ragnar Axelsson ljós- myndari, Jóhann Möller og Ólafur Sigurgeirsson og Þor- grímur Þráinsson. Útgefn- andi og ritnefnd hafa valið Ólaf H. Torfason til að rit- stýra bókinni. Ólafur H. Torfason sem ráðinn hefur verið sem rit- stjóri bókarinnar hefur starf- að sem kennari, blaðamaður, ritstjóri, upplýsingafulltrúi, kvikmyndagagnrýnandi, fréttamaður og dagskrár- gerðarmaður fyrir útvarp og sjónvarp. Ólafur hefur m.a. verið ritstýrt mánaðarritinu „Heima er bezt“ og einnig verið ritstjóri dagblaðsins „Þjóðviljinn“. Nú annast Olafur H. Torfason kvik- myndagagnrýni fyrir Ríkis- útvarpið, rás 2. Ráðgert er að bókin verði í brotinu A-4 með um 200 ljósmyndum af Jóni Páli við hin ýmsu tækifæri. Og í fréttatilkynningu útgefanda segir m.a: „Áhersla verður lög á að bókin reki uppvöxt og feril Jóns Páls á sem sann- astan og bestan hátt og verði því sannkölluð hetjusaga ungs Islendings sem átti drauma og lét þá rætast svo eftirminnilega að öll íslenska þjóðin vildi eiga hann.“ Hrafnhildur Gísladóttir Glermyndir í Eden FYRIR allnokkru var opnuð í Eden I Hveragerði sýning Hrafnhildar Gisladóttur á 30 glermyndum, sem sýndar eru í básum veitingabúðarinnar. í fréttatilkynningu segir: „Sýningin mun standa fram eft- ir ágústmánuði og með tilliti til efnahagsástandsins hefur listakonan stillt verðinu mjög i hóf. Myndirnar eru bæði abstrakt og fígúratífar og málaðar á glerið með sérstökum glerlitum. Þetta er fyrsta sýning Hrafnhildar, sem hefur fengist við myndlist í nokkur ár.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.