Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 43 Bæting um 5,88 höggað meðattali VEÐRIÐ var mun betra í Leirunni f gær en fyrradag, enda bættu kylfingamir sig mikið. Sem dæmi má nefiia að karlam- ir í meistaraflokki léku á sam- tals 2.524 höggum í gær en á 2.712 höggum í rokinu í fyrra- dag. Höggin voru því 188 færri í gær, og samtals bætti hver meistaraflokksmaður sig um 5,88 högg. Sá sem bætti sig mest var GR-ingurinn Helgi Anton Eiríksson, sem bætti sig um hvorki meira né minna en 15 högg; lék á 87 höggum á þriðjudaginn en á 72 í gær. Þess má geta að allir meistara- flokksmennimir nema þrír bættu sig í gær frá því á þriðju- dag. ÚRSLIT Landsmótið í golfi MEISTARAFLOKKUR KARLA Skorið í gær og staðan fyrir síðasta dag; Þorsteinn Hallgrímsson, GV....73 226 Björgvin Sigurbergsson, GK....71 230 Siguijón Amarsson, GR.........77 231 Úifar Jónsson, GK.............74 233 Kristinn G. Bjamason, GL......77 235 Bjöm Knútsson, GK.............83 237 Sveinn Sigurbergsson, GK......79 238 Ragnar Ólafsson, GR...........81 238 Birgir L. Hafþórsson, GL......80 239 Helgi Anton Eiríksson, GR.....72 240 Hannes Eyvindsson, GR.........75 240 Vilhjálmurlngibergsson, NK....75 240 Þórður Emil Olafsson, GL......77 240 GuðmundurSveinbjömsson, GK ....77 241 Sigurpáll Sveinsson, GA.......78 244 Sigurður Sigurðsson, GS.......78 244 Sigurður Hafsteinsson, GR.....78 245 Tryggvi Traustason, GK........79 246 Qm Ævar Hjartarson, GS........80 246 HiImarBjörgvinsson, GS........74 248 Helgi Þórisson, GS............79 248 Tryggvi Pétursson, GR.........79 248 Óskar Sæmundsson, GR..........82 248 Jón Karlsson, GR............ 79 249 Ásgeir Guðbjartsson, NK.......80 249 Þorkell Snorri Sigurðsson, GR.88 251 MEISTARAFLOKKUR KVENNA Skor gærdagsins og staðan fyrir síðasta dag: Karen Sævardsóttir, GK...............75 240 Ólöf Marfa Jónsdóttir, GK............83 249 Þórdís Geirsdóttir, GK...............81 265 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR......84 257 Herborg Arnardóttir, GR..............84 257 Ásgerður Sverrisdóttir, GR...........84 260 Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK ...95 288 1. FLOKKUR KARLA Skor gærdagsins og efstu menn fyrir síð- asta dag: Rúnar Geir Gunnarsson, NK......76 228 Hörður Amarson, GK.............73 235 Hjalti Atlason, GR.............78 237 DavíðJónsson, GS...............79 237 Jóhann Kjærbo, GNK.............80 237 SigurgeirGuðjónsson, GG.......79 238 Rósant Birgisson, GL...........80 239 Sturla Ómarsson, GR............82 239 1. FLOKKUR KVENNA Skor gærdagsins og lokastaðan: Rut Þorsteinsdóttir, GS........86 344 Gerða Halldórsdóttir, GS...... 85 361 Guðbjörg Sigurðardóttir, GK... 85 367 Magdalena S. Þórisdóttir, GS.. 88 378 Erla Þorsteinsdóttir, GS...... 89 383 Eygló Geirdal, GS..............88 390 IngibjörgBjarnadóttir, GS.....101 395 Helga Gunnarsdóttir, GK....... 89 405 JónaGunnarsdóttir, GS......... 90 415 2. FLOKKUR KARLA Skor gærdagsins og lokastaðan: Högni R. Þórðarson, GS........77 329 Jóhann Júlíusson, GS..........83 330 Ólafur J. Sæmundsson, GR....85 337 Helgi Ólafsson, GR............88 338 Kristján Kristjánsson, GL.....86 338 Sváfnir Hreiðarsson, GB.......89 340 ívar Harðarson, GR............87 340 Gunnar Logason, GS............89 340 Bjarni Andrésson, GG..........89 341 Árni S. Pétursson, GK.........82 342 Sigurður R. Reynisson, GR ....84 344 Magnús Hreiðarsson, GH........88 344 Guðbjörn Garðarsson, GA.......87 344 Jens Karlsson, GK.............90 344 2. FLOKKUR KVENNA Skor gærdagsins og lokastaðan: Sigrún Sigurðardóttir, GG......... 88 382 Guðný Sigurðardóttir, GS.......... 93 389 Priða Rögnvaldsdóttir, GS...........90 399 Bylgja Guðmundsdóttir, GG...........93 408 Elsa Eyjólfsdóttir, GS............ 99 410 Sigrún Jónsdóttir, GG............. 98 410 Hafdís Gunnlaugsdóttir, GS.........104 417 Unnur Henrysdóttir, GS.............116 421 Sigrún Gunnarsdóttir, GR...........103 425 Kristjana Eiðsdóttir, GG........... 94 441 Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson Biðstada KAREN Sævarsdóttir, íslandsmeistari úr Keili, til vinstri, og Ragnhildur Sigurð- ardóttir úr GR, léku með Ólöfu Maríu Jónsdóttur, Keili, í gær. Hér bíða þær og sjá hvernig henni gengur að pútta á einni flötinni. „Bíódrengnum" gengur vel í 1. flokki Rúnar Geir Gunnarsson úr NK gengur frá skorkortinu sínu eftir að hafa leikið í gær. Til vinstri er Sturla Ómarsson úr GR. Rúnar enn fyrstur RÚNAR Geir Gunnarsson úr Golfklúbbi Ness hefur góða stöðu fyrir síðasta keppnisdag f 1. flokki karla, hann hefur leik- ið á sjö höggum færra en Hörð- ur Arnarson úr Keili sem er annar og miðað við hvernig hann hefur leikið ætti sigur hans að vera nokkuð öruggur. Rúnar Geir lék mjög vel fyrsta daginn og kom þá inn á 71 höggi, einu höggi undir pari vallar- ins. Annan daginn gekk ekki eins vel enda var þá nokkuð hvasst og lék hann þá á 81 höggi, níu yfír pari, en það kom ekki að sök því keppinautar hans náðu ekki að minnka bilið svo neinu næmi. í gær lék hann einnig vel, lauk hringnum á 76 höggum, §órum yfir pari. „Þetta er búið að vera mjög fínt, sérstaklega fyrsta daginn en annan daginn var mikið rok og ég var því sáttur við skorið þá þó ég hafi ver- ið níu yfir pari. í dag gekk illa fram- an af og ég var kominn sjö yfir eftir tíu holur en náði síðan að leika vel seinni hlutann og kom inn á 76 höggum og á því nokkur högg á næsta mann fyrir síðasta dag og það er mjög þægilegt," sagði Rúnar Geir. Rúnar Geir er einn af „bíódrengj- unum“ svonefndu, en það voru nokkrir félagar úr NK sem ákváðu á sunnudagskvöldið fyrir mót að athuga hvort þeir gætu fengið «ð - vera með þó skráningu væri lokið. Þeir voru þá staddir í Laugarásbíó og þaðan er nafnið komið. „Ég sé ekki eftir því að ákveða að vera með og næsta ár ætla ég endilega til Akureyrar og þá er stefnan sett á að vera í meistaraflokki," sagði Rúnar Geir sem er með 5 í forgjöf. Hörður Amarson úr Keili lék mjög vel í gær. „Það var kominn tími til að maður færi að leika golf,“ sagði Hörður en hann kom inn á 73 höggum, aðeins einu höggi yfir^ pari, en áður hafði hann leikið á 77 og 85 höggum. Jafnir í þriðja til sjötta sæti, tveimur höggum á eftir Herði eru Hjalti Atlason úr GR, Davíð Jónsson úr GS og Jó- hann Rúnar Kjærbo úr GNK og ekki er langt í næstu menn þannig að baráttan um annað og þriðja sætið verður hörð í dag. Karen virðist örugg ÍSLANDSMEISTARINN Karen Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja virðist nokkuð ör- ugg um að verja titil sinn því hún á niu högg á næstu stúlku í meistaraflokki kvenna og að- eins á eftir að leika einn hring. Karen kom inn á 75 höggum í gær og er það besta skorið hingað til í meistaraflokki kvenna. Karen er raunar sú eina sem ® hefur leikið undir 80 síelnssœ höggum og það hefur skrifar hun Eert tvívegis, fyrsta daginn og í gær. Þess má geta að hún bætti sig um „lítil“ ellefu högg á milli annars og þriðja dags og einhver orðaði það svo að það væri sami munur og verið hefði á vindstigunum hér í Leirunni. „Jú, það er ekki hægt að neita því að það er þægileg staða að fara út í síðasta hring með níu högga for- ystu,“ sagði Karen í gær. „Eg lék vel í dag en ég verð að viðurkenna að ég er orðin mjög þreytt eftir mikla og stranga töm hjá mér að undan- fömu. En það þýðir ekkert að hugsa um það, það em aðeins átján holur eftir og svo fær maður sér smá frí frá golfí. Ég vona bara að mér gangi vel á morgun [í dag] því það er ekk- ert ömggt þó munurinn sé níu högg,“ sagði Karen. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er í öðm sæti og hún er sex höggum á undan stöllu sinni hjá Keili, Þórdísi Geirsdóttur. „Það gekk hreinlega ekk- ert upp hjá mér í dag, það var sama hvað ég reyndi. Vippin og púttin vom hræðileg, en það þýðir ekkert að gef- ast upp. Það er allt hægt í golfi, líka að vinna upp níu högga mun þó svo ég verði að viðurkenna að ég tel ólík- legt að Karen láti nokkum gera það því hún er góður kylfíngur," sagði Ólöf María í gær. Herborg Amarsdóttir úr GR og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR era í 4.-5. sæti, tveimur höggum á eftir Þórdísi þannig að aðalbaráttan í meistaraflokki kvenna virðist vera um þriðja sætið. Miklir yfirburðir Rutar í 1. flokki Notaði 17 höggum færra en sú næsta RUT Þorsteinsdóttir úr GS sigraði í 1. flokki kvenna með miklum yfirburðum, lék á 344 höggum, 17 höggum færra en sú er næst kom. ÆT Eg spilaði vel og jafnt alla dag- ana og sigurinn var í raun aldrei í neinni hættu, keppnin var minni en ég átti von á því það eru margar góðar í þessum flokki. Ég fékk reyndar sprengjur á tvær síðustu holurnar vegna þess að ég var að rembast við að komast í meistaraflokk, en það gekk ekki. Nú set ég stefnuna á meistara- flokk og verð í honum á Akureyri að ári,“ sagði Rut. Rut er með 13 í forgjöf og þarf því ekki að lækka sig mikið til að komast í meistaraflokk, en átti hún von á því fyrir mót að sigra? „Nei, ekkert frekar, en þetta var gaman," sagði hún. Gerða Halldórsdóttir úr GS varð í örðu sæti á 361 höggi og Guðbjörg Sigurðardóttir úr Keili í því þriðja á 367 höggum. Æsispenna og Högni vann ÞÆR voru æsispennandi síð- ustu holurnar f 2. flokki karla á landsmótinu í Leiru í gær- kvöldi. Þegar upp var staðið hafði heimamaðurinn Högni R. Þórðarson betur í baráttunni og fagnaði sigri á 329 höggum. Högni lék mjög vel í gær, kom inn á 77 höggum en hann var fimm höggum á eftir Jóhanni Júl- íussyni úr GS fyrir síðasta dag. Þegar kom á síðustu flöt hafði Högni forystu en hann lék 72. hol- una á 7 höggum og því átti Jóhann möguleika á að jafna með því að fá fugl. Til þess þurfti hann að setja niður 15 metra pútt sem tókst ekki alveg, en litlu munaði og liann lauk leik á 330 högum. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í landsmóti og verður ekki í síðasta sinn því þetta var mjög skemmtilegt. Það er dálítið öðruvísi að leika í landsmóti en öðrum mót- um, það er meiri þrýstingur og maður reynir að gera betur því þetta er aðal mótið. Ég stefndi að því að vera meðal þeirra efstu og á seinni niu holunum í dag vissi ég alltaf hver staðan var þannig að maður var svolítið stressaður á köfl- um,“ sagði sigurvegarinn ánægður í mótslok. Keppnin um þriðja sætið var einnig jöfn og spennandi. Ólafur J. Sæmundsson úr GR hafði þs^. best á 337 höggum en Helgi Ólafs- son úr GR og Kristján Kristjánsson úr GL voru báðir á 338 höggum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.