Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 9 Bæjarsljórn Vestmannaeyja Bæjarfulltrúum fækkað úr níu í sjö BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja ákvað á síðasta fundi sínum að til- lög-u meirihluta sjálfstæðismanna, að fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö við næstu kosningar. Sigurður Einarsson, formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjum, segir þetta eiga að spara peninga og auka skil- virkni. „Tillagan var flutt í spamaðar- skyni. Með fækkun í bæjarstjórn sparast laun tveggja bæjarfulltrúa. Auk þess telja menn að þetta verði skilvirkara,“ sagði Sigurður Einars- son í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að á yfirstandandi kjör- tímabili hefði nefndum á vegum bæjarins verið fækkað, svo og fólki í nefndum. Árið 1989 hefðu nefnda- fundir verið 524, en á seinasta ári 270. Hann sagði að nú stæði samein- ing sveitarfélaga fyrir dyrum og það myndi væntanlega spara tals- verðan kostnað við yfírstjórn sveit- arstjórna. „Við getum ekki samein- azt neinum vegna landfræðilegra aðstæðna, þannig að þetta er okkar framlag í þessu átaki,“ sagði Sig- urður. Almenningur ánægður Sigurður sagði að sams konar breyting hefði verið gerð á Sauðár- króki ekki alls fyrir löngu. „Sveitar- félög, sem eru svipuð að stærð og Vestmannaeyjar, til dæmis Sel- tjarnarnes og Garðabær, hafa sjö bæjarfulltrúa. Okkur heyrist að fólk sé frekar ánægt með þessa breyt- ingu. Þegar þrengist um viljum við byija að spara í yfírstjórninni, því að það er klipið af alls staðar ann- ars staðar. Þetta eru kannski ekki stórar tölur en það munar um allt,“ sagði Sigurður. Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum sjálfstæðismanna, gegn þremur atkvæðum minnihlutans, alþýðuflokks- og alþýðubandalags- manna. r I I I I I Sumaráætlun Flugleiöa '93 Frá íslandi Dagur Til M Þ M F F L S Amsterdam M M M M Baltimore S S S S S S S Barcelona S Frankfurt M M M M Fœreyjar M M Gautaborg M M Glasgow S M M Hamborg M/S M/S M/S M/S M/S M M/S Kaupmannahöfn M/S M/S M/S M/S M/S M M/S London M S M S M S S Lúxemborg M M M M M M M M = Morgunflug S = Síödegisflug Betn flug f júlí 1993 Frá íslandi Dagur Til M Þ M F F L S Mílanó S Munchen S Narsarsuaq S S Nuuk S S New York s S S S s S s Orlando s S Ósló M M M M M M París s - S S S s Stokkhólmur M M M M M M M Vín S Zúrich S S FLUGLEIDIR i I rautlur ítUmhur fcriafélagi M Lengi getur gott batnað Garcla Margir veiðimenn halda því frarn að betri hjól en hin sígildu Ambassadeur hafi enn ekki verið framleidd. Þetta kemur okkur ekki á óvart, því Ambassadeur hefur verið í stöðugri þróun síðustu 40 ár og verður betra með hverju ári. Gerðu þér ferð og kynntu þér 93 módelin og þær nýjungar senr í þeim er að finna, það gæti skipt sköpum í næstu veiðiferð. Tegund drifhlutfall magn línu m/mm verö kr. *5500 C3 6,3:1 /3,8:1 180/0,35 12.352,- *6500 C3 6,3:1/3,8:1 190/0,40 13.903,- 5500 C3 5,3:1 180/0,35 11.390.- 6500 C3 5,3:1 190/0,40 12.395,- 6000 C3 5,3:1 190/0,40 10.720,- 7000 *tvcggja hraða 4,1:1 250/0,45 15.913,- Umboðsinenn Abu Garcia eru um land allt. HAFNARSTRÆTl 5 • REYKJAVÍK SÍMAR 91-16760 & 91-14800 Endurreisn íkveðskap? í dálki The Economist um nútímakveð- skap er fjallað um þróun Ijóðlistar eftir stríð og spurt hvort enskur skáldskapur sé að ganga í endurnýjun lífdaga. Lítil eftár- spum eftir ljóðum Ijóðagagnrýnandi The Economist skrifar: „Eitt bezt geymda leynd- armál Breta er í hversu miklum mæli þeir lesa ljóð, skrifa þau — eða njóta þeirra. Árið 1990 gekk The Times svo langt að kalla ljóðlistina þjóðardægrastyttingu Englendinga. Engu að síður er eftirspum lltál eftir nútímaljóölist í Bretlandi, að undanskild- um verkum nokkurra vinsælla skálda, t.d.Sea- muss Heaney, Philips Larkin, Teds Hughes og Johns Betjeman. Hvers vegna ætli skáldskap, sem er skrifaður eftir 1945, liafi ekki tekizt nema í mjög litlum mæli að ná til breiðs hóps les- enda? Ólíkt fyrra stríðinu gat seinni heimsstyrjöldin ekki af sér hóp mikilla skálda. Flest skáld fimmta áratugarins voru einhvers konar draum- óramenn og hafa verið fordæmd fyrir að snúa baki við félagslegri ring- ulreið stríðsins og eftir- Ieik þess, sem einkennd- ist af fátækt og eymd. Þessari almennu skoð- un var komið rækilega á framfæri í innganginum að „New Lines“ (gefin út hjá Macmillan 1956 og ritstýrt af Robert Con- quest), (jóðasafni sem átti þátt i að ávinna hópi skálda á sjötta áratugn- um, sem kölluðu sig Hreyfinguna (The Move- ment), nokkra viður- kenningu en þó ekki al- meimar vinsældir. Þessi skáld beindu sjónum að öllu, sem þau töldu skáld- um fimmta áratugarins hafa mistekizt að takast á við; ömurlegum raun- veruleika lífsins í landi, sem náði sér ekki á strik efnahagslega og var með ógnarhraða svipt völdum sínum og áhrifum á al- þjóðavettvangi. Engintrúá hefð eða vís- unum í línum, sem Philip Larkin, eitt skáldanna sem áttu ljóð í fyrr- nefndu ljóðasafni, skrif- aði á sjötta áratugnum, dregur hann saman þessa almennu tilfinn- ingu fyrir andlegri og vitsmunalegri þröngsýni, sem hafði lagt Bretland eftirstríðsáranna undir sig. Bretar voru þjóð, sem hafði glatað rótum sínum, bæði í bókstaf- legri og óeiginlegri merkingu: „Ég hef enga trú á „hefð“ eða sameig- inlegum goðsagnapotti eða yfírborðslegum vís- unum í ljóðum til annarra ljóða eða skálda," skrif- aði hann. Larkin var greinilega að gagnrýna óþolandi siði Eliots og módemist- amia miklu, sem visuðu til kyndugra og illskiljan- legra memúngarlegra fyrirbæra í skáldskap sinum. Hann var einnig að afneita þvi að menn gætu ort af nokkrum metnaði í framtíðinni. Það lifnaði yfir sjö- unda áratugnum þegar Liverpool-skáldin birtust á sjónarsviðinu. Eins og Bítlamir litu Liverpool- skáldin á það sem hlut- verk sitt að skemmta al- memiingi. Þeir leituðu að nýjum lesendahópi — og fundu hann. Ljóðasafnið, sem gefið var út þjá Penguin 1967 undir nafn- inu „The Mersey Sound" fór létt með að seljast í fleiri eintökum en nokk- urt annað ljóðasafn, sem Penguin hafði nokkum tímann gefið út. Tungutak Liverpool- skáldanna var talmáls- legt, spjallkennt og laust við hátiðablæ. Vandamál, sem skáldhi hafa alltaf þurft að lifa með, einkum á þessari öld, er hvort þau eigi að tileinka sér tungutak almennings. Eða eiga þau að tala eig- ið táknmál, sem á fremur rætur að rekja til erfíð- leika við persónulega tjáningri, eða þá bók- menntahefðar? PendúII- inn sveiflast fram og aft- ur, áratug eftir áratug. Sjöundi áratugurinn var líka áratugur (jóðaupp- lestrar. Gestaskáld á borð við Allen Ginsberg, Pablo Nemda og W.H. Auden, Breti sem var búsettur erlendis, fylltu Royal Albert Hall. Ortundir áhrifamætti járnfrúariim- ar I byijun áttunda ára- tugarins kom mikið af mikilvægasta skáld- skapnum frá Norður- Irlandi, til orðinn í hræði- legri vitund um missi og félagslegan ömurleika. Ljóðin um vandamálin á Norður-írlandi kveiktu nýjan neista í pólitískum skáldskap. Síðan komu Thatcher-árin, sem hafa fengið sinn skammt af kvæðum í nýju ljóðsafni, sem er kallað „The New Poetry". Kveðskapur síðastlið- inna fimmtán ára, bræddur saman úr ýms- um stefnum, er eins áhugaverður og hægt var að vonast eftir í landi, sem þjáist af sjálfsímynd- arkreppu. Ensk ljóðlist hefur orðið fyrir góð- kynjuðum áhrifum af Karibiskum skáldskap, sem minnir á rætur kveð- skaparins í söng og dansi. Ftjósöm áhrif hafa líka borizt yfir Atlants- hafíð frá hálf-súrreal- isma Johns Asbery og skálda af New York-skól- anura. Kveðskapurinn hefur jafnvel notið góðs af járnfrúnni sjálfri með beinum hætti. Öflug háðsádeila Carol Ann Duffy á óvinveitt og upp- þomað þjóðfélag er frá- bært dæmi um kveðskap, sem er innblásinn af þvi sem skáldið fyrirlítur. Allt bendir til að ástæða sé til að vona það bezta fyrir hönd ljóðlist- arinnar. Skáldhi hafa fundið áheyrendur á ný. The South Bank Centre skipuleggur nú um 150 viðburði á sviði kveð- skapar á ári hveiju. Mest em það vel sóttir ljóða- upplestrar. Á næstu árum munu brezk skáld kannski fylla Royal Al- bert Hall.“ NÝR YALKOSTUR í LÍFEYRISMÁLUM! Sameinaba líftryggingarfélagiö, sem er í eigu Sjóvá- Almennra og Tryggingamiöstöövarinnar, hefur sett á markaöinn nýjung í lífeyrismálum, Óskalífeyri. Meö Óskalífeyri gefst kostur á aö styrkja lífeyrisrétt þann sem ávinnst meö lögbundnu lífeyrisframlagi í lífeyris- sjóö, t.d. meö þaö aö markmiöi aö hefja lífeyristöku strax viö 60 ára aldur eöa auka ráöstöfunarfé fyrstu árin eftir starfslok. Þú færö allar nánari upplýsingar hjá tryggingarráö- gjöfum Sameinaöa líftryggingarfélagsins hf. JWýtlF Sameinaba líftryggingarfélagib hf. Kringlunni 5, Reykjavík. Sími 91- 692500 í eigu Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Tryggingamibstöbvarinnar hf. r~

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.