Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 Reuter í kröpp- um sjó SKIPVERJI á bresku skútunni Source hangir í köðlum eftir að hafa henst útbyrð- is er honum mis- tókst að festa belg- segl skútunnar. Fleytti hann kerl- ingar á sjónum en tókst að fikra sig aftur um borð. At- vikið átti sér stað í gær í mikilli sigl- ingakeppni, Aðm- írálsbikarnum, sem nú stendur yfir við suður- strönd Bretlands. Sex virtir hagfræðingar við MIT vilja evrópska gengissamstarfið feigt Takast þarf á við atvinnuleysi og kveðja fastgengisstefnuna SEX af virtustu hagfræðingum heims, þ. á m. þrír nóbelsverðlauna- hafar, hvöttu til þess í grein sem birtist í breska dagblaðinu Financ- ial Times í gær að Frakkar gengju á undan öðrum Evrópubandalags- ríkjum og segðu skilið við Gengissamstarf Evrópu. Sögðu þeir að nú væru Evrópuríki að endurtaka mistökin frá því á kreppuárunum á fjórða áratugnum og héldu í fastgengisstefnuna þrátt fyrir sam- drátt í efnahagslífinu. Það þýddi að atvinnuleysið sem væri brýn- asta úrlausnarefni þessara ríkja sæti á hakanum. Hagfræðingarnir heita Olivier sótt hefur verið fast að franska Blanchard, Rudiger Dornbusch, Stanley Fischer, Franco Modigliani, Paul A. Samuelson og Robert SoIowí Allir kenna þeir í Masschu- setts Institute of Technology og eru þeir þrír síðastnefndu handhafar nóbelsverðlauna í hagfræði. Þeir segja að ólgan á gjaldeyrismörkuð- um Evrópu undanfarið — þar sem frankanum og dönsku krónunni — og vaxandi atvinnuleysi séu skýr- ustu dæmin um að gengissamvinna Evrópuríkja sé að koma þeim í koll. Hávaxtastefna þýska seðlabankans sé þama ein mikilvægasta orsökin auk ákveðinna eiginleika gengis- samstarfsins sem knúið hafi önnur ríki til að halda sínum vöxtum einn- ig háum. Háir vextir hafi leitt til metatvinnuleysis. Lítið hafí verið gert til að hamla gegn því. Á kreppuárunum hafi menn talið sálu- hjálparatriði að halda fast í gullfót- inn og á sama hátt sé nú einblínt á þýska markið. Frakkar ríði á vaðið Hagfræðingamir segjast binda vonir við að Frakkar ríði á vaðið og fórni gengissamstarfinu í þágu vaxtalækkunar og atvinnuaukning- ar. Belgía og Spánn myndu þá sigla í kjölfarið. Þeir segja að ekki sé nauðsynlegt að hverfa frá þeirri stefnu að halda verðbólgu í skefjum þrátt fyrir þetta enda eigi Frakkar ekki við neitt verðbólguvandamál að stríða líkt og Þjóðverjar og geti því leyft sér einhvern munað. Loks fullyrða hagfræðingarnir að tíma- bundið fráhvarf frá gengissam- starfmu þurfi ekki að þýða að sagt verði skilið við hugsjónir um evr- ópska einingu auk þess sem áætlan- ir um myntbandalag Evrópu séu hvort eð er komnar verulega úr skorðum. Greinin var birt í gær vegna þess að þá stóð fyrir dymm fundur bankastjómar þýska Seðlabankans. Búist var við að forvextir yrðu lækk- aðir en þess í stað ákvað banka- stjórnin að lækka lítillega Lombard- vexti sem hefur litlá þýðingu. Gífurlegt álag á embættismenn stefnir heilsu þeirra í voða Fastir í viðjum mistaka, þung’lyndis og heilsuleysis DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ í Bandaríkjunum hefur að undanförnu sætt gífurlegri gagnrýni og það sama má segja um menntamálaráðu- neytið breska. Einn helsti lögfræðiráðunautur stjórnar Bills Clint- ons, Vincent Foster, svipti sig lífi og hinum megin við Atlantshafið horfðu breskir þingmenn skelkaðir upp á menntamálaráðherrann, John Patten, dragnast veiklulega inn á þingfund, beint af sjúkra- húsi, til þess að greiða atkvæði í Maastricht-rimmunni í síðustu viku. Bæði ráðuneyti hafa sama djöful að draga: Meint mistök. Og það kemur niður á einstaklingunum sem þar starfa. Skotið á skotpalla í Irak TVÆR bandarískar EA-6B-ot'r- ustuþotur skutu í gær á skot- paila fyrir loftvamarflaugar í suðurhluta íraks. Að sögn banda- ríska varnarinálaráðuneytisins læstu írakar ratsjárgeislum loft- vamaflauganna á þotumar og því var skotið á pallana. Sara ætlar í sendistörfin SARA Ferguson er staðráðin í að gerast sérlegur sendiherra Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) þrátt fyrir mótbár- ur bresku stjómarinnar og drottningarinnar. Talsmaður hirðarinnar neitaði reyndar að segja hvort andstaða væri þar á bæ við ráðningu Söru til SÞ og sagði það alfarið mál hennar og stofnunarinnar. Forlani rann- sakaður ARNALDO Forlandi fyrram for- sætisráðherra Ítalíu var tilkynnt í gær að grunur léki á að hann hefði tekið við ólöglegum greiðslum í flokkssjóð Kristi- legra demókrata (DC) frá Enim- ont-efnaverksmiðjunum að upp- hæð sem svarar tveimur millj- örðum króna. Forlani hefur hald- ið fram sakleysi sínu. Helgi létt af Andreotti Öldungadeild ítalska þingsins aflétti í gær þinghelgi Giulios Andreottis fyrrum forsætisráð- herra til þess að hægt verði að rannsaka meinta aðild hans að morði á blaðamanni. Andreotti hefur Iýst yfir sakleysi sínu og bað sjálfur um að þinghelgi hans yrði afiétt en uppljóstrari úr röð- um mafíunnar segir hann hafa látið myrða blaðamanninn til að þóknast mafíunni. Hraðvirk einkavæðing ÞRIÐJA hvert fyrirtæki í Rúss- landi er nú í einkaeigu, eða 37,1% að sögn vikuritsins Moskvufrétta. Ef einungis era talin smáfyrirtæki, verslanir og þjónustufyrirtæki, er hlutfallið 57,1%. Anatolíj Tsjúbajs einka- væðingarráðherra sagði að úr þessu yrði þróuninni ekki snúið við og hlutfall einkafyrirtækja ætti eftir að aukast. Vilja háttvísi hjá BBC STJÓRNENDUR breska ríkisút- varpsins BBC hvöttu útvarps- og sjónvarpsfréttamenn til þess í ársskýrslu sinni í gær að þeir sýndu háttvísi og stillingu í við- tölum og viðmælendum sínum kurteisi og forðuðust óþarfa að- gangshörku. Rússneska þingið fundar RÚSSNESKA þingið hefur verið boðað til fundar á morgun, laug- ardag, til þess að fjalla um þá ákvörðun seðlabankans að taka úr umferð rúbluseðla sem gefnir vora út fram til síðustu áramóta. Smith skiptir um stóla ANDREAS Whittam Smith, for- stjóri blaðanna Independent og Independent on Sunday, ákvað í gær að færa sig úr forstjóra- stólnum í ritstjórastólinn og ein- beita sér að því fram á haust að endurskipuleggja blaðið sem stendur höllum fæti. Ekki er nema hálft ár síðan Clint- on leiddi menn sína vígreifur inn í Hvíta húsið í Washington. Fullir sjálfstrausts og áhuga; fyrstu demókratarnir í tólf ár. Mættir til að breyta landi og þjóð; grafa þurfti vofu Reagans, gerbylta heilbrigðis- kerfí, koma efnahags- og umbótaá- formum á koppinn. Samt seig á ógæfuhliðina fyrr en varði. Nýverið gerði Hvíta húsið uppskátt að Vinc- ent Foster hafði skrifað hjá sér hugleiðingar um „dapurlegt hugar- ástand vegna starfs síns,“ eins og talsmenn stjórnarinnar komust að orði. Foster hafði rifíð blöðin en snifsin fundust í skjalatöskunni hans, og nú eru sérfróðir að rýna í þau ef það mætti varpa nokkru ljósi á hvers vegna sá æskuvinur og einn nánasti stjórpmálaráðgjafi Clintons forseta stytti sér aldur. Skaut sig í höfuðið með gamalli byssu á bökkum Potomaek-árinnar. Vinir sögðu hann hefði verið orðinn þunglyndur vegna þess hann sætti gagnrýni fyrir frammistöðu sína við lögfræðiráðgjöf í Hvíta húsinu; embætti hans hafði klúðrað ýmsri mikilvægri umsýslan, og það var af honum dregið. Vinir höfðu tekið til þess að hann legði of fiart að sér. Ráðherralið Johns Majors var úrvinda þegar það hófst handa. Þegar ráðherrar tóku við embætt- um árið 1990 fór hver um sig í hefðbundna heimsókn í Bucking- hamhöll að kyssa hönd drottningar. Hún kvað hafa sagt eftir á: „Ég var að hitta mjög þreytulega menn.“ Síðan þá hefur forsætisráð- herrann orðið veikur af því sem kunnugir segja vera andlega þreytu; viðskiptaráðherra, Michael Heseltine fékk hjartaáfall og menntamálaráðherra, John Patten, lagðist í dularfulla sótt. Hjartanu hætt Má það vera að slík veikindi eigi rætur sínar að rekja til pólitískrar frammistöðu þeirra sem eiga í hlut? „Það leikur enginn vafi á að þama era tengsl á milli,“ segir Alan Clark fyrrum ráðherra, sem kvartaði oft undan afköstunum sem vænst er af ráðherrum nú á tímum. Hann segir í dagbókum sínum, sem hann birti nýlega: „Fólki sem gengur vel hættir síður til að veikjast. En þeg- ar maður er undir álagi er hægt að bregðast við á tvo vegu. Maður getur annað hvort gert eins og ég gerði, yþpt öxlum nennulaus og fúskað, teljandi dagana þangað til maður kemst burt til Skotlands. Eða maður getur gerst vinnusjúkur og margskoðað alla möguleika sem óður væri. Byiji maður á slíku er stutt í feikilega streitu." En það fleira á ferðinni en vinnuálag og streita, að mati Mart- ins Corbetts, sérfræðings í áhuga- hvöt við Warwick-viðskiptaskólann. „Það eykur á streitu enn frekar þegar maður er í aðstöðu sem fylg- ir mikil ábyrgð en næsta lítil ráð á hendi,“ segir Corbett. „í störfum þar sem mikils er krafíst af manni en maður hefur ekki það vald sem þarf til að bregðast við er hjartanu í manni hætt.“ Tilfelli Johns Patt- ens er „lýsandi dæmi um einhveija erfíðustu aðstöðu sem hægt er að hugsa sér.“ Annars vegar brennur á honum hans eigin hugsjón og væntingar samráðherranna, en hins vegar dynja á honum kröfur kenn- ara. „Ávísun á gífurlega streitu,“ segir Corbett. „Þrýstingur úr báð- um áttum en afskaplega lítið svig- rúm til athafna. Á endanum er að- eins eitt að gera - leggjast á sjúkra- hús.“ Patten lagðist veikur um svip- að leyti og John Major byrjaði að „starfa á honum“ vegna slælegrar frammistöðu í menntamálum. For- sætisráðherrann kvað hafa sagt Patten „of fálátan". Patten reyndi að bregðast við með að vekja á sér athygli opinberlega, en fékk þá skömm í hattinn frá fulltrúum kennara sem og kvennaráðstefnu íhaldsflokksins. Samt segja sérfróðir að rétt eins sé við Major að sakast. „Að „starfa á“ einhveijum, er sennilega óheppi- leg aðferð við gagnrýni," segir sál- fræðingurinn Sue Cartwright. „Fólk getur tekið gangrýni á störf sín, en ekki persónu sína. Kannski er [Patten] fálátur, en það er bara heldur fátt sem hann getur gert í því.“ Engin Valhallarvist Handan Atlantshafsins stafar vandinn um margt af gerðum for-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.