Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 T 17 Nefnd um flutning ríkisstofnana skilar tillögum Sjö ríkisstofnan- ir fluttar út á land SJÖ stórar ríkisstofnanir, sem hafa haft höfuðstöðvar sínar í Reykja- vík, ætti að færa út á land. Þetta kemur fram í tillögum nefndar á vegum forsætisráðuneytisins. Þar er meðal annars stungið upp á því að Byggðastofnun verði flutt til Akureyrar, Rafmagnsveitur riíds- ins til Egilsstaða og Vegagerð rikisins upp í Borgarfjörð. Forstjóri Byggðastofnunar segir það ekki vera borðleggjandi að stofnunin verði flutt og settur rafmagnsveitustjóri telur flutning RARIK afar erfiðan í framkvæmd. Formaður nefndarinnar segir að miklir bú- ferlaflutningar ættu ekki að koma í veg fyrir að tillögurnar yrðu framkvæmdar. í nefndinni, sem vann tillögurn- ar, voru fulltrúar allra þingflokka á Alþingi. í tillögum hennar segir meðal annars að tilgangur flutnings á stofnunum sé ekki endilega að auka hæfni þeirra til að gegna hlut- verki sínu eða sinna verkefnum þótt hæfnina megi að sjálfsögðu ekki skerða. Byggðastofnun til Akureyrar Nefndin stingur upp á því að Byggðastofnun verði flutt til Akur- eyrar. Röksemdin fyrir því er m.a. að Byggðastofnun sýni gott for- dæmi. Guðmundur Malmquist for- stjóri Byggðastofnunar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það væri Alþingis að fjalla um þetta og hann ætti ekki von á því að stofnunin yrði flutt. Þá er lagt til að Landhelgisgæsla íslands verði flutt til Keflavíkur. í tillögunni segir að löggæslan og þau margvíslegu störf, sem stofnunin hafi með höndum, tengist að mestu hafinu og því ætti staðsetning höf- uðstöðva á landi ekki að vera mikil- væg. Gerð er tillaga um að Land- mælingar íslands verði fluttar að Selfossi og sagt að það ætti ekki að hafa mikla röskun í för með sér þar sem verkefni stofnunarinnar, s.s. kortagerð, fjarkönnun, og vinnsla gervitunglamynda, séu ekki bundin við höfuðborgarsvæðið. Á hliðstæðum forsendum er ekki talið mikið óhagræði í því að Skipu- lag ríkisins verði flutt til Sauðár- króks. Einnig er lagt til að Veiði- málastofnun hafi aðsetur á Akur- eyri, þar sem m.a. deildir í háskól- anum þar varði starfsemi stofnun- arinnar. Tvö til þrjú hundruð manns þyrftu að flytja með RARIK í tillögunum segir að þar sem Rafmagnsveitur ríkisins hafí ekki með orkumál á höfuðborgarsvæð- inu að gera og mikill meirihluti starfsmanna fyrirtækisins starfi úti á landi sé eðlilegt að höfuðstöðvar fyrirtækisins séu einnig utan höfuð- borgarsvæðisins. Stungið er upp á Egilsstöðum, þar sem mestur hluti af rekstri RÁRIK fari fram á Aust- urlandi. Eiríkur Briem framkvæmdastjóri fjármálasviðs RARIK og settur raf- magnsveitustjóri sagði i samtali við Morgunblaðið að flutningur á höf- uðstöðvunum til Egilsstaða mundi þýða búrferlaflutninga fyrir tvö til Samstarf lögregluembætta tvöfaldar eftirlit á Suðurlandi Mega búast við að mæta lögreglubíl á 15 mín. fresti . Dómsmálaráðherra hefur beitt sér fyrir því að á komist samstarf lögregluliða á Suður- og Suðvesturlandi um aukið umferðareftirlit í Arnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Samstarf þetta hófst um síðustu helgi með því að lögregluliðin í Keflavik, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík sendu liðsauka til embættanna á Suðurlandi. Að sögn Friðjóns Guðröðarsonar sýslumanns á Hvols- velli verður sami háttur hafður á um verslunarmannahelgina og fram í ágústmánuð eftir því sem tilefni gefst til. Að sögn Friðjóns hefur þessi nýja skipan í för með sér um það bil tvöföldun umferðar- eftirlits á svæðinu og mega ökumenn á ferð um Suðurland nú búast við að mæta lögreglubíl á 15 til 20 minútna fresti. Friðjón Guðröðarson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hugmyndin að þéssu samstarfí hefði kviknað í samtali þeirra Þorleifs Pálssonar, sýslumanns í Kópavogi, þegar í tal hefði borist að rétt væri að þeir bæir sem dæli fólki austur fyrir Fjall í þúsundavís um helgar legðu lið við löggæslu á svæðinu. Dómsmálaráðherra hefði tekið hugmyndinni afar vel og á skömm- um tíma beitt sér fyrir að hún kæmist í framkvæmd í samstarfi stjóri FÍB segir að þörfin fyrir við- gerðarþjónustu hafi minnkað veru- lega á síðustu árum vegna þess hve vegir hafa batnað og að bílar séu mun fullkomnari n áður. UndirbúningUi ,"'nlegur „Það er nauðsynlegx ao fólk mjög vel undirbúið í ferðalög. Þ4, verður meðal annars að yfírfara bifreiðar og athuga hvort þörf sé á viðgerð. Ef bifreiðin er í góðu lagi gæti það sparað umtalsverða fyrir- höfn ef bifreiðin hefði bilað,“ segir allra sýslumanna á höfuðborgar- svæðinu. Um síðustu helgi barst lögreglu í Árnessýslu liðsauki fjögurra lög- reglumanna frá höfuðborgarsvæð- inu, tveir lögreglumenn bættust við mannafla lögreglu í Rangárvalla- sýslu, auk þess sem bíll vegalög- reglunnar var við störf í V-Skafta- fellssýslu. Friðjón sagði að aðkomu- mennirnir störfuðu undir stjórn yf- irmanna lögreglu á hveijum stað og þau mál sem upp kæmu væru Runólfur. „Ef bifreiðin bilar hefur félagið samið við verkstæði, dráttarbíla, varahlutasala og bifreiðaumboð að vera með bakvakt alla helgina. Einnig mun það auðvelda vegfar- endum í leit að aðstoð að símaþjón- ustubílar verða á ferðinni um helg- ina.“ Hann segir að skrifstofa FÍB muni riárs^gjlligöngu varðandi aðstoðar- beiðnir en þar v jrði vakt milli 10 og 18 í síma 629999 auk þess sem símsvari gefi upp símanúmer bak- vaktar. afgreidd endanlega í umdæmunum en ekki í heimaumdæmum lögreglu- mannanna, eins og tíðkast hefur með verkefni vegalögreglunnar, sem afgreidd hafa verið frá Reykja- vík. Friðjón sagðist telja að mikill og góður árangur hefði náðst um síð- ustu helgi af þessu samstarfi, bæði mælt í auknum fjölda kærðra öku- manna og einnig í sýnilegri og meira áberandi löggæslu en fyrr sem líkleg væri til að skila árangri i forvarnarstarfi. ♦ ♦ ♦------ 20% tekju- tryggingar- auki greidd- ur í ágúst ÞEGAR bætur almannatrygg- inga vegna ágústmánaðar verða greiddar út hinn 3. ágúst nk. munu lífeyrisþegar með tekju- tryggingu fá uppbót. Hún er í samræmi við kjarasamninga á vinnumarkaði um greiðslu or- lofsuppbótar. Fulla uppbót, kr. 7.140 hjá eliilíf- eyrisþegum en 7.267 hjá öryrkjum, fá þeir sem hafa óskerta tekju- tryggingu, heimilisuppbót og sér- staka heimilisuppbót. Tekjutrygg- ingaraukinn skerðist í sama hlut- falli og þessir bótaflokkar hjá lífeyr- isþega. Þeir sem ekki njóta tekju- tryggingar fá enga uppbót. A greiðsluseðli mun þessi uppbót ekki koma fram sérstaklega, heldur verður lögð við upphæð hvers þess- ara þriggja bótaflokka. Bótagreiðsl- ur í ágúst verða heldur lægri en í júlí, því þá greiddist 28% tekju- tryggingarauki. Tekjutryggingarauki greiðist á sama hátt í desember, 30% vegna desemberuppbótar launafólks og í sama mánuði 28% tekjutryggingar- auki vegna láglaunabóta. Hjálparþjónusta FIB um helgina Hveljum fólk til að búa bílinn vel undir ferðalög FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda hvetur landsmenn að athuga ástand bifreiða sinna og undirbúa sig vel áður en haldið er af stað í ferðalög um verslunarmannahelgina. Félagið mun aðstoða bifreiða- eigendur um allt land en hjálparþjónusta félagsins hefur verið starf- rækt í 40 ár. Verkstæði, bifreiðaumboð, varahlutasala og dráttarvél- ar verða á bakvakt og mun skrifstofa FIB hafa milligöngu um alla aðstoð. Runólfur Olafsson framkvæmda- Morgunblaðið/Þorkell Tillögur kynntar um flutning ríkisstofnana ÞVERPÓLITÍSK nefnd hefur undanfarið unnið að tillögum um flutn- ing ríkisstofnana frá höfuðborgarsvæðinu út á land. F.v. Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður, Þorvaldur Garðar Kristjánsson fyrrv. alþingismaður og formaður nefndarinnar, Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Hrafnkell A. Jónsson formaður verkalýðsfélagsins Ár- vakurs. Einnig sátu í nefndinni alþingismennirnir Gunnlaugur Stef- ánsson, Kristin Ástgeirsdóttir og Margrét Frímannsdóttir. þrjú hundruð manns og það gæti ekki gerst nema yfir langan tíma. Auk þess væri mikil hætta á því að þekking tapaðist þegar ein- hverjir starfsmenn kysu fremur að vinna annars staðar en flytja búferl- um. í tillögunum segir að starf Vega- gerðar ríkisins, sem nú sé unnið í Reykjavík megi einnig vinna fyrir utan Reykjavík en nálægð við stjórnvöld sé samt nauðsynleg. Þess vegna sé stungið upp á Borgarnesi fyrir Vegagerðina. Sagt er að það muni taka langan tíma að undirbúa flutninginn og gerð tillaga um að það verði jafnvel gert í áföngum. Skráningarstofa ríkisins stofnuð „Samkvæmt lögum ber að skrá- setja upplýsingar um fyrirtæki, sem starfrækt eru í landinu. Þessi skrá- setning er á hendi ýmissa aðila í stjórnsýslunni, viðskiptaráðuneytis, Hagstofu og sýslumanna. Ýmsir annmarkar eru hér á, svo sem að ósamræmis kann að gæta og upp- lýsingar er ekki að hafa á sama stað, auk annars óhagræðis og kostnaðar sem leiðir af þessari skip- an,“ segir í tillögum nefndarinnar og því lagt til að nýrri stofnun und- ir nafninu Skráningarstofa ríksins verði komið á fót á ísafirði. I skýrslunni er að lokum stungið upp á að „stjórnvaldsfyrirmæli verði gefln stofnunum ríkisins að ráða menn til starfa án tillits til búsetu, þegar verk má vinna eins hag- kvæmlega utan sem á hefðbundn- um vinnustað." í þessu sambandi segir að Póst- og símamálastofnun ætti að hafa forgöngu um að koma á fót fjarvinnustofum úti um lands- byggðina. Sérstök þjónusta fyrir viðskiptavini Sparisjóðs vélstjóra. Höfum opið til kl. 18.00 á föstudögum í Borgartúni og Rofabæ. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA -þar sem þú hefurforgang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.