Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 Minninff Einar Þ. Mathiesen framkvæmdastjóri Fæddur 25. júní 1935 Dáinn 25. júlí 1993 Föðurbróðir minn Einar Þ. Math- iesen framkvæmdastjóri er látinn aðeins 58 ára að aldri. Einar var yngstur þriggja barna hjónanna Svövu Einarsdóttur Mathiesen og Árna Matthíasar Mathiesen lyfja- fræðings og síðar kaupmanns í Hafnarfirði. Bar hann nafn móður- afa síns, Einars Þorgilssonar út- gerðarmanns í Hafnarfírði. Einar missti föður sinn aðeins 12 ára gamall, og hefur það eflaust verið ijölskyldunni afar þungbært, ekki síst honum svo ungum. Einari frænda, eins og við systk- inabörn hans kölluðum hann alltaf, kynntist ég vel bæði sem barn, unglingur og fullorðinn maður. Heimili hans og eiginkonu hans, Ernu Sveinbjörnsdóttur Mathiesen var lengst af á Suðurgötunni í Hafnarfirði, í næstu götu við heim- ili foreldra minna á Hringbrautinni. Við börnin á heimilunum vorum á sama aldri og mikill samgangur á milli okkar, ekki síður vegna vin- skapar í millum okkar frændsystk- inanna en vegna frændsemi. Einar var atorkusamur og skap- mikill reglumaður og kom það vel fram í því sem hann tók sér fyrir hendur. Þannig menn þarf líka til þess að takast á við þau verkefni sem Einar tókst á hendur, samhliða því að byggja upp og reka stöndugt einkafyrirtæki. Áhugamál Einars voru ijölmörg, sérstaklega á sviði félagsmála. Þar eru best þekkt og bera hæst afskipti hans af stjórn- málum, en hann sat i Bæjarstjórn Hafnarfjarðar í 14 ár, og störf hans fyrir handknattleikshreyfinguna, en hann var formaður handknattleiks- deildar FH frá 1966-1973, og sat jafnframt í stjóm Handknattleiks- sambands Islands á sama tíma og var formaður HSÍ 1972-1973. I bæjarmálunum veit ég, að honum var kærast starf sitt að hafnarmál- um, en hann var sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, formaður hafnarstjórnar frá 1974-1982 á miklu uppbyggingartímabili. Það vita hinsvegar færri, að Einar var mikill dýravinur og átti um tíma bæði hesta og hunda. Má eflaust rekja áhuga Einars á dýrum til þess tíma er hann naut þess að fá að dvelja á sumrin sem bam og unglingur í Stóra-Ási í Hálsasveit í Borgarfirði. Helstu áhugamál okkar Einars féllu mjög vel saman. Stjórnmál, hestamennska og handknattleikur. Við vorum samt ekki þeir gæfu- menn að vera ávallt samstíga. Fyr- ir bæjarstjórakosningarnar 1986 var háð hörð rimma í Sjálfstæðis- flokknum í Hafnarfirði. Ég studdi Einar eins langt og ég taldi að sú barátta ætti að ná, en þegar Einar kaus að skapa sér nýjan vettvang utan Sjálfstæðisflokksins, skildu leiðir okkar. Naut Einar persónu- fylgis síns og hlaut kosningu. Að- skilnaður okkar í stjórnmálum varð samt sem betur fer ekki langur, og þegar ég var sjálfur kominn í fram- boð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjördæmi, vorum við aft- ur orðnir samstíga og það gladdi mig mjög að hitta Einar á einum af mínum fyrstu fundum sem fram- bjóðandi hjá Sjálfstæðisfélagi Bessastaðahrepps. Einar starfaði að félagsmálum mun víðar en ég hef hér rakið, og það var sama hvar hann kom að verki, alltaf var atorkan sú sama. Það lýsir Einari kannski best, að eftir að hann hafði kennt sér þess meins sem varð honum að aldurtila, tók hann að sér forystu í samtökum þeirra sem áttu við sömu erfiðleika að etja og hann, og var formaður Stómasamtaka Islands frá 1991- 1993. Ég kveð Einar frænda með djúp- um söknuði. Hann var góður mað- ur, ekki gallalaus frekar en við hin, en það sem mest er um vert er að hann skipti máli. Um það vitnar fjörutíu ára starf hans að félags- málum. Við Steinunn sendum Ernu eigin- konu hans, börnum hans Jens Guð- jóni, Árna Sveinbimi, Ólafi Tryggva, Einari Þorgils, Svövu og Kristjáni Geir, tengdabömum, barnabörnum og eftirlifandi móður hans innilegustu samúðarkveðjur. Árni M. Mathiesen. Það kom mér ekki á óvart að frétta lát Einars Þ. Mathiesen, svo langan aðdraganda hafði það. Biðin eftir gestinum sem allra vitjar er liðin. Langri og strangri sjúkdóms- þraut er lokið. Þegar engrar vægð- ar var von er hvíldin kærkomin. Vinur okkar allra í Stóra-Ási hefur nú kvatt. Allt frá 7 ára aldri er hann kom fyrst til sumardvalar að Stóra-Ási til foreldra minna, hefur hann verið tryggur heimilisvinur okkar. í sjö sumur var hann hjá okkur, svo það var næstum eins sjálfsagt að Einar kæmi á vorin eins farfuglarnir. Hann var líka lengri sumardval- artími bama til sveita á þeim árum en nú gerist. Þá stóð síðari heims- styijöldin yfir og vom böm almennt send sem fyrst á vorin úr þéttbýl-. inu, vegna þess hættuástands sem hlaust af hernáminu. Stundum var aprílmánuður ekki liðinn, þegar komið var á vorin, og nokkuð liðið á október þegar haldið var heim að hausti. Þessi Ianga dvöl Einars hjá okkur í Stóra-Ási, varð til þess að við systkinin höfum ætíð hugsað til hans sem hann væri einn af okkur. Einar fæddist í Hafnarfirði 25. júní 1935. Foreldrar hans voru Svava E. Mathiesen, dóttir hins kunna útgerðar- og verslunar- manns Einars Þorgilssonar, og Árni Matthías Mathiesen verslunarstjóri við verslun tengdaföður síns. Einari auðnaðist ekki að njóta ástríkis föð- ur síns lengi, því þegar Einar var á 10. ári lést hann. Eftir það gegndi móðir hans bæði móður- og föður- hlutverkinu við uppeldi barna sinna sem hún leysti af mikilli sæmd. Svava sér nú í hárri elli á bak yngsta bami sínu. Að afloknu verslunarskólaprófi sneri Einar sér að verslunarstörf- um, en þau urðu hans ævistarf. Árið 1960 stofnaði hann í félagi við aðra heildverslunina E.Th. Mathiesen . Það fyrirtæki rak hann og stjómaði æ síðan á traustan og öruggan hátt, þar til hann nú fyrir skömmu seldi það til elstu sona sinna. í einkalífi var Einar gæfumaður. Kona hans var Erna S. Mathiesen og eignuðust þau fimm börn sem öll eru uppkomin. Auk þess eignað- ist Einar einn son fyrir hjónaband. Flest barna þeirra Érnu og Einars hafa dvalið um lengri eða skemmri tíma hjá okkur í Stóra-Ási og nú er elsta barnabam þeirra einnig komið til sumardvalar. Hann er nú orðinn langur vin- skapurinn sem byijaði í upphafi þessarar aldar þegar Árni faðir Einars kom að Stóra-Ási til ömmu minnar og afa. Æ síðan hefur þessi vinskapur eflst og styrkst. Oft er okkur hugsað til þeirra mörgu góðu stunda sem við höfum átt með Mathiesen-fjölskyldunni. Á síðustu dögum hefur hugur okkar þó eink- um verið hjá þeim Svövu og Ernu sem nú sjá á bak syni og eigin- manni. Fyrir hönd systkina minna og fjölskyldna okkar eru þeim og fjölskyldunni allri færðar innileg- ustu samúðarkveðjur um leið og vinátta liðinna ára er þökkuð. Magnús Kolbeinsson. Einar Þ. Mathiesen mágur minn lést aðfaranótt 25. júlí eftir erfið veikindi. Það kom mér ekki á óvart, en samt brast strengur í bijósti mér, er Erna systir mín tilkynnti mér þetta. Stundin var komin, sem við áttum von á, en síðustu vikuna vöktu kona hans, börn og tengda- börn yfir honum uns kallið kom. Einari kynntist ég er hann fór að vera með systur minni Ernu, og giftingardag áttum við sameigin- legan 3. mars 1956. Margar ánægjulegar samverustundir áttum við saman við ýmis tækifæri, sér- staklega minnist ég verunnar með þeim, börnum okkar og foreldrum í sumarbústaðnum við Álftavatn sem foreldrar okkar Ernu áttu þá. Síðan skildu leiðir að nokkru, er ég fluttist út á land og bjó þar næstu tíu árin. Tilviljun hagaði því svo til að ég fluttist til Hafnarfjarð- ar í júní 1974. Þá fjölgaði aftur samverustundum, bæði í fjölskyldu- boðum og við ýmis önnur tækifæri. Það var orðinn fastur liður hvert gamlársdagskvöld að ég, systir mín og fjölskyldur okkar eyddum kvöld- inu hjá Ernu og Einari ásamt fleira frændfólki. Minningin um þessar sameiginlegu stundir lifir í hjörtum okkar. Einar var mikill baráttumaður og trúr sinni sannfæringu. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín, og allt sem hann tók sér fyrir hend- ur var unnið af nákvæmni og um- hugsun, hvort sem það var í pólitík eða í öðrum félagsstörfum. Fallegt heimili reistu þau Ema sér og glæsi- lega skrifstofubyggir.gu byggðu þau yfir starfsemi sína. Verk Ein- ars bera þess vitni, að það var regla á hlutunum og snyrtimennska í fyr- irrúmi. Einar barðist við dauðann til hinstu stundar, en varð að gef- ast upp. Um hans margvíslegu störf fyrir Hafnarfjörð læt ég öðrum eft- ir að skrifa. Guð styrki Ernu, börn þeirra og barnabörn á þessari erfiðu stund. Minningin um góðan dreng lifir. Ég birti hér ljóð eftir föðurbróður minn, Ottó Albert Árnason frá Ólafsvík, sem mér finnst eiga hér vel við: Ég leit þig síðast er sjúkdómsaflið þig svift hafði líkamsþrótt þín augu lýstu þó andans þreki og ekki var tal þitt sljótt, því sálin var hraust þó viss hún væri um veginn að dauðans leið. Hún leit hinn eilífa árdagsroða við útrunnið jarðlífsskeið. Stefanía Sveinbjörnsdóttir. Aðfaranótt sunnudagsins 25. júlí síðastliðinn, lést á Landakotsspítala móðurbróðir okkar, Einar Þorgilsson Mathiesen, aðeins 58 ára að aldri. Á slíkum stundum er við kveðjum hinsta sinni, veltum við upp myndum frá lífsleiðinni, nýtingu þess tíma og hversu lífið er hverfult. Hann var sonur hjónanna Svövu Einarsdóttur og Árna Matthíasar Mathiesen sem lengst af bjuggu á Suðurgötu 23 hér í Hafnarfirði. Þar fæddist Einar 25. júní 1935, yngstur af þremur bömum þeirra hjóna, en eldri em: Erna Geirlaug, fædd 12. apríl 1928 og Matthías, fæddur 6. ágúst 1931. Er Einar var á ellefta aldursári lést faðir hans, aðeins 42 ára að aldri. Var það mikið áfall fyrir Einar, en Árni afi var öllum harmdauði er hann þekktu. Ólst Ein- ar upp frá því með móður sinni og systkinum sem bjuggu á Suðurgötu 23 allt fram til ársins 1954. Minningar frá æskuámm til full- orðinsára, fyrstu minningamar frá ámnum er við bjuggum í Reykjavík er Einar kom oft í heimsókn, þar sem hann gaf okkur góðan tíma, og er hann ferðaðist erlendis kom hann oft færandi hendi systurbörnum sínum til mikillar gleði. Svo síðar komu hann og Ema, seinna börnin með þeim, alltaf var samgangurinn góður. Hinn 3. mars 1956 kvæntist Einar eftirlifandi konu sinni, Emu Ingi- björgu Sveinbjörnsdóttur og eign- uðust þau fimm börn. Fyrir hjóna- band átti Einar Jens Guðjón, fæddan 27. desember 1954. Börn Einars og Emu em: Árni Sveinbjörn, fæddur 21. janúar 1957; Ólafur Tryggvi, fæddur 1. apríl 1960, Einar Þorgils, fæddur 29. janúar 1962; Svava, fædd 27. febrúar 1966 og Kristján Geir, fæddur 5. maí 1970. Sléttuhlíðarsumrin eru ljóslifandi í minningunni, allir upp frá, hver í sínum bústað og við allir krakkamir. Ég hafði verið í ballett á vetuma og var heppin að eiga svona stóra fjöl- skyldu til að sýna afrakstur námsins mér til mikillar gleði, en áhorfendum til uppörvunar á að gagnrýna það sem fyrir augu ber. Stundum útbjó Erna eggjabrauð með sultu og þá var dmkkið hjá þeim þann daginn. Svo komu amma Svava og vinkonur hennar, Hulda Ingvars kaupkona á litla svarta bfln- um, sem hurðarnar opnuðust fram á, ekki var það nú til að eyðileggja. Það var oftar sól í þá daga eða það finnst okkur nú. Tíminn leið og við urðum eldri. Þá fór Árni bróðir í hestamennsku með móðurbræðmm sínum en hestaáhugi Einars var mikill á þess- um ámm og frístundimar nýttar í þá íþrótt eins og hægt var. Þegar ég hafði aldur til fór ég að passa hjá Einari og Ernu og gerði um nokk- urra ára skeið. Það var gaman og gott að koma á Suðurgötuna því að þar ríkti líf og fjör í stómm barna- hóp. Dáðist ég oft að því er ég var að hjálpa til á heimilinu, hvað reglu- semin var mikil þrátt fyrir fjölda heimilismanna. Hinn 30. júní 1960 stofnaði Einar ásamt tengdaföður sínum Sveinbirni, móðurbróður sínum Ólafi Tryggva og fjölskyldu sinni fyrirtækið E.Th. Mathiesen hf. Lagði hann sig allan fram um að reksturinn gengi sem best og flutti Einar inn hinar ýmsu vömr á þessum ámm, en með tíman- um sérhæfði hann sig í innflutningi skrifstofuvéla fyrir stofnanir og fyr- irtæki. Fyrirtækið vann sér ömggan sess í viðskiptalífinu er árin liðu. Snemma kom í ljós áhugi Einars fyrir félagsmálum og mannlífinu yf- irleitt, er hann aðeins 15 ára að aldri tók að sér formennsku í Taflfélagi Hafnarfjarðar og settist sama ár í stjóm Skáksambands íslands. Árið 1966 tekur hann að sér formennsku handknattleiksdeildar FH og sinnir því starfí um sjö ára skeið. Einar tók að sér embætti landsforseta JC árið 1967. Þessum störfum skilaði hann vel af hendi. Einar var sjálfstæðismaður. Það var stefnan er hann aðhylltist ung- ur, og stuttu fyrir andlátið sagði hann mér að frá henni hefði hann aldrei vikið. Hann hafði tekið að sér nefndarstörf á vegum bæjarins fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og árið 1974 er hann kosinn bæjarfulltrúi í bæjar- stjóm Hafnarfjarðar. Þá var bærinn í mikilli uppbyggingu. Norðurbærinn að rísa, hitaveitan að koma og mikið um nýframkvæmdir. Það tekur bæ eins og Hafnarfjörð áratugi að verða eins stór og hann er í dag. Á þessum árum var lagður grunnur til framtíð- ar fyrir bæinn. Formaður Hafnarstjórnar var Ein- ar í átta ár. í hans formannstíð var unnið að gífurlegum breytingum þafnarinnar, unnið að stækkun suð- urbakka sem leiddi til stærri viðlegu- kanta til móttöku stærri skipa. Allar þessar framkvæmdir urðu til þess að hagur Hafnarsjóðs vænkaðist mjög með aukinni umferð um höfn- ina. Þá var Erna, kona Einars, í for- svari fyrir Vorboða, félag sjálfstæð- iskvenna í Hafnarfirði um fimm ára skeið. Kom þar fram mikill stuðning- ur við sameiginleg áhugamál þeirra. Einar erfði marga góða eiginleika eins og hann átti kyn til. Hann .var mikill ijölskyldumaður, heiðarlegur í viðskiptum, bar metnað fyrir upp- byggingu Hafnaríjarðar og hafði kraft og þor til framkvæmda. Einar stóð fast á sínu og hvikaði hvergi. Hann var ákveðinn, en stutt var oft í blíðuna og brosið, svo ég tali nú ekki um stríðnina. Hægt var að gera grín að ótrúlegustu hlutum og fór ferðin í kringum jökul ekki varhluta af því. Arið 1986 fer Einar fram til kosn- inga til bæjarstjórnar fyrir sérfram- boðið Frjálst framboð. Sat hann í bæjarstjórn til ársins 1988 er þau hjón fluttu úr bænum. Höfðu þau þá fest kaup á húsi á Álftanesi. Hafnfirska blóðið rann alltaf í æðum Einars, en grunur minn er sá að hann hafi dreymt um að flytja aftur til Hafnarfjarðar. Er veikindi heijuðu harðar á, voru kraftarnir nýttir til að halda lífi sem lengst. 30. júní síðastliðinn, á 33ja ára af- mæli E.Th. Mathiesen hf. seldi hann tveim elstu sonum sínum fyrirtækið, og óskum við þeim velfarnaðar í starfí. Við systkinin Ámi Matthías, Val- gerður, Hjálmtýr og Hrafnhildur vottum Ému ömmu, börnum, tengdabömum og barnabörnum okk- ar innilegustu samúð. Við þökkum Einari sámveruna, frændsemi og vin- áttu á alltof stuttri leið. Blessuð sé minning Einars Þ. Mathiesen. Valgerður Sigurðardóttir. Með ljóði Snorra Hjartarsonar, Það kallar þrá, viljum við kveðja ástríkan afa okkar. Það kallar þrá í þögn og erii dags, í þysi grárra nótta úr ljósri firð, úr grasi gróins stígs, þú gekkst þar bam, fannst lífið verða til; yfir þér pæfðu hnitbjörg helgra vætta með höggna dranga, steindar hurðir og veittu öllu vemd og skjól, úr véum þeirra heyrðir þú ómsælt heiðið huliðsmál sem hjartað nam í trú og gróðurró. Barnabörn. Ötull baráttumaður krabba- meinssamtakanna er látinn, langt um aldur fram. Einar Þ. Mathiespn tók við forystu Stómasamtaka ís- lands fyrir fáum árum, og var full- trúi þeirra á aðalfundum og for- mannafundum Krabbameinsfélags íslands og hafði þar margt gott til málanna að leggja. Hann var hress

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.