Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 * Tuttugu útlendingar fara í mánaðar hestaferð með Ishestum 1000 kílómetra reið yfir landið HÓPUR á vegtim íshesta ætlar að leggja upp í hesta- ferð um þvert landið næstkomandi mánudag. Eru 26 manns í hópnum, þar af 20 útlendingar. Farið verður frá Hellissandi yfir hálendið til Reyðarfjarðar og áætlað er að ferðin taki um 27 daga. Er þetta rúmlega 1.000 km vegalengd. Að sögn Einars Bollasonar, framkvæmda- stjóra Ishesta, er ferðin farin í tilefni tíu ára afmælis íshesta sem var síðastliðið haust. Morgunblaðið/Einar Falur Lagt af stað í langa ferð CHARLY Bolliger, Einar Bollason og Claire Grocott ætla að leggja í eina lengstu hestaferð sem farin hefur verið hér á landi, en þau ætla ásamt 26 manna hópi að fara ríðandi yfir þvert landið. Einar segir að farið verði frá Hellissandi út Snæfellsnesið, að Sigmundarstöðum í Borgarfirði, þaðan upp á Arnarvatnsheiði og þaðan verði riðið norðan Langjök- uls og Hofsjökuls og því næst Sprengisand niður í Bárðardal. Þá verður riðið um Mývatnsöræfí og þaðan verður farið inn í Snæ- fell og um Fljótsdal, Hallormsstað og ferðin endar á Reyðarfirði. Á leiðinni verður skipt tvisvar sinn- um um hesta, fyrst á Sigmundar- stöðum í Borgarfirði og svo í Bárðardal, en um þijú hundruð hestar verða alls notaðir til ferðar- innar. Ferðafólkið öllu vant Tveir bflar verða með í för til að flytja mat og munu þeir hitta hópinn á ákveðnum stöðum. „Eg held að mér sé óhætt að fullyrða að þetta sé lengsta hestaferð sem nokkru sinni hafí verið farin. Þetta fóík, sem verður með í ferð- inni, hefur oft komið hingað áður og orðið öllu vant, auk þess sem flestir útlendingamir eiga ís- lenska hesta heima hjá sér,“ seg- ir Einar. Hann segir að lengsta dagreið- in verði líklega um 12 klukku- stundir, en það er frá Laugafelli niður að Mýri í Bárðardal, en það er um 70 km leið. Hafa komið ofttil íslands Þær Charly Bolliger frá Sviss og Claire Grocott frá Englandi segjast hlakka mikið til ferðarinn- ar, en þær hafa báðar kpmið mjög oft hingað til lands. „Ég á sjálf tvo íslenska hesta í Englandi. Það er á annað hundrað íslenskra hesta í Englandi og þeir eru að verða mun vinsælli þar. Það er mun ódýrara að vera með íslenska hesta en enska því að þeir geta ekki verið úti marga mánuði eins og íslensku hestarnir," segir Groc- ott. Bolliger segist ekki eiga ís- lenska hesta sjálf heldur vilji hún heldur koma hingað eins oft og hún getur til að fara í hestaferðir hér. „Þetta er níunda ferð mín til íslands. Ég íhugaði einu sinni að kaupa íslenska hesta en ákvað svo að koma fremur hingað og njóta íslenska hestsins í íslenskri nátt- úru,“ segir hún. Þær sögðust hlakka mikið til ferðarinnar og kvíða því ekki þótt veðrið gæti verið misgott. „Flest okkar í hópnum þekkja hvert ann- að vel því við höfum farið í styttri ferðir á vegum íshesta saman. Þetta verður skemmtileg og spennandi ferð,“ sögðu þær glað- ar í bragði að lokum. Háskóla- frumvarpið lagt fram í haust ÓLAFUR G. Einarsson mennta- málaráðherra segir að hann muni leggja frumvarp um breyt- ingar á lögum um Háskóla Is; lands fram á næsta haustþingi. í frumvarpinu er m.a. að finna ákvæði sem gera Háskólanum kleift að stofna til útvarps- og sj ón varpsreksturs. Frumvarp þetta var tilbúið á síð- asta þingi og hafði ríkisstjórnin ákveðið að leggja það þá fram sem stjórnarfrumvarp. Þingflokkur Al- þýðuflokksins gat hinsvegar ekki samþykkt ákvæði frumvarpsins um inntökuskilyrði til náms við skólann og því var frumvarpið ekki lagt fram. Rætt við rektor Ólafur G. Einarsson segir að hann hafi rætt við háskólarektor um málið nú í vikunni og fram hafí komið að Háskólaráð hyggist gera frekari breytingar á frumvarp- inu. Hann muni síðan leggja frum- varpið fram að nýju þegar Háskóla- ráð hefur afgreitt það af sinni hálfu. „Frumvarpið verður að öðru leyti óbreytt frá því sem það var er ríkis- stjórnin fjallaði um það síðasta vet- ur,“ segir Ólafur. Morgunblaðið/Frimann Ólafsson Af slysstað FRÁ slysstað þar sem ekið var á mann á vélhjóli á Reykjanesbraut. Ekið á vélhjól á Reykjanesbraut Grindavík. EKIÐ var á mann á vélhjóli við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar um hádegisbil í gærdag. Ökumaðurinn, þýskur ferðamaður, slasaðist á fæti. Tvö vélhjól voru að koma frá Reykjavík og hugðust ökumenn þeirra beygja til vinstri áieiðis til Grindavíkur er bifreið var ekið fram úr þeim á gatnamótunum og inn í hlið annars vélhjólsins með þeim afleiðingum að ökumaður kastaðist af því. Hann mun hafa ökklabrotn- að en sjálfsagt hefur hjálmur mannsins og hlífðarföt bjargað hon- um frá frekari meiðslum. Hjálmur- inn var mikið dældaður á þeirri hlið sem maðurinn lenti á og hlífðarfatn- aður rifinn. FÓ Hreinsistöðin tekur við framköllunarvökva HREINSISTÖÐIN er eina fyrirtækið á höfuðborgarsvæðinu fyrir utan Sorpu, sem hefur leyfi Hollustuverndar til að eyða framköllunarefn- um. Kristinn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Hreinsistöðvarinnar, seg- ir að frá því um áramót, þegar fyrirtækið tók til starfa, hafi þeir tekið við um 30.000 lítrum af framköllunarvökva, en á landinu falli til um 300.000 lítrar á ári. Þá segir hann að um 90% af efnunum séu eimuð hjá Hreinsistöðinni og því þurfi aðeins að senda um 10% til útlanda til eyðingar þar, en Hreinsistöðin tekur 40 kr. fyrir hvern lítra af slíkum vökva. Kristinn segir að vökvinn sé sótt- ur til fyrirtækja og sé sú þjónusta innifalin í verðinu. Enn hafí hann ekki ákveðið hvað hann geri við þann hluta efnanna, sem hann geti ekki eytt, en þau þurfí Iíklega að senda til útlanda þegar þar að komi. „Þessi efni eru flutt til landsins í tiltölulega smáum einingum og hér eru þau svo þynnt út með vatni og margfaldast þannig í rúmmáli. í stað þess að senda efnin til útlanda út- þynnt þá er hægt að eyða allt að 90% efnanna áður en þau eru send til útlanda og það minnkar að sjálf- sögðu allan kostnað auk þess sem það hlýtur að vera hagstæðara í alla staði,“ segir Kristinn. Almenningur beiti þrýstingi Kristinn hefur látið útbúa lím- miða, sem hann vill að allir þeir, sem láta Hreinsistöðina eyða þessum efn- um fyrir sig, láti liggja frammi. Þannig geti almenningur beitt þrýst- ingi með því að láta t.d. aðeins fram- kalla fílmur sínar á þeim stöðum þar sem ljóst sé að öllum efnum sé skil- að til eyðingar. „Ætli ég taki t.d. ekki efni frá um 60% af framköllun- arfyrirtækjum á höfuðborgarsvæð- inu, þar með öllum þeim stærstu eins og Hans Petersen. Þá langar mig til þess að minnast þess að Morgunblaðið er eina dagblaðið hér, sem er hreint og skilar öllum þessum efnum á rétta staði.“ Úttekt á spilliefnamóttöku Sorpu Ágúst Sigurðsson, efnafræðingur hjá Hollustuvernd, segir að fyrirhug- uð úttekt á starfsemi spilliefnamót- töku Sorpu nú í sumar sé liður í lögbundnu mengunareftirliti og sé markmið hennar að kanna aðstöðu, meðferð á eiturefnum og mengunar- varnir spilliefnamóttökunnar. Þá sé í beinu framhaldi af því fyrirhugað að leggja mat á magn hættulegs úrgangs, sem ekki skili sér til eyð- ingar. Þá segir hann að haft verði samstarf við umhverfísráðuneytið og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélag- anna um leiðir til að stuðia að betri skilum. Pétur Haraldsson kaupmaður látínn Zukofsky féllst á starfs- samning til fimm ára FULLMÓTAÐUR texti að samningi við Paul Zukofsky gerði ráð fyrir 5 ára samningstíma en ekki 10 ára eins og haft hefur verið eftir Gunnari Gunnarssyni, stjórnarmanni í SinfóníuhUómsveit æskunnar. Þetta segir Erlendur Sveinsson fyrrum fulltrúi foreldra I stjóminni. Hann segir heldur ekki hægt að haida því fram að hans sögn að Zukofsky hafi ekki sýnt samstarfsvilja enda hafi hann lagt á sig mikla vinnu við samningsgerðina. Erlendur sagði að Zukofsky hefði byggt SÆ upp á 8 árum og upphaf- leg krafa hans um 10 ára starfs- samning hefði verið svar hans við tilboði stjórnar um eins og hálfs árs samning. Hins vegar tók Erlendur fram og vitnaði þar til samningstexta, sem Zukofsky var tilbúinn til að skrifa undir í júní, að hann hefði að lokum fallist á að samningurinn yrði aðeins til 5 ára. Fallist á gestastjórnanda Hvað kröfu stjórnarinnar um gestastjórnanda varðaði sagði Er- lendur að eflaust hefði ekki hljómað vel í eyrum manns sem byggt hefði hljómsveitina upp frá grunni að stjórnin teldi nauðsynlegt að kallað- ur væri til utanaðkomandi stjórnandi sem heyrði beint undir stjórnina. Hann hlyti að hafa spurt sjálfan sig að því hvort eitthvað væri að. Engu að síður hefði Zukofsky að lokum ekki hafnað hugmyndinni um gesta- stjómanda. Hann hefði hins vegar viljað ráða því hver yrði valinn og hvenær nýr maður kæmi inn enda slíkt hluti af tónlistarlegu valdi hans. Pétur Haraldsson kaupmaður lést á gjörgæsludeild Landspítalans 28. júlí sl. Hann var 68 ára gamall. Pétur fæddist 3. júlí 1925 í Reykjavík, son- ur hjónanna Haraldar Péturssonar, safnahúsvarðar og fræðimanns, og Margrétar Þormóðsdóttur. Pétur lauk prentnámi 1946 og starfaði sem vélsetjari í Prentsmiðj- unni Hólum hf. frá 1946-62. Hann var ritstjóri íslenskra samtíðarmanna 1963-71 og húsvörður Safnahússins í Reykjavík 1966-71. Árið 1969 festi hann kaup á Verzlun Bjöms Kristj- ánssonar á Vesturgötu 4 í Reykjavík og rak hana ásamt eiginkonu sinni til síðustu áramóta. Pétur var ritari Hins íslenska prent- arafélags 1953-55, ritstjóri Prentar- ans 1958-61, í stjóm Esperantistafé- lagsins Auroro 1949-52 og í stjóm Ættfræðifélagsins um tíu ára skeið frá endurreisn þess 1972. Ritstörf: Ólympfuleikamir 1896- 1956, Rvík 1957, og íslenskir samtíð- armenn I—II (ásamt síra Jóni Guðna- syni), Rvík 1965-67. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Halldóra Hermannsdóttir. Þau eign- uðust fjögur böm og eru þrjú þeirra á lífí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.