Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 „þú -fi'nnur faxnn ekki undir,.pípuLQ£)ri — ingcwnafcur! <5Ú£u undir^ Lckraesa éjeLnir'! Ást er ... ... að læra að lifa saman í sátt og samlyndi TM Reg. U.S Pat Otf — aU rights resorved ® 1993 Los Angetes Times Syndicate Ég geri ráð fyrir að þú vitir að þú MÁTT slá á móti núna. HÖGNI HREKKVÍSI „sfrrr AVee&JA þtzirAsr kaiztÖfluízhar. BAIZA VEL t HÁN/APA." BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Okuljós í björtu - skiln- ingsleysi - glámskyggni Frá Sveini Ólafssyni: I öryggisskyni fyrir alla vegfarend- ur — jafnt akandi sem gangandi - var á sínum tíma sett í umferðar- lög, að aka skyldi bílum og öðrum ökutækjum með aðalljós kveikt jafnt að degi sem nóttu — jafnt í sólskini sem dimmviðri. Tilgangur- inn var einfaldlega að allir vegfar- endur gætu séð stefnu farartækja, og jafnframt að ökutæki væru í nánd, og þegar aðalljós blöstu við, að þá vissu allir að varúðar þyrfti við. Þetta gilti bæði um aðra öku- menn, þegar ökutæki nálgaðist á móti, og svo gætu gangandi vegfar- endur séð og í hvora áttina farar- tæki stefndi — að eða frá. Margir íslendingar virðast ekki hafa skilið þetta og fetta fingur út í þann „bjánaskap“ að vera með bílljós kveit á daginn í björtu. Reglumar eru skýrar og eru lög- bundnar. Ástæðurnar fyrir þeim eru aukið öryggi vegfarenda. Dæmi þess að þær séu taldar til gagns er að t.d. í Þýzkalandi er nú laga- frumvarp fyrir þinginu um að þetta verði lögleitt þar vegna öryggisins. Þar taka Þjóðveijar Svía sér til fyrirmyndar, en þeir voru fyrstir með þessa mjög svo nauðsynlegu ráðstöfun til að bæta umferðina, sem þar hefir reynst til mikils ör- yggisauka — ekki sízt úti á vegum, t.d. þegar bílar koma úr gagn- stæðri átt og eru að fara fram úr öðrum og koma þannig beint á móti. Þetta var einnig tekið hér upp eftir sænskri fyrirmynd. Það hafa verið tilmæli lögregl- unnar til ökumanna, að þeir geri þeim sem á móti koma og em ljós- lausir, aðvart með því að blikka ljósunum. Sá sem þetta ritar hefir þetta fyrir vana — og fær oftast þakkir frá viðkomandi sem veifar og kveikir ljósin. Svo bregður samt við að í vaxandi mæli eru allt of margir bílstjórar farnir að svara þessu annarlega. Þeir t.d. veifa en kveikja ekki ljósin. Aðrir ansa ekki, enn aðrir blikka ljósnum og kveikja ekki. Og þetta háttalag gefur óneit- anlega til kynna, að viðkomandi fmnist þétta „pjatt“ eða „della“ og ákveða því að virða ekki þetta ör- yggisatriði og brjóta þannig um leið umferðarlögin. Þetta verkar t.d. á þann sem hér ritar eins og verið sér að gefa manni „langt nef“ fyrir að vera með svona „asna- skap“ að ætlast til að bílljósin séu kveikt um hábjartan dag. Svo merkilega vill til að bílstjórar á stórum fjallabílum á háum dekkjum og upphækkaðir virðast áberandi gjamir á að sinna þessu ekki og sýna þau viðbrögð eða sinnuleysi sem lýst var, sem er illskiljanlegt, þar sem búnaður bíla þeirra bendir til skilnings á þörf fyrir mikið ör- yggi — en það virðist ekki verka á þetta sérstaka atriði — hvað sem veldur. Tilgangur þessara skrifa er að brýna alla ökumenn — konur og karla — til að sýna þessu mikla öryggisatriði meiri virðingu, en um leið og ekki síður að gera öllum svo ljóst og skiljanlegt sem verða má, að hér er enginn óþarfi á ferð Frá Unni Konráðs: Eg undirrituð er ein af þeim sem ferðast talsvert um á reiðhjóli — og alltaf á móti umferðinni. Hvers vegna? Til að vernda líf og limi. Ef það er rétt, sem Margrét Sæmundsdóttir, fræðslufulltrúi umferðarráðs, segir í Morgunblað- inu 14. júlí að sömu reglur gildi fyrir hjólreiðamenn og þá sem aka bíl, þarf að breyta þeim hið snar- asta. Þær reglur hafa þá verið bún- ar til af einhveijum við skrifborð, sem aldrei hefur á hjól komið. Fræðslufulltrúinn segir að gang- andi fólki beri að ganga á móti umferðinni. Hvers vegna skyldi það nú vera? Auðvitað vegna þess að það er miklu öruggara að sjá bílana — heldur grafalvarlegur þáttur sem varðar öryggi í umferð og er öllum til góðs. Það er ekki heldur neinn sparnaður að aka án ljósa, ekki í eldsneyti, og perurnar endast e.t.v. eilítið skemur, en ekki svo að það borgi sig ekki — öryggisins vegna — að hafa ljósin á. Hvað þetta er talið áríðandi má gjarnan ráða af því sem sagt er um hvað Þjóðveijar telja þetta mikils virði — þeir ætla að taka þetta inn í umferðarlög hjá sér. Ökumenn, látum ekki skilnings- leysi og glámskyggni valda því að okkur sjáist yfir áríðandi öryggisat- riði sem er sjálfum okkur brýnt og öðrum til góðs: Notum ökuljósin eins og til er ætlast og reynum að vera jákvætt hugsandi í málum sem þessum og jafnframt greina skyn- semina í því sem lögin mæla fyrir um. Þetta er ætlað okkur sjálfum til verndar ekki síður en öðrum. SVEINN ÓLAFSSON, Furugrund 70, Kópavogi. sem á móti koma. Nákvæmlega það sama gildir um hjólreiðamenn. Ef hjólreiðamaður á að hjóla með umferðinni, þarf hann helst alltaf að líta um öxl, til að fylgjast með bílunum sem eru á sömu akrein. Öllum hlýtur að vera ljós sú hætta sem í því felst að hjóla áfram, en horfa aftur, eins og vegirnir eru nú hér. Manni veitir svo sannarlega ekkert af því að horfa með athygli fr'am fyrir sig. Hvernig væri nú ef fræðslufull- trúinn beitti sér fyrir öruggari hjól- reiðabrautum, í stað þess að ergja sig yfir okkur, sem hvergi er ætlað pláss. UNNUR KONRÁÐS, Eskihlíð 6. Breyta þarf reglum fyrir hjólreiðamenn Víkverji skrifar að þykir alltaf fréttnæmt þegar nýjar kartöflur koma á mark- aðinn miðsumars. Nú í vikunni kom á markaðinn fyrsta uppskeran úr Þykkvabænum og Morgunblaðið eins og aðrir fjölmiðlar kynnti fyrir lesendum sínum að nýjar íslenzkar kartöflur væru komnar á markað. Þegar grannt er skoðað kemur hins vegar í ljós að hér er um að ræða erlendar fljótsprottnar kartöflur af tegundinni Premier en ekki gamla góða gullaugað eða Ólafsrauð. Premier eru mjög áþekkar Benté kartöflunum sem nú eru fluttar inn og seldar hérlendis í verzlunum. xxx að var fleira sem vakti athygli Víkveija í fréttinni um nýju kartöflurnar. Fyrst skal nefna verð- ið. Hver ákveður að kílóið eigi að kosta 359 krónur á meðan sam- bærilegar kartöflur eru seldar á 50 kr. kílóið í Bónus? Hvað meina bændur með svona verðlagningu ? Eru kartöflubændur að reyna að leggja sjálfa sig niður eða eru það milliliðirnir sem ákveða þetta verð? I fyrra var sumarverðið helmingi lægra. Af hveiju þetta háa verð núna á tímum samdráttar? Neyzla kartaflna hefir farið minnkandi hérlendis frá ári til árs og kemur auðvitað margt til. Það verður að álíta sem svo að verð kartaflnanna skipti nokkru máli. I vetur og vor fengu bændurnir milli 40 og 50 krónur fyrir kílóið en út úr búð kostuðu kartöflurnar 120 krónur. Þá vekur það athygli að það skuli vera Hagkaup sem tekur þátt í þessari verðlagningu. Jón Ásbers- son fyrrverandi forstjóri hélt því fram í blaðagreinum í Morgunblað- inu 1989, ásamt Þorvaldi Gylfasyni prófessor, að það mætti spara hundruð milljóna með því að leggja niður kartöflurækt á íslandi. Þeir félagar héldu því fram að milliliðim- ir og smásalan þyrftu aðeins nokkr- ar krónur í umbun fyrir að selja erlendar kartöflur. Það er Víkveija því hulin ráðgáta af hveiju kartöflu- verð þrefaldast á leiðinni austan úr Þykkvabæ á borð neytenda. xxx Fyrst talað er um kartöflur og kartöfluverð er ekki úr vegi að nefna meðferð kartaflna í verzl- unum. Kartöflur þurfa a.m.k. sömu meðferð í verzlunum og nýmjólkin. Varan þarf að vera í kæli og helzt í myrkri. Þannig eru kartöflurnar geymdar allan veturinn og um leið og kaupmenn fara að meðhöndla kartöflurnar eins og mjólkina munu neytendur fá góðar íslenzkar kart- öflur á meðan uppskerunnar nýtur við. Bændur geta geymt kartöflur sem nýjar fram á vor en það tekur aðeins nokkra daga að eyðileggja þær í 20 stiga hita á miðju verzlun- argólfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.