Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 Minning Páll Sigbjömsson, héraðsráðunautur Fæddur 25. júní 1920 Dáinn 6. júlí 1993 Það var á kyrrlátu júlíkvöldi í Brekkuskógi. Börnin sofnuð eftir skemmtilegan dag, lognið algert, birkikjarrið ilmaði í kvöldsólinni, loftið ómaði af fuglasöng og yndis- legt að vera til. Þá var okkur færð sú harmafregn að Páll tengdafaðir . minn hafí orðið bráðkvaddur þá fyrr um daginn. Maðurinn, sem aldrei hafði kennt sér meins og lif- að lífinu lifandi, var skyndilega all- ur. í kyrrðinni í skóginum skynjuð- um við vel, hve lífið er fallvalt og hvemig hamingja getur breyst á augabragði í óhamingju. Af hverju? Hver er tilgangurinn með því að rífa hann á brott frá ástvinum sín- um og hugðarefnum? Því er erfitt að svara og eftir stöndum við hníp- in og tóm. Tengdaföður mínum kynntist ég fyrst fyrir fimmtán árum þegar ástin dreif mig austur á land til fundar við son hans. Ég gleymi aldrei þeim degi. Það rigndi mikið I Reykjavík, en þegar Austurlandið nálgaðist rofaði til. Sól skein í heiði og Héraðið skartaði sínu fegursta. Regnblautum Reykvíkingnum fannst ekki ónýtt að koma í þvílíka veðurparadís. Ekki spillti heldur viðmót verðandi tengdaforeldra minna. Inga stóð á hlaðinu á Skriðu með bros á vör og bauð mig vel- komna. Páll var að venju niðursokk- inn í vinnu sína við gróðurrannsókn- ir. Þegar verkinu lauk kom hann með sitt hlýja og ljúfa viðmót og ■~feauð mig velkomna á þann hátt, að ekki var hægt að efast um að hugur fylgdi máli. Ekki hefur skugga borið á samskipti okkar síð- an. Oft hefur vík verið á milli vina, en alltaf jafn gaman að hittast. Minnist ég serstaklega heimsókna þeirra til okkar, þegar við vorum búsett í Danmörku. Þar var Páll í essinu sínu, skoðaði fögur beykitré og vildi helst taka allan skóg Dana- veldis með sér heim. Þessi tími er okkur fjársjóður nú. Páll var einstakur maður, ljúfl- ingur, glettinn, hlýr, pólitískur og var þar fastur fyrir sem félags- hyggjumaður. Stundum sló í brýnu út af pólitíkinni og eru það einu "^kiptin sem ég hef séð hann argan og reiðan. í honum voru skemmti- legar andstæður. Annarsvegar var hann skarpgreindur og einbeittur, hinsvegar gat hann verið „alger prófessor“ sem skeytti lítið um dag- lega smámuni og amstur þessa lífs. Af honum lifa margar spaugilegar sögur sökum þessa eiginleika. Hann var svo lánsamur að geta stundað vinnu sem jafnframt var hans áhugamál og var alltaf á ferð og flugi um Austurland til að þjóna bændum. Hann stundaði vinnuna af ástríðu eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur. Veraldleg gæði og auður skipti hann litlu. Hugur _hans var stöðugt að glíma við ný og spennandi verkefni og hann gaf sig allan í þau. Hugðarefni hans voru mörg, meðal annars andleg mál, pólitík, skógrækt, ættfræði og landbúnaðarmál. Þegar hann komst á eftirlaun fékk hann tíma til að sinna hugðar- 829 Brauðkarfa Verð: 3.700,- VARIST EFTIRLtKINGAR ALESSI KRINGLUNNI S: 680633 efnum sínum. Hann helgaði líf sitt skógrækt og fræðimennsku á sviði ættfræði. Hann kom sér upp tveim- ur gróðurhúsum þar sem hann sáði til tijáa og uppfóstraði. Þau skipta orðið þúsundum trén sem hann hefur plantað og hafa orðið að skógi. Þetta er hans framlag til Héraðsins síns. Börn löðuðust að honum og hann hafði einstakt lag á þeim. Barna- börnin dáðu afa sinn og hann átti trúnað þeirra. Það var heldur en ekki upphefð að fá að taka þátt í því sem afi gerði og hjálpa honum, hvort sem það var að ná í jarðarber eða fá afa til að spila Ólsen Ólsen. Hann dó þar sem hann var einn við gróðursetningu í lundinum sín- um á ættarbóli þeirra systkina frá Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá. Þar fæddist hann og þar dó hann. Hug- ur hans dvaldist þar mörgum stund- um. Friðsælla og betra andlát er vart hægt að hugsa sér. Hann fór bara alltof fljótt frá okkur. Við mannanna börn erum svo eigin- gjörn. Eftir á finnst okkur að við höfum átt eftir að upplifa svo margt með honum, en þar hafði fjarlægð- in sitt að segja. Hann á Egilsstöð- um, en við í Reykjavík. Ég mun alltaf minnast hans þegar ég lít trén í garðinum mínum. Þar á hann dijúgan skerf. Við munum eftir mætti reyna að miðla dætrum okk- ar af andblæ og hugsjónum afa þeirra. Elsku Inga mín. Guð gefi þér styrk til að lifa áfram lífinu lifandi og milda missinn sem þú hefur orð- ið fyrir. Guð blessi minningu Ijúflingsins og eldhugans með þökk fyrir allt. Minning hans verður ljós í lífi okkar. Bergrún Gunnarsdóttir. Hinn 6. júlí síðastliðinn varð Páll Sigbjörnsson fyrrverandi ráðunaut- ur á Egilsstöðum bráðkvaddur. Hann var við áhugastarf sitt að planta tijám í minningarlund for- eldra sinna í Rauðholti er hann lést. Það var ef til vill táknrænt fyrir líf hans og starf að fegra og bæta landið. Páll og systkini hans hafa komið upp tijálundi í Rauðholti til minningar um foreldra sína. Auk þess hafði hann tekið þar frá og girt 10 hektara af landi, sem hann hugðist klæða skógi. Páll Sigbjörnsson fæddist 25. júní 1920 í Rauðholti í Hjaltastaða- þinghá. Foreldrar hans voru hjónin Sigbjöm Sigurðsson bóndi og odd- viti og Jórunn Anna Guttormsdótt- ir. Þau voru bæði af traustum aust- firskum ættum, en Sigbjörn rakti einnig ættir í Hornaíjörð og Eyja- fjörð. í Rauðholti ólst Páll upp í stórum systkinahópi. Hann stundaði nám á Eiðum og lauk þaðan prófi árið 1939. Síðan lá leiðin í Bændaskól- ann á Hvanneyri og hann varð bú- fræðingur vorið 1942. Hann gerðist síðan bóndi á Hjaltastað í nokkur ár, eða þar til hann ákveður að fara til framhaldsnáms við fram- haldsdeildina á Hvanneyri haustið 1949. Hann útskrifaðist sem bú- fræðikandídat þaðan vorið 1951 Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á lauaardögum kl. 11-16 með góðum vitnisburði, enda náms- maður ágætur. Hinn 16. desember 1945 kvænist Páll eftirlifandi konu sinni Ingunni Gunnarsdóttur, ljósmóður frá Hjaltastað, greindri og mikilhæfri konu. Hún er einnig af austfirskum ættum komin. Að loknu námi á Hvanneyri setjast þau að þar og Páll verður ráðunautur hjá Sam- bandi nautgriparæktarfélaga í Borgarfirði. En vorið 1954 hverfa þau til átthaganna, og Páll gerist ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands með aðsetri á Egils- stöðum. Því starfí gegndi hann til ársloka 1988, að undanteknu fimm ára tímabili er hann vann hjá Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins og við jarðræktartilraunir á Skriðu- klaustri. Þetta er í stórum dráttum starfsferill Páls, en segir lítið um manninn annað en það, að hann kaus að helga sig störfum fyrir landbúnaðinn. Fyrstu kynni mín af Páli og Ing- unni konu hans voru á Hvanneyri þegar ég dvaldi þar við nám, og Páll var ráðunautur hjá Borgfírð- ingum. Þau kynni áttu eftir að verða mikil og góð síðar, því að sumarið 1956 réðst ég sem aðstoðarmaður hjá Búnaðarsambandi Austurlands á milli námsára í búvísindadeild. Bjó ég þá hjá Ingunni og Páli á heimili þeirra í Hvassafelli. Þar leið mér vel því að hjónin voru bæði afar þægileg, og ég varð eiginlega án þess að verða mikið var við það, eins og einn af fjölskyldunni. Vorið eftir 1957 fluttum við hjónin til Austurlands og ég hóf störf sem ráðunautur hjá Búnaðarsamband- inu. Mikill skortur var þá á hús- næði á Egilsstöðum og ekki auð- velt að útvega það, enda kauptúnið þá í örum vexti. Til þess að leysa málið buðust Páll og Ingunn til að rýma til í Hvassafelli og láta okkur í té tvö herbergi með aðgangi að eldhúsi sínu. Auk þess var skrif- stofa Búnaðarsambandsins í hús- inu. Eftir á að hyggja finnst mér með ólíkindum hvernig þetta gat gengið, og raunar undarlegt að þau skyldu þora að hleypa ókunnugu fólki inn á sig. Svona var þetta þau tvö ár, sem við bjuggum á Egilsstöðum. Þrátt fyrir að þröngt væri búið, minnist ég þess ekki, að sambúðar- vandamál hafí nokkurn tímann komið upp þennan tíma. Það var ekki síst Ingunni og Páli að þakka og að konur okkar áttu vel saman. Margir komu á skrifstofu sam- bandsins og oft var hellt upp á könnuna, enda hjónin með afbrigð- um gestrisin og þægileg í viðmóti. Veit ég að margir minnast góðra stunda við spjall í eldhúsi eða stofu og ekki skorti umræðuefnið. Hjónin bæði greind og vel menntuð, og heimilið lifði og hrærðist í þeim við- fangsefnum, sem Páll var að fást við. Sjaldan fóru menn bónleiðir til búðar frá Páli, ef hann gat fundið lausn og orðið að liði, enda leituðu bændur mikið ráða til hans á þess- um árum. Páll hafði gaman af rann- sóknum og tilraunum og oft fús til þess að gera hið óvenjulega. Þurfti oft ekki nema rétt aðeins að ýta við honum. Mér er í fersku minni þegar við ræddum eitt sinn um hversu erfítt væri að halda góðu sambandi við bændur norðan Smjörvatnsheiðar vegna samgönguerfíðleika. Töldum við að mikla nauðsyn bæri til að gera veg milli Héraðs og Vopna- fjarðar. Til þess að ýta við ráða- mönnum, ákváðum við eitt sinn, sumarið 1958, að fara á Land- Rovemum yfír Smjörvatnsheiði. Við bjuggum okkur út með skóflur og tilheyrandi útbúnað og lögðum á heiðina upp frá Hofteigi. Ferðin gekk merkilega vel, og í Hrapp- staði í Vopnafirði komum við laust eftir háttatíma öllum að óvörum. Vopnfirðingar trúðu því varla, að við hefðum komið yfír Smjörvatns- heiði. Þrátt fyrir þessa tilraun okk- ar Páls að hvetja til bættra sam- gangna við Vopnafjörð, hefur lítið gerst í þeim efnum. Um manninn Pál væri margt hægt að segja en verður ekki gert hér. Það yrði of langt mál, ef gera ætti því skil sem vert væri. En eitt verð ég að segja, að ekki hefði ég viljað missa af því tækifæri að kynnast Páli. Það var góður skóli að starfa með honum, enda maður- inn vitur og gott að eiga hann að vini. Hann gat verið gamansamur í besta lagi, og oft komu hnyttin tilsvör frá honum sem ekki gleym- ast. Þeir sem gerst þekktu, vissu líka að hann var hagorður, en flík- aði því lítt. Af sérstöku tilefni síðastliðið haust, sendi hann okkur hjónum ljóð, sem okkur þykir vænt um og munum geyma. Það er varla að maður trúi því enn, að Páll sé horfínn sjónum okk- ar. Síðastliðinn vetur heimsóttu þau hjónin okkur, og var sú stund okk- ur til mikillar ánægju eins og endra- nær. Þá átti ég þess kost 9. júní síðastliðinn að koma á heimili þeirra að Utgarði á Egilsstöðum. Ekki hvarflaði þá að mér, að við ættum ekki eftir að eiga endurfundi síðar. Ég er samt þakklátur fyrir að hafa notið samverustundar með þeim hjónum þá. Þeim var glatt í sinni eins og oftar, og við skruppum sam- an með Jóhanni bónda út í Breiða- vað í síðdegiskaffi. Páll og Ingunn voru traustir vin- ir sem ekki gleymast. Þau áttu allt- af hlýlegt heimili, sem gott var að koma á. Þau eignuðust þrjá syni, sem bera foreldrum sínum gott vitni. Þeir eru Ófeigur búfræðingur og húsasmiður, nú við nám í Sam- vinnuháskólanum, kvæntur Sigur- björgu Flosadóttur; Gunnar verk- fræðingur, kvæntur Bergrúnu Gunnarsdóttur og Sigbjöm Hamar byggingatæknir, kvæntur Ketilríði Benediktsdóttur. Allir hafa synirnir gengið menntaveginn eins og for- eldrarnir. Öll eiga þau afkomendur sem voru augasteinar afa og ömmu. Páll var kvaddur frá Egilsstaða- kirkju 10. júlí síðastliðinn að við- stöddu fjölmenni. Að lokum viljum við María enda þessi orð með broti úr ljóðinu sem Páll orti til okkar og gerum þau að okkar kveðjum þegar við hugsum til þeirra hjóna. Strengir hrærast í huga ef horft er til liðinna daga með ykkur vinir - er áttum ófáar gleðistundir. Kæra Ingunn og fjölskylda. Við sendum ykkur innilegustu samúð- arkveðjur og vonum að gleðistund- irnar með Páli verði ykkur efst í huga, þegar frá líður. Leifur Kr. Jóhannesson. Páll Sigbjörnsson, fyrrverandi héraðsráðunautur á Egilsstöðum, varð bráðkvaddur hinn 6. júlí síðast- liðinn þar sem hann var að planta tijám í tijálundi á fæðingaijörð sinni, Rauðholti í Hjaltastaðaþing- há. Fundum okkar Páls bar fyrst saman þegar ég var vinnumaður á Skriðuklaustri sumurin 1958 og 1959. Kynni okkar hófust hins veg- ar ekki fyrr en ég flyst að Klaustri árið 1962, til að taka þar við til- raunastjórastöðu. Búnaðarsamband Austurlands og tilraunastöðin unnu að sömu málum hvort frá sinni hlið, leiðbeiningum og rannsóknum í landbúnaði, sem jafnframt var meg- inlífsbjörg íbúa svæðisins, þannig að tilefni til samskipta og sam- starfs voru næg. Við það bættist að Páll var sérstakur áhugamaður um rannsóknir og þekkingarleit sem enn jók á samskiptin. Fljótt kom þó í ljós að í samskipt- um okkar var það Páll sem var gefandinn og ég þiggjandinn. Bæði var það að mig skorti reynslu, ný- kominn frá prófborði, en Páll var eldri og reyndur í starfí. Það sagði þó ekki alla sögu, heldur hitt að Páll var fræðari af guðs náð og sem slíkra var fræðsla hans jafnt maður- inn sjálfur, verk hans og fram- koma, eins og orð hans og skoðanir. Mikið og náið samband tókst á þessum árum milli Búnaðarsam- bands Austurlands og Tilrauna- stöðvarinnar á Skriðuklaustri um framkvæmd dreifðra tilrauna í jarð- rækt á sambandssvæðinu. Af hálfu búnaðarsambandsins átti Páll stærstan þátt í að svo tókst til. í tengslum við þetta samstarf voru mikil ferðalög og góð tækifæri til samræðna, sem jafnframt leiddu til persónulegra kynna fjölskyldna okkar utan vinnutíma. Þau sam- skipti öll eru ein af mörgum dýr- mætum minningum mínum frá veru minni á Austurlandi. Þær minning- ar eru allar hver með sínu móti, en minningin um Pál er tengd einstak- lega fijóum huga hans og skarp- skyggni við að kafa undir yfírborð hlutanna. Annað sem einkenndi Pál var heiðarleiki hans og samviskusemi, jafnframt því sem hann var einstak- lega laus við alla sérdrægni. Hann myndaði sér sjálfstæðar skoðanir á flestum málum og lét sig engu varða hvort þær væru í samræmi við viðteknar skoðanir eða nytu meirihlutafylgis. Jafnframt átti hann auðvelt með að umbera skoð- anir annars fólks og sóttist ekki eftir fylgi annarra við sig. Með þessu móti kallaði hann á að við- mælandi hans myndaði sér einnig sínar eigin skoðanir, þannig að úr yrði fijó umræða. Þegar upp var staðið var það því á við háskólanám að vera miðlað af brunni þekkingar og lífsskoðana Páls Sigbjörnssonar. Hann átti einnig þann eiginleika sem kenndur er við prófessora að geta verið annars hugar og gleym- inn og sögur af því alþekktar um Austurland. Hér hefur Páli verið lýst almenri- um orðum, en sem dæmi um mál- efni sem Páll hugsaði dýpra en all- ir aðrir menn sem ég hef kynnst, var búskaparsaga Austurlands á þessari öld í tengslum við aðra at- vinnustarfsemi í landsfjórðungnum. Alkunna er að Austurland og þar með Fljótsdalshérað var í farar- broddi um atvinnuuppbyggingu frá því síðla á síðustu öld, að Norðmenn hófu þar atvinnurekstur sinn, og fram undir 1920. Eftir það tóku aðrir landsfjórðungar við sér og fóru fram úr Austurlandi í þessum efnum. Þetta ræddi Páll við mig af djúpum skilningi, en þarna liggja að baki margir samverkandi þættir, sumir augljósir en aðrir ekki eins. Páll Sigbjörnsson var ræktunar- maður í fleiri en einum skilningi. Hann gekk skógræktarhugsjóninni á hönd og sat lengi í stjórn Skóg- ræktarfélags Austurlands á þeim árum sem skógrækt og búíjárhald voru ekki að öllu leyti samstiga hér á landi. Þetta áhugamál tók huga hans og starfsorku jafnvel enn sterkari tökum þegar um hægðist í ráðunautsstarfí hans, eins og kringumstæður við fráfall hans sýndu. En Páll stundaði einnig með vaxandi áhuga eftir því sem á ævi hans leið ræktun huga síns. Hann var áhugamaður um mystík og las sér til og iðkaði þau fræði fram til hins síðasta. Kona Páls var Ingunn Gunnars- dóttir, jafningi hans, stoð og stytta og átti sinn ómælda þátt í því hve mikið tilhlökkunarefni það ætíð var að koma inn á heimili þeirra eða eiga von á þeim í heimsókn. Þau áttu þijá syni sem upp komust. Ég votta þeim og öðrum aðstand- endum þeirra dýpstu samúð okkar hjóna. Matthías Eggertsson. Þann 6. júlí síðastliðinn varð bráðkvaddur Páll Sigbjörnsson, hér- aðsráðunautur, og vil ég hér minn- ast hans nokkrum orðum. Það var fyllilega í samræmi við og táknrænt fyrir ævistarf hans, að hann skyldi vinna að gróðursetningu tijáplantn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.