Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 15 í bragði og um hann léku ferskir vindar. Mér eru sérstaklega minnisstæð- ar hugleiðingar Einars á formanna- fundi í Borgarnesi í fyrrahaust þar sem hann brýndi okkur til dáða og lagði ríka áherslu á það, að við þyrftum að standa vörð um ímynd Krabbameinsfélagsins, hún væri félaginu mikils virði. Einar ítrekaði ábendingar sínar í bréfi til stjómar- innar fyrir örfáum vikum. Fyrir hönd stjórnar Krabba- meinsfélags íslands sendi ég að- standendum Einars innilegar sam- úðarkveðjur. Við minnumst hans með virðingu og þakklæti. Jón Þ. Hallgrímsson} formaður Krabbameinsfélags Islands. í dag kveðjum við FH-ingar vin okkar og félaga Einar Þ. Mathie- sen, sem í mörg ár var forystumað- ur í FH og leiðtogi í íþróttahreyfing- unni fyrir okkar félag. Einar gekk ungur að árum í FH. Var keppnismaður í fyrsta 4. flokki félagsins í knattspyrnu. Þar var hann í hópi snarpra stráka úr miðbæ Hafnarfjarðar, af Brekku- götu, Suðurgötu og nágrenni upp með „læk“. Þessi hópur kallaði sig „Unga-FH“. Margir af þessum drengjum urðu miklir kappliðsmenn fyrir FH og síðar í forystunni í fé- laginu. Einar hvarf um tíma úr bænum vegna náms og starfa, en strax og hann kom í bæinn aftur, náði hann sambandi við sinn gamla þráð í FH og kom að fullu í starfið aftur. Hann var til margra ára í aðal- stjórn félagsins, formaður í hand- knattleiksdeild, — þar kom fram hans mikli metnaður og ábyrgðar- tilfinning, sem sást í starfi deildar- innar og árangri, er allir landsmenn þekkja svo vel. Þetta var hans hjart- ans mál. Einar var virtur fulltrúi FH í samtökum íþróttamanna. Formaður ÍBH um tíma og í mörg ár í stjórn HSÍ, þar af formaður 1972 og 1973. Alltaf var hann reiðubúinn í starf fyrir FH og lét menn vita um hug sinn til íþróttastarfsins og framtíð- aráforma félagsins. Einar var mikill fjölskyldumaður. Honum var annt um uppeldi barna sinna. Hann hafði áhrif á að þau voru virk í heilbrigðu félagsstarfi, og fjölskyldan þannig virk í félags- starfi í bænum og ekki síst í íþrótta- hreyfmgunni, þar sem öll böm hans hafa getið sér gott orð í starfí og leik. Við í FH höfum margs að minn- ast í samstarfi við Einar Þ. Mathie- sen. Allt var það af áhuga fyrir framgangi félagsins okkar og um- hyggju fyrir unga fólkinu, sem starfaði þar. Flest hefur okkur lán- ast vel. 'Félagið ber þess merki, að oft hefur verið vel að málum staðið. FH-ingar þakka Einari mikil og góð störf um leið og við sendum Ernu og fjölskyldu hennar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Einars Þ. Mathiesen. Fyrir hönd Fimleikafélags Hafn- arfjarðar Bergþór Jónsson, formaður. Nú í dag, þegar kvaddur er Ein- ar Mathiesen, fyrrverandi formaður Handknattleikssambands íslands, er handknattleikshreyfingunni efst í huga þakklæti fyrir óeigingjarnt starf Einars í gegnum árin. Einar var einatt kjörinn til forystu hvar sem hann kom við og lagði gjörva hönd á plóginn sem ötull og hug- myndaríkur leiðtogi. Svo var einnig innan handknattleikshreyfingarinn- ar, hvort sem var í sínu félagi, FH, eða sem formaður HSÍ. Þegar hann nú er burtu kvaddur í blóma lífsins er stórt skarð hoggið í raðir velunn- ara og forystumanna hreyfingar- innar. Það er með virðingu og sökn- uði sem HSÍ þakkar Einari fyrir óeigingjarnt starf, ráðgjöf og lið- sinni í hvívetna. Handknattleikssambands Islands sendir eiginkonu, börnum, tengda- börnum og barnabörnum sínar inni- legustu samúðarkveðjur og biður Guð að styrkja þau. Fyrir hönd Handknattleikssam- bands íslands, Ólafur B. Schram, formaður. Táknmál er þeirra tungumál eftir Sif Ingólfsdóttur Á borði menntamálaráðherra ligg- ur tillaga frá nefnd um að flytja Heymleysingjaskólann. Tillagan fel- ur í sér að slíta hann úr samhengi við núverandi táknmálsumhverfí en byggja í stað þess tvo nýja grunn- skóla á sömu lóð, annan fyrir heyr- andi og hinn fyrir heyrnarlaus börn, svokallaðan tvíburaskóla. Fram kom í lögum Samskiptamið- stöðvar heyrnarlausra og heym- arskertra, frá 31. desember 1990 1. kafla, sem Forseti íslands gjörði kunnugt að: Markmið laganna sé að stuðla að jafnrétti heyrnarlausra. í ræðu Sveinbjöms Björnssonar há- skólarektors á Háskólahátíðinni 27. júní síðastliðinn, komst hann meðal annars svo að orði: „Heyrnarlausir hafa verið mjög einangraðir í ís- lensku samfélagi. Táknmál er þeirra tungumál, en vegna skorts á túlkun hafa þeir ekki getað aflað sér nauð- synlegrar starfsmenntunar né nýtt sér aðra þjónustu samfélagsins. Vegna tengsla við íslenskt mál og samfélag er augljóst að þetta nám er betur komið hér heima en erlend- is.“ Háskólinn hefur átt viðræður við fulltrúa Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, við undirbúning að kennslu í tákn- málstúlkun til BA-prófs innan heim- spekideildar og rætt er um að Sam- skiptamiðstöðin sjái um allt er lúti að heyrnarleysi, táknmáli og túlkun, en heimspekideild annist þátt mál- vísinda í málinu. Islenska táknmálið er fullkomið samskiptamál eins og íslenskan, sem er raddmál. Táknmál lærist best í réttu umhverfi Heymarlaust barn lærir táknmál án kennslu, eðlilega og áreynslulaust ef það elst upp í umhverfi þar sem málið er notað. Fingrastafróf er ein- ungis notað þegar táknmálsnotand- ann vantar tákn fyrir eitthvert orð raddmálsins, oftast nöfn eða staðar- heiti. Nú vita allir sem til þekkja að gott vald á táknmáli er sá grunnur sem verður að vera lagður til að reisa á alla aðra þekkingu heymar- lausra og þar með talið nám í ís- lensku, með kennslu og síðar með lestri bóka. Ég hef nú sjálf nýiokið tveimur námskeiðum í íslensku táknmáli heyrnarlausra, sem haldið var í Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, á lóð Heyrnleys- ingjaskólans. Þessi staður vakti undrun mína og aðdáun, virkaði á mig, eins og sælureitur heyrnar- lausra og heyrnarskertra barna og aðstandenda þeirra. Þar ríkti öryggi og ró að mér fannst. Aukinn skiln- ingur og uppörvandi samskipti hafa meiri áhrif á okkur en nokkurn grun- ar. Á sama hátt geta fordómar og neikvæðni eyðilagt og brotið niður. Ég hef kynnst því öryggisleysi sem umlykur þá sem missa heyrnina, og því hef ég glaðst af öllu hjarta yfír að sjá þetta umhverfi heyrnarlausra. Enginn veit nema sá sem hefur kynnst því, hve einmana það fólk verður og óöruggt, sem lifir í því umhverfi að geta ekki heyrt eða þá mjög illa, og lenda því í miklum tjá- skiptaörðugleikum. Margur maður- inn dregur sig í hlé frá samskiptum við aðra og einangrast þannig, jafn- vel í blóma lífsins. Minna má á ein- manaleik Beethovens, hins elskaða og fræga tónskálds, sem flúði vini sína, til þess að þeir yrðu þess ekki varir að hann myndi ekki heyra til þeirra meir, en leitaði á náðir nátt- úrunnar og fann frið í sveitinni, þar sem honum fannst hann skilja og heyra táknmál blóma og runna, hvert tré eins og talaði til hans. Þarna úti í náttúrunni gat hann sam- ið sín fegurstu lög, eins og t.d. Fimmtu hljómkviðuna. Einangrun versta refsing Einangrun, án samskipta við um- heiminn er versta refsingin, sem við mennirnir höfum búið til, fyrir utan dauðadóm, fyrir þá sem btjóta af sér í samfélaginu. Er bundið fyrir Bæði táknmálskórinn og barnakórinn syngja undir stjórn Júlíu G. Hreinsdóttur. augu fólks, sem hefur framið alvar- legustu glæpina? Nei. Það er sett í einangraðan fangelsisklefa, svift umgengni við umheiminn og sína nánustu og einnig takmarkaður sá tími, sem það fær til þess að tala við ástvini sína. Dómur heimsins virðist því vera að betra sé í raun að vera blindur, en geta ekki heyrt eða tjáð sig. Fangelsismálin sanna það að svo er. Það er skýlaus réttur heyrnarlausra barna að fá tækifæri til samsömunar með öðrum heyrnar- lausum börnum. Það gefur þeim innri styrk. Er það ekki það sem allir góðir uppalendur vilja helst gefa börnum sínum? Nefnilega sjálfsvirðingu. Það er að vera metin eins og þau eru en ekki eins og aðrir vilja að þau séu. Tvíburaskóli rándýr lausn Er það sóun frekar en sparnaður að veita börnunum aðstoð eins og mögulegt er? Fróðlegt væri að fá hagfræðilegt yfirlit og samanburð um hvort yrði meiri hagkvæmni í rekstri og byggingu tveggja nýrra skóla á sömu lóð eða skóla í tákn- málsumhverfí, sem skilar bömunum út í þjóðfélagið með miklu meira sjálfsöryggi og börnin yrðu þar af leiðandi miklu nýtari þjóðfélags- þegnar. Hefur verið gerð könnun hér á landi um, hvernig heyrnar- skertum börnum vegnar félagslega í venjulegum grunnskólum og, hvaða námsárangri þeim er unnt að ná þar? Hver er kostnaður við væntan- lega alls konar tæknilegan útbúnað hjálpartækja fyrir heyrnarskertu börnin í grunnskólunum, til að vega upp heyrnartapið, og þjálfun kenn- ara, sem koma þarf boðum til heym- arskerts nemanda um það sem fram fer í skólastofunni og, hver hefur eftirlit með að kennarar fái þjáifun í því? Hverjar eru niðurstöður er- lendra rannsókna um þessa hlið málsins? Fróðlegt væri að fá hag- fræðilega niðurstöðu um hvort væri vænlegra að styrkja Heymleysingja- skólann með öllum ráðum í tákn- málsumhverfi sínu eða setja pening- ana í nýbyggingu tvíburaskóla. Væri ekki betra að skera ekki niður íjárlög skólans en styðja enn frekar starf Heyrnleysingjaskólans, því fá- menni skólabarnanna og einangrun þar af leiðandi, gerir vinnuna enn meira krefjandi á mörgum sviðum, og þörf félagslegrar vinnu er meiri en lýtur að öðrum börnum, þó nú sé þeim mögulegt að skiptast á tjá- skiptum í frímínútum og frístundum sínum í félagsmiðstöðinni, þar sem alls konar námskeið og verkleg kennsla fer fram? Væri ekki fjár- munum okkar betur varið að' rann- saka fyrst t.d. hvernig heyrnar- skertu bömunum okkar hefur vegn- að í skólum með heyrandi börnum og draga af því lærdóm og bera saman við önnur lönd, sem þó em ekki sambærilegt rannsóknarverk- efni, vegna fámennisins hér miðað við þau. Hvernig væri að fá frekar heyrandi börn í Heyrnleysingjaskól- ann í táknmálsumhverfið og gera hann enn eftirsóknarverðari að gæð- um og kenna yrði þeim börnum einn- ig íslenskt tungumál, þannig að vin- áttubönd og skilningur gæti aukist þar á þeim grundvelli, þar sem heyrnarlausu og heyrnarskertu börnin okkar væru þar á sínum heimavelli og finndu þar mátt sinn og megin? Sif Ingólfsdóttir Tveggja ára bið eftir viðtali við menntamálaráðherra Því skora ég nú á menntamálaráð- herra og allt gott fólk að taka mark á rökum Félags heyrnarlausra, fag- fólksins og heyrnleysingjakennar- anna um, hvað komi heyrnarlausum börnum best í skóla, nefnilega tákn- málsumhverfi en ekki tvíburaskóli eða blöndun í almennum grunnskól- um. Sjaldnast hafa heymarlausir sjálfir fengið að byggja upp og móta þær tillögur sem liggja til grundvall- ar mikilvægum ákvörðunum um líf þeirra. Það er nær undantekningar- laust að stórar ákvarðanir sem varða líf heyrnarlauss fólks eru teknar af ráðamönnum sem ekki hafa reynslu af heyrnarleysi. Forsetinn okkar er einnig kær vinur barnanna á íslandi, hvort sem börnin teljast til fámenns hóps eða ekki. Forsetinn kom í eigin persónu í heimsókn í Heyrnleysingjaskólann ekki alls fyrir löngu. Á Islandi býr fjöldi heyrnarskerts fólks, sem mun örugglega fylgjast með þessum mál- um og mun gera grein fyrir atkvæði sínu þegar að kosningum kemur, eftir því hvemig á málum sem þess- um er haldið, og mun láta til sín taka. í desember síðastliðinn kom fram í Fréttablaði heyrnarlausra að Félag heyrnarlausra var þá búið að bíða í 1 Vi ár eftir viðtali við menntamála- ráðherra en ekkert hafði gengið eða rekið, og fylgdi því ekki mikil von eða bjartsýni. Núna rúmu V2 ári síð- ar hefur viðtalið ekki fengist enn. Er ekki þama einhver misskilningur á ferðinni eða hvað? Hvað er að? Menntamálaráðherra. Þú eða ég líka gætum fengið heymarlaust barn í fjölskylduna okkar og það yrði okkur eins kært og hin bömin okkar. Ég skora því á þig að láta mál þetta til þín taka og leysa það í samráði við Heyrnleysingjaskólann og starfslið hans í Vesturhlíðinni. Með kveðju og fyrirfram þakklæti til allra sem láta sig mál þetta varða. Höfundur starfar við heilsuvernd. Lokaðað venju um verslunarmannahelgina! ..en byrjum haustvertíðina helgina 7.- 8. ágúst með braki og brestum og ýmsum skemmtilegum uppákomum. Það eru margar góðar helgar framundan í Kolaportinu í haust ogfram aðjólum. Pantið sölubása tímanlega í síma 625030. GÓÐA HELGI! KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG ..fyrir hagsýna versíunarmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.